Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 22
HELGARDAGSKRÁIN Föstudagur 14. desember 19.15 Á döfinni. 19.25 Veröld Busters. Lokaþáttur. 19.50 Fréttaágrip é táknmáli. 2Q.Ö0 Fróttir og veður. 20.40 Kastljós. Þáttur um innlend málefni. lf§? Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 21.25 Grínmyndasafniö. Kapp er best með forsjá. Skopmyndasyrpa frá ár- um þöglu myndanna. 21,45 Hláturinn lengir lífið. 22JJ5 Kisuleikur. Ungversk bíómynd frá 1974, gerð eftir samnefndri sögu eftir Istvan örkény. Leikstjóri Károly Makk. Aðalhlutverk Margit Dayka og Samu Balázs. Myndin er um samband aldr- aðra systra og er jafnframt ástarsaga annarrar þeirra. Hún sýnir að ástin á sér engin aldurstakmörk fremur en aðrar mannlegar tilfinningar. Þjóðleik- húsið sýndi leikgerö sögunnar árið 1982. Þýðandi Hjalti Kristgeirsson. 00.20 Fróttir í dagskrárlok. Laugardagur 15. desember ,14,45 Enska knattspyrnan. Newcastle — Norwich. Bein útsending frá 14.55 - 16.45. 17.15 Hildur. Sjöundi þáttur. — Endur- sýning. Dönskunámskeið í tíu þátt- um. 17.40 íþróttir. 19.25 Kærastan kemur í höfn. Annar þáttur. Danskur myndaflokkur í sjö þáttum ætlaður börnum. 19.50 Fróttaágrip á tóknmóli. 20,00 Fróttir og veður. 20.40 í sælureit. Sjötti þáttur. Breskur gamanmyndaflokkur í sjö þáttum. 21.20 Þjófarnir sjö (Seven Thieves) Bandarísk bíómynd frá 1960. s/h. Leik- stjóri Henry Hathaway. Aðalhlutverk: Edward G. Robinson, Rod Steiger, Joan Collins og Eli Wallach. Glæpa- maður sem kominn er af léttasta skeiði hyggst Ijúka ferli sínum með glæsibrag. Hann safnar liði til að ræna spilavftið í Monte Carlo. Þýðandi Jón O. Edwald. Hörkuspennandi mynd og góður leikur. Endirinn er slappur en þaö spillir þó ekki fyrir myndinni að öðru leyti. Þýðandi Jón O. Edwald. Gestur úr geimnum (The Man Who Fell to Earth) ***!4. Bresk bíómynd frá 1976, gerð eftir vfsindaskáldsögu eftir Walter Tevis. Leikstjóri Nicholas Roeg. Aðalhlutverk: David Bowie, Rip Tom, Candy Clark og Buck Henry. Myndin er um veru frá öörum hnetti og vist hennar meðal jarðarbúa. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. Feiki- skemmtileg mynd og tilfinninga- þrungin. Styrkur hennar felst einkum í margslungnum og skemmtilegum söguþræði. 01.05 Dagskrórlok. Sunnudagur 16. desembet 16.00 Sunnudagshugvekja. Dr. Jakob Jónsson flytur. 16.10 Húsið ó sléttunni. 5. Hróp í þögn- inni. 17.00 Listrænt auga og höndin hög. 2. Leirlist. Kanadískur myndaflokkur í sjö þáttum um listiðnað og handverk. 18.00 Stundin okkar. Umsjónarmenn: Ása H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. 18.50 Hló. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. 20,00 Fróttir og veður. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 21,05 Tökum lagiö. Kór Langholtskirkju w" syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar í sal íslensku óperunnar. Þátturinn er að þessu sinni helgaður jólahátíðinni ^ og jólalögum. 22,00 Dýrasta djásniö. Breskur fram- haldsmyndaflokkur í fjórtán þáttum, gerður eftir sögum Pauls Scotts frá Indlandi. 23.00 Á döfinni. Jólabækur. Umsjónar- maður Karl Sigtryggsson. Kynnir Birna Hrólfsdóttir. 23.25 Dagskrórlok. Fimmtudagur 13. desember 19.00 Kvöldfróttir. 19.50 Daglegt mál. 20.00 Leikrit: „Gráir hestar". Höfundur og leikstjóri: Erlingur E. Halldórsson. Samið upp úr smásögunni „End of Season" eftir Bernard McLaverty. 21.30 Einsöngur í útvarpssai. Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur lög eftir Veretti, Messiaen og Elgar. Anna Guðný Guð- mundsdóttir leikur á píanó. 21.55 „Þangaö til við deyjum", smá- saga eftir Jökul Jakobsson. Kristín Bjarnadóttir les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Milli stafs og huröar. (RÚVAK) 23.45 Fréttir. Dágskrárlok. Föstudagur 14. desember 07.00 Veðurfregnir. Fréttir. Á virkum degi. W* 07.25 Leikfimi. 07.55 Daglegt mál. > Endurt. þáttur. 08.00 Fréttir. Veðurfregnir. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna: Jóla- fögnuður. Sigrún Guðjónsdóttir les smásögu eftir Ragnheiði Jónsdóttur. 09.20 Leikfimi. 09.45 Þingfréttir. 10*00 Fréttir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 10.45 ,,Mór eru fornu minnin kær". Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli sér um þáttinn. (RÚVAK) 11.15 Morguntónleikar. 12.20 Fróttir. Veðurfregnir. 14.00 Á bókamarkaðnum. 14.30 Á lóttu nótunum. 16.00 Fréttir. Veðurfregnir. 1a2Q Síðdegistónleikar. 17s|0 Síðdegisútvarp. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 20.00 Lög unga fólksins. 20:40 Kvöldvaka. a) Fró Safnamönn- um. Guðmundur Ólafsson spjallar um jólaköttinn. b) Úr Ijóðum Jóns Trausta. Elín Guöjónsdóttir les. c) Erfiöur aöfangadagur. ÚlfarK. Þor- steinsson les frásögn eftir Rósberg G. Snædal. 21.30 Hljómbotn. Tónlistarþáttur í umsjón Páls Hannessonar og Vals Pálssonar. Val Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns. „Það getur verið mjög rykkjótt hvað mér tekst að fylgjast með dag- skrá útvarps og sjónvarps svo ég merki við það sem mér finnst álit- iegt þó mér takist kannski ekki að fylgjast með því öllu,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaður. „Ég er yfirleitt mjög ánægður með dagskrá ríkisfjölmiðlanna. Það er mjög margt gott í útvarpinu og flest kvöld er eitthvað álitlegt í sjónvarpinu. Framhaldsmyndaval- ið hefur lagast mikið uppá síðkastið, breskir þættir tekið við af bandarískum sápumyndaflokkum og ég er sérstaklega feginn að vera laus við Dallas. Eg merki ekki við neitt sérstakt í dagskrá Rásar 2 en hlusta þó á hana í bílnum og kannski á kvöldin og er ekkert ó- ánægður með hana. Tónlist er alltaf tónlist og skilar sér jafn vel þar og annarstaðar. Þeir hafa líka tekið sig á með málfarið og ég býst við að ég myndi hlusta meira á Rás 2 ef fréttum yrði bætt inn í dag- skrána." 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. 22.35 Traöir. 2$15 Á sveitalínunni. (RÚVAK) 24.00 Söngleikir f Lundúnum. 10. þáttur: „Little Shop of Horrors". Umsjón: Árni Blandon. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 15. desember 07.00 Veðurfregnir. Fréttir. 08,00 Fréttir. 08j5 Veðurfregnir. 08,30 Forustugr. dagbl. (útdr.) 09,00 Fréttir. 09;30 Óskalög sjúklinga. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) 11,20 Eitthvað fyrir alla. 12J20 Fróttir. Veðurfregnir. i|l3Ö Úr blöndukútnum. (RÚVAK) 16*00 Fréttir. Veðurfregnir. 17.00 íslenskt mól. Jörgen Pind flytur þáttinn. 17.10 Bókaþóttur. Umsjón: Njörður P. ::íNjarðvík. 18;46 Veðurfregnir. 19.Q0 Kvöldfróttir. 1'||85 Veistu svarið? (RÚVAK) 2ÖÍÓ0 Á bókamarkaðinum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.3$ ;,Segðu steininum". Anna Ólafs- dóttir Björnsson sér um þáttinn. 23.00 Hljómskólamúsik. 23.30 Harmoníkuþóttur. 24;00 Miðnæturtónleikar. Umsjón: Jón örn Marinósson. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 16. desember 08.00 Morgunandakt. Séra Jón Einarsson flytur ritningarorð og bæn. 08.10 Fréttir. 08.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (út- dr.). 08.35 Lótt morgunlög. Hljómsveit Lou Whiteson leikur. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10,:^ Fréttir. Veðurfregnir. 10.25 Stefnumót við Sturlunga. Einar Karl Haraldsson sér um þáttinn. 11.00 Messa í Laugarneskirkju á vegum æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar. Prestur: Séra Agnes M. Sigurðardóttir æskulýðsfulltrúi. Hádegistónleikar. 12.20 Fróttir. Veðurfregnir. 14*00 Leikrit: ,,Einkennilegur maður" eftir Odd Björnsson með elektrón- iskri hljóðlist eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson. f8l0 Með bros á vör. * 16.00 Fréttir. Veðurfregnir. 16.20 Um vísindi og fræði. Er þörf á end- 'vf urmati íslenskrar kirkjusögu? Séra Jónas Gíslason dósent flytur sunnu- dagserindi. 17.00 Fró tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitar islands f Háskólabíói 6. þ.m. (fyrri hluti). 18.00 Á tvist og bast. 18.45: Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 19,45 Á bökkum Laxár. Jóhanna Stein- grímsdóttir í Árnesi segir frá. - (RÚVAK) 20.00 Um okkur. 21,00 Hljómplöturabb. 2t-40 Að tafii. ?7 1b Veðurfregnir. Fréttir. 22.36 Kotra. (RÚVAK) 23,05 Djasssaga. a 73.50 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 14. desember 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Pósthólfiö. 16.00-17.00 Listapopp. 17.00-18.00 Léttir sprettir. 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2. Laugardagur 15. desember 14.00-16.00 Uppbrot. Tónlist að sunnan, noröan og neöan með uppbrotum. Stjórnandi: Ásgeir Tómasson. 16.00-18.00 Milli mála. Nýir og gamlir streitulosandi smellir með salti og pip- ar. Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 24.00-03.00 Næturvaktin. Stjórnendur: Margrét Blöndal og Ragnheiður Davíðsdóttir. Sunnudagur 16. desember 13.30-15.00 Krydd [ tilveruna. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan. 16.00-18.00 Vinsældalisti Rásar 2. UTVARP eftir Ómar Friðriksson Viötœkiö vinurinn mesti SJONVARP Spuröu sjálfur Það var vel til fundið hjá Páli Magnús- syni, þingfréttamanni sjónvarpsins, að leyfa flokkunum að hafa með sér lið manna í sjónvarpssal til þess að spyrja formenn og formælendur andstæðinga sinna í pólitíkinni. Uppskriftin er ágæt og þetta tilbrigði Páls gaf vonir um skemmti- legan og jafnvel fróðlegan þátt um pólit- íkina (oft hafa þeir skemmtanagildi þess- ir þættir, en sjaldnast eru þeir fróðlegir). En Þingsjáin á þriðjudagskvöld brást vonum manna, a.m.k. mínum vonum. Spurningar stuðningsmanna flokkanna, sem þeir fengu að velja sjálfir, voru slak- ar og þeim var illa fylgt eftir. Frá þessu voru þó undantekningar. En í heild voru þær lélegar og undir sömu sök seldar og spurningar í þáttum af þessu tæi. Þær voru ekki nógu beinskeyttar og sumar voru jafnvel svo óttalega opnar í endann, að viðkomandi stjórnmálamaður gat far- ið á kostum orðavaðalsins um ekki neitt. í áranna rás hefur sjónvarpið verið með ýmsa tilburði í sambandi við pólit- íska spurninga- og umræðuþætti. Á fyrstu árum sjónvarpsins og e.t.v. lengur gerðu stjórnmálamenn lítið annað en að hnakkrífast og öskra hverjir aðra í hel Páll Magnússon mætti spyrja sjálfur. frammi fyrir alþjóð. Það þótti ekki mjög uppbyggilegt. Síðar meir var farið út í að taka fáa menn og jafnvel aðeins einn fyrir í einu. Þær tilraunir hafa verið misgóðar, en eru að líkindum heppilegasta formið fyrir stjórnmálaþætti, þegar á annað borð er verið að fara yfir vítt svið í t.d. stefnu eins stjórnmálaflokks eða stóran málaflokk einhvers ráðherrans. Þessir þættir hafa raunar oftast verið gagnrýndir fyrir það, að spyrjendur hafi ekki verið nógu aðgangsharðir og við- mælandi „sloppið of vel“. Oft hefur þessi gagnrýni átt rétt á sér. En á þriðjudags- kvöld kom þó í ljós, að 30 manna hópur frá stjórnmálaflokkunum sex stóð sig sýnu verr en tveir eða þrír spyrlar á veg- um sjálfs sjónvarpsins. í tilviki þessa þáttar hefði mátt bæta úr göllum með því að stjórnandinn hefði fyllt upp í eyður og fylgt eftir spurning- um, sem forsprakkar stjórnmálaflokk- anna viku sér undan að svara, sem þeir gerðu talsvert af í þessum þætti. Annars var fróðlegt að horfa á for- sprakkana sjálfa og hugsa síðan nokkur ár aftur í tímann, því þarna hafði maður fyrir sér þau gífurlega snöggu kynslóða- skipti, sem hafa orðið í íslenzkri pólitík. „Öldungurinn" var Steingrímur Her- mannsson og samt er hann tiltölulega ungur maður. Hitt er allt ungt fólk, þó Svavar Gestsson sé orðinn „gamall í hett- unni“. Þótt hér hafi verið rætt um umgjörð svona þátta, þá skiptir það samt að lík- indum minnstu máli. Það sem skiptir máli er að svarendur og viðmælendur í svona þáttum komist ekki upp með að fara með háifsannleik eða hreinar lygar. Slíkt á að reka ofan í viðkomandi á staðn- um. Þess vegna þurfa spyrjendur að vera vel heima og kaldir. Tillaga: Bezt væri að Páll Magnússon sæi sjálfur um að spyrja. Er ekki útvarpið besti vinur mannsins? Það er í sjálfu sér engin firra að segja sem svo. Auðvitað taka allir undir það að út- varpið ber hlustir nánast allra lands- manna á hverjum degi en menn hugleiða það kannski síður hversu gífurlega ríkan þátt það á í lífi hvers og eins, — langt um- fram aðra miðla. „Það viðheldur hinni sterku þjóðareiningu," sagði ágætur maður eitt sinn og er eflaust ekki fjarri lagi. Það dregur úr einsemd fólks og er raunar síhljómandi nánast hvar sem bor- ið er niður. Útvarpsviðtækin sjálf segja líka sína sögu. Fjölskrúðugt úrval þeirra á mark- aðnum, fjöldi þeirra og notkunarmögu- leikar segja okkur einfaldlega að fólk vill hafa útvarp nálægt sér við næstum allar aðstæður. 1 Bandaríkjunum bera menn fyrir sig vandaðar kannanir þegar þeir staðhæfa að í kringum hverja venjulega fjöiskyldu séu 5 — 7 útvarpstæki. Hér á Fólk vill hafa viðtæki hjá sér við nánast allar aðstæður. landi er þetta kannski ekki orðið svo gígantískt en möguleikarnir aukast þó stöðugt. Að morgni geta menn vaknað við út- varpsvekjarann sinn. Staulast á fætur og spennt á sig armbandsúrið með inn- byggðu útvarpstæki. Hlýtt á morgun- fréttirnar í Iitla viðtækinu sem staðsett er í eldhúsinu. (Mér er ekki kunnugt um hvort farið er að framleiða tannbursta með útvarpstækjum en sjálfsagt er að hafa ekki útvarpslaus baðherbergi.) Úr svefnherbergi táningsins hljómar útvarp úr steríóferðatækinu og vilji menn skokka um hverfið fyrir vinnu er tilvalið að taka með sér vasadiskóið sem að sjálf- sögðu nemur einnig útvarpssendingar. Það er svo ómissandi að hafa útvarp í gangi í bílnum á leið í vinnu og á flestum vinnustöðum er útvarpstæki innan seil- ingar. Heima í stofu bíða svo vandaðar steríógræjur dýpri hlustunar þegar róin fellur á að kvöldi dags. Helsta viðkvæði hjá fólki þegar það er spurt hvað það vilji heyra í útvarpi er „eitthvað létt“, „eitthvað skemmtilegt", og auðvitað fréttir. Það er þetta afþrey- ingarhlutverk útvarpsins sem verður sí- fellt meira áberandi með breyttum þjóð- félagsháttum. Þörfin er fyrir stutt gríp- andi efni sem hægt er að meðtaka hve- nær sem tendrað er á viðtækinu. Til- komu Rásar 2 má rekja til þessa. Allir ald- urshópar Ijá henni eyra og umfang henn- ar í dagskránni eykst stöðugt. Nú vantar aðeins að hún nái til allra landsmanna og teknar verði upp stuttar, tíðar fréttasend- ingar á rásinni. En ábyrgð starfsmanna hennar er mikil því þrátt fyrir „afþrey- inguna" er útvarpið áhrifaríkur miðill. Það hefur áhrif á hugsun manna og mót- ar lífsstíl. Útvarpsviðtæki er í nánd við hvern mann mestan hluta dags og fyrir marga helsti félagi í raun — viðtækið vin- urinn mesti. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.