Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 12
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Jóhanna Sveinsdóttir, Ómar Friðriks- son og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson og Sigþór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Ritstjórn og auglýsingar eru. að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Glæpamenn með nýtt nafn og númer Á milli 30 og 50 fjárglæfra- menn vaða fram og aftur um ís- lenskt þjóðfélag og svíkja og pretta saklausa þorgara. Tugir manna hafa þurft að líða stór- kostleg fjárútlát vegna athæfis þessara manna, að því er fram kemur í grein Helgarpóstsins í dag. Greinin fjallar um nafnbreyt- ingar, sem næstum hver sem er getur sótt um og fengið hjá Hagstofu íslands. Bent er á gloppu í kerfinu, sem svika- hrapparnir hafa auðvitað áttað sig á að þeir geti notað til að halda áfram að hafa fé af fólki, án þess að nokkurn gruni hið minnsta misjafnt um þá. Helgarpósturinn hefur feng- ið staðfest, að nokkrir menn úr hópi þessara svindlara, 15—20 manns, hafi á undanförnum tveimur árum fengið nafni sínu breytt, og þar með nafnnúmeri. Flestar nafnbreytingar hér á landi stáfa af fullkomlega eðli- legum ástæðum, en tilgangur þessara manna með nafnbreyt- ingunni er annarlegur. Þeir skipta um nafn gagngert til að dulbúast_fyrir lánardrottnum og væntanlegum fórnarlömb- um. í grein Helgarpóstsins kemur m.a. fram, að með því að breyta um nafn, geta skugga- baldrar þessir í raun horfið af vanskilaskrám, þar sem þeir yf- irleitt hafa safnað dökkum slóða. Slóðinn fylgir gamla nafninu, sem dettur út af þjóð- skrá, og mennirnir „hverfa". Nýja nafnið fæst ekki yfirfært eða samtengt gamla ferlinum, sem til er á skrám. Vanskilaskrá sem ekki tekur tillit til þessara nafnbreytinga og þess sem þeim fylgir er ófullkomin, svo ekki sé meira sagt. En kannski er aðalmein- semdin ekki sú, að þessum mönnum líðst að gufa upp af skýrslum, heldur það, að þessir einstaklingar skuli fá að skipta' um nafn og númer í þessum sorglega tilgangi. Á skal að ósi stemma og Helgarpósturinn tekur undir með þeim embætt- ismönnum sem vilja girða fyrir þennan ófögnuð. Blaðið lýsir hins vegar yfir furðu sinni á seinagangi yfirvalda í þessu máli. Helgarpósturinn tekur úndir með hagstofustjóra sem segir mannréttindamál að fá að skipta um nafn, ef haldgóðar ástæður liggja að baki. Hið opinbera á hins vegar ekki að hjálpa glæpamönnum að dul- búast fyrir almenningi. F orsaga undirbúnings Þingsjár Páls Magnússonar hjá sjónvarp- inu var allsöguleg og um tíma leit út fyrir að hvorki Sjálfstæðisflokkur né Alþýðubandalag sendu fulltrúa sinn í þáttinn. Svavar Gestsson og Þorsteinn Pálsson, formenn flokkanna, mynduðu með sér bandalag og neituðu boði Páls um að mæta í þáttinn og tilnefndu í sinn stað aðra menn: Halldór Blöndal fyrir Sjálfstæðisflokk og Steingrím J. Sigfússon fyrir Alþýðubanda- lag. Ástæðan fyrir þessu mun vera sú, að Svavar Gestsson ku vera orðinn leiður á því sem hann kallar „for- mannsdekur ríkisfjölmiðlanna" og Þorsteinn sá sér leik á borði að sleppa undan því að þurfa að verja gerðir ríkisstjórnarinnar. Þetta með „formannsdekrið" segja menn fyr- irslátt í Svavari. Hann sé hreinlega orðinn þreyttur á þessu hlutverki formannsins. Páli þingfréttamanni leist að von- um ekkert á blikuna og svaraði for- mönnunum fyrst með því að segja, að ef þeir kæmu ekki, þá yrðu sæti þeirra auð í útsendingunni. Daginn eftir, sama dag og þátturinn var sendur út, hringdi svo Páll í Svavar og Þorstein og hreinlega bað þá sín vegna að koma í þáttinn. Ef sam- skipti hans og þeirra ættu að vera með þessum hætti, þá væri lítið annað fyrir sig að gera en að hætta störfum sem þingfréttamaður. Við þetta létu formennirnir undan og einnig Steingrímur Hermanns- son, sem gengið hafði til liðs við ungu formennina þreyttu... Eiln saga þessa þáttar er ekki öll sögð. Eftir þáttinn varð áköf um- ræða milli Páls Magnússonar, Stefáns Benediktssonar, BJ og kvennalistakvenna, sem þacna voru. Sóttu kvennalistakonur hart að Páli vegna þeirrar stefnu að vilja sjálfur tilnefna þátttakendur í sjón- varpsþættinum. Sjálfar kysu þær að velja úr sínum hópi fulltrúa í svona sjónvarpsþátt. Páll varði hins vegar þá stefnu, að það væri hann sem bæri ábyrgð á svona þætti og af þeirri einföldu ástæðu vildi hann velja þátttakendur. í þessu tilviki vildi hann fá forsvarsmenn flokk- anna á Alþingi, en t.d. ekki ein- hvern borgarfulltrúa eða guð má vita hvað. Stefán Benediktsson tók undir með Páli en þeim og fleiri viðstöddum gekk illa að koma kvenfólkinu í skilning um, að stjórn- andi þáttar í sjónvarpi hlyti endan- lega að bera ábyrgð á þættinum, en ekki einhver samtök úti í bæ. . . Fundargerðir útvarpsráðs eru að verða hálfleiðinleg lesning eftir að ráðið samþykkti að fundarritari skyldi eingöngu skrá bókanir og niðurstöður mála. Áður voru um- ræður reifaðar í stuttu máli. Ástæð- an fyrir þessari stefnubreytingu er ósk Péturs Guðfinnssonar, sjón- varpsstjóra. Hins vegar hefur þetta haft í för með sér hálfgert bókana- æði og hafa þau Eiður Guðnason, Alþýðuflokki, og Elínborg Stef- ánsdóttir, Kvennalista, einkum fengið útrás með þessu skeyta- formi. Á milli þeirra hefur að sögn gneistað frá því að Elínborg tók sæti í útvarpsráði. Einkum kemur þar til gagnkvæm andúð, en Eiður var drjúgur við að setja út á störf Elín- borgar sem dagskrárfulltrúa áður en hún settist í ráðið. Starf hennar hjá sjónvarpinu er að velja erlent skemmtiefni. Þá hefur Eiður látið þá skoðun í ijós í útvarpsráði, að hann sé andvígur því, að starfsmaður sitji þar. Kunnugir hjá sjónvarpinu segja, að í raun séu þessar bókanir nánast ekkert annað en gagnkvæmur skætingur og bókanirnar ásamt gagnorðari fundargerðum hafi með þessu farið út í vitleysu. . . Þ að kom mörgum á óvart, að útvarpsráð skyldi setjast í dómara- sæti um ágæti auglýsinga, eins og ráðið gerði á fundi sínum 24. ágúst vegna auglýsinga Búnaðarbankans með ungabörn í aðalhlutverkum. Á þessum fundi var rætt um íslenska auglýsingagerð og framfarir á því sviði og dró Markús Örn Antons- son, formaður ráðsins, úmræðuna saman með því að óska eftir að for- svarsmenn sjónvarpsins kæmu sér- stakri viðurkenningu á framfæri við bankann og auglýsingastofu hans. Sagan segir, að Stefán Hilmars- son, bankastjóri Búnaðarbankans, hafi ákaflega gaman af því að búa til auglýsingar og sitji gjarnan á kvöld- in heima og dundi sér við hugmynd- ir að auglýsingum. Þá segja illar tungur í auglýsingabransanum, að undirrótin að þessari óvenjulegu viðurkenningu útvarpsráðs sé sú, að Eiður Guðnason sé hluthafi í Saga film, en það er einmitt Saga film, sem gert hefur þessar snotru barnaauglýsingar Búnaðarbank- ans. Hugmyndina eigi hins vegar Stefán bankastjóri og grunnhugsun- in í henni sé að láta menn koma skríðandi — til bankastjórans... ráðsins, Björgvin Guðmundsson fyrrum borgarstjórnarfulltrúi, sjá um ritstjórn þess. Enn eru ótalin mörg landsmálablöð sem koma út í miklum síðufjölda fyrir jólin, svo sem Skaginn, Akureyrarblaðið og fleiri. Öll þessi mikla blaðaútgáfa stílar á auglýsingamarkaðinn og eins og fram hefur komið af nafna- röðinni eru það engin smámenni sem að útgáfunni standa. Loks má telja Alþýðublaðið sjálft. Það kemur út 20. desember með aðeins 24 síð- ur, enda lítið eftir á auglýsinga- markaði krata þegar hin jólablöðin sem tengjast Alþýðuflokknum eru búin að láta greipar sópa um stuðn- ingsmannahópinn. Eru margir krat- ar sem styðja Alþýðublaðið sárreið- ir þessari miklu krataútgáfu og ekki síst 120-menningarnir sem gengu í ábyrgð fyrir Alþýðublaðið á dögun- um svo útgáfa þess yrði tryggð áfram... ■ ram til þessa hefur Alþingi ís- lendinga verið rekið sem einkar sjálfstæð rekstrareining og var Fridjón Sigurdsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, vakinn og sofinn yfir rekstrinum í stóru og smáu. Sl. haust, þegar Friðrik Ólafsson var í þann mund að taka við störfum Friðjóns, var farið með hann í skoðunarferð um húsakynni Alþingis, þar sem eru margir krókar og kimar. Meðal annars var hann leiddur upp á háaloft í þinghúsinu sjálfu og rekast þá Friðrik og starfs- maður Alþingis á konu, sem situr þar sallaróleg við vinnu sína. Fylgd- armaður Friðriks varð hálfhvumsa við, því hann kannaðist ekkert við konu þessa. Spurði hann hana hver hún væri og hvað hún væri að gera. Jú, hún kvaðst vera í hiutastarfi hjá Norðurlandaráði. Við nánari athug- un kannaðist ritari íslandsdeildar Norðurlandaráðs ekkert við kon- una og hið sanna kom ekki upp úr kafinu fyrr en Friðjón Sigurðsson var spurður. Þá kom í ljós, að hann hafði ráðið konuna í verkefni á veg- um Norðurlandaráðs. Þessi starfs- maður var hins vegar hvergi til í opinberu bókhaldi, þótt hún væri búin að vinna þarna uppá hana- bjálka í tvö ár. ...... ví má bæta við um Þingsjár- þáttinn, að fulltrúar einS flokksins í sjónvarpssal höfðu mikinn hug á að leggja tiftekna spurningu fyrir full- trúa Kvennalistans í þættinum, en ákváðu síðan að hún væri full kvik- indisleg. Spurningin var þessi: Vill fulltrúi Kvennalistans vera svo væn að skilgreina fyrir okkur hugtakið „þjóöhagsvísitala”? Svarið er, að ekkert slíkt fyrirbæri er til. Spurningin mun vera til komin vegna þeirrar sannfæringar sumra stjórnmálamanna, að kvennalista- konur séu ekki alltof vel að sér í grundvallaratriðum efnahags- og stjórnmála. . . u m áramótin losnar staða garðyrkjustjóra Reykjavíkur en Hafliði Jónsson hefur gegnt þeirri stöðu í árafjöld. Enn sem komið er hafa engin nöfn verið nefnd í stöð- una en víst er að nýs garðyrkju- stjóra bíða fjölmörg verkefni. í því sambandi má benda á að borgar- stjórnarmeirihlutinn hefur sam- þykkt fimm ára áætlun um skipu- lagningu umhverfis og útivistar í Reykjavík og verður það fyrst og fremst hlutverk nýráðins garð- yrkjustjóra að hefja framkvæmd hinnar nýju áætlunar á næsta ári. . . l safoldarmenn hafa setið á rök- stólum að undanförnu og velt fyrir sér áframhaldi á útgáfu vikublaðs- ins þrátt fyrir slæma byrjun. Víga- móðurinn mun ekki að fullu runn- inn af Ásgeir Hannes Eiríkssyni og félögum í þessu máli, en skyn- sömustu mennirnir í hópnum eru þó sagðir sannfærðir um að Helg- arpósturinn anni þessum viku- blaðamarkaði og verði ekki hnikað þaðan. Telja hinir sömu enga goðgá að sætta sig við ósigur, nú þegar ný blöð safna allt upp í 30 milljón krón- um í skuld á einu ári eins og Nútím- inn, og jafnvel Morgunblaðið á í greiðsluerfiðleikum. . . y ■ msir ungir framkvæmda- menn í Sjálfstæðisflokki hafa stungið upp á því að Stjórnarráðið yfirtaki Seðlabankabygginguna fyrir þau ráðuneyti, sem nú eru í húsnæðishraki út um allan bæ. í staðinn á Seðlabankinn að fá tvær efstu hæðirnar í Víðishúsinu! Þess- um einstaklingum hefur ofboðið fjárausturinn í nýju Seðlabanka- bygginguna þar sem marmari er lagður í hólf og gólf dag og nótt á meðan fjárframlög til Stjórnarráðs- ins eru skorin við nögl.. . Jl^^Wþýðuflokkurinn hefur mjög biðlað til Bandalags jafnaðar- manna að undanförnu og vill fá það í eina sæng. Forráðamenn banda- lagsins eru hins vegar ekki á þeim buxunum og hafa æ ofan í æ neitað formlega viðræðum um sameining- armál. Það hefur hins vegar verið draumur margra bandalagsmanna að þurrka kratana endanlega út en ekki hefur þeim enn orðið að ósk sinni og nýtt fylgi Alþýðuflokksins við sókn nýja formannsins hefur ekki glætt þær vonir. Nú bíða aftur á móti Bandalagsmenn spenntir eft- ir nýjum þingkosningum sem geta sannað tilverurétt flokksins. . . K H^^ennarar halda áfram launa- kröfum sínum eins og fram hefur komið í fréttum og hafa þeir m.a. skýrt frá yfirvofandi flótta úr stétt- inni og fjöldauppsögnum á nýja ár- inu, komi ekki til launahækkana. Frumlegasta baráttuaðferð kenn- ara sem HP hefur frétt af, er hins vegar ættuð úr öldungadeild Hamrahlíðarskólans. Þar var ný- lega lagt stafsetningarverkefni fyrir nemendur í íslensku og sagði þar frá kynlegum draumi sem frásagnar- mann dreymdi. Persónan er stödd í Skaftafellssýslu og sér jötun einn mikinn koma úr fjalli. Tröllið stað- næmist fyrir framan sögumann og segir hátt og skýrt: „Gerist ekki kennarar, mínir elskulegu!" Á sama augabragði vaknaði sögumaður og sýnin hvarf. Síðan segir orðrétt í ís- lenska stílnum: „Starfssystkini mín hafa mörg sagt upp vinnunni og hyggjast leita á önnur mið 1. mars. Þau telja þennan draum fyrirboða mikilla tíðinda. Þykir þeim mikils virði ef landvættir ganga nú til liðs við kennara..." LAUSN Á SPILAÞRAUT v elunnarar Alþýðublaðsins hafa varla náð sér enn eftir yfirlýs- ingu hins nýja formanns flokksins, Jóns Baldvins Hannibalssonar, að blaðið verði lagt niður. Mikil blaðaútgáfa krata er hins vegar væntanleg á næstunni. Fremst í flokki er blaðið Á aðventunni sem er í umsjón Bryndísar Schram, eiginkonu formannsins, og gefið út til styrktar félagsmiðstöðinni á Hverfisgötu. Þá má nefna Borgar- blaðið sem fulltrúaráð Alþýðu- flokksins gefur út og mun formaður S 6-3 H 6-5-4 T Á-8-4 L Á-D-G-6-2 S G-10-9 S Á-K-5-2 H D-10-7-3 H Á-K-9-2 T G-10-6-5 T K-9-3 L 9-3 L 5-4 S D-8-7-4 H G-8 T D-7-2 L K-10-8-7 Nú, þegar þú sérð leguna ertu sjálfsagt langt kominn að leysa þrautina. Austur, sem er með K-10-8-7 í laufi, gefur örugglega þegar þú svínar laufagosanum, svo að þú færð aðeins tvo laufa- slagi. Öryggisspilamennskan er sú að gefa fyrsta laufaslaginn. Austur f ær slaginn og lætur hjarta sem þú gefur. Þú tekur næsta slag og nú svínarðu gosanum sem austur tek- ur á kóng. En nú áttu þrjá fríslagi í laufi og spilið er unnið. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.