Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 15
LISTAPÓSTURINN Nánast allir ellefu- menningarnir sem nú sýna í Listamiðstöð- inni, það er að segja, tvo vantar á myndina! Smartmynd. Ellefumenningarnir í Listmunahúsinu Fjölbreytni ^ jg, ' ! ! X i.. , ■ ■ . ,, JBbbiHí jp||§ i Listamiðstöðin er nánast eins og stórmarkaður þessa dagana að því leyti að þar er hægt að kaupa alls- konar myndlist í alla vega víddum. En það eru engar innkaupakörfur í salnum sem skemmir vitaskuld fyrir frekari samanburði. „Nefndu það; við eigum það,“ sögðu ellefumenningarnir sem sýna þegar ég fór að spyrja að því hvers- konar list þau byðu upp á. Og þegar ég tékkaði á sannleiksgildi þessa slagorðs þeirra, kom í ljós að það er engin lygi að nánast alla myndlist má sjá í þessu bláa húsi við Lækjar- torg núna á blessaðri aðventunni. Lesið bara: Sáldþrykk, leirkera- smíð, vatnslitapensl, postulínsgerð, olíulitapensl, blönduð tækni, gler- smíð, akríllitun og textílverk. Og farið svo bara og sjáið þetta miðlað úr huga Aðalheiðar Skarphéðins- dóttur, Ásrúnar Kristjánsdóttur, Borghildar Óskarsdóttur, Eyjólfs Einarssonar, Helga Þorgils, Her- borgar Auðunsdóttur, Kolbrúnar Björgólfsdóttur, nöfnu hennar Kjar- val, Lísbetar Sveinsdóttur, Ólafar Einarsdóttur og Sigurðar Örlygs- sonar. Þessir ellefumenningar sátu fyrir framan mig og maður spurði náttúr- lega hversvegna þessi hópur kæmi nú saman. „Tilviljun," svaraði eitt og annað: „Okkur var bara hóað saman eins og rollum af fjalli," og enn eitt lagði til málanna: „Við eig- um ekkert sameiginlegt nema list- ina í sjálfri sér.“ Loks kvað eitt þeirra upp úr: „Kannski það sé ein- mitt vegna þess hvað við erum ólík- ir listamenn að okkur var hóað hingað." Og annað bætti við: „Þú meinar að þessi sýning sé haldin í þeim tilgangi að gefa sem f jölbreytt- asta mynd af íslenskri myndlist í dag?“ Óg sá sem kvað upp úr svar- aði: „Já, einmitt." Allir jánkuðu: „Jú, það er líklegasta skýringin." Annars sögðu þau líka að ýmis- legt hagræði mætti hafa af að sam- sýna. Þ'að ýtti verði verkanna niður. Fólk sé tregt að leggja sig í gasalega hættu og hartnær gjaldþrot með einkasýningu þar sem kostnaður- inn við sjálfa uppsetninguna og um- stangið leggist á einn og sama manninn. Þá sé nú öruggara að sýna saman. Og selja ódýrari verk fyrir vikið. „Annars er það landlægur mis- skilningur að myndlist sé dýr,“ bendir einn ellefumenninganna á: „Þetta með að það sé flottræfilshátt- ur að fara á sýningu og kaupa sér listaverk er bara rugl. Tökum þessa ^ýningu okkar sem dæmi: Að vísu er dýrasta verkið, glersmíð, á 26 þúsund kall, en veistu hvað það ódýrasta fer á?“ Nei? ...tvö hundruð og fimmtíu kall kosta keramikskartgripirnir hérna og nærflest verkanna hérna eru á verði sem ætti ekki að þykja mikið ef tillit er tekið til þess hvað auglýs- endur ætla almenningi að punga út fyrir gjöfunum í ár...“ „Að vísu þurfum við ekkert að kvarta krakkar, finnst ykkur?" spyr einn úr hópnum og hin bíða eftir að heyra hvað hann á við. „Jú, sjáið til, hér á íslandi kaupir almenningur miklu meira af list en tíðkast erlend- is. Venjulegt fólk vill hafa júník lista- verk á heimilum sínum hérna á meðan samskonar kúnst fyrirfinnst varla erlendis nema hjá söfnum, kommúnum, listafélögum innan fyrirtækja, galleríum og í rekkum einstakra safnara." „Einmitt, íslendingar umgangast svo mikið list,“ er sagt innan úr hópnum: „Þeir eru vanir henni af veggjunum heima hjá sér, alast upp við það sem sjálfsagðan hlut að hafa fyrir augum sér virkilega kúnst. Þetta er gott...“ „...og kannski skýringin á því að líkast til eiga íslendingar heimsmet í aðsókn á listsýningar. Hér heima er meðalgestafjöldi á sýningar á dag eitthvað um 40 manns á meðan menn gera sig ánægða með fjóra, fimm gesti í erlendum galleríum," bætir enn einn við og við látum þar með lokið þessari útsendingu úr Listmunahúsinu við Lækjartorg þar sem ellefumenningarnir sýna fram til klukkan ellefu á Þorláksmessu. -SER. eftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson KVIKMYNDIR Aöhlátursefnahernaöur galli myndarinnar. Sagan fram að þeim skil- um líður skemmtilega áfram samkvæmt ör- uggu handriti þeirra Dans Aykroyds og Har- olds Ramis, en við tekur svo síðasta hálftím- ann öfgafull keyrsla við að þjappa sem mestu gríni saman í sem fæst skot, þannig að stígandi myndarinnar bjagast, menn kunna sér ekki hóf í látunum; hugmyndaflugið verður stjórnlaust. Þetta er alltaf stóra hætt- an í grínmyndagerð og þeim mun leiðin- legra að menn vari sig ekki á henni, þegar byrjunin lofar jafn góðu og í mynd eins og Ghostbusters. Þrátt fyrir þennan galla — hann er að vísu stór — er Ghostbusters vel þess virði að gleyma sér yfir. Myndin er BÍO, full af mikil- fenglegu fjöri sem oft kostar bakföll. Stemmningin er þess eðlis að menn taka þátt í henni, ekki ósvipað og þegar setið er fram- an við beina útsendingu á kappleik. Það er Ijúft að finna barnið í sjálfum sér framan við þetta alvöruleysi tilverunnar. Og kannski er það einmitt þess vegna sem vert er að setjast niður í hálfa aðra stund og drepa drauga í þykjustunni. -SER. Stjörnubíó: Ghostbusters. Bandarísk, árgerd 1984. Leikstjórn og framleiðsla: lvan Reitman. Handrit: Dan Aykroyd og Harold Ramis. Kvikmyndun: Laszlo Kovacs. Brellur: Rich- ard Edlund. Tónlist: Elmer Bernstein og Ray Parker jr. Adalleikarar: Bill Murrey, Dan Aykroyd, Sigourney Weaver, Harold Ramis, Rick Moranis. National Lampoon-gengið lætur ekki deig- an síga við aðhlátursefnahernað sinn, en þetta gengi má telja einhverslags svar Bandaríkjamanna við Monty Python-geng- inu breska. Þeir höggva nú í gamlan kné- runn kvikmyndasögunnar, það er að segja, viðfangsefnið er draugar. En þessar óttalegu verur eru ekki teknar alvarlega eins og við mátti búast af þeim hópi grínara sem að myndinni standa. Það er öllu slegið upp í lát- laust grín og þætti mér ekki ótrúlegt að Sál- arrannsóknafélagið hefði sitthvað við efnis- tökin að athuga. En hvað um það. Þetta byrjar allt mjög ró- lega. Þrír háskólakennarar sem gefa sig út fyrir að vera doktorar á sviði yfirskilvitlegra hluta eru reknir frá stofnun fyrir meint ár- angursleysi í rannsóknum. Þeir stofna þá bara einkafirma á sínu sviði, og þó svo að viðskiptavinirnir láti eftir sér bíða sitja þeir hinir þolinmóðustu og yfirfara tæki sín af natni, því þeir eru þess fullvissir að stóra verkefnið sé í nánd. Og þetta stóra verkefni er kannski helsti Draugabanarnir að starfi: „Þrátt fyrir þann galla myndarinnar að kunna sér ekki hóf í látunum undir það síð- asta, er Ghostbusters vel þess virði að gleyma sér yfir. Mynd- in er BÍÓ, full af mikil- fenglegu fjöri sem oft kostar bakföll," segir Sigmundur Ernir með- al annars f umfjöllun sinni. Vondir strákar og goöir Regnboginn: Agameistararnir (The Lords of Discipline). Bandarísk. 1983. Leikstjóri: Franc Roddam. Aöalhlutverk: David Keith, Robert Prosky og fl- Herskóli í Bandaríkjunum árið 1984. Skól- inn útskrifar yfirmenn fyrir Bandaríkjaher og breytir ungum, óhörðnuðum piltum í töff, kalda stjórnendur. Aðferðin felst einkum í því að láta eldri skólanemendur pína hina yngri á sadískan hátt. Skólinn hefur einnig hefðbundið innra varnarkerfi gegn óæski- legum nemendum: Leynifélag tíu grímu- klæddra nemenda iæðist um að næturþeli, rænir hinum óæskilegu og pyntar þá á hroðalegan hátt svo þeir segi sig úr skólan- um. Fyrsti blökkumaðurinn gerist nemandi. Leyniklíkan af stað. En ungur, góður og hvít- ur nemandi kemur negranum til hjálpar og kemur í leiðinni upp um leynisamtökin sem ýmsir yfirmenn skólans tengjast. Ekki er þetta merkileg mynd né heldur sérlega spennandi. Ekkert vond heldur svosem. Englendingurinn Roddam sýnir engan frum- leika í leikstjórninni en einna helst er kvik- myndatakan til sóma, krani mikið notaður og vélin ávallt hreyfanleg. En þetta er miðl- ungsmynd. -IM. HELGARPÖSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.