Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 10
EIN EG SIT AÐ Og leiðin liggur suður á Álftanes í bíl með Jim Ijósmvndara í kapp- hlaupi við birtuna sem hverfur óðum. Þó er klukkan varía nema tvö, en það er rauð jörð og sjöundi desember 1984. Afleggjarinn að Bessastöðum er til hægri. Við beygjum til vinstri . . .aftur til vinstri. . . snögglega til hægri, . . .villumst. Banka upp á í húsi með flötu þaki. . . enginn heima. Sé að það stendur barnavagn við bílskúrinn. En við erum að leita að sembal og ökum áfram og þá stendur allt í einu Vestri Skógtjörn á skilti og við erum komnir. Strönd, heimili Helgu Ingólfsdóttur og Þorkels Helaasonar er semsé næsta hús. . . hvítt með flötu þaki. „Já, það er áreiðanlega hér7/. . . og það er hér. eftir Leif Þórarinsson mynd Jim Smart Helga kemur til dyra og brosir við okkur brúnum bambínuaugum: „Eg er að ljúka við að kenna. Gjörið þið svo vel." Nemandinn, rauð- hærð stúlka, mætir okkur líka brosandi í forstof- unni og hverfur síðan út í buskann: „Komið þið sælir... verið þið sælir...“ Helga: „Þið viljið kaffi, er það ekki?“ Ég: „Jú, áreiðanlega, þakka þér fyrir, en ætli Jim vilji ekki byrja að taka myndir strax. Hann er svo hræddur um að missa birtuna." Jim: „Nei, nei allt í lagi að drekka kaffi fyrst," en hann er samt farinn að munda vélina, leggur hana svo frá sér og fær sér í pípu. Rólegir þessir Bretar. Helga kemur með kaffi og kökur: „Þetta eru kvenfélagskökur, bakaðar fyrir basarinn." „Þú ert þá í kvenfélaginu, kannski í stjórn- inni,“ segi ég og þykist vera stríðinn. „Nei, ég er að vísu ekki í félaginu, en ég kaupi af þeim kökur kvenfélagskonunum og þær eru góðar. Er það ekki? Fáið ykkur." En það er auðvitað enginn friður við kaffi og kökur fyrir Jim. Hann er nú aftur orðinn íslensk- ur einsog þegar hann var að elta sólina áðan og vill fara að færa allan fjandann til og frá, aðal- lega þó sembalinn, sem er þungur og ég er burð- armaður næsta korterið. Svo fer hann að smella og ég get sest með kaffið við arininn og hugsað mitt ráð. Hann smellir og smellir á Helgu og sembalinn, úr öllum mögulegum áttum og vinklum og þá er ég látinn færa mig til að verða ekki með og er eiginlega farinn að fíla mig út- undan. En svo er hann búinn að taka svo marg- ar myndir að þær fylltu áreiðanlega heilt Læf- magasín ef það væri ekki löngu hætt að koma út. Þá verður hann alltíeinu „jolly british“ og segir eitt og annað viðkunnanlegt um daginn og veginn og leikur meira að segja Þriðja manninn með einum fingri í kaupbæti. En ekki er honum til setunnar boðið, gott ef hann þarf ekki að festa skammdegið á filmu fram í firði. Bless. Blessaður. Helga segir: „Eigum við ekki að fá okkur meira kaffi við gluggann," sem er „picture window" einsog í Kaliforníu. Það er stór tjörn fyrir framan gluggann og það gengur í hana fiskur á flóðum og nú steinsefur selkópur á skeri í skotmáli. „Þeir veiddu hérna ál um árið,“ segir Helga, „og reyktu hann í Hafnarfirði, held ég. Ég veit ekki af hverju þeir hættu því,“ en ég heyri á tón- inum að henni er alveg sama um það. Enda var og er ætlunin að tala um músík og helst ekkert annað en músík. Kannski fær örlítið fleira að fljóta með, svona fyrir siðasakir. Sólin í lífi mínu — Þetta er fallegur semball. . . og gódur? „Já, hann er sólin í lífi mínu. Sálin. Ég hafði loksins efni á að kaupa hann fyrir tveimur árum. Þá breyttist allt.“ Inni í sembalnum stendur: Stevenson, Cambridge, 1982. „Já, hann er smíðaður í Englandi, af einum besta sembalsmið sem nú er uppi í heiminum. En hann er stæling á flæmskum sembal sem J.D. Dulcken smíðaði í Antwerpen 1745. Þeir voru bestir á sinni tíð, Flæmingjarnir og Dulcken var höfuðsnillingur. Það er annars ótrúlegt hvað hljóðfæri eru ólík eftir þjóðernum. Frönsku sembalarnir hafa þennan sterka bassa, sem hættir til að kæfa diskantinn. Svo eru þeir ítölsku svo bjartir. En það er mest jafnvægi í þessum flæmsku. Þeir eru dásamlegir, sérstak- lega til að spila Bach.“ — Þú ert líka mest I að spila Bach þessa dag- ana, er þaö ekki? „Jú, ég ákvað að taka nokkur ár í Bach þegar ég fékk þennan sembal. Ég meina þá eingöngu Bach. Auðvitað verð ég stundum að spila ýmis- legt annað á milli, einsog t.d. á sinfóníutónleik- unum í gærkvöldi, þar sem ég spilaði i lögum eftir Purcell. Það er viss hvíld og gaman að því, en Bach er aðalvinnan og hjartansmálið. Hann er ótrúlegt ævintýri." — Ég er búinn að heyra plötuna sem Fálkinn uar ad gefa út meö þér og ég verd aö segja aö þaö er einhver albesta sembalplata sem ég hef heyrt um dagana. Kannski sú besta. . . Nú verður Helga svolítið feimin: „Já. .. hann er ótrúlegur, hann Bjarni tónmeistari. Svo næmur og viljugur og svo þekkir hann alla mús- íkina. Hann meira að segja leiðrétti mig einu sinni, þegar mér hafði sést yfir smávegis, sagði svo elskulega: Mér fannst þetta ekki alveg ganga lógískt upp í takti nr. . . eigum við að hlusta á það? Og það var alveg rétt. . . ég hafði hlaupið á mig.“ Nú hlær Helga dillandi hlátri og hristir höfuðið yfir sjálfri sér: „Það var svo ó- skaplega gaman að gera þessa plötu." — Þú œtlar kannski aö gera fleiri á nœstunni? „Ég veit nú ekki. Það væri gaman að spila á plötu íslensku verkin sem hafa verið samin fyrir mig.“ — Eru þau mörg? „Fjögur. Hafliði Hallgrímsson, Atli Heimir og Jón Asgeirsson hafa samið fyrir mig og svo hef- ur Leifur Þórarinsson skrifað ,,Da“, fantasíu sem hann tileinkaði mér. Ég held óskaplega mikið upp á hana.“ — Og nú verö ég svolítiö feiminn: — Já... þaö var fyrir tónleika í Skálholti. Hvernig ganga þeir? „Það er tiu ára afmæli sumartónleika í Skál- holti á næsta ári og ég hef spilað þar öll sumrin. Við byrjuðum á þessu við Manuela Wiesler sum- arið ‘75 og hún var með mér sjö eða átta sumur. Það komu þarna auðvitað margir aðrir og spil- uðu, strengjaleikarar, blásarar, organistar o.fl., en við Manuela spiluðum tvær saman næstum á hverju sumri.. .og svo einleik, hvor í sínu lagi. Við frumfluttum þarna mörg tónverk, eftir íslenska og erlenda höfunda, en aðaluppistað- an í efnisskránni var þó oftast eldri músík. Barokmúsík, einsog nú er farið að kalla hana, músík frá sautjándu og átjándu öld. Og þá voru oft Bach og Hándel og þeir eiga ásamt Scarlatti 300 ára afmæli 1985. Við ætlum að halda upp á það með mikilli tónlistarhátíð í Skálholti, þar sem flutt verður eingöngu músík eftir þá þrjá og það á „upphafleg" eða „endursköpuð" gömul hljóðfæri. Ég er svo heppin að fá til liðs við mig besta fólkið, héðan og frá hinum Norðurlöndun- um, fólk sem hefur sérhæft sig í að leika „gamla" tónlist á „gömul" hljóðfæri. Þetta er ógurlega spennandi." Eins og falskt píanó — Af hverju þessi eltingarleikur viö gömul hljóöfœri? Eru þau ekki úrelt, ófullkomnar til- raunir á þróunarbrautinni? „Þetta fannst mér líka þegar ég var stelpa að læra á píanó hérna í Reykjavík. Ég þoldi ekki að heyra í sembal í útvarpinu. Fannst þetta bara einsog ófullkomið falskt píanó. Skildi ekkert í þessu og lokaði fyrir. En þegar ég kom til Múnchen (í framhaldsnám í píanóleik, eftir að hafa útskrifast frá Rögnvaldi Sigurjónssyni í Tónlistarskólanum), heyrði ég fyrst í sembal á „lifandi" tónleikum. Þá fór allt í einu að renna upp fyrir mér að þetta var eitthvað sérstakt.. . eitthvað heillandi. Og það fór svo að ég skipti um hljóðfæri og hef aldrei séð eftir því. Nei, semballinn er sannarlega ekkert ófull- komið píanó heldur allt annað hljóðfæri, sem þróaðist á eigin vegum í margar aldir. Hann er upprunninn á Ítalíu á fjórtándu öld, en breiddist fljótt út um alla Evrópu. Það voru gerðar ýmsar tilraunir með hann hér og þar og alltaf var hann á leið til fullkomnunar, sem hann og náði á seinni hluta sautjándu aldar. Það voru stórkost- Ieg hljóðfæri smíðuð þá og auðvitað ekki bara sembalar. T.d. eru margar bestu fiðlurnar frá þessum tímum. En semballinn var eiginlega aðalhljóðfærið og ekki aðeins einleikshljóðfæri, heldur notaður í næstum allri kammermúsík og stærri hljómsveitum. Þá var spiluð á hann svo- kölluð „continuo" rödd (hljómferli við skrifaðan bassa) og reyndi verulega á færni hljóðfæraleik- arans við útfærslu hennar, því hún er að nokkru leyti „frjáls" og þarf til hugmyndaflug, sköpun- argáfu, ef vel á að takast." — Attu viö aö menn hafi ,,impróviseraö“ eöa leikiö þetta af fingrum fram? „Ekki endilega, og menn hafa þá, einsog nú, verið misjafnlega vel undirbúnir. En þetta er vandi, þó það sé skemmtilegt og erfiðast í Bach, því þar eru flóknari hljómar en hjá flestum öðr- um.“ Heimasmíðadur semball — Hvar er gamli, grœni semballinn sem þú varst alltafmeö hérna áöur og ég lcnti stundum í aö bera á milli húsa? Smíöaöi Þorkell hann ekki? „Jú, Þorkell, maðurinn minn, smíðaði hann og ég var líka dálítið með í því. Það er alveg ó- metanlegt að þekkja inná handverkið í þessu, því hér er enginn sembalsmiður starfandi. Við Þorkell getum gert við flest sem bilar, sem er guði sé lof ekki margt. Það slitna þó oft strengir, því það er gífurleg spenna á þeim. Þetta eru stál- og koparstrengir sem ég fæ senda frá Cam- bridge og verð að e'ga birgðir af. Já, græni semballinn... hann er á eilífu flakki. Ég spilaði einmitt á hann í gærkvöldi, ,,continuo“rödd í Purcell og ég spila á hann í allskonar kammer- músík o.fl. í kirkjum og samkomuhúsum, þegar færi gefst. Hann er núna í gryfjunni í Þjóðleik- húsinu, þar sem á að nota hann í músíkinni í Kardimommubænum." Ætlar þú aö spila þar? „Nei. . . það verður eini nemandinn sem ég hef útskrifað, Elín Guðmundsdóttir. Þekkirðu hana ekki? Hún hefur haldið marga tónleika, en kannski heldur minna nú í seinni tíð. Svo við erum tvær sembalkonur hér á landi og það er ekki svo slæmt í svona litlu samfélagi." Endurreisn í stað stælingar — Hefuröu marga nemendur? „Þrjá. Það er nóg. Þegar ég var í Múnchen vorum við bara fimm, í milljónabprg. En það eru auðvitað miklu fleiri þar núna. Áhuginn fyr- ir gömlum hljóðfærum hefur vaxið þar einsog annarstaðar og ekki síst fyrir sembal. Það varð einskonar vakning um 1960. Það er ekki lengra síðan. Þá myndaðist einskonar skóli í kringum Hollendinginn Gustav Leonard, sem var braut- ryðjandi á þessu sviði og gróf upp gamlar heim- ildir um hljóðfæri og hljóöfæraleik á baroktíma- bilinu. Það er nefnilega til alveg ótrúlega mikið af slíku, greinar og ritgerðir, heilar bækur, sem er óskaplega gaman að lesa. T.d. eftir Couperin, franska tónskáldið, sem reyndi að kenna Lúð- vík fjórtánda á sembal. Hann er alveg yndisleg- ur.“ — Er ekki samt hœtta á aö menn staöni í svona grúski, veröi púrítanskir og þurrir í and- anum? „Það væri hræðilegt. En mér finnst þetta ein- mitt opna endalausa möguleika til nýsköpunar, því þó að maður sé að grafast fyrir af eins mikilli nákvæmni og manni er mögulegt, hvernig t.d. Bach var spilaður á sínum tíma og hafi hljóðfæri sem er næstum alveg eins og hann hafði i Leip- zig, þá lifum við í nútímanum, með nútímasýn og tilfinningar og það gerir gæfumuninn. Þetta er ekki stæling heldur endurreisn. Renais- sance.“ — Ég man aö þegar ég var krakki heyröi maö- ur stundum Wöndu Landowska leika Bach í út- varpinu og fannst þaö skemmtilega skrýtiö. Þaö voru áreiðanlega eldgamlar plötur. Þekkir þú þœr? „Já, já, en það er allt öðruvísi semball en þessi og eiginlega hálfgert sambland af píanói og sembal, þar sem allt er lagt upp úr miklurn styrk- leikasveiflum. Þessi hljóðfæri voru mest smíðuð í París, af Pleyel-píanófirmanu, milli 1910 og ‘20 og þau eru auðvitað ágæt fyrir sig. Ég lærði fyrst á svona hljóðfæri og þau réðu ríkjum allt fram á sjöunda áratuginn, að Leonard fór að hafa á- hrif. Þá var farið að skipta um sembala við allar almennilegar músíkstofnanir og nú eru meira að segja til fjórir alvörusembalar á íslandi." — Þaö eru alltaf deilur um stefnur í aö túlka gamla músík, allt frá því aö menn fara aö flytja hana, á miöju „rómantíska" tímabilinu. „Já og það gerir þetta svo spennandi og ég ætla sannarlega ekki að fara að halda því fram að mínar hugmyndir séu þær einu réttu. En ég hef mínar hugmyndir og þó að Bach sé svo víð- feðmur að hann þoli allskonar stíla og stefnur, þá fer ég mína eigin leið (með hjálp, eða vegvís- um frá gömlum og nýjum sniliingum). Það er verst hvað það er lítið til af gömlum hljómsveit- arhljóðfærum hérna, t.d. spilar hér enginn núna á barokkfiðlu. Semballinn á voðalega erfitt upp- dráttar í kappi við nútíma strengjasveit, sem miðast í rauninni fyrst og fremst við rómantíska músík, Brahms og Wagner. Fiðlurnar eru orðn- HELGA INGÓLFSDÓTTIR í HP-VIÐTALI

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.