Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 17
Hörður Torfason með nýja plötu Tíu litlar tabú- sögur „Þetta átti aldrei að verða plata, í mesta lagi söngleikur á sviði, en ekki plata.“ — Um hvað? „Söngleikurinn varð til, ég flutti hann meira að segja. Það var á rússagilli íslendinga í Köben. Hann fjallaði um súperútgáfuna af karl- manninum, þessa ofgerðu ímynd tippafólksins. Svo varð það bara að ég vildi segja fleirum frá þessu en áhorfendunum þarna á gillinu. Þannig fór platan að verða til. Það eru tvö lög á henni úr söngleikn- um.“ — Hver eru hin átta? „Lög sem ég hef samið i gegnum tíðina." — Um hvað? „Ofbeldi og kynlíf. Þemað er tabú; allskonar þættir úr tilverunni sem fólk kemur sér hjá að segja frá. Þetta eru tíu litlar tabúsögur. Þær lýsa ástandi hver um sig. Og mis- munandi viðhorfum. Ég er ekki að taka afstöðu. Bara í hlutverki sagna- þulsins. Segja frá.“ — Enn eitt uppgjörið? „Nei, nei. Ég er farinn að róast svo. Þetta er jákvæð plata, ég held með því betra sem ég hef gert á músiksviðinu." Tabú heitir fjórða hlómplata við- mælandans, Harðar Torfasonar. Þetta byrjaði 1971; Hörður syngur eigin lög. Meðal annars „Ég leitaði blárra blóma", ógleymanleg túlkun á því fagra kvæði Gylfa. Núna er þessi frumraun Harðar ófáanleg. „Ég á hana ekki einu sinni sjálfur, sem er ansans." Næst var það 1973 þá var titillinn Án þín. „Svona létt- ar trúbadúrsstemmningar." Dægra- dvöl kom 1976, „öðruvísi, ég próf- aði þá þjóðlagapönkið, þetta var til- raun, mótleikur gegn þessum syk- ursætu myndum af flytjendum sem urðu að prýða albúm platna í þá tíð.“ Og Hörður hlær. „Ég þótti brjóta öll lögmál og fékk bágt fyrir, Platan sú arna þótti óskiljanleg að innihaldi og forljót að útliti. En ég fílaði þetta ágætlega, þetta var vissulega draumkennt hjá mér, en ég veit ekki; ég sendi sem sagt ekki frá mér plötu næstu átta árin...“ — Þar til að nú ertu með Tabú í farteskinu? „Hún er sambland af trúbadúri, pönki og rokki. Skemmtilegur hræringur, segja kunningjar mínir mér. Ég er svona í kantinum á öllum þessum stefnum." Það á að þýða texta við Tabú yfir á dönsku og ensku eftir áramót; henni er nefnilega ætlað að faraj víða: „En ég veit ekki, held að ekki sé hægt að þýða íslenska texta yfir á önnur mál svo vel sé, þó svo að farið sé að með gát og af metnaði. Það er nefnilega tungumálið sem gerir okkar tónlist sérstaka. Okkar Islendinga." — En nú ertu búinn að búa svo lengi í Köben? „Já, en maður verður aldrei bauni, hvað sem gengur á. Alltaf ís- lendingur, og sem slíkum líður mér ákaflega vel við Eyrarsundið. Að vísu er ég alltaf á leið heim, en það er þetta með verkefnin." — Hvaða? „Leikstjórn, þýðingar, ritstörf, alltaf eitthvað. Og svo er ég sífellt að semja lög. Nú síðast var ég að ljúka við gerð dagskrár um Stein Steinarr, en ég hef verið að vinna eigin lög við mörg hans ágætustu ljóða. Aðan var ég hjá ekkjunni hans að fá leyfi til að flytja þetta efni. Og nú rétt í þessu var ég að ganga frá því með Vísnavinum að fara með hluta þessarar dagskrár á Hótel Borg þann átjánda des.“ Það er eftir viku. -SER. Sveinn Einarsson um „Ég er gull og gersemi": Ekki í mynda- bókastílnum Jólaleikrit Leikfélags Akureyrar er „Ég er gull og gersemi" Sveins Einarssonar sem höfundurinn leik- stýrir jafnframt: „Þeir norðanmenn komu að máli við mig á síðasta vetri og báðu mig að færa þessa sögu Sölva Helgasonar í búning leik- verks. Ég var fljótur að ákveða mig, því þessi hugmynd að leikriti féll saman við það sem ég hafði verið að hugsa sjálfur um alllangt skeið. ..“ Hvernig vannstu svo verkið, Sveinn? „Utgangspunkturinn hjá mér var verk Davíðs Stefánssonar um Sólon |íslandus (en svo nefndi Sölvi sig sjálfur). En ég leitaði fanga víðar. I stuttu máli sagt reyndi ég að grafa upp allar fáanlegar heimildir og upplýsingar sem einhver von var til að gæti sagt eitthvað um þennan einstaka mann. Ég nefni þjóðsögur, kvæði og annála." Sveinn segir sig hafa tekið efni- viðinn sjálfstæðum tökum: „Ekki i myndabókastíl, eins og svo vinsælt er orðið. Ég hleyp fram og aftur í tíma og rúmi, en með því móti finnst mér ég fá fram betri skír- skotun til nútimans en ella. Það er spurt: Á 'Sölvi eitthvert erindi til okkar í dag? Ég ætla ekki að svara því hér, en segja, á það verður að reyna á sýningunum." Sveinn segir það hafa verið feiki- lega gaman að vinna að þessu verk- efni, bæði við sjálfa leikritunina og ekki síður við uppfærsluna: „Það má eiginlega segja að Sölvi hafi tek- ið hug okkar allan." Telja má tíu stórhlutverk í sýning- unni en þó eitt sýnu mest og það er vitaskuld hlutverk Sölva sjálfs. Theodór Júlíusson leikur það. I öðr- Sveinn Einarsson höfundur og leikstjóri verksins um Sölva Helgason sem verður jólaleikrit Leikfélags Akureyrar I ár. um helstu hlutverkum eru Sunna Borg, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Þórey Aðal- steinsdóttir, Gestur Einar Jónasson, Marinó Þorsteinsson, Björn Karls- son, Pétur Eggerz og Kristján Eld- járn Hjartarson. Leikmyndina gerir Örn Ingi og er þetta fyrsta verkefni hans fyrir leikhús. Freygerður Magnúsdóttir vann búningana, David Walters lýsti og tóna samdi Atli Heimir Sveinsson sérstaklega fyrir þá fjölmörgu söngva sem prýða verkið. „Það skiptir ekki máli hvar maður er að vinna, svo framarlega sem vinnan er spennandi. Ég tala nú ekki um þegar fólkið sem vinnur með manni leggur sig allt fram um að gera eins vel og hægt er. Þetta hefur verið ákaflega gaman hérna fyrir norðan," segir Sveinn Einars- son, höfundur og leikstjóri þessa forvitnilega jólaleikrits Leikfélags Akureyrar. -SER. TONLIST Þrjár íslenskar plötur Ekki veit ég hvað fer mikið fyrir þrem ís- lenskum plötum, með meira og minna klass- ískri músík, í öllu útgáfustandinu nú fyrir jól- in. Ég veit bara að þær hafa mikið verið spil- aðar á mínu heimili síðan þær komu. Sér- staklega platan með Kristni Sigmundssyni, því söngur er alltaf söngur. Og það er góður söngur. Lagavalið er samtíningur úr ýmsum áttum. Önnur hliðin er þó alíslensk og hefst á Liljulaginu og endar á Atla Heimi: Bráð- skemmtilegum smálögum úr skólaljóðunum og svo eru Rósin og í fjarlægð o.fl. á milli. Já, t.d. alveg ljómandi lag eftir Gunnar Reyni Sveinsson við texta úr Ljósvíkingnum. Það er svo nettur húmor í þessu og Kristinn nær honum sérdeilis fallega. Hún er alltaf að vaxa í honum röddin, en þar bregður fyrir hörku sem ég hef ekki heyrt áður. Ég er ekki alveg klár á hvort ég kann við það, en háu tónarnir eru öruggari og hljómmeiri en áður. Hin hliðin er útlensk, með þjóðlagaútsetningum eftir Britten og tveim ítölskum lögum al- kunnum: Ideale og La Serenata eftir Tosti. Þau eru svolítið þung hjá Kristni, maður er nú líklega alltof vanur að heyra þau með tenórum og þeim í lýrískara lagi. En svo bæt- ir Kristinn þetta allt upp með tveim yndisleg- um lögum eftir Richard Strauss, Morgen og Zu-eignung, sem hann syngur einsog sannur „liedersöngvari". En samt er óperan alltaf einhverstaðar í baksýn og þar finnst mér Kristinn eiga heima og ég er reyndar viss um að ég á bæði eftir að sjá hann í Falstaff og Wozzeck og mörgu þar á milli (banka í tré). Jónas Ingimundarson leikur með á píanó og gerir það vel og vandlega einsog hans er vísa, hvorki of né van og allt þaulhugsað á sínum stað. Upptakan er kannski ekki alltof lífleg, gerð á Logalandi í Borgarfirði af Hall- dóri Víkingssyni, en hún er hrein og bein. Pressun hefur tekist furðuvel hjá Alfa, sem á heima einhverstaðar í austurbænum. Örn og Örlygur gefa út. íslensk tónverkamiðstöð hefur á nokk- urra ára fresti gefið út eina og eina plötu með íslenskri tónlist. Fyrir u.þ.b. 15 árum kom út Þjóðhátíðarkantata Páls ísólfssonar, með einsöngvurum, Fílharmóníukórnum og Sinfóníuhljómsveit íslands undir stjórn Dr. Róberts A. Ottóssonar. Svo hefur hún gefið út „Sögusinfóníu" Jóns Leifs, með SÍ og Jussi Jalas sem stjórnanda og Flautukonsert eftir Atla Heimi Sveinsson, með Robert Aitken og SI undir stjórn Páls Pampiclers Pálssonar og á sömu plötu er fiðlukonsert Leifs Þórar- inssonar fluttur af Einari G. Sveinbjörnssyni og SI með Karsten Andersen sem stjórn- anda. Og loks er fjórða platan komin, fyrir nokkrum dögum. Það eru íslensk orgelverk sem Ragnar Björnsson leikur markvisst og hlýlega á orgelið í Kristskirkju: Sálmaforleik- ir eftir ýmsa (Jón Nordal, Ragnar Björnsson, Gunnar Reyni, Atla Heimi, Leif Þ. og Þorkel Sigurbjörnsson) og þar kennir sannarlega ýmissa grasa. Þar er mikil „melankólía" í „Sálminum sem aldrei var sunginn" eftir Jón Nordal, smáfyndin kúnstugheit í „Lofið guð...“ eftir Þorkel og margt þar á milli hjá hinum. Og það er líka gaman að Prelúdíu, Kóral og Fúgu eftir Jón Þórarinsson, sem samdi þetta verk fyrir meira en þrjátíu árum og í hreinum, díantónískum Hindemithstíl. En best finnst mér eiginlega elsta verkið standa sig: lnngangur og Passacaglia eftir Pál Isólfsson. Það er í henni svo margt sem minnir skemmtilega á Brahms og Bruckner og auðvitað Reger, en það er vel gert og af mikilli kunnáttu og einlægni. Ragnar Björns- son á miklar þakkir skildar fyrir þessa geðs- legu plötu og alla þá vinnu og ræktarsemi sem að baki henni býr. Og þær á Bjarni Rún- ar Bjarnason líka fyrir hetjulega baráttu við orgelið, því einsog allir vita er ekki heiglum hent að ná því óbjöguðu á band, þó það hljómi dásamlega í kirkjunni sjálfri, sé það afrétt og vel fyrirkallað. Skurður og pressun hefur hinsvegar ekki tekist nema mátulega, og varla það, þó hún sé gerð af Teldec í Ham- borg. En pressun og upptaka er hinsvegar næstum fullkomin á þriðju plötunni og þar eru lika Teldec og Bjarni að verki. Það er eftir Leif Þórarinsson plata sem Fálkinn gefur út, með Helgu Ing- ólfsdóttur að leika Bach á sembalinn sinn. Auðvitað langskemmtilegasta músíkin og að öllum öðrum ólöstuðum besti flutningurinn. Hún er að verða alveg makalaus semballeik- ari, hún Helga, verða, nei orðin það. Hún hefur lengi verið að basla og stundum ekki verið nema rétt svona í meðallagi. En „túlk- un“ hennar á t.d. „Franska forleiknum" í h- moll (eða eigum við ekki bara að kalla þetta svítu, þrátt fyrir fyrsta þáttinn?) er ótrúlega litrík og spennandi, og öllu þó haldið í full- komnu og eðlilegu jafnvægi. Og hún „fraser- ar“ kontrapúnktana svo eðlilega og skýrt að hrein unun er að heyra. Tökum þá Italska konsertinn, eitt frægasta hljómborðsverk Bachs, sem maður hefur heyrt þúsund sinn- um. Hvað það hljómar þarna ungt og ferskt, rétt einsog það hafi orðið til í gær. Svo fær maður Es-dúr-svítuna nr. 4 í kaupbæti og hún er sannarlega ekki síst þó hún láti kannski minnst yfir sér. Allur frágangur plöt- unnar er til fyrirmyndar, umslagið ágætt og skýringartexti Reynis Axelssonarbæði fróð- legur og skemmtilegur. Ég held að við getum verið nokkuð ánægð með plötuútgefendur þessi jólin, hvað varð- ar íslenska músík og íslenska fiytjendur á „klassíska" sviðinu. Kannski að ástandið sé jafngott í poppinu. Hver veit? HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.