Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 20
Thorbjörn Egner tekur lagið með barnabörn- um slnum í stofunni heima. Sonardóttir hans leikur á gamla banjóið en sjálfur spil- ar Egner á píanóið frá æskuheimilinu. (Ljósm. Trygve Indre- lid. NÁ-foto.) HEF VARÐVEITT LUND BARNSINS HP heimsækir þúsundþjala- smiðinn Thorbjörn Egner, höf- und Kardimommubæjarins, Dýranna í Hálsaskógi, Sí- glaðra söngvara, Karíusar og Baktusar og margra annarra verka eftir Ingólf Margeirsson Osló í endadan nóvember. Vetur- inn er enn ókominn, þad er eins konar vorstemmning í lofti; regnúdi og dimmt yfir og hitastig vel yfir frostmarki. Thorbjörn Egner sveipar að sér óhnepptri peysunni og stiklar á móti mér út úr lágreistu timbur- húsinu og gegnum gulleitan garð- inn, lágvaxinn en samanrekinn með síðar hœrur sem umlykja bros- andi og vingjarnlegt andlitið. Hann er hlaðinn lífskrafti og hver skyldi trúa að maðurinn sé hátt á áttrœðis- aldri og vinni langan og strangan vinnudag. Enda sögupersónurnar margar sem maðurinn hefur skap- að og allur heimurinn biður um þœr á hverjum degi, hvort sem ftgúrurn- ar heita Karíus og Baktus, Bastían bœjarfógeti, Kasper, Jesper og Jón- atan, Soffía frœnka eða Lilli klif- urmús. Og nú œtlar Þjóðleikhúsið á fs- landi að setja upp Kardimommu- bæinn í þriðja sinn, og í þetta skipti sem jólaleikrit, enda tímabœrt að kynna þetta sígilda verk fyrir nýrri kynslóð sem nú vex úr grasi. Við erum sestir í hlýlega vinnu- stofu Egners, sem reyndar er eins og eins konar safn um listamann- inn, hér hanga ótal teikningar, plak- öt og málverk sem flestöll sýna sköpunarheim Egners og persónur verka hans. Fyrir aftan vinnuborðið er mergð veggspjalda frá leikritum hans sem sýnd hafa verið um heim allan og innan um dýrðina kem ég auga á plakat Þjóðleikhússins af Kardimommubænum frá sjötta ára- tugnum. Bækur með einum vegg frá gólfi og upp í rjáfur, í ýmsum hill- um líkön og sviðsmyndir úr hinum vinsælu barnaleikritum skáldsins og dúkkur af aðalpersónunum. ,,Eg sá báðar sýningar Þjóðleik- hússins íslenska á Kardimommu- bænum og það eru bestu sýningar á því leikriti mínu sem ég hef nokk- urn tíma séð, og tel ég þá með allar þær sýningar sem ég hef séð á leik- ritinu um heim allan,“ segir Thor- björn Egner. „Leikgleðin var svo innileg, innlifunin ekta og húmor- inn frábær." Og í beinu framhaldi fer Thorbjörn að tala um menningar- arfleifð íslands, íslendingasögurnar og íslenskar bókmenntir. Thorbjörn Egner er víðlesinn maður og mörg ár starfsævinnar hafa farið í að 20 HELGARPÓSTURINN skrifa, teikna og ritstýra lestrarbók- um fyrir norska barna- og fram- haldsskóla. Þau verk eru nú orðin 16 alls og Thorbjörn segist hafa eytt um 20 árum í bækurnar: ,,Að mínu mati það mikilvægasta sem ég hef gert,“ segir hann. Síðan skellir hann upp úr á sinn sérstaka feimna hátt sem í senn er sjarmerandi og hóg- vær: „Kannski hefði ég átt að hlusta á Halldór Laxness. Ég hitti hann i Kaupmannahöfn fyrir 15 árum í sambandi við afmæli Gyldendal-út- gáfufyrirtækisins. Laxness kannað- ist við barnabækur mínar og hafði séð Kardimommubæinn þrisvar sinnum í Þjóðleikhúsinu. „Hefurðu ekki skrifað nýtt leikrit?" spurði hann. Ég sagði að mér hefði ekki unnist tími til þess, vegna þess að ég ynni jöfnum höndum við að skrifa skólabækur. Laxness fnæsti: „Skólabækur! — Uss — það geta aðrir gert. Skrifaðu leikrit!!" Kannski hafði hann rétt fyrir sér. Ég hef oft hugsað um það síðan hvað hefði getað komið út úr þeim árum sem fóru í skólabækurnar. En ég sé ekki eftir þeim tíma. Annars á Hall- dór Laxness marga þætti í þessum skólabókum, m.a. er lengsti kaflinn í heildarverkinu einmitt eftir hann: Langur. samfelldur kafli úr Sölku Völku. Ég teiknaði meira að segja Laxness. Bíddu við.“ Barnsleg lund Og nú er Thorbjörn Egner sprott- inn á fætur og þýtur eins og Lilli klif- urmús upp um alla bókaveggi í leit að tiltekinni bók. Og þessi saga átti eftir að endurtaka sig meðan ég staldraði við þennan þungbúna nóvembermorgun; skáldið á fleygi- ferð um alla vinnustofu í ákafri leit að bókum, bæklingum, lausum blöðum og teikningum til að sýna undirrituðum og undirstrika orð sín. Hann kemur með bókina og réttir mér; mikið rétt, þarna er Lax- ness eins og nýþveginn og rakaður ræningi úr lokaþætti Kardimommu- bæjarins. Og þannig eru lestrar- bækur hans allar: Skemmtilegur samsetningur úr heimsbókmennt- unum og norskum bókmenntum, myndskreyttur með hönd Egners sem er næm á hið barnslega, hið upprunalega í sál barnsins. Þegar ég ber þessar hugrenningar undir Thor- björn Egner, svarar hann: „Já, ég hef alltaf verið á sömu bylgjulengd og börnin, sérlega þau yngstu, með hugmyndaflug og hæfileika að upp- lifa hlutina. Mér verður alltaf hugs- að til vitnisburðar sem ég fékk skömmu fyrir stríð. Ég hafði skreytt barnaheimili með myndum úr heimi fantasíunnar og við opnunina kom vingjarnleg amma til mín og sagði: „Þér hafið barnslega lund herra Egner!" Það er hrós sem ég gleymi seint. Svo hef ég verið það heppinn að eignast konu sem er gædd „barnslegri lund“ og mikilli kímnigáfu — og við höfum eignast fjögur börn sem ávallt hafa verið mikil gleði og innblástur. Þau hafa fært okkur ellefu barnabörn. Allar fjölskyldurnar búa hér í nágrenninu svo við erum sannkölluð stór-fjöl- skylda!" Hugmyndir frá börnum Og nú kemur Annie inn með app- elsínur og eplasafa, og lýsing Thor- björns á eiginkonu sinni stemmir í öllu. Hún er lágvaxin og kímin, aug- un sitja þétt og tindra af gæsku og gleði. Eiginlega minnir hún mig mest á músamömmu í Dýrunum í Hálsaskógi en ég vil ekki vera of dónalegur og fara ofan í saumana á öllum þeim innblæstri sem Thor- björn Egner fær á heimili sínu. í stað þess spyr ég Thoi björn hvort hann geti nefnt mér dæmi um hvernig all- ur barna- og barnabarnafjöldinn á heimilinu hafi gefið honum hug- myndir í verk sín. „Jú,“ segir hann meðan hann hellir heimatilbúna eplasafanum í glas mitt, „þegar ég vann að Dýr- unum í Hálsaskógi, kom eitt sinn dóttir nágranna okkar í heimsókn og sagði við mig: „Heyrðu Thorbjörn frændi, veistu að ég hef sannarlega verið vitlaus í dag.“ „Er það?“ sagði ég. „Já,“ sagði hún. „Eg borðaði ekk- ert áður en ég fór að heiman." „Þá hlýtur þú að vera hroðalega svöng," sagði ég. „Já, ekki satt?“ sagði hún. „Langar þig í eitthvað að borða?“ spurði ég. „Það myndi koma sér einkar vel,“ sagði hún glöð og ánægð. Þetta litla samtal fór orðrétt inn í Dýrin í Hálsaskógi í senunni þegar Lilli klif- urmús og Marteinn mús heimsækja Bangsapabba og Bangsamömmu." Nú berst talið að Kardimommu- bænum. Hvaðan kom hugmyndin að þessu sívinsæla barnaleikriti hans? Leikriti sem hefur (ásamt Dýrunum í Hálsaskógi) verið sýnt í eitthundraðogtíu leikhúsum um heim allan? Þannig varð Kardi- mommubærinn til „Eiginlega varð Kardimommu- bærinn til sem dagdraumur. Mig langaði til að skapa fyrirmyndarbæ, eins og alla dreymir um, í stað borg- anna sem flestar eru fullar af óhreinindum og mengun. Mig lang- aði til baka til hins upprunalega. Eg hafði oft krotað á pappír þegar þess- ar hugrenningar sóttu að mér eins konar fantasíubæ með háum turni og litlum húsum í þyrpingu — og pálmatré og bæjarhlið og asna á götunum eins og maður sér í Suður- Evrópulöndunum. Og mig langaði að byggja bæinn vinalegu fólki, því að vinalegt fólk er ánægjulegast að umgangast — einnig í bókum. Og þannig varð Kardimommubærinn til. Hann hófst eiginlega með turn- inum og í hann setti ég Tóbías gamla sem fylgdist með veðrinu fyr- ir bæjarbúa. Síðan komu persón-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.