Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 11
. ',í ar svo sterkar, jafnvel með stálstrengi. Þær eru eiginlega í sama anda og semballinn hennar Wöndu Landowska þegar þær flytja barokk- músík. Hljómurinn miðast við píanó. Það er annars allskonar misskilningur í sambandi við þetta allt og það er til fólk sem heldur að Bach hafi samið fyrir píanó. En hann samdi t.d. „Das Wholtemperierte Klavier", 48 fúguævintýrin, fyrir enn veikara hljóðfæri en sembalinn, svo- kallað Claviechord. Óskaplega nett og hljóm- fagurt instrúment. Klavier þýðir nefnilega bara hljómborð og semball, orgel, spinnett og píanó hafa öll „klavier". Píanóið er „Hammerklavi- er“, hamrahljómborð, einsog það hét upphaf- lega.“ Og nú er Helga búin að tala sig svo heita að hún verður að kæla sig á kaffinu. Mest gaman ad spila ein — Þú hefur bara þrjá nemendur, svo þú hefur líklega nógan tíma í þessar pœlingar? „Eg er nú með hálfa stöðu við Tónlistarskólann í Reykjavík og kenni þar meðal annars hljóm- borðshljómfræði og held fyrirlestra um barokk- músík og túlkun á henni. Það er gaman, því þetta er svo skemmtilegt og gott fólk þarna í Tónlistarskólanum. En ég spila einsog ég kemst yfir, útum allt, bæði í kammermúsík og í hljóm- sveitum. En mér finnst mest gaman að spila ein. Því neita ég ekki.“ — En er ekki gaman ad vera einleikari í kons- ertum? „Jú, auðvitað. Ég ætla líka að spila konsert fyrir sembal og hljómsveit eftir Bach, með Kammersveit Reykjavíkur í janúar. Það verða fyrstu Bachtónleikarnir hérna á Bachárinu 1985.“ Ég hélt að þetta ætti að verða „allsherjarmús- íkár“ samkvæmt samþykktum Evrópuráðsins og svo eiga þeir Hándel og Scarlatti lika afmæli og meira að segja Alban Berg verður hundrað ára næsta ár. „Já, það eru svo margir miklir snillingar til,“ segir hún dreymin. „Þú hefur lesið greinina hans Reynis Axelssonar á plötuumslaginu?" — Já, hún er gód. Reynir er víst mikill stœrd- frœdingur? „Hann er held ég góður í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Hann er líka matmaður og af- burðakokkur. Þú ert nú líka mikið fyrir mat, er það ekki?“ Jú, ég tek skorpur í því einsog öðru, hugsa ég og minnist gamalla sælustunda í eldhúsinu í Skálholti, þegar við Sigurður Ingvi stóðum í veisluhöldum fyrir mannskapinn. Það var nú aldeilis barrokkkokkerí. Jamm. — En nú held ég sé best aö fara aö koma sér í bœinn. Þér finnst líka gott aö vera ein. „Já, það finnst mér, þó þú þurfir ekki að fara þess vegna. En mér finnst óskaplega gott að vera alein með sembalnum, eða ganga ein niður í fjöru. Það er svo yndislegt hérna við tjörnina, með Reykjanesfjöllin í suðrinu. Og við sjáum allt Snæfellsnesið. Jökulinn." Já, mikið rétt, hér er mikil kyrrð og ró yfir öllu og eflaust auðvelt að láta sig dreyma fallega. En nú er bíllinn að villast hingað að sækja mig og best að koma sér í frakkann og setja upp hatt- inn, sem ég hef tekið eftir að mörgum finnst dá- lítið broslegur. í góðu þó. . . kveðja, þakka fyrir. Bið að heilsa. Og það er orðið koldimmt þegar við ökum framhjá Bessastöðum og þó einhverjar óveðurs- blikur í vestrinu. Ég bið bílstjórann að koma við í Kjötmiðstöðinni, því ég þarf að sjóða mér kæfu fyrir jólin. tff d!.Ill

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.