Helgarpósturinn - 13.12.1984, Blaðsíða 19
ERLEND YFIRSÝN
Böðlar Khomeinis og annarra
harðstjóra verða rétttækir hvar
sem vera skal
Allsherjarþingið afgreiddi
sáttmála gegn pyndingum
Á mannréttindadaginn, 10. desember,
samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna tillögu Mannréttindanefndar alþjóða-
samtakanna um alþjóðasáttmála gegn pynd-
ingum. Þar með er stigið mikilvægt skref til
að gera reglur mannréttindasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna um mannhelgi að bindandi
og virkum alþjóðalögum. Eftir að sáttmáli SÞ
gegn pyndingum hefur verið fullgiltur og
tekið gildi, getur enginn sá sem gerst hefur
sekur um þátttöku í skipuiegum misþyrm-
ingum á meðbræðrum sínum verið óhultur
utan valdsvæðis þeirra sem réðu hann til
óhæfuverka.
Afgreiðsla sáttmálans gegn pyndingum á
Allsherjarþinginu er árangur langrar bar-
áttu, og sérstakar'aðstæður valda því að hún
ber árangur einmitt nú. Heimsbyggðin er að
vakna til vitundar um að undanfarinn ára-
tugur er einn af svörtu svívirðingarblettun-
um í mannlegri sögu. í landi eftir land hafa
tæknivæddar harðstjórnir myrt og mis-
þyrmt til að bæla samfélagið undir vilja sinn.
I löndum eins og Kampútseu og Miðbaugs-
Gíneu hafa verið framin múgmorð sem ekki
gefa eftir því versta sem gerðist í heims-
styrjöldinni síðari.
Lengi vel áttu málsvarar sáttmála gegn
pyndingum erfitt uppdráttar í Mannréttinda-
nefnd Sameinuðu þjóðanna. Ástæðan er að
þar er að finna fulltrúa ríkja sem ekki virða
mannréttindi viðlits, ef svo býður við að
horfa. Sovétríkin og fylgiríki þeirra hafa frá
öndverðu barist gegn öllum ákvæðum sem
gerðu bann við pyndingum virkt með alls-
herjar lögsögu yfir brotlegum og alþjóða eft-
irliti. Til skamms tíma tóku harðstjórnarríki
eins og Argentína í sama streng með sovét-
blökkinni í þessu efni.
En nú eru umskipti orðin í Argentínu, eins
og víðar í Rómönsku Ameríku. Herforingjar
hrökkluðust frá völdum, og við er tekin lýð-
ræðisstjórn undir forustu Raoúls Alfonsíns,
manns sem hætti lífi sínu með því að hafa í
frammi mótmæli, meðan ógnarstjórnin var í
algleymingi. Níu herforingjar sitja í haldi
meðan mál þeirra eru könnuð, og nýkomin
er út í Buenos Aires skýrsla opinberrar rann-
sóknarnefndar, sem ber heitið Aldrei fram-
ar.
Þar er á 1660 blaðsíðum rakinn blóðferill
herforingjastjórnarinnar á síðasta áratug.
Fólk var handsamað þúsundum saman án
dóms og laga, látið sæta pyndingum í 340
leynilegum fangageymslum og síðan flest líf-
látið. Fangar voru látnir taka sínar eigin
grafir og síðan skotnir niður í þær, þeim var
fieygt í hafið úr flugvélum eða líkin brennd
í þar til gerðum ofnum. í Aldrei framar er
skrá um 8.960 einstaklinga, sem enn er alls
ókunnugt um hver afdrif hlutu.
Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna
gat afgreitt sáttmálann gegn pyndingum til
Allsherjarþingsins, af því að fulltrúi nýju
stjórnarinnar í Argentínu tók afstöðu með
honum, og sömuleiðis lét Kínastjórn af and-
stöðu við ákvæði um allsherjar lögsögu. Það
felur í sér, að böðla má handsama hvar sem
til þeirra næst og reka mál gegn þeim í
hverju landi sem vera skal. Sökudólgarnir
eru gerðir ófriðhelgir um heim allan.
Fyrir skömmu var Jimmy Carter, fyrrver-
andi forseti Bandaríkjanna, á ferð í Argen-
tínu, og var tekið þar sem þjóðhetju. Ástæð-
an er að hann gerði sér far um að beita áhrif-
um Bandaríkjastjórnar til að hefta grimmd-
aræði herforingjastjórna í löndum Róm-
önsku Ameríku. Fjöldi manns í Argentínu,
Uruguay og Brasiiíu telur sig eiga aðgerðum
stjórnar hans líf að launa.
Alþjóðasamtökin Amnesty International
hafa barist ósleitilega á annan áratug fyrir
málstað samviskufanga, þeirra sem sviptir
eru frelsi fyrir skoðanir sínar eða trú, gegn
pyndingum og misþyrmingum á föngum og
gegn dauðarefsingu. Erfitt er að leggja mæli-
kvarða á árangur af starfsemi Amnesty, en
ljóst er að hann er verulegur. Nýlega hefur
Thomas Hammarberg, aðalframkvæmda-
stjóri Amnesty, iýst komu nýs forsætisráð-
herra og utanríkisráðherra Afríkuríkisins
Gíneu í höfuðstöðvar samtakanna í London.
Þeir komust til valda eftir að her Gíneu
steypti af stóli samverkamönnum harðstjór-
ans Sékou Touré skömmu eftir að hann féll
frá. Gíneumennirnir tveir gátu ekki tára
bundist, þegar þeir skýrðu frá, hversu vitn-
eskjan um að Amnesty hefði tekið að sér mál
þeirra hefði haldið í þeim kjarki og lífi, með-
an þeir sátu í dýflissum Touré.
Sovétstjórnin hélt Sékou Touré við völd
með vopnasendingum og aðstoð sérfræð-
inga í kúgun löngu eftir að hann hafði fyrir-
gert fylgi og trausti þorra Gíneumanna.
Skýrasta dæmið um óheillavænleg áhrif
eftir Magnús Torfa Ólafsson
ítaka Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra í
þriðja heiminum er Miðbaugs-Gínea. Landið
er fámennt og afskekkt, svo harmsaga lands-
manna hefur fengið lítið rúm í heimsfréttum.
Harðstjórinn Francisco Macias Nguema réði
því með fulltingi sovétblakkarinnar mestall-
an síðasta áratug. Þegar samstarfsmenn
hans risu loks gegn morðæði leiðtogans, var
nær helmingur þjóðarinnar annað hvort líf-
látinn eða landflótta. Síðastir til að verja
Nguema var sveit Kúbumanna, sem Castro
hafði sent honum til trausts og halds.
Sem stendur berast skelfilegastar fregnir
af grimmdarverkum frá tveim nágranna-
löndum í Vestur-Asíu, Afganistan og íran. í
Afganistan fer sovéska hernámsliðið um
landsbyggðina báli og brandi og beitir
óspart fjöldaaftökum fanga í herferð sinni
gegn mótspyrnuhreyfingu Afgana. í íran
hefur stjórn islamsklerka gert stríðið við írak
að átyllu til að herða tökin. Bitnar það jöfn-
um höndum af pólitískum ástæðum á and-
spyrnuhreyfingunni Mujahedinn og af trúar-
legu ofstæki erkiklerkanna undir forustu
Khomeinis á söfnuði bahá’ía. Böðlum sem
áður störfuðu fyrir Savak, leynilögreglu
keisarastjórnarinnar, hefur nú verið att á
bahá’ía, sem eru sérstaklega berskjaldaðir
fyrir fúlmennsku klerkaveldisins, af því að
trú þeirra bannar þeim bæði stjórnmálaaf-
skipti og að grípa til vopna. Er reynt að
pynda bahá’ía til að játa njósnir fyrir írak,
Israel eða Bandaríkin og réttlæta þannig
enn frekari ofsóknir gegn söfnuðinum.
Um leið og tilskilinn fjöldi ríkja hefur full-
gilt nýsamþykktan sáttmála Sameinuðu
þjóðanna gegn pyndingum, geta böðlarnir í
Kabúl, Teheran, Tabriz eða Shiraz aldrei
verið öruggir um sig nema meðan skjóls yfir-
boðara þeirra nýtur við. Þá má grípa þá og
lögsækja hvar sem sakaraðili nær til þeirra.
Lokaátökin í félagsmálanefnd Allsherjar-
þingsins stóðu um ákvæði um eftirlitsnefnd
til að framfylgja sáttmálanum gegn pynding-
um. Sovétríkin og öll ríki sem þau fengu talið
á sitt band lögðust gegn stofnun eftirlits-
nefndar, og þó sér í lagi gegn því að veita
henni rétt til fyrirvaralausra eftirlitsferða til
landa, þar sem grunur leikur á að pyndingar
viðgangist, og óhefts aðgangs að fangelsum
í slíkum löndum. En þau ríki sem fylgdu fram
virku pyndingabanni, sérstaklega Norður-
lönd og Niðurlönd, höfðu betur.
möguleikar
af mómum
1. STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR
Ef þú staðgreiðir þá vöru sem
þú kaupir, veitum við þér 3-20% afslátt
eftir vöruflokkum.
2. SKULDABRÉF_____________________
Þú stendur i stórræðum, greiðir 20% út
og afganginn á allt að 6 mánaða skuldabréfi.
Ef þú greiðir vöruúttekt strax með peningum
og skuldabréfi færð þú afslátt.
3. MÁNAÐARREIKNINCUR______________
Þú stendur þig vel í viðskiptum og stofnar
mánaðarreikning sem gengið er frá fyrir
10. hvers mánaðar. Sé þá greitt í peningum
veitum viö þér 2% afslátt.
renndu við eða
hafðu samband
BYGGlNGflVÖRUR
ÍHRINGBRAUT 120: Simar: Harftviðarsala.............28-604
Byggingavörur...28-600 Málningarvörur og verkfæri.28-605
Gólfteppadeild..28-603 Flisar og hreinlætistæki...28-430
HELGARPÓSTURINN 19