Helgarpósturinn - 20.12.1984, Side 3
Þau voru ekki smeyk við hana
Grýlu gömlu og hennar fólk, krakk-
arnir sem hópuðust í Alaska fyrir
skömmu þegar frést hafði að hún
ætlaði að llta þar inn, enda töldu
þau sig ekki hafa neina ástæðu til
að óttast pokaskjattann hennar ill
ræmda.
Má eiga von á
bráðfyndnu skaupi?
Hlín Agnarsdóttir
„Það er erfitt að spá nokkru um það. Við vonum það a.m.k.
en það er erfitt að segja til um hvernig þorri landsmanna muni
bregðast við nýrri tegund af húmor."
— Nýrri tegund, já. Þetta er þá ekki með hefðbundnu
skaupsniði?
„Ekki hefðbundnu að því leytinu til að við kusum ekki að
taka fyrir dægurmálaþras pólitíkusa sem aðaluppistöðu í
skaupinu. Það fannst okkur ekki beinlínis áhugavert."
— Hvað getur komið í staðinn fyrir það?
„Uppistaðan er kannski fremur ýmsar fyndnar hliðar á mann-
legum þáttum sem við reynum að sýna með því að láta skaupið
gerast á Sjónvarpsrás '84. Það er formið eða ramminn þar sem
sýndar verða fyndnar hliðar á mannlífinu sem koma ýmsum
við"
— Nú er upptökum lokið. Hvernig líkar ykkur árang-
urinn?
„Já, þessu er loks lokið og við erum bara tiltölulega ánægð-
ar."
— Væntanlega má margur maðurinn eiga von á að fá
til sfn sneið f skaupinu. Ekki satt?
,Ua. það er óhætt að fullyrða að sumir geta tekið til sín eitt-
hvað sem þar birtist, en við höfum þó lagt áherslu á að taka fyrir
einstaka hópa fremur en einstaklinga og grínast með þá."
— Konur semja handritið og konur við stjórnvölinn...
„Jú, við vorum fjórar sem sömdum handritið og byrjuðum
að viðra hugmyndir strax í ágúst. Auk mín eru það Edda Björg-
vinsdóttir, Guðný Halldórsdóttir og Kristín Pálsdóttir. Guðný er
svo aðalleikstjóri, Kristín upptökustjórnandi, Edda aðalleikari
og ég hef haft vakandi auga með þeim."
— Hefur þetta kvennaríki haft áhrif á skaupið sér-
staklega?
„Margar konur hafa alveg sérstaka kímnigáfu og okkar
kímnigáfa er sjólfsagt alveg sér á báti, en þetta er þó ekkert
kvennaskaup. Við vinnum þarna með fjölda karla og þeir hafa
komið með margt nýtt inn í þetta. En auðvitað höfum við þó
tekið eftir ýmsu í fari kvenna sem við þekkjum betur en karlar
svo uppistaðan er að miklu leyti konur."
— Er meira lagt í þetta skaup en stundum áður, s.s.
f peningum?
„Nei, ábyggilega ekki. Þetta er afskaplega sparsamt skaup
og við höfum ekki farið fram úr kostnaðaráætlun og ég held að
allar áætlanir hafi staðist, nema hvað verkfallið stöðvaði allt í
einn mánuð."
— En hefur þá gefið ykkur viðbótarefni í handritið?
„Það má segja það, já, en við vorum þó orðnar leiðar á að
fá nánast á hverjum degi verkfallsins ábendingar frá fólki, sem
sagði að þetta eða hitt yrðum við nú að taka inn í áramóta-
skaupið."
— Var ekki einvalalið skemmtilegs hæfileikafólks
með ykkur við gerð skaupsins?
,Uú, fjöldinn allur. Það má nefna Ladda, Gísla Rúnar, Kjartan
Bergmundsson og Margréti Helgu Jóhannsdóttur auk fjölda
statista. Sjálfsagt uppundir hundrað slíkir og þetta gekk allt
Ijómandi vel. Það var góður andi ríkjandi. Mestur hluti skaups-
ins var kvikmyndaður og sennilega ekki nema um 20 mínútur
teknar í stúdíói."
— Að lokum: Nú vill áramótaskaup gjarnan vera
helsta umræðuefni fólks lengi framan af nýárinu. Þið
berið engan ugg f brjósti?
„Aha, jú. Við erum allar búnar að panta okkur far til útlanda
í sóiarlandaferð fyrsta janúar, svo það þýðir ekkert að reyna að
hringja heim til okkar. Við vonum svo bara að fólk skemmti sér
vel."
Áramótaskaup sjónvarpsins verður á sínum stað (ár og nú und-
ir kvennastjórn. Sömuleiðis er handritið af konum samið. Að
þessu sinni gerist skaupið að mestu á „Sjónvarpsrás '84" þar
sem starfsmenn rýna í skoplegar hliðar þjóðlífsins og draga
upp spaugilega samtíðarþætti. Vinnslu skaupsins er nú full-
lokið og einn af höfundum handritsins, Hlín Agnarsdóttir, dreg-
ur örlítið úr leyndinni í HP-spjalli.
HP I ASKRIFT IIL NAMSMANNA ERLENDIS
Kynningarverð:
3ja mán. áskrift
í dönskum krónum 104,- utan Evrópu í US$ 10,-
burðargjald 40,- burðargjald 6,-
Samtals 144,- Samtals 16,-
ÁSKRIFTARGJALD GREIÐIST í BYRJUN ÁSKRIFTARTÍMABILS
EINNIG ER HÆGT AÐ FÁ 6 og 12 MÁNAÐA ÁSKRIFT
UPPL. í SÍMA 81511
HELGARPÓSTURINN
HELGARPÓSTURINN 3