Helgarpósturinn - 20.12.1984, Side 11
formaður Félags íslenskra iðnrek-
enda, hefur verið tiður gestur í
fréttatímum sjónvarpsins að undan-
förnu enda hefur maðurinn frá
mörgu að segja, og félagsskapur
hans haft ýmislegt áhugavert á
prjónunum, eins og hið nýja Frum-
kvæði h/f. Semsagt gott fréttaefni.
Það er hins vegar ekki einleikið
hvað sjónvarpið hefur verið duglegt
að snapa upp fréttir úr herbúðum
Félags íslenskra iðnrekenda. Skýr-
ingin er samt sáraeinföld: Víglundur
er nefnilega eiginmaður eins af
fréttamönnum sjónvarpsins, Sigur-
veigar Jónsdóttur. Það getur
komið sér vel að vera vel giftur. ..
urgur og reiði er
meðal kaupmanna í Reykjavík
vegna ákvæða í reglugerð, sem
banna þeim að stunda verslun á
mesta söludegi ársins, Þorláks-
messu. Þorláksmessa fellur nefni-
lega á sunnudag og þá má ekki selja
vörur né kaupa. Nú heyrist, að
kaupmenn hafi fullan hug á að
hundsa sunnudagsregluna á Þor-
láksmessu og hafa opið. Á Lauga-
veginum er gjarnan litið á Guðlaug
Bergmann í Karnabæ sem eins
konar formælanda kaupmanna við
þá götu og segir sagan, að kaup-
menn á Laugaveginum bíði þess
hvaða afstöðu Gulli taki.
að vekur óneitanlega
nokkra athygli, þegar fjárlagafrum-
varpið er skoðað, að þar kemur
fram, að Barnaverndarráð íslands
fer fram á fjárveitingu, sem miðast
við óbreytta starfsemi. Þetta gengur
á skjön við þá staðreynd, að eftir
fimm ára starfsemi hefur Foreldra-
ráðgjöf ráðsins legið niðri frá því í
byrjun september og ekkert sem
bendir til þess, að ætlunin sé að
halda þessari þjónustu áfram. Mjög
mikil ásókn hefur verið í þessa þjón-
ustu, en Guðfinna Eydal og
Álfheiður Steinþórsdóttir, sál-
fræðingar, töldu sér ekki fært að
starfa áfram á vegum ráðsins og
sögðu upp. Ástæðan mun vera
áhugaleysi núverandi Barna-
verndarráðs á Foreldraráðgjöf-
inni. í kjölfarið hafa þær Álfheiður
og Guðfinna stofnað Sálfræðistöð-
ina, sjálfstætt sálfræðifyrirtæki,
sem meðal annars hefur á sinni
könnu námskeið fyrir foreldra.
Á meðan hefur Barnaverndarráð
ekki boðið neina slíka þjónustu og
hefur nú safnað í kassann sem svar-
ar sex mánaða launum sálfræðings
hjá ríkinu. Og meira á eftir að safn-
ast, ef Alþingi tekur góða og gilda
fjárveitingarbeiðni Barnaverndar-
ráðs fyrir komandi ár, ef það er þá
ætlunin að láta Foreldraráðgjöfina
hverfa á vit feðranna í reynd þótt
áfram renni peningar til þessarar
aflögðu starfsemi.
Það er Björn Líndal í viðskipta-
ráðuneytinu og varaþingmaður,
sem er formaður Barnaverndar-
ráðs, og segja kunnugir, að hann
vilji gjarnan fá peninga Foreldraráð-
gjafarinnar, en sé á hinn bóginn
hreint ekki hlynntur þessari ókeypis
þjónustu ríkisins, sem búin var að
festa sig í sessi og sanna tilverurétt
sinn...
skákar keppinautunum í verði og gæðum.
VHS P-618
myndsegulband
myndbands
spólur
á einu árí.
'■1 mg
» fr% ■
tt v-á m
«> O* 'i f iOFpi
* W;
m *1!
f/
KR 39.900.-
Jólaglaðningur sem endist allt áríð
Pú kemur og semur.
Fisher, fyrsta flokks.
LÁGMÚLA 7.
REYKJAVÍK - SÍMI 685333.
SJONVARPSBUDIN
HELGARPÓSTURINN 11
aygjjbs