Helgarpósturinn - 20.12.1984, Síða 12
AGUST tjUÐMUNDSSON LEIKSTJORI I
eftir Hallgrím Thorsteinsion myndir Jim Smart
Ágúst Guðmundsson kom heim frá London aðfaranótt mánudags, seint. ,,Ég er viss um að Flug-
leiðavélin var síðasta vél frá Heathrow í gærkvöldi," segir hann um leið og hann sviptir umbúðun-
um utanaf filmuspólunum fjórum í sýningarklefa Austurbæjarbíós.
Klukkan er tíu á mánudagsmorgni og í bíóinu er að.hefjast fyrsta sýning á endanlegri gerð kvik-
myndarinnar Gullsands. Sigurður Sverrir Pálsson,-aðalkvikmyndatökumaður er einnig mættur á
þessa prívatsýningu. Ágúst og hann ætla að fara yfir þessa fyrstu kópíu af myndinni til að ákveða
hvaða senur á að lýsa og hverjar að dekkja o.s.frv. í framköllun aðalkópíunnar, sem verður notuð
til sýninga í Reykjavík frá og með frumsýningu myndarinnar á annan í jólum.
„Endirinn er kannski of dökkur en hann er kannski bara snotur svona," segir Ágúst við Sigurð
Sverri meðan Stefán Jónsson sýningarmaður þræðir fyrstu spóluna á vélina. Sigurður Sverrir bíð-
ur spenntur og horfir á. Og þá: „Halló elskan mín, mikið er gaman að sjá þig aftur. . ." Edda Björg-
vinsdóttir, sem leikur aðalkvenhlutverk myndarinnar er komin til að sjá hana. Hún smellir stórum
kossi á leikstjórann. „Mátti ég ekki alveg koma?" spyr hún., Jú, auðvitað, nú vil ég sýna öllum
myndina," segir Ágúst. Þau Ijóma öll þrjú. Þetta eru eins og litlu jólin hiá þeim.
Gullsandur er fjórða kvikmynd Ágústs
Guðmundssonar í fullri lengd. Áður hefur
hann gefið okkur Land og syni, Útlagann, og
Með allt á hreinu. Hvernig er honum innan-
brjósts núna, áður en myndin kemur fyrir
augu áhorfenda? ,,Ég er orðinn eldri í hett-
unni og reyndari, býst ég við. Ég man að ég
var voðalega upphafinn þegar ég kom heim
með Land og syni. Ég hef verið að vinna svo
mikið í myndinni að ég á erfitt með að halda
henni í nokkurri fjarlægð frá mér. Ég er mest
spenntur að vita hvað fólki finnst."
Svo er labbað inn í bíósalinn, sem er orð-
inn almyrkvaður þegar hópurinn ratar í sæt-
in. Á tjaldinu eru þrír amerískir hertrukkar
farnir að renna í austurátt í morgunhúminu.
„Ég er með smámagapínu," viðurkennir
Edda.
Það er miðvikudagur í myndinni þegar
amerísku hermennirnir slá upp tjöfdum á
miðjum Meðallandssandi og byrja að bauka
með tól sín og mælitæki. Edda kemur brun-
andi á rauðum vitavarðarblazernum sínum
yfir rennvotan sandinn inn í myndina og
Pálmi Gestsson á eftir henni á hvítum Land-
róver. Pálmi leikur allaballann í hrepps-
nefndinni, ungan bónda, sem þenur aríur
eftir Verdi á grammófón í fjósinu fyrir belj-
urnar. Myndin er komin af stað.
Hreppsnefndin fer að kanna athæfi banda-
rísku hermannanna á sandinum og þau
Pálmi og Edda vekja svo athygli umheimsins
á brölti Kananna með eftirminnilegum
hætti. Ró sveitarinnar hefur verið raskað og
afstaða sveitafólksins til hersins, vígbúnaðar-
málanna og hermangsins, kemur smám
saman í ljós á þeim Ijórum dögum sem
myndin spannar.
LANDIÐ ER LEIKMYND
„Ég var í sveit á þessum slóðum þegar ég
var strákur, 10—11 ára, í Fljótakróki," segir
Ágúst. „Þá hafði ég þetta landslag fyrir aug-
unum og kynntist því — Meðallandssandi,
Landbrotshólunum. Það er ekki beint fallegt
þarna, ekki í venjulegum skilningi, eins og
okkur finnst Þingvellir fallegir, og þetta er
ekki jafn stórbrotið landslag og t.d. Jökulsár-
gljúfur. En þetta er furðulegt landslag á sama
hátt og mér finnst t.d. Breiðafjarðareyjar
furðuheimur. Það hefur sérstakan stíl. Manni
finnst það kannski ekkert spennandi þegar
maður keyrir þarna í gegn, bara sandur og
hólar — hraun. En ef maður staldrar við þá
fer manni að finnast það stórkostlegt."
Ágúst velur alla tökustaði í myndum sínum
sjáifur. „Mér finnst það afskaplega mikil-
vægt, ég hef alltaf gert þetta. Við Sigurður
Sverrir höfum líka báðir gaman af því að
velta landinu fyrir okkur sem leikmynd."
— Madur veröur var vid rómantíska af-
stödu til landsins í þessari mynd. Þad eru
fuglar á sandinum á sumarnótt, skrjáfí mel-
gresinu. . .
„Já? Það eru hlutir í myndinni sem maður
hefði ekki komist að nema með því að hafa
eigrað svona sjálfur um þetta svæði einhvern
tímann. Þetta svæði hefur alltaf haft sterk
ítök í mér. Bærinn sem ég var á var alveg
ofaní hrauninu og ég fann alltaf fyrir nálægð
hraunsins. Og ég man að fólkið þarna mundi
eftir Kötlugosinu 1918 og lýsti því fyrir mér.
Náttúra og saga þessa svæðis eru eins konar
undirtemu í myndinni og gefa henni sérstak-
an tón. Þetta var mjög afskekkt sveit þegar ég
var þarna sem strákur. Þá var enginn hring-
vegur, engin mjólk seld, þarna voru aðallega
sauðfjárbændur, gott fólk, og það stendur
miklu nær þessum gamla tíma í lífi þjóðar-
innar en við sem búum í Reykjavík. Og i
myndinni er þetta svæði og þetta fólk
skyndilega dregið inn í nútímann."
ALLRA VIÐKUNNANLEGUSTU
MENN
Ágúst fór á ný á þetta svæði sumarið 1973
þegar hann gerðist hótelstjóri á Hótel Eddu
á Kirkjubæjarklaustri, 26 ára gamall. Þetta
var sumarið áður en hann fór út til kvik-
myndagerðarnáms í London. „Ameríkan-
arnir höfðu verið þarna á sandinum að
hjálpa til við leitina að „gullskipinu" Het
Wapen van Amsterdam og mig langaði strax
til að gera mynd um þá. Ég hafði miklu meiri
áhuga á að gera mynd um Ameríkana á
sandinum heldur en t.d. einhverja leikna
heimildarmynd um íslenskan leiðangur sem
var að grafa eftir gullskipi. Ég vildi strax
segja táknræna sögu. Mér fannst og finnst
táknrænt um samband íslendinga og hersins
hvernig bandarískir hermenn gátu farið að
leggja þessu lið, að það skyldi vera hægt.“
I myndinni er afstaða heimamanna til nær-
veru bandaríska hersins útlistuð rækilega.
Menn eru ekki á eitt sáttir og hinir ýmsu pól-
ar kristallast í hreppsnefndinni. Sjálfstæðis-
mennirnir vilja ekkert vera að fetta fingur út
í það sem hermennirnir eru að gera niðri á
sandinum: Til hvers að trufla þá? Kannski
starfsemi hersins sé að færast austur á bóg-
inn eftir suðurströndinni, og það gæti komið
sér vel fyrir hreppinn. Jafnvel framsóknar-
maðurinn er á þeirri skoðun eftir að hafa hitt
hermennina að þetta séu allra viðkunnan-
legustu menn. Og þegar Edda, róttæki vita-
vörðurinn, sem vill stofna deild herstöðva-
andstæðinga á staðnum, spyr hann hvort
hann vilji taka þátt í hernaðarbrölti risaveld-
anna svona persónulega, þá svarar hann
sem svo, ja því ekki það, ef það gæti lækkað
útsvörin!
KLISJUR ÚR BÁÐUM
HERBÚÐUM
„Herstöðvarmálið hefur mér alltaf fundist
forvitnilegasta ágreiningsefni í íslenskri póli-
tík,“ segir Ágúst. „í myndinni er ég hins
vegar ekkert að segja hvaða skoðun ég hafi
á því, eða hvaða skoðun aðrir ættu að hafa
á því. Þetta er ekki áróðursmynd. Fólk hefur
haft ýmsar skoðanir á þessu máli, en mér
finnst samt að það hafi eiginlega alltaf snúist
um átök milli tveggja skoðana: Hvort herinn
eigi að vera eða fara. Annar flötur hefur
eiginlega aldrei fundist, og mjög gjarnan
hafa þessi átök staðið á milli tveggja öfga-
hópa. Það er þess vegna gert með ráðnum
hug að hafa alþekktar klisjur úr báðum her-
búðum í myndinni. Vinstri maðurinn vill
ekki að verið sé að „selja landið" og einn
sjálfstæðismaðurinn furðar sig t.d. á þeim
sem „vilja ekki einu sinni hafa það frelsi að
geta skrúfað niður í annarri sjónvarpsstöð en
þeirri íslensku".
Það er kannski helst, að í myndinni sé ver-
ið að mælast til þess að fólk láti af einstreng-
ingslegri afstöðu í málinu og taki tillit til þess
sem er að gerast í veröldinni."
— / myndinni er þad hugsanlegur gródi
fólksins vegna bauksins í hermönnunum
sem endanlega umturnar sveitinni.
„Já, það vakti t.d. sérstaklega athygli mína í
niðurstöðum könnunar Ólafs Þ. Harðarsonar
á stjórnmálaviðhorfum Islendinga á dögun-
um, hvað margir vildu taka gjald fyrir her-
stöðina. Ég hitti líka breskan lögfræðing,
sem ég veit að þekkir annars vel til íslands,
og hann hélt að íslendingar stórgræddu á því
að hafa herinn hérna! Við töpum náttúru-
lega ekki á því. Það er Ijóst, en það er ekki
heldur þannig, ennþá að minnsta kosti, að
um bein fjárframlög frá Bandaríkjamönnum
sé að ræða. En þetta sem Englendingurinn
sagði sló mig, og ég fór að velta því fyrir mér
hvort Islendingar héldu ekki sjálfir að þeir
græddu ofboðslega á að hafa herinn. Væru
jafnvel hræddir við að brottför hans myndi
kalla á sjö ára hallæri í landinu!"
HINN LÁGSTEMMDI HÚMOR
— Hefdir þú getað hugsað þér að gera
hreina gamanmynd úr þessu efni?
„Það hefði í sjálfu sér verið mjög auðvelt
að hafa myndina hreina gamanmynd. En þá
hefði Iíka ýmislegt tapast, efnið hefði ekki
orðið jafn trúverðugt. Það er samt alls ekki
þannig með myndina, að allt sem í henni
gerist geti í raun gerst einmitt svona, en mér
fannst samt nauðsynlegt að setja þetta efni
fram af því raunsæi, sem hrein kómedía hefi
aldrei leyft. Einn af þeim sem lásu handritið
áður en tökur byrjuðu sagði að sér fyndist ég
vera að gera grín að bændum. Myndin sjálf
gefur hins vegar ekkert slíkt í skyn.“
— Það er einmitt eftirtektarvert við þessa
mynd og fleiri myndir þínar reyndar, að þú
sýnir á raunsœjan en líka kómískan hátt
ýmis smáatriði t fari fólks sem gerir það trú-
verðugt. Finnst þér gaman að fást við slíka
hluti?
„Þetta er það sem mér finnst ég gera best,
þetta er að minnsta kosti það sem ég leitast
við að gera best og eiginlega stíleinkenni hjá
mér ef eitthvað er það. Þetta er svona lág-
stemmdur húmor fyrir fólki, „understate-
ment“ á ensku. Ég vil heldur draga úr en
smyrja á. Ég stofnaði þetta fyrirtæki mitt og
kallaði það Mannamyndir því að ég vil gera
myndir um fólk. Þær bíómyndir sem ég hef
mestar mætur á hafa líka alltaf þessi ein-
kenni. Ég reyni að draga fram litlu atriðin i
samskiptum fólks og gera þau að einhverju
stóru, einhverju sem skiptir máli. Maður sér
þetta t.d. mjög greinilega í tékknesku ný-
bylgjunni, sem ég hreifst mjög mikið af, hjá
leikstjórum eins og Milos Forman og lvan
Passer og maður sér þetta líka í leikritum
Tchekovs.
I Gullsandi er t.d. dæmi um svona lagað
þegar Jón Sigurbjörnsson sveiflar kaffibrús-
anum að félögum sínum í hreppsnefndinni
og segir: „Fáið ykkur meira strákar," þegar
ljóst er orðið að hreppsnefndin hefur klofn-
að í afstöðunni til hermannanna. Hann er í
rauninni að segja: „Já, okkur greinir á um
þetta, en við getum samt sem áður unnið
saman, er það ekki? Gerum gott úr þessu.““
— Finnst þér íslensk menning bjóöa ríku-
lega upp á svona frásagnarmáta?
„Ég held að öll menning geri það, hverrar
þjóðar sem hún er. Það er hins vegar önnur
saga, að þetta er ekki algengt í íslensku lista-
lífi. Gamanleikrit sem sett eru upp hérna eru
t.d. miklu oftar farsakennd en að þau bjóði
upp á þennan lágstemmda húmor. Sá húmor
er ekki algengur í leikritum hérna. Ég man
t.d. eftir að þegar Bedroom Farce kom hing-
að til lands sem Rúmrusk, þá var það miklu
hrjúfara en á enskunni."
ANDRÚMSLOFT í TÖKUM
— Allir sem vinna með þér tala um það
hvað allt gangi snurðulaust fyrir sig í tökum,
þœr renni rólega og markvisst áfram. Legg-
urðu áherslu á svona þœgilegt andrúmsloft
í kringum þœr myndir sem þú stjórnar?
„Já, það er mér geysilega mikilvægt. Mér
finnst agalega slæmt að hafa allt á öðrum
endanum í kvikmyndatökunni. Ég er heldur
ekki þannig karakter að ég geti öskrað á fólk
og skipað því harðri hendi fram og aftur. Ég
er líka sannfærður um að það andrúmsloft
sem ríkir við kvikmyndagerðina skili sér í
sjálfri myndinni. Ég veit að það gerir það.“
— Velurðu leikara í myndir þínar þann-
ig að þeir skapi sérstakt andrúmsloft í sam-
leiknum? Reynirðu þannig að skapa fyrir-
fram ákveðna stemmningu í myndinni með
ákveðnu samvali á leikurum?
„Já, hiklaust. Ég legg einmitt afskaplega
mikið upp úr þessu, og ég hef mjög ákveðnar
skoðanir á því hvaða leikarar passa saman
og hverjir passa ekki saman. Ég er kannski
of ákveðinn að þessu leyti, en mér finnst líka,
að maður verði að fara eftir eigin fordómum
í þessu. í upphafi hafði ég reyndar annað
leikarapar í huga fyrir aðalhlutverkin í Gull-
sandi, en það plan gekk ekki upp — helming-
urinn datt út og ég þurfti að finna annað par
sem virkar vel saman. Og Edda og Pálmi
gera það tvímælalaust í myndinni, finnst
mér.“
— Þú gerir annað líka, þú notar oft sömu
leikarana í myndum þínum?
„Já, sem er eðlilegt í raun og veru. Það