Helgarpósturinn - 20.12.1984, Side 15
Kynlíf,
dauði og trú
Kukl í Austurbæjarbioi á morgun
Stórviðburðurinn í íslensku rokki
þessa hátíðardaga verður konsert
Kukls í Austurbæjarbíói á morgun,
föstudagskvöldið 21. desember.
Hljómsveitin hefur ekki spilað
frammi fyrir íslenskum áheyrend-
um síðan í ágúst, en þess í stað glatt
rokkáhugafólk á tónleikum víðs
vegar annars staðar í Evrópu, eins
og frægt er orðið.
Tónleikarnir í Austurbæjarbíói
verða líklega það eina sem Islend-
ingar fá að sjá af hljómsveitinni í
bráð, því strax eftir áramót heldur
Einar Örn söngvari aftur út til
London að lesa sér til nánar um fjöl-
miðlun.
„Þetta eru mjög mikilvægir tón-
leikar fyrir okkur," segir hann í
spjalli heima hjá Sigtryggi ásláttar-
manni nú í vikunni. „Við erum að
kveðja efnið á Auganu, síðustu plöt-
unni og heilsa nýju efni, nýjum tíma
í lífi hljómsveitarinnar. Við erum að
skora okkur sjálf á hólm. Það hefur
mikið verið að gerast tónlistarlega
hjá hljómsveitinni."
Kuki tók upp fimm lög á nýja plötu
í haust í Southern Studios i London,
þar sem Augað var líka hljóðritað.
Konsertinn á morgun verður hljóð-
ritaður og væntanlega verður eitt-
hvað af þeim upptökum notað á
nýju plötunni, sem meiningin er að
komi út fyrir páska.
Nýja efnið er öðruvísi og nýja
platan kemur til með að hljóma tals-
vert nýstárlega fyrir þá sem eru
vanir sándi Kuklsins á Auganu. „í
stað áherslunnar á trommur og
bassa verður megináherslan á gítar
og hljómborð í hljóðblönduninni,"
segir Guðlaugur gítarmaður.
„Megináherslan verður ekki lögð á
sándið sem slíkt, heldur verður
reynt að draga fram meginþættina í
hverju lagi fyrir sig.“
Það er Penny Rimbaud, trommari
Crass, sem sér um að mixa plötuna
og þetta er í fyrsta skipti sem Kukl fá
utanaðkomandi til að stjórna upp-
tökum hjá sér. „Það var svo mikið
að gerast hjá okkur hverju um sig að
ekkert okkar hafði raunverulega
yfirsýn yfir það sem við erum að
gera sern hljómsveit," segir Björk
söngvari.
„Penny sagði: Viljiði hefðbundið
mix, eða viljið þið róttækt mix,“
segir Einar Örn. „Við vildum rót-
tækt mix. Hann sagði að sum lögin
gætu kannski lengst um helming í
mixinu. Kannski hendum við því í
hann aftur." En þau hafa trú á
Englendingnum og telja að hann
viti hvað hann er að gera. Hann er
t.d. eini maðurinn sem hefur farið
fram á og tekist að láta Einar Örn
halda tóni í söng. „Penny segir að
tónlist Kukls sé „mesta tónlist" sem
hann hafi komist í snertingu við,“
segir söngvarinn.
Þetta hafa fleiri en Penny haft á til-
finningunni; erlend rokktímarit
hafa keppst við að lofa ,,post-punk“
tónlist hljómsveitarinnar, sem er
reynt að lýsa á allra handa máta.
Hún er spennandi, manísk, seið-
andi, auðug af ímyndunarafli, marg-
ræð, músíkalskt grípandi, full af
gleði, reiði, örvæntingu, á barmi
hins óþekkta.
Hér heima er hljómsveitin hins
vegar ekki í tölu spámanna, ef
marka má spilun í útvarpi, t.d. „Við
erum að velta því fyrir okkur að
banna Augað við Rás 2. Þeir virðast
ekki vilja spila hana þar nema mað-
ur gefi hverjum og einum umsjónar-
manni eintak. Ég skil ekki af hverju
þeir geta ekki spilað þau eintök sem
stöðin fær send,“ segir Einar Örn.
„Það er eins og okkar tónlist sé ekki
tónlist fyrir þeim, heldur eitthvað
annað. Þeir geta ekki flokkað okkur
neins staðar og af því að við erum
öðruvísi segjast þeir ekki getað spil-
að okkur. Svo er okkur kennt um.
Skuldinni er skellt á okkur og við
sökuð um að vera eigingjörn fyrir að
spila öðruvísi og meira krefjandi
tónlist en aðrir. En þetta er tónlist.
Okkar tónlist."
Þau segja að íslenski markaður-
inn skipti raunar engum sköpum
fyrir hljómsveitina. Augað hefur
þegar selst i 5.000 eintökum, aðal-
lega erlendis, og er að fara í þriðju
pressun. „En okkur leiðist þetta
svona frekar," segja þau.
Tóniist Kukls gerir kröfur til
áheyrenda, og þá ekki síður yrkis-
efnin í textunum. „Við vorum að
taka það saman um daginn," segir
Björk, „og fundum út, að af 13 nýj-
ustu lögunum fjalla níu um þrennt
aðallega, kynlíf, dauða og trú. Við
veltum þessu fyrir okkur ..
H.T.
KVIKMYNDIR
Glúrin samsuda
eftir Ingólf Margeirsson og Sigmund Erni Rúnarsson
Laugarásbíó: Tölvuleikur (Cloak and
Dagger).
Bandarísk 1984.
Handrit: Tom Holland.
Kvikmyndataka: Victor J. Kemper.
Framleiöandi: Alan Carr.
Leikstjóri: Richard Franklin.
Aðalhlutverk: Henry Thomas, Dabney
Coleman, Michael Murphy, Christina Nigra
ogfl.
Mynd þessi er nokkuð kostuleg blanda af
bófahasar þrjúbíóanna, tölvuleikjum,
spennumyndum og sálfræðilegu raunsæis-
drama. Dáldið skondin formúla sem mér vit-
andi enginn hefur lagt út í nema kannski
Walt Disney-samsteypan að einhverju leyti.
Tölvuleikur segir frá stráknum Davey
(Henry Thomas — sá sami og í ET) sem misst
hefur móður sína en lifir í hugarheimi bófa-
hasarsins þar sem hetjan Jack Flack líkamn-
ast oft við hlið hans honum til trausts og
stuðnings. Og að sjálfsögðu er hugur drengs-
ins allur í tölvuleikjum. Pabbinn er andstæða
Jack Flacks, nærgætinn faðir sem vinnur
mikið og hefur lítinn tíma til að sinna
drengnum sem flýr enn lengra í ímyndaðan
heim hasarsins. Það sniðuga er hins vegar að
sami leikarinn (Dabney Coleman) leikur
Flack og föðurinn. En dag einn lendir Davey
í átökum raunverulegra glæpamanna þar
sem njósnir og hernaðarleyndarmál sitja í
fyrirrúmi, en þá leggur enginn trúnað á
strákinn með ímyndunaraflið fjöruga.
Agætur gagnrýnandi Morgunblaðsins
sagði myndina Hitchcock fyrir börn — og
mikið rétt; þarna eru heil myndskeið tekin
frá meistaranum sáluga, eltingarleikir innan
um manniðu hvunndagsins og einmanaleiki
hetjunnar sem enginn trúir á. Þarna eru líka
senur gerðar í þekktum byggingum og á
sögustöðum Bandaríkjanna, og óvænt enda-
lok sem auk þess eru sálfræðileg; breyting
piltsins í ungling, skrefið frá barnæsku í heim
fullorðinna þegar hugarfiugið og ímynduð
veröld víkur fyrir grárri alvörunni. Þetta er
ljúflega gert í lokasenunni þegar Jack Flack
breytist í föðurinn; í stað hetjunnar kemur
hlýr og skilningsríkur faðir. Cloak and Dag-
ger er glúrin mynd sem leikur sér á mörgum
sviðum án þess að heildaráhrifin fari for-
görðum og má eindregið mæla með henni.
-1M
Strákadraumar
Háskólabíó: Indiana Jones og musteri refs-
ingarinnar.
Handrit: Georg Lucas.
Tónlist: John Williams.
Kvikmyndataka: Douglas Slocombe.
Framleiöandi: Robert Watts.
Leikstjórn: Steven Spielberg.
Afbragd
Nýja bíó; Whose Life is it anyway?
Leikstjórn: John Badham. Handrit: Brian
Clark, Reginald Rose, byggt á sviösleikriti
Brian Clark. Tónlist: Arthur Rubenstein.
Kvikmyndun: Mario Tosi. Aöalleikarar:
Richard Dreyfuss, John Cassavetes,
Christine Lahti, Bob Balaban.
Aöalhlutverk: Harrison Ford, Kate Cap-
shaw, Ke Huy Quan, Amrish Puri, og fl.
Þá er framhaldið á Raiders of the Lost Ark
komið og alveg í sama dúr: Indiana Jones á
ferð og flugi gegnum exótísk lönd á fjórða
áratugnum, eins og strákadraumurinn
líkamnaður. Never a dull moment. Út um
Það stórkostlegasta við þessa gæðakvik-
mynd er að hún er allan tímann laus við
væmni, þó svo að nærfellt hvert einasta skot
hennar bjóði upp á velgjulega útfærslu. John
Badham hefur hér tekist á við erfitt verkefni,
en skilað því með slíkum sóma að aðdáun
vekur. Sterki leikurinn hans er líkast til sá, að
flugstjóralausa vél í gúmmíbát, niður snævi-
þaktar fjallshlíðar, eftir ólgandi straumfljót-
um, gegnum leyndardóma musteris þar sem
pöddur, vítisvélar, eimyrja og hofprestar eiga
aðsetur. Og svo framvegis. Allur hinn hraði
söguþráður er sagður með mikilli tækni, oft
veisla fyrir augað. Húmorinn er einnig kom-
hafa fengið sjálfan höfund sviðsverksins,
sem myndin byggir á, til að færa það í búning
kvikmyndar, í stað þess að láta einhverj-
um utanaðkomandi það verk í hendur.
Handrit myndarinnar er enda gríðarlega
sterkt. Þessi átakaniega saga um uppgjör
fjölfatlaða mannsins við það hvort hann vilji
inn meira fram, stundum hrein sjálfsírónía
framieiðendanna eins og þegar hetjurnar
eru látnir segja brandara þegar líf þeirra er
í veði. Allt er þetta fyrst og fremst skemmtun
og reynir ekkert að þykjast annað. Og hvað
er sosum hægt að segja um slíka mynd?
-IM
lifa lengur hrífur menn með sér. Hún varðar
alla. Hins verður svo líka að geta; leikstjórn
og leikur eru sjaldséð augngæti. Fjórar
stjörnur; hiklaust.
-SER.
HELGARPÓSTURINN 15