Helgarpósturinn - 28.03.1985, Síða 4

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Síða 4
Athyglisverð könnun I Menntaskólanum í Reykjavík í Menntaskólanum I Reykjavík hefur veriö unnin könnun á meöal nemenda um nánast „alit milli himins og jaröar", sem snertir þá sérstaklega. Niöurstaöan er í stórum dráttum sú, aö þarna sé á feröinni fyrir- myndarfólk. Reykingar eru mjög sjaldgœfar, áfengis- neyzla er öll í hófi, líkams- rœkt er stunduö allmikiö og fíkniefnaneyzla sáralltil og raunar aöeins bundin viö efsta bekk. Þá kemur fram, aö „fjöl- miölaneyzla'' nemenda er tiltölulega einhœf. Nœr allir nemendur skólans hlusta á rás 2, tónlistarrás Ríkisútvarpsins, lág pró- senta hlustar á rás 1, gamla gufuradíóiö og Þessi mynd var tekin af hluta 5. B í þýzkutíma, en þegar okkur bar aö garöi var hinn hluti bekkjarins í frönsku. kanaútvarpiö nýtur lítillar hylli, sennilega vegna uppgangs rásar 2. Þá kem- ur m.a. í Ijós, aö talsvert er horft á vídeó og viröist þaö vera oröinn fastur liöur í lífi þessa unga fólks. Þá kemur fram, aö aöeins um 20% nemenda MR eru „á föstu'' núna, þótt miklu fleiri hafi í einn tíma eöa annan veriö í föstu sambandi. Alls var spurt 56 spurn- inga. Könnunina unnu nemendur 5. bekkjar B og er hún liöur í námi þeirra í félagsfrœöi. Umsjón meö verkinu haföi Kristinn Ein- arsson félagsfrœöikenn- ari. En lítum á helztu niöur- stööur. Menntskœl- ingar ekki „töff týpur á föstu“ eftir Halldór Halldórsson myndir Jim Smart Ein spurningin varðaði framtíðaráformin. Spurt var hvort nemendur væru búnir að gera upp við sig í hvaða nám þeir ætluðu í háskóla. Niðurstaðan var sú, að 54% pilta í MR eru óákveðin, en 27% stúlknanna hafa gert upp hug sinn. Þetta á við um alla fjóra bekki MR. Ef eingöngu er litið á 6. bekk, þ.e. efsta bekk, kemur í ljós, að mikill meirihluti þeirra, sem útskrifast úr skólanum í vor, veit ekki í hvaða nám hann ætlar í haust. Þannig eru 63% piltanna óákveðin og 56% stúlkn- anna. Fyrstu spurningar könnunarinnar lúta að heimilisástæðum og efnahag foreldra. Svör voru of óljós til þess að hægt væri að draga þau saman í marktæk svör. Hins vegar sýndu þessi óljósu svör að ungt fólk hefur í fæstum tilvikum hugmynd um laun foreldra sinna og allt bendir til þess, að það hafi fjölgað í svo- kölluðum „miðjuhópi". Kristinn Einarsson félagsfræðikennari hef- ur flokkað foreldra nemenda í skólanum gróf- lega í þrjá flokka: H-flokk, sem telur for- eldri/foreldra með háskólamenntun eða sambærilegt nám, góðar tekjur, þrifalegt starf, virðingu og völd. M-flokkur telur for- eldra, sem hafa verklega menntun eða farið í sérskóla, er með miðlungstekjur, stundar þjónustustörf og nýtur minni virðingar og valda. I L-hópi eru svo ófaglærðir foreldrar með litlar tekjur, litla virðingu og lítil völd. Allt er þetta sett fram með fyrirvara. Fram til þessa, miðað við fyrri kannanir, hafa um 60% foreldra verið í H-flokki, ná- lægt 40% í miðhópnum og örfáir fallið í L- hóp. Kristinn Einarsson sagði, að sú breyting hefði orðið á að nú hefði fjölgað í miðjuhópn- um og skiptust foreldrar nemenda í MR nokkuð jafnt í H-hópinn og M-hópinn. Flestir nemenda eða 78% búa hjá báðum foreldrum, en 22% gera það ekki. Af þessum 22% býr yfirgnæfandi meirihluti hjá móður sinni. 12% pilta eiga sjálfir bíl Eins og við mátti búast eiga foreldrar yfir- gnæfandi meirihluta nemenda bíl eða bíla. Aðeins 2,5% foreldra eiga ekki bíl, 39% eiga einn bíl, 19% 3 bíla eða fleiri og hvorki meira né minna en 40% 2 bíla. En þá er ekki allt tal- ið, því rúm 12% nemenda, aðallega strákar, eiga sjálfir bíl. Þá er athyglisvert, að 27% stúlknanna vinna með skólanum en 15% strákanna. Vinnutími stúlknanna er jafnframt lengri. Þá kemur fram, að yfirgnæfandi hluti MR-inga tekur að einhverju leyti þátt í heimilisstörf- um og standa piltarnir ekki langt að baki stúlkunum. Sá hluti könnunarinnar, sem fjallar um notkun á fjölmiðlum er athyglisverður. Hann sýnir, að rás 2 er búin að gera út af við kana- útvarpið, sem var vinsælt meðal unglinga. Nú hlusta 8% nemenda á kanann og vill svo einkennilega til, að það eru allt piltar og eng- inn þeirra er í 6. bekk. Rás 1 er ekki vinsæl. Af piltum hlusta 7% á hana, eða einu pró- sentustigi færri en á kanann, en 6% stúlkn- anna hlusta á gufuradíóið. Útvarp unga fólksins er rás 2. Attatíu og tvö prósent pilta hlusta á rás 2 og 89% stúlkna. Þá kemur fram, að enginn nemenda í úrtakinu hlustar á erlendar útvarpsstöðvar. Að undanskildu útvarpi eyða menntskælingar í MR um það bil einni klukkustund á dag í aðra fjölmiðla en útvarp. Vídeó snar þáttur í lífi menntskælinga Hins vegar fara þau í kvikmyndahús tvisv- ar í mánuði að meðaltali og vídeó sýnist vera orðinn allsnar þáttur í lífi þessa unga fólks. Þannig horfa strákar á tvær vídeóspólur á viku og stúlkurnar á eina og hálfa að meðal- tali. Vídeógláp er nokkuð jafnt í öllum bekkj- um. Um samskipti kynjanna kemur í Ijós, að menntskælingar verða vart flokkaðir sem „töff týpur á föstu“. Við spurningunni hvort hann eða hún sé í föstu sambandi svara 79% piltanna nei og 81% stúlknanna segir nei. Það er sjálfsagt tilviljun, en í fjórða bekk er enginn strákur á föstu, a.m.k. þegar könnun- in var gerð. Þessari spurningu er svo fylgt eftir með annarri um það hvort nemendur hafi verið í föstu sambandi og þá svara 59% piltanna því játandi en hvorki meira né minna en 76% stúlknanna. Ferðalög til útlanda virðast vera furðu al- geng meðal menntaskólanema (í MR). Af strákunum fóru 42% til útlanda í fyrra og 53% stúlknanna. Jafnframt kom fram, að stúlkur dveljast yfirleitt lengur erlendis, sem helgast e.t.v. af því að þær hafi fengið vinnu eða verið á sumarskóla. Margt fleira er forvitnilegt í MR-könnun 5. bekkjar B. Þar kemur t.d. í ljós, að 51% pilta sefur á bilinu 5—7 klukkustundir á nóttu. Stúlkurnar sofa hins vegar meira, því 55% stúlknanna sofa 7—9 klukkustundir. Þá er furðu algengt, að nemendur leggi sig á dag- inn, stundum að minnsta kosti. Miðað við reykingar almennt virðast menntskælingar skera sig úr með litlum reykingum. 78% pilta reykja ekki, en stúlk- urnar gera meira af slíku, 36%þeirra reykja. Hins vegar reykja stúlkurnar færri sígar- ettur á dag en strákarnir. Þannig reykir einn fjórði hluti piltanna meira en einn pakka af sígarettum á dag, en af stúlkunum aðeins 8%. Af þeim sem ekki reykja eru langflestir sem aldrei hafa reykt. Áfengisneyzla virðist talsverð við fyrstu sýn. Þannig neyta yfir 80% MR-inga áfengis og er hlutfallið mjög svipað hjá piltum og stúlkum. Ef hins vegar er kíkt á tíðnina kem- ur í ljós, að neyzlan er í miklu hófi. Enginn neytir áfengis oftar en „um hverja helgi“. Ör- fá prósent neyta áfengis um hverja helgi. Einnig er spurt um neyzlu annarra vímu- efna og svara 3% pilta og 3% stúlkna þeirri spurningu játandi, en 97% neitandi. Að lokum er svo vikið að heilsufari mennt- skælinga og af niðurstöðum mætti ætla að stúlkur í MR séu ákaflega lasburða og verst er ástandið í 3. bekk og 5. bekk. Spurt er um ýmsa algenga kvilla og þjást 16% stúlkna af höfuðverk, 12% af svima og 23% af bakverk. Piltarnir eru lausir við þessi vandamál. Vöðvabólga hrjáir 9% pilta og 24% stúlkna, magaverkur 3% pilta en 28% stúlkna, kvef hafa 7% pilta og 33% stúlkna, hálsbólgu höfðu Qjegar könnunin var gerð) 1% pilta og 8% stúlkna. Þá telja 27% stúlknanna sig þjást af tíðaverk, mest í neðsta bekk. Heildarnið- urstaðan er sú, að 80% pilta telja ekkert framangreint ama að sér, en aðeins 21% stúlkna. Þetta eru samandregnar niðurstöður úr könnun 5. bekkjar B í MR, en alls náði könn- unin ti. 10% nemenda eða 81 nemanda af um 800 sem skólann sitja. 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.