Helgarpósturinn - 28.03.1985, Side 25

Helgarpósturinn - 28.03.1985, Side 25
Hieikfélag Reykjavíkur mun frumsýna nýja revíu í vor. Höfund- arnir eru Edda Björgvinsdóttir, Hlín Agnarsdóttir og Jón Hjart- arson. Leikstjóri verður Bríet Héð- insdóttir en enn er ekki búið að velja leikarana sem alls verða um tíu talsins. Tónlistin verður eftir Jó- hann G. Jóhannsson. Handritið er enn á vinnslustigi en langt komið að því er við heyrum og fyrri helming- ur kominn í prentun. Revían mun fjalla um atburði líðandi stundar, pólitík og annað dægurþras, og ku verða mjög fyndin. . . N ■ ýjum herrum fylgja nýir siðir og nýjar venjur. Verslunarráð hélt þing sitt í vikunni og þar var mættur Markús Örn Antonsson eftir Jón Hjartar- son í Félagsheimili Kópavogs, Hjóleigunni. fimmtudag kl. 21. sunnudag kl, 16. Aðgöngumiða- sala hefst 2 tímum fyrir sýningu sýningardaga. , Miðaverð aðeins 150 kr, Simi 41985, útvarpsstjóri, en HP er ekki kunn- ugt um, að forveri hans, Andrés Björnsson, hafi sótt þessar sam- komur. Utvarpsstjórinn nýi virðist hafa hrifist mjög af þingsetunni, því hann lét það verða sitt fyrsta verk að rútta út þætti í umsjón Önundar Björnssonar á mánudagskvöld og setja í staðinn hringborðsumræðu- þátt vegna þings Verslunarráðsins. Umsjón verður í höndum Helga Péturssonar fréttamanns. . . A þriðjudaginn eru væntan- legir til Akureyrar tveir menn, þeir Þorsteinn Pálsson og Friðrik Sophusson, formaður og varafor- maðurinn í Sjálfstæðisflokknum. Er- indi þeirra er að eiga fund með landsfundarfulltrúum flokksins úr Norðurlandi eystra en landsfundur- inn verður 11,—14. apríl, í næsta mánuði. Ætlað er, að þeir félagar, sem báðir eru taldir hlynntir kosn- ingum í haust, hyggist hlera ofan í liðið og leggja línurnar kurteislega fyrir Norðlendinga, sem flestir munu reyndar vera á sama máli um kosningarnar. Annars mun svona hátignarleg heimsókn toppanna tveggja hjá flokknum vera ákaflega sjaldgæf og af flestum talin óvana- leg... tli það sé nokkuð orðum aukið að segja að það hafi allt verið á hvolfi hjá Steindóri að undan- förnu? Meira að segja auglýsing frá þessari ágætu bílastöð í Mogganum. Það þarf tæpast að minna á hasar- inn sem varð um síðustu helgi vegna meintra ólögiegra farþega- flutninga, meðal annars í sendibíl- um. „Allir með Steindóri," segir í fyrrnefndri auglýsingu, og undir eru svo stórir stafir — á hvolfi: „Allar stærðir sendibíla!" Skyldi maður geta átt von á því þegar hringt er eftir taxa hjá Steindóri, að sendibíli komi akandi að húsinu, og sagt verði við mann með breiðu brosi: Allt í plati!... l^Sins og flestir vita taka olíufé- lögin ekki við krítarkortum á bensínsölum og er það mörgum til mikils ama. Hins vegar fara olíufé- lögin óhikað í manngreinarálit, ef það hentar þeim. Þannig geta út- lendingar sem koma til Íslands á einkarellum notað krítarkort þegar þeir fylla tankana hjá sér. Það geta íslenskir flugmenn hins vegar ekki... LEIKHÚSGESTIR HÁLF SEX-HÁLFÁTIA Frá kl. 17:30 - 19:30 alla daga bjóðum við sérstakan matseðil á einstöku verði. orfoti VEITINGAHUS AMTMANNSSTÍG I RFi'KJAVÍK SÍMI 91-13303 Y ■ msum nemendum Felagsvis- indadeildar Háskólans þótti umfjöll- un DV um hassista á dögunum högg undir beltisstað. í grein, sem ber yfirskriftina Sjúkrasaga hassistans, er rakinn ferill kannabisneytanda, og segir orðrétt: „Hann dundar gjarnan við félagsfræðinám í Há- skóla íslands." Hafa nemendur átt erfitt með að kyngja þessari fullyrð- ingu, og þykir deildin heldur setja ofan við þetta. Það fylgir þó ekki sögunni hvort þeir muni grípa til ráðstafana til að blása öllum grun- semdum um hassreyk úr sínum hús- um.. .. Sól Saloon Sólbaðstofan Laugavegi 99 _ Sími 22580 a\ J . Harnaudfo 'J ' og fkta t^u/ubad. Laugavegi 52 Simi 24610 Slendfrtonr grfnmngar og i odvaþjálfunartteki. hrabfrt rtd sladbunditirn fitu of> t odrabólgu. bAðar bjóða breiða, nýja bekki Mj profeiuonel og UWT. studio line Dömur og hcrrar, vcrið vclkomin nCEJ Passamyndir Ljósmyndastofa Reykjavíkur er á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar Öll almenn ijósmyndaþjónusta Veriö velkomin Hverfisgötu 105, 2. hæð. Sími 621166. Mrífandi staöur í hjarta horgarinnar BORÐAPANTANIR i SÍMA 26906 HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.