Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 7
esdóttir er nýráðinn dagskrárgerð- armaður við Útvarpið. Hún hefur yf- irumsjón með öllu skemmtiefni rás- ar 1 og er nú á höttunum eftir nýju og skemmtilegu efni. M.a. hefur hún ráðgert að taka upp mikið af því skemmtiefni sem verður í gangi í Reykjavík í sumar. Nægir að nefna ýmsar revíur, kabaretta og annað efni sem allir landsmenn koma þá væntanlega til með að geta notið í stað Reykvíkinga einna... s ^^Wteingrímur Sigurdsson, listmálari, skríbent og lífskúnstner, varð 60 ára fyrir nokkrum dögum. Voru lagðar heilar þrjár síður í Morgunblaðinu undir afmælisgrein- ar og mun það vera nær einsdæmi hvað 60 ára afmæli varðar. En Stein- grímur er stórtækur maður og hélt myndarlega afmælisveislu eða stór- hóf að Skipholti 70, í sal iðnaðar- manna. Bauð hann hátt á annað hundrað manns, og þó einungis gestum sem tengdust lífi hans á ná- inn hátt, ákveðið æviskeið eða leng- ur. Boðið var geysilega veglegt og ærið nóg að borða og drekka, þótt Steingrímur sé hættur hinu síðar- nefnda fyrir alllöngu. Lét afmælis- barnið hafa eftir sér að hann hefði orðið að slá lán í tveimur bönkum til að halda upp á daginn. Fáir heyrðu þó þá setningu en allir heyrðu hina miklu málsnilld Steingríms sem lét ekki um sig spyrjast að hlusta þegj- andi á allar afmælisræðurnar. Af- mælisbarnið sté nefnilega ávallt í pontu eftir hvert afmælisávarp og þakkaði fyrir sig í langri ræðu. Stóð matar- og drykkjuveislan á fimmta tíma með samfelldum ræðuhöldum og mun Steingrímur sjálfur hafa stigið 19 sinnum í pontu... N ■ Wi u stendur fyrir dyrum mikil skáldauppkoma í landinu. Rithöfundasamband íslands hefur nefnilega ákveðið að helga 18. maí ljóðinu og kalla „Dag ljóðs- ins.“ Verður riðið á vaðið í Reykja- vík og búið að útvega Iðnó við Tjörnina þennan dag sem upp- lestrarstað fyrir helstu skáld lands- manna. Einnig munu skáldahópar fara um borgina þennan dag og lesa ljóð á sjúkrahúsum og stofn- FALCONCREST Frábærir framhaldsmyndaþættir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreifing: MYNDBÖND HF. Skeifunnl 8. Símar 686545 — 687310. Unglingur frá öðru landi - til þín! AFS hefur yfir 25 ára reynslu í nemendaskiptum milli íslands og annarra landa. Skiptinemarnir koma ýmist til sumardvalar í tvo mánuði eða til ársdvalar frá 20. ágúst 1985. Vill þín fjölskylda leggja okkur lið og taka að sér skiptinema? Hafðu samBand og kannaðu málið á íslandi 121 Reykjavík Hverfisgötu 39 Sími: 91-25450 Opið virka daga 14-17. Höfum opnað nýja röra- og fittingsdeild. Armitage hreinlætistæki. Reynið viðskiptin. Byggingavöruverslun Reykjavíkur " * SÍÐUMÚLA 37 REYKJAVlK SÍMAR: 83290 - 83360 unum. Rithöfundasambandið mun hafa náið samstarf við bóka- verslanir, söfn og fjölmiðla um þennan dag og fyrirhugað er að koma sams konar uppákomum af stað í öðrum landsfjórðungum... u ■ ■ ér er svo lítil saga úr kerf- inu: Nýverið réð Iðntæknistofnun vinnufélagsfræðing til sín. Sá var nýkominn úr námi og fyrsti félags- fræðingur stofnunarinnar. Þar af leiðandi lá kauptaxti hans ekki alveg á hreinu, en komist var að samkomulagi og tilkynning um laun viðkomandi send fjármála- ráðuneytinu, eins og vera ber þeg- ar um opinbera starfsmenn er að ræða. Ráðuneytismenn brugðust hins vegar illa við þegar þeir sáu laun mannsins og skrifuðu Iðn- tæknistofnun bréf þar sem fram kom að enginn félagsfræðingur hefði svona gott kaup í kerfinu. Iðntæknistofnun svaraði bréfi ráðuneytisins og benti á að Jó- hannes Nordal seðlabankastjóri væri félagsfræðingur að mennt. Fjármálaráðuneytið svaraði þessu engu og samþykkti laun vinnu- félagsfræðingsins umyrðalaust. . . l^lins og fram hefur komið í fjöl- miðlum, hyggst íþróttasamband ís- lands reisa mikla og veglega styttu af Gísla Halldórssyni, arkitekt íþróttasvæðisins í Laugardal og fyrr- um forseta ÍSÍ, og á hún að sjálf- sögðu að standa í Laugardal. Hins vegar er styttan fokdýr og mun kosta um eina milljón króna. Þess- um peningum hyggst ÍSÍ ná inn hjá sérsamböndum innan sambandsins og þá með þeim hætti að draga ákveðna prósentu frá styrkjum ISÍ til sérsambandanna og aðildarfélag- anna innan sambandsins. Sérsam- böndin eru þar með neydd til að greiða sinn skerf, því ÍSÍ mun hafa hótað að fella niður styrk til þeirra félaga sem neita að leggja sitt af mörkum til styttugerðarinnar. Er talsverður urgur innan sérsam- bandanna vegna þessa máls, enda telja margir að styttan sé fulldýr. Gísli Halldórsson mun þó vera manna leiðastur yfir þessu máli, enda var styttuhugmyndin sam- þykkt að honum forspurðum. Gísli sýndi nefnilega gott fordæmi með sparnaði á meðan hann var forseti ISI og þessi peningaaustur er því varla að hans skapi... M ■ W Hörg feit embætti eru að losna á Suðurnesjum. Starf bygg- ingafulltrúa í Keflavík er laust inn- an fárra vikna. Störf skólameistara og aðstoðarskólameistara við Fjöl- brautaskóla Suðurnesja hafa verið auglýst. Umsóknarfrestur er runn- inn út hvað varðar fyrra starfið og er talið víst að Hjálmar Árnason hljóti það. Þá er laus staða yfirlög- regluþjóns við embætti lögreglu- stjóra í Keflavík, Njarðvík, Grinda- vík og Gullbringusýslu og verður auglýst bráðlega. Og innan tíðar verður embætti símstöðvarstjóra í Keflavík auglýst laust til umsókn- ar... SPORTFATNAÐUR f REGNI OG VINDI sjóbúðin GRANDAGARÐI 7 - REYKJAVlR 1(114 - HEIMASIMT 14714 HELGARPÓSTURINN 7

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.