Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 15
LISTAP Bjarni Þórarinsson sýnir í Gallerí Borg: Sturladi elskhuginn — og aðrar tjáningarríkar olíumyndir „Ég verð nú að játa það að mörg þessara verka sem ég sýni hér eru sjálfum mér ráðgáta," segir Bjarni Þórarinsson myndlistamaður sem opnar sýningu á 17 olíumálverkum í dag kl. 17.00 að Gallerí Borg. „Þó finnst mér nauðsynlegt að rýna að- eins í þau til þess að ég geti gert mér betur grein fyrir því hvað þetta er. En svo ég víki fyrst að tilurð þess- ara mynda og mínu myndlistarlega uppeldi þá er það fyrst og fremst conceptlistin eða hugmyndalistin sem égtel að hafi verið býsna góður skóli. Eg kem inn í síðconcepttíma- bilið á íslandi, Súmmararnir höfðu verið þarna á undan, en síðan stofn- uðum við Galleríið að Suðurgötu 7. Hvað mig varðar má svo segja að verði algjör stökkbreyting kringum 1980, þá fór ég að verða var við löngun mína til að mála. Því mað- ur tekur til þess hve ópersónuleg hugmyndalistin er. Persónuleiki listamannsins kemst ekki alls kostar að. Það kvað svo rammt að þessu að menn voru farnir að villast á mynd- um eftir höfunda. Þetta fór svolítið í skapið á mér. Þegar þessi stökkbreyting verður hjá mér í kringum 1980 er stutt í það að fari að bera á þessu svokallaða nýja málverki. Hluti af menntun myndlistarmanns í dag er að hafa yfirsýn yfir þá strauma og stefnur sem gengið hafa yfir á undanförn- um áratugum, ekki síst til að koma í veg fyrir endurtekningar." — Vardslu semsé fyrir talsuardum áhrifum frá nýja málverkinu? „Það má segja að það hafi kveikt verulega í mér, þótt ég telji mig alls ekki vera neinn talsmann þessa er- lenda fyrirbæris. Mín málverk eru jafnframt sjálfsprottin málverk, ég get ekki sagt ég hafi hlotið neina skólun í því, þarf að minnsta kosti ekki að berjast við ofskólun. Ég vona að mér hafi tekist að þróa minn persónulega stíl, en um það er náttúriega annarra að dæma.“ — Hvada fyrirbœri eru þad sem leika stœrstu hlutverkin í myndum þínum? „Ætli kreppan gegni þar ekki stærstu hlutverki. Það má segja að myndir mínar endurspegli hugarfar listamannsins á krepputíma, bæði inn á við og út á við. Uppistaðan í sýningunni er eiginlega tvíhliða. Annars vegar er það ytri heimurinn sem er fyrst og fremst hugleiðing um kjarnorkuumræðuna, stöðu mannsins og hvert hann er kominn í vígbúnaðinum. Ég hef tekist á við þetta vandamál og úmbreytt því yfir í myndlist, til dæmis í myndinni Homo Nucleus, sem er eins konar uppdiktaðar samnefnari fyrir allt mannkynið. í öðrum myndum tek ég svo fyrir ógnarjafnvægi risaveldanna tveggja og færi það svona í skáldlegan bún- ing; þar vinn ég beiníínis út frá þess- ari svart-hvítu heimsmynd sem þau hafa lagt grundvöllinn að. Og eitt er víst að kjarnorkusveppurinn er eitraðastur allra sveppategunda. Þarna legg ég mitt af mörkum til pólitískrar umræðu. Þetta eru heimsádeilur. Ég er ekki sérlega gef- inn fyrir fílabeinsturnmyndir. Ég vil gjarnan tengja mína list við hrær- ingar í heimsmyndinni hverju sinni." — Aörar tegundir heimsádeilna? „Jú, mér finnst að persónuleiki mannsins sé svo mikið á undan- haldi. Ef menn sjá ofsjónum yfir tækniframförunum er hætta á ferð- um. I minni myndlist er talsvert um andóf gegn því að maðurinn týni sér í tækninni." — Hvad viltu segja um persónu- legri myndirnar á sýningunni, kreppuna inn á viö? „Ja, þær eru sumar talsvert inn- hverfar, persónuleg útrás sem á sér persónulegar skýringar og brýst þarna út á myndfletinum, þetta er einhver innri kreppa. Sumar af þess- um myndum eru semsé sjálfum mér mikil ráðgáta. Þannig er það oft þegar undirmeðvitundin tekur til sinna ráða. ..“ — Þá málar mikiö konur. . . „Já, sumpart stafar það sjálfsagt af því að ég tek kvenfrelsisbaráttuna mjög alvarlega. Sumar myndir mín- ar eru beinlínis óður til hennar. Hún hefur jafnframt valdið byltingu sem skellur á karlmenn, þeir verða að endurmeta flesta hluti í ljósi hennar. Það er oft og tíðum sársaukafullt en ég reyni mitt besta. Sjáðu t.d. Sturl- aöa elskhugann! Af myndum mínum má sjá að að- stæður bæði í einkalífi og opinberu Bjarni Þórarinsson við verk sem hann nefnir Friðdísi. lífi hafa mótað mig, eins og allt ann- að fólk. Hvað eru menn svo alltaf að tala um frelsi? Að mínu mati er ekki til neitt frelsi, heldur einungis mis- munandi svigrúm, mismunandi sjálfræði." — Geturöu búiö til einhvern sam- nefnara í oröum fyrir þessa sýningu þína? „Ja — þetta er sisona — svolítill söngvaseiður inn í tæknikrataþjóð- félagið," segir Bjarni Þórarinsson. „Sú list sem er söm við sig rís hæst — þar sem ekki er verið að fara í launkofa með hlutina." JS Nemendaleikhúsid sýnir nýtt verk eftir Nínu Björk Árnadóttur, Fugl sem flaug á snúru Hvernig vid ræktum ástina ... Allir þeir sem eru hræddir við að rækta ástina ættu að flykkjast í Lindarbæ frá og með nk. þriðjudegi 7. maí og sjá þar uppfærslu Nem- endaleikhússins á flunkunýju verki eftir Nínu Björk Arnadóttur sem hún skrifaði sérstaklega fyrir það. Það ber heitið Fugl sem flaug á snúru og það er Hallmar Sigurösson sem leikstýrir. Verkið fjallar um fólk sem finnur ástina sem það er hrætt við að rækta og finnur hana í „Ung- um manni með rós“ sem hefur kast- að nafni sínu og fortíð og neitar að þrífast við þær aðstæður sem eru. Þar er líka á ferðinni „Sá vísi“ sem ræktar ástina á þann einfalda hátt sem virkar broslega. Áhrofandan- um er látið eftir að ákveða með sjálfum sér hvort „Ungur maður með rós“ er tákn eða lifandi. í anda Nínu Bjarkar fléttast nútíð og fortíð saman í verkinu, þar skiptast á raun- sæjar senur og táknrænar og ljóð og setningar tengja atriðin þar sem við á. En að lokinni frumsýningu á þriðjudagskvöld rennur upp stór stund í lífi þeirra átta ungmenna sem uppfæra hana: þá útskrifast þau sem leikarar úr LÍ eftir fjögurra ára nám. Þetta eru þau Alda Arnardótt- ir, Baröi Guömundsson, Einar Jón Briem, Jakob Þór Einarsson, Kol- brún Erna Pétursdóttir, Rósa Guöný Þórsdóttir, Þór Tulinius og Þröstur Leó Gunnarsson. Síðasta námsárið í LÍ felst í því að nemendur setja upp þrjár sýningar sem í þessu tilfelli voru Grœnfjöör- ungur eftir Carlo Gozzi, Draumur á Jónsmessunótt Shakespeares sem þau settu upp með LR og svo nú Fugl sem flaug á snúru. Sýningin í Iðnó markaði tímamót að því leyti að þar starfa saman atvinnuleikarar og leiklistarskólanema á jafnréttis- grundvelli. Sú sýning hefur gengið fyrir fullu húsi síðan í lok febrúar og þvi má segja að þessi bekkur sem nú útskrifast úr LÍ hafi fengið mun meiri sviðsreynslu en áður hefur tíðkast með nemendur skólans. En hvaða væntingar skyldu þessir ungu leikarar pkkar hafa? HP spjall- aði við þá Baröa Guömundsson sem leikur „Þann vísa" og Þór Tulin- ius sem fer með hlutverk „Ungs manns með rós“ í verki Nínu Bjark- ar. „Leikhúsþróunin í Reykjavík, a.m.k. í vetur, gefur tilefni til bjart- sýni, samanber frábærar sýningar Alþýðuleikhússins og Egg-leikhúss- ins, og sýnir að margt er hægt að gera hafi maður frumkvæði og metnað," svarar Þór. „Já, það er gott að vita til þess, maður getur víst ekki búist við að atvinnuleikhúsin beinlínis bíði eftir manni," bætir Barði við. „Annars upplifir maður sig ennþá sem hluta af heild, finnst t.d. asna- legt að koma fram i pressunni sem einstaklingur," segir Þór. „Það verð- ur óneitanlega leiðinlegt þegar þessu hópur sundrast." „En við erum samt eitilhressir, og til í hvað sem er!“ segir Barði. „Er það ekki annars, Þór?“ „Jú,“ segir Þór, „en hvernig sem manni á svo eftir að ganga að fá hlutverk í leik'núsunum, verður maður að gæta þess að halda sjálf- um sér við efnið, halda sér í þjálfun. Og gera í því sjálfur að útvega sér verkefni. Menn gleymast fljótt ef þeir láta ekkert heyra í sér. En ég kvíði engu.“ Frá vinstri: Ungur maður með rós (Þór Tulinius), Möppumaður (Einar Jón Briem) og Sá v(si (Barði Guðmundsson) f sýningu Nemendaleikhússins á Fugl sem flaug á snúru. — Hefur vinnan viö Fugl sem flaug á snúru dýpkaö skilningykkar á ástinni? „Já, ég býst við því, þetta er af- skaplega gefandi texti," segir Þór. „Ég er alveg sammála því sem þar kemur fram að það þurfi að rækta ástina, þetta er spurning um að þora að elska; allt hefst með því. En vandamálið er að fólk vill oft ekki verða fyrra til, er hrætt við að blotta sig og tapa. Þetta hefst ekki fyrr en fólk tekur sig saman og treystir hvert öðru. Þetta verk fjallar um kærleik almennt í mannlegum sam- skiptum." — Hvaö er svona sérstakt viö „Ungan mann meö rós"? „Ást hans einangrast ekki við eina manneskju," segir Þór. „Slíkt finnst honum rangt. Þeir sem elska hann særa sig á honum; hann særir, ekki þau.“ „Það er eitthvað í fari hans sem þau sakna,“ segir Barði. „Sá vísi telur sig vera búinn að finna ástina, en hann er miklu jarðbundnari. Vill að menn lifi samkvæmt normum þótt hann taki ekki þátt í stressinu eins og hinir. Fólk ætti mjög auð- veldlega að geta séð sig í þessum persónum. Þetta er einfalt verk, engu er ofaukið, allt er jafn mikil- vægt. Það er ekki hægt að sleppa neinu." „Já, efni verksins kemur öllum við,“ segir Þór. „Til dæmis það hvernig persónurnar berjast gegn leiðinlegum samskiptamynstrum sem há þeim og reyna að sigrast á þeim.“ — JS. HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.