Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elfn Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Ásdfs Bragadóttir Ritstjórn og augiýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, slmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Flokkarnir læsast um blöðin Mikið umrót er í íslenskum dagblaðaheimi þessa dagana. NT-ævintýrinu er lokið með fjöldauppsögnum á báða bóga og fremstur í útgönguliðinu er ritstjórinn sjálfur, Magnús Ólafsson. Pólitískur þrýstingur er á Össur Skarphéðinsson, rit- stjóra Þjóðviljans, fyrir sjálf- stæð skrif hans um verkalýðs- hreyfinguna. Ritstjóri Alþýðu- blaðsins, Guðmundur Árni Stefánsson, hefur sagt upp störfum og enn er óráðið hver kemur í hans stað eða hver fram- tíð Alþýðublaðsins verður, því að formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hef- ur gefið það í skyn að leggja beri blaðið niður. Að öllu samanlögðu er hér um athyglisverða þróun að ræða. Dagblöðin hafa undan- farinn áratug þokast hægt og sígandi frá flokkslínunni, breyst úr steinrunnum málgögnum í hlutlæg fréttablöð, þótt flokks- liturinn hafi aldrei horfið alveg. í kjölfar þessarar þróunar hefur starfið innan Blaðamannafé- lags íslands einnig dafnað, og menn eru farnir að taka fagið fram yfir flokkslínuna. Það er þess vegna sorglegt að horfa upp á hina köldu hönd flokk- anna læsast aftur um dagblöð- in. Augu flestra fjölmiðlanna beinast einkum að NT. Þegar þessari virðingarverðu tilraun var hleypt af stokkunum fyrir rúmu ári, lá byltingarkennd hugsun að baki. Magnús Ólafs- son, Sigurður Skagfjörð og fleiri eru allt ungir menn sem höfðu hug á að breyta stöðn- uðu og dauðu framsóknarblaði í lifandi og sjálfstæðan miðil. Að vísu tókst þeim það aldrei fullkomlega, einfaldlega vegna þess að flokkurinn vildi ekki sleppa hendinni gersamlega af flokksmálgagninu og fjárhags- lega þurfti blaðið bakhjall í samvinnuhreyfingunni. öll þessi sjónarmið sameinuðu NT-menn í leiðarahaus undir slagorðinu „Málsvari frjáls- lyndis, samvinnu og félags- hyggju." Fyrsta útgáfumisserið var frísklegt; á blaðið réðust úrvals- menn og hugur var í blaðinu, þótt það næði aldrei söluvæn- legum prófíl. Hins vegar var ekki nógu vel staðið að rekstrar- hliðinni, og hvorki gerðar nauð- synlegar fjárhagsáætlanir, út- tekt á vörunni NT né markaði fyrir hana. Þegar syrta tók í ál- inn fjárhagslega, smáhrundi sú lína sem Magnús Ólafsson rit- stjóri reyndi að marka í upphafi, og loks var svo komið að hinni virðingarverðu tilraun hans voru settir afarkostir sem hann gat ekki sætt sig við. Nú er við- búið að blaðið skreppi saman á nýjan leik í lítið SlS- og Fram- sóknarblað, og íslenskur fjöl- miðlaheimur verði einu frjálsu fréttablaði fátækari. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR íslenska kvikmynda- ævintýriö er rétt ad byrja Sá sem þetta ritar á þad sameigin- legt meö þeim fimm ágœtu kvik- myndaleikstjórum sem viðrudu skoðanir sínar um áthlutanir Kvik- myndasjóðs í Helgarpóstinum þann 11. apríl sl., að vilja veg íslenskrar kvikmyndagerðar sem mestan. En ég finn mig knúinn til að gera at- hugasemdir við þau ummœli Hrafns Gunnlaugssonar að tslenska kvikmyndaœvintýrið sé liðið. Allt frá því útséð varð um að mynd Hrafns, „Hrafninn flýgur'1, fengi ekki nema brot af þeirri að- sókn sem nauðsynleg var til að ná uppí kostnað, hefur Hrafn leikið hlutverk píslarvottsins. Hann hefur margfaldlega lýst því yfir að hann sé algerlega hættur að gera kvik- myndir því aðstæður hér á landi bjóði ekki uppá það. M.a. hefur hann kvartað undan skilningsleysi stjórnvalda á fjárþörf Kvikmynda- sjóðs og reynt að koma sökinni á óförum myndar sinnar að hluta á Kvikmyndaeftirlitið sem bannaði myndina innan tólf ára aldurs. Öll stóru orðin verður hann nú að éta ofaní sig, því nýlega barst honum 650 þúsund króna styrkur frá Kvik- myndasjóði til að vinna handrit og undirbúningsvinnu að næsta verk- efni sínu, „Tristan og ísold". Það verða að teljast gleðileg tíðindi að Hrafni skuli hafa „snúist hugur" því hann er slyngur kvikmyndagerðar- maður og nógu ungur til að vera rétt að byrja í stað þess að vera aö hætta. Eg hygg að það hafi aldrei verið ætl- un hans. Hann og aðrir alvöru kvik- myndagerðarmenn vita það ósköp vel að það er einfaldlega ekki hægt, þetta er bara eitt af því sem verður að gera. Um tilganginn að baki hinum stóryrtu yfirlýsingum Hrafns skal ég ekki fjölyrða, en hverju hafa þær áorkað? Það kæmi mér ekki á óvart að þær hefðu, ásamt ýmsu öðru, orðið þess valdandi að draga úr áhuga almennings á íslenskum kvikmyndum. Þær eru óneitanlega afar slæmt „PR“ þegar íslenskt bíó þarf einmitt á jákvæðri umfjöllun að halda. Lítum á hvernig hann rökstyður andlát kvikmyndaævintýrisins á ís- landi. Hann segir í viðtalinu við HP að „mynd sem menn höfðu reiknað með að yrði gróðalind, „Hvitir máv- ar“, virðist eiga erfitt uppdráttar". Spurningin er: Hverjir voru það sem reiknuðu með „Hvítum máv- um“ sem gróðalind? Jú, sjálfsagt hafa aðstandendur myndarinnar og ýmsir sem góðu eru vanir frá Stuð- mannagenginu búist við að þeir myndu kannski endurtaka leikinn frá „Með allt á hreinu". Flest virðist þó benda til þess að svo verði ekki. Hversvegna? Það er of ódýrt að skella skuldinni á misvitra gagnrýn- endur. Hinn endanlegi dómur er dómur áhorfenda og myndin virðist einfaldlega hafa spurst illa út: Það ætti að vera meginregla hvers kvik- myndagerðarmanns sem stendur frammi fyrir því að mynd hans hefur fallið að leita orsakanna hjá sjálfum sér en ekki einhverju fólki útí bæ. Sú tíð er algerlega liðin að íslendingar sæki innlenda bíómynd af jjjóðern- isástæðunni einni saman. lslenskar bíómyndir eiga nú í harðri sam- keppni við vandaðasta afþreyingar- iðnað í heimi, þ.e.a.s. þann banda- ríska og breska, en til að standast þá samkeppni er frumskilyrði að menn viðurkenni þessa staðreynd og hagi gjörðum sínum í samræmi við hana. Þegar þróunin hefur orðið sú að flestar íslenskar myndir kolfalla í að- sókn er virkileg þörf á því að menn velti fyrir sér hvað sé að gerast. Af- hverju tekst íslenskum kvikmynda- gerðarmönnum ekki að höfða til nægilegs fjölda fólks? Orsakanna er örugglega að leita hjá þeim sem gera myndirnar en ekki hjá þeim sem horfa á þær. Menn verða að þora að horfast í augu við eigin mis- tök. Og umfram allt; barlómnum verður að linna. Ég er bjartsýnn á framtíð íslensks bíós. Fólk hefur sýnt að það vill ís- lenskar kvikmyndir en það gerir lika miklar kröfur. Handrit mynd- anna hafa æði oft verið veikasti hlekkurinn og þessvegna er ánægjulegt til þess að vita að nú hef- ur Kvikmyndasjóður í fyrsta sinn veitt verulegar upphæðir í handrits- styrki til nokkurs hóps manna. Þetta fólk er nú í ágætri aðstöðu til að vanda til handritsgerðar og þar með að stuðla að betri kvikmyndum. Varðandi þátt ríkisvaldsins í kvik- myndagerð væri óskandi að það færi að lögum. Það er bæði rökrétt og sjálfsagt að söluskattur af kvik- myndasýningum renni óskertur til að styðja vöxt og viðgang kvik- myndagerðar í landinu. En jafn- framt ætti að ýta sem allra mest undir það að kvikmyndagerðar- menn geti athafnað sig án háipar Kvikmyndasjóðs, m.a. með skatta- ívilnunum til þeirra sem áhuga hafa á fjárfestingum í iðngreininni. Nei Hrafn, íslenska kvikmynda-' ævintýrið er ekki liðið, það er þvert á móti rétt að byrja. En bölsýni get- ur ekki kallast gott veganesti. Málið er að takast á við vandamálin og sigrast á þeim, í stað þess að bera raunir sínar á torg. Þrátt fyrir að hver myndin á fætur annarri hafi ekki hlotið náð fyrir augum almennings á undanförnum misserum, felst lausnin ekki í því að örvænta heldur í að búa til betri kvikmyndir. Auðvitað munu menn áfram þurfa að taka áhættu. En þeir sem aldrei taka áhættu ná heídur aldrei neinum árangri. Að standa og falla með gerðum sínum, um það snýst málið. Asgrímur Sverrisson ritstjóri kvikmyndablaðsins Myndmáls. HÚSAVIÐGERÐIR Þakklæðningar, utanhússklæðningar. Framlengjum þök yfir steyptar þakrennur. Klæðum steyptar þak- rennur. Múrviðgerðir, sprunguviðgerðir. Ýmislegt fleira. Erum með eigin vinnupalla. Uppl. i simum 13847(v) og 23097 (h). ★★★ RAGNAR V. SIGURÐSSON Ályktun frá þingflokki Bandalags jafnaðarmanna í Helgarpóstinum fimmtudaginn 18. apríl er enn ein staðfesting þeirr- ar siðlausu misnotkunar stjórn- málamanna á trúnaði kjósenda, sem einkennir það bananalýðveldi sem landið er orðið. Ofan á bílafríðindi njóta topparnir margfaldra lífeyrisgreiðslna úr öllu samræmi við kjör annarra laun- þega. Hvers vegna þögðu fulltrúar kerfisflokkanna um lífeyrissvindlið þegar þeir fordæmdu bankaráðin sín vegna bílafríðindanna? Hverja ætlar Alþýðuflokkurinn að reka vegna þessa máls? Það er engin tilviljun að þing- menn og flokksbroddar hafa hreiðr- að um sig í þessum embættum og það er heldur engin tilviljun að kerf- isflokkarnir þegja. Þeir eru allir sek- ir. Það er ekki til neins að skella skuldinni á menn úti í bæ, sökin er Alþingis en þingmenn hafa notað aðstöðu sína og trúnað kjósenda til þess að skapa sér þægilegar aðstæð- ur að hverfa að þegar kjósendur hafna þeim. Það er ekki til neins að skipta um menn. Þjóðin verður að kalla kerf- isflokkana til ábyrgðar og taka af þeim það andstyggilega leikfang sem þeir hafa gert sér úr stjórnkerf- inu. Frá þingmönnum Bandalags jafnaðarmanna LAUSN Á SPILAÞRAUT S- H K-G-8-5 T G-10-9-4 L G-10-8-2 S Á-K-D-9-3 S G-7-6-2 H - H D-9-6-4-3-2 T Á-K T 5 L Á-K-D-5-4-3 L 9-6 S 10-8-5-4 H Á-10-7 T D-8-7-6-3-2 L 7 Lausn a. Eftir að hin slæma tromplega kom í ljós, á vestur að spila tígulásnum og kasta laufi. Síðan lætur hann lít- ið lauf. Trompar næsta lauf með gosanum. Tekur trompin og svín- ar níunni. Þetta er til öryggis, ef trompin fimm væru á sömu hendi. Lausn b. Nú er suður tryggur gagnvart legunni, fjórir — enginn í laufi. Hann kastar laufi eins og áður og trompar með gosanum. Ert þú að ieita að hillum í stofuna, barnaherbergið, geymsluna, lagerinn eða verslunina? Þetta er lausnin. FURUHILLUR IOPIÐI MÁN.-FIM. 9-18 FÖSTUDAGA 9-19 LAUGARDAGA 10-17 Dalshrauni 13 S. 54171 sunnudaga 1317 MYNDIN Ef þér leiðist! Líttu þá inn hjá okkur, það er stöðug blómasýning alla daga. Opið til kl. 9 öll kvöld. Græna höndin Gróðrarstöð við Hagkaop, Skeifoiini, súni 82895. wrm'/.iinwiin 10 HELGARPÓSTURINN UÉháiilMklttll

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.