Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 3
Nfi SJÓNARMIÐ segir á hreinskilinn hátt frá lyfjanotkun sinni í þeim tilgangi aó ná betri árangri í lyftingum. Sjónarmiöin skiptast í tvö horn. Sumir fagna því að umræöan skuli hafa verió opnuð, og hafa á orði að með þessu viðtali hafi Stefán sýnt mikinn kjark. Aórir segja aó meó þessu sé verió að sverta íþróttahreyfinguna í heild sinni. Helgarpósturinn leitaói til nokkurra aðila vegna þessa máls og bað um álit þeirra á hispurslausri frásögn Stefáns. — Stefán segist ekki hafa orðið var við afleióingar lyfja- notkunarinnar fyrr en eftir töluverðan tíma, en hann not- aði lyf í tæp þrjú ár. ,,Nú er fjöldinn allur af mönnum búinn að æfa í mörg ár. Ég hef æft í 8 ár og mér líð- ur mjög vel. Guðmundur Sig- urósson hefur verið að bráð- um í 20 ár og ég get ekki séð aó það _sé neitt að honum, og Skúli Óskarsson. Þetta eru menn sem hafa náð árangri. Náttúrlega er einn og einn maður sem reynir að ná ár- angri eftir einhverjum leiðum sem honum þykja þess veróar. En eru þær þaó? — Hefur þú orðió var við notkun hormónalyfja? „Núna, eftir greinina í Helgarpóstinum sem þú ert að segja mér frá." —■ Annars staðar? „Éghefheyrt sögusagnir. En það er staðreynd að þessi lyf eru í notkun á íslandi, eftir því sem Stefán segir." — Veistu önnur dæmi? „Ég veit það ekki fyrir víst. En mig skiptir engu máli hvort menn setja í sig eina og eina töflu, haldi framhjá konu sinni eða reyki hass. Það kemur mér ekki við." — Hvert er þitt álit á hor- mónalyfjum? „Það er augljóst að það er ekki hægt að koma í veg fyrir að lyf séu notuð. Skynsamleg- ast væri að leyfa þau eða hætta framleiðslunni á þeim." — Kemur til greina að leyfa þau? „Undir eftirliti lækna. Frekar en að hafa þetta eins og það er núrta; þessi maður var næstum búinn að drepa sig á hormóna- lyfjum. Væri ekki betra að sá sem vildi á annað borð, gæti fengið þessi lyf með löglegum hætti og í þeim skömmtum sem ráðlegt væri að taka þau samkvæmt læknisráói?" Páll Eiríksson læknir: Hef verió beóinn um að útvega hormónalyf ,,Ég verð að segja að mér finnst gott að einhver skuli þora að viðurkenna að notkun hormónalyfja eigi sér stað. Menn hafa haldið því fram að svo væri ekki, en ég veit ósköp vel að það er ekki rétt. Eins og ég skrifaði í bækling íþrótta- sambandsins um þessi lyf og notkun þeirra, hefur verió leit- að til mín og ég beðinn um að útvega hormónalyf, og það fyrst fyrir mörgum árum." — Þú hefur ekki gert það? „Nei, það hefði mér aldrei dottið í hug, enda er mér skað- semi þessara lyfja ljós. Öll truflun og inngrip í hormóna- starfsemi líkamans eru stór- hættuleg. Þaö má nefna mörg dæmi þess." — Geta menn látið lífið vegna ofnotkunar hormóna- lyfja? ,,Já, því miður. Að vísu er erf- itt að sanna það, en sterkar lík- ur benda til þess." — Hefur þú sem læknir þurft aó fást vió eftirköst einstakl- inga vegna ofnotkunar hor- mónalyfja? ,,Ég hef starfað sem geð- læknir í tveimur löndum auk íslands; Danmörku og Noregi, og hef fengið einstaklinga í viðtöl sem hafa misnotað þessi lyf. Ég vil helst ekki gefa upp hvar þaó var." — Ér líkamleg heilsa ekki eingöngu í hættu, heldur and- leg líka? „Ekki síður. Með inntöku þessara lyfja eykst árásar- kennd, eins og Stefán lýsir í viðtalinu, ef ég man rétt, en jafnframt vantar stjórnina. Menn eru búnir að venja sig við eigin árásarkennd í 20 ár eða svo, og byrja síðan að taka lyf sem auka hana; þetta rugl- ar andlegt jafnvægi. Ýmsir þessara manna hafa lent í vandræðum þegar þeir neyta áfengis; þegar stjórnin verður enn minni." — Getur þú ímyndað þér hversu almenn notkun hor- mónalyfja er hér? „Ég hef ekki hugmynd um það, en vona aó hún sé lítil. Hins vegar legg ég áherslu á að um þessi mál sé fjallað af skynsemi en ekki í æsifrétta- stíl. Við getum aldrei komið í veg fyrir að reynt verði að svindla, hvort sem það er í íþróttum eða öðru. En vió get- um reynt að hmdra það með skynsamlegri fræðslu og stuðningi. Og þarna er hlut- verk þjálfara stórt." Alfreð Þorsteinsson formaður lyfjaeftirlits- nefndar ÍSI: Staðfestir nauðsyn lyfjaeftirlits „Frásögn Stefáns Sturlu staðfestir nauðsyn lyfjaeftirlits hérlendis, þrátt fyrir efasemd- ir ýmissa aðila. Frásögn hans er óvenju hispurslaus og hreinskilin, og verður vonandi öðrum íþróttamönnum víti til varnaðar. íþróttasamband Islands mun halda sínu striki varðandi lyfjaeftirlit, og treystir því aó almenningur og fjölmiðlar styðji ÍSÍ í þeirri viðleitni að halda þessum ófögnuði fyrir utan íslenskar íþróttir." — Telur þú að notkun hor- mónalyfja sé almenn? „íþróttasambandið hefur staðið að tvenns konar fyrir- byggjandi aógerðum. Annars vegar er útgáfa fræðslubækl- ings, sem m.a. inniheldur skrá yfir öll ólögleg lyf. Síðan eru fræðslufundir innan íþrótta- hreyfingarinnar, og loks er lyfjaeftirlitið fyrirbyggjandi aðgerð að því leyti til, að því er hægt að beita fyrirvaralaust hvenær sem er, og menn hljóta að hugsa sig um tvisvar áður en þeir nota ólögleg lyf, vit- andi að lyfjaeftirlitið getur far- ið fram hvenær sem er. Ég tel að þessir tveir þættir, fræðslu- starfsemi og lyfjaeftirlit, séu fyrirbyggjandi aðgerðir." — í viðtalinu kemur fram að bæklingi þessum hafi ein- göngu verió dreift í apótek. „Það er ekki rétt. Honum var m.a. dreift í apótek, en hann hefurfarið út til allra aöildarfé- laga íþróttasambands íslands og liggur frammi á skrifstofu þess. Þar geta allir nálgast hann." — Nú hefur verið bent á þaó, að samkvæmt reglum lyfjaeft- irlitsnefndar eigi að útiloka þá frá þátttöku í íþróttamótum, sem notað hafa hormónalyf. Hvaó hyggst nefndin gera? „Þetta hefur lyfjaeftirlits- nefndin ekki fjallaö um ennþá, en mun væntanlega gera það. Mál Stefáns er þó dálítió óvenjulegt, því að þetta bygg- ist á prófi eða aó maður mæti ekki til prófs." Var byltingarstemmning? Guðmundur Þ. Jónsson, aðalræðumaður 1. maí „Það er of djúpt í árinni tekið að það hafi ríkt byltingarástand á Lækjartorgi í gær. En stemmningin var engu að síður mikil að mínum dómi. Þarna kom fram mjög eindreginn vilji fjöldans til að herða róðurinn í kjarabaráttunni, og þá einkanlega í sam- bandi við kauptrygginguna." — Fannst þér of fáir mæta? „Nei, þvert á móti. Það var fjölmenni." — Færri en venjulega? „Nei, ég held ég geti sagt að þetta hafi verið með fjölmenn- ari 1. maí-fundum í mjög langan tíma." — Er þessi dagur fólki jafn hugleikinn og áður var? „Það er erfitt fyrir mig að dæma þar um. Þó má vel vera að hugur fólks til þessa dags hafi breyst eitthvað með árunum. Mér fyndist það ekki óeðlilegt. Ég gæti trúað því að fólk liti nú meira á 1. maí sem hátíðisdag en baráttudag eins og hann var upprunalega, svo og að tilfinningin til hans væri orðin önnur en áður. Hvað sem því líður er ég sannfærður um að dagurinn stendur ennþá fyrir sínu. Inntak hans hefur ekkert breyst í sjálfu sér. Kröfurnar eru enn á lofti og svo verður alltaf." — Telurðu að hátíðahöldin þurfi einhverrar endur- skoðunar við, til dæmis breytinga í takt við tímann? „Umgjörð þessa dags hefur verið að breytast smám saman með árunum. Það átti að gera stóra breytingu á honum á sínum> tíma, þegar dagskráin var færð inn í Laugardalshöll vegna þess- arar árvissu hættu á kalsaveðri. Sú stóra breyting gafst illa. Þá kom vel í Ijós að fólk vill hafa útifund og göngu, hvernig svo sem veðurguðirnir láta. Hvað dagskránni sjálfri viðvíkur — ræðuhöldunum og öðru því sem við tekur þegar niður á torg er komið — vil ég segja að þar má sjálfsagt einhverju breyta. Heldur hafa ræðurnar styst með árunum. Það finnst mér til dæmis af hinu góða." — Þarf að poppa þetta eitthvað upp? „Nei, ég get ekki séð að popp geri 1. maí að meiri degi en hann er. Það var lítið popp að finna á Lækjartorgi í gær, en samt mættu þar fleiri en oftast áður. Og ástæðan var ekki bara góða veðrið, þótt það hafi vissulega hjálpað eitthvað, heldur tel ég að fólk hafi viljað sýna þarna samstöðu sína og eindrægni til að takast á við þá miklu kjarabaráttu sem þarf á næstunni til að ná fram mannsæmandi launum. Það sýndi sig í gær, að jafn alvarlegt ástand í kjaramálum og fólk á við að eiga í dag, þjappar því saman, eflir hug þess." — Þú tekur væntanlega ekki undir þá skoðun að vissrar íhaldssemi sé farið að gæta í 1. maí-hátíðahöld- unum! „Ég tek ekki undir það. Þótt sama formið hafi verið á dag- skránni lengi, þá er ekkert sem bendir til þess að það sé vont. Við höfum ekki fundið neitt annað form á þessu, þrátt fyrir leit. En allar ábendingar í því efni eru vissulega vel þegnar." I dag er fimmtudagurinn annar maí, sem gefur okkur að fyrsti maí, bar- áttudagur verkalýðsins, var haldinn hátíölegur ígær. Margmenni hlýddi á dagskrána á Lækjartorgi, þar sem fulltrúaráð verkalýðsfélaganna, Iðn- nemasambandið og BSRB héldu sinn fund. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssamtaka iðnverkafólks, var einn ræðumanna dagsins og við spyrjum hann hvort eðli þessa dags og inntak sé að breytast. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.