Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 14
A< t A T * J M£fT T-4 . .MWW'fcí-RÍ The Smiths Kjarngóð og markviss □ The Smlths - Meat is Murder LP + Kassetta + CD-diskur. Nýjasta Smithsplatan. Meat Is Murder, hefur fengið glæsilegar viðtökur hérlendis síðustu vikurnar. The Smiths hefur orðið umtalaðasta hljómsveitin í rokk- heiminum enda að mati gagnrýnenda sú athyglis- verðasta, sem komið hefur fram í langan tíma. „Fyrsta platan þeirra var góð en þessi er enn betri, meiri kraftur í tónlistinni, hljóðfæraleikur fjölbreyti- legri og textarnir jafnvel enn betri." Gunnlaugur Sigfússon - HP. „Kjarngóð og markviss." Pjóðviljinn. „Petta er verulega góð hljómsveit, og platan sú besta í langan tíma." Árni Daníel - NT. □ The Smiths - Shakespear’s Sister 12“45 Glænýtt frá þessum þægilegu ensku piltum. Aftur fáaniegt □ The Smiths - Hateful Of Hollow LP + kassetta □ - The Smiths LP + kassetta □ - How Soon Is Now 12"45 □ - William It Was Really Nothing 12"45 □ - Heaven Knows l’m Miserable Now 12“45 □ - What Difference Does It Make 12"45 □ -This Charming Man 12“45 □ - Hand In Glow 7"45 Nýjasta Gramm-útgáfan □ Hringurinn - Lárus Halldór Grímsson Fyrsta plata Larusar Grímssonar. Hún hefur að geyma tónlistrna úr kvikmyndinni Hringurinn. Hugljúf og heillandi synþesæsertónlist, sem fengið hefur lofsamlega umsögn gagnrýnenda. Nýjar og athyglisverðar plötur □ Art of Noise - Who's Afraid?/Close Up 12"45 o Cocteau Twins - Treasure - Aikea-Guinea 12"45 □ Einsturzende Neaubauten - Yu-Gung 12"45 □ Fat's Comet (K. Leblanc - Malcolm X) - Don t Forget That Beat 12"45 □ Jean Michel Jarre - Zoolook □ Jesus & Mary Chain - Never Understand 12"45 □ Killing Joke - Night Time □ Oku Onuora + AK7 - Pressure Drop (frábært reggae) □ Pat Metheney Group - Falcon And The Snowman- First Circle □ Prince - Purple Rain o Sex Pistols - Mmi Album (áður óútgefið efm) o This Mortal Coil - It'll End In Tears (m.a. sbngkona Cocteau) □ We Are The World □ Yello - Live/Claro Que Si/Solid Pleasure Eigum fyrirliggjandi úrval af alls konar tónlist: Blús, djass, „soul“, rokk, rokkabillý, „reggae“, afr- íku-popp o.s.frv.. Einnig bækur og blöð um tónlist og kvikmyndir Póstsendum samdægurs. gramm Laugavegi17 sími12040 SYNINGAR Árbæjarsafn er opið samkvæmt samkomulagi eins og veriö hefur. Upplýsingar eru veittar í síma 84412. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Málverkasýning stendur yfir í Ásmundarsal við Freyjugötu fram yfir helgi en þar á Eng- lendingurinn Raymond Cartewright verk sín. Salurinn er opinn daglega kl. 16 — 22 og um helgar kl. 14—22. Café Gestur Laugavegi28 Sýningar á málverkum Þorláks Kristinsson- ar er að finna á tveimur stöðum við Lauga- veginn, á Café Gesti og í Alþýðubankanum. Opið á venjulegum opnunartíma. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 í dag, fimmtudaginn 2. maí, opnar Bjarni Þórarinsson sýningu sína á olíumálverkum. Sýningin kemur til með að standa fram til 14. maí. Sjá nánar á síðum Listapóstsins í dag. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Stillur er yfirskrift sýningar Kristínar Þorkels- dóttur í Gallerí Langbrók. Á sýninguni eru 29 myndir, e.k. náttúrustemmningar. Galleríið er opið kl. 12—18 á virkum dögum og kl. 14—18 um helgar. Þetta er síðasta sýningar- helgi. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún „Konan í list Ásmundar Sveinssonar" nefn- ist næsta sýning sem er í deiglunni í téðum húsakynnum, og er ráögert að hún hefjist í lok maí. Kjarvalsstaðir viö Miklatún Teikningar, grafík, vefnaöur, verk unnin með blandaöri tækni: þetta er allt að finna í Aust- ursal og -gangi á sýningu FÍM stendur fyrir á Kjarvalsstöðum. Ennfremur sýna félagar úr Myndhöggvarafólaginu verk sín í Vestur- sal, gangi og á stéttinni útivið. Sýningarnar standa til 5. maí og eru opnar daglega kl. 14—22. Drífið ykkur bara! Listasafn Einars Jónssonar viö Njarðargötu Safnið er opið laugardaga og sunnudaga kl. 13:30—16, sem og garðurinn, sem hefur að geyma afsteypur af höggmyndum lista- mannsins. Heill heimur útaf fyrir sig! Listasafn ASl Grensásvegi 22 Tryggvi Ólafsson listamaður opnar sýningu sína á laugardaginn, 4. maí, í Listasafni ASÍ. Á sýningunni eru um 50 olíumálverk. í tilefni hennar verða til sölu litskyggnur af verkum Tryggva. Sýningarsalurinn veröur opinn daglega kl. 14—22. Sýningin stendur fram til 27. maí. Listasafn fslands við Suöurgötu Yfirlitssýningu á verkum Jóhannesar Jó- hannssonar listmálara er aö finna í Listasafni íslands. Verkin eru unnin í gvass, collage og vatnsliti. Þá er gull- og silfursmíði á sýning- unni. Safnið er opið kl. 13.30—16 á virkum dögum og k. 13.30—22 um helgar. Syningin stendur til 19. maí. Listamiðstöðin Hafnarstræti 22 Á laugardaginn kemur, 4. maí, mun Kristján Hall opna sýningu sína í Listamiöstööinni. Um 30 málverk verða á sýningunni. Við- fangsefni listamannsins að þessu sinni er ís- lensk náttúra. Sýningin veröur opin til 12. maí og verður opin daglega kl. 14—19. Listmunahúsið Lækjargötu 2 Laugardaginn 4. maí kl. 14 vérður opnuð í Listmunahúsinu sýning Sigrúnar Eldjárn. Á sýningunni verða teikningar og grafíkmynd- ir, unnar á þessu ári og því síðasta. Grafík- verkin eru unnin með þrenns konar tækni, þ.e. messótintu, sáldþrykki og koparstungu. Sigrún er meölimur í Gallerí Langbrók. Sýn- ingunni lýkur þann 19. maí. Listmunahúsið er opið mánud.—föstud. kl. 10—18 og um helgar kl. 14—18. Lokaö á mánudögum. Mokka Skólavörðustíg 3b „Grímur", Hallgrímur Helgason, opnar á morgun, föstudag 3. maí, sýningu sína á nýj- um veggmyndum á Mokkakaffi, máluðum um síöustu helgi og í hinni vikunni með olíu á pappír. Sýningin mun standa yfir í u.þ.b. 3 vikur. Norræna húsið I anddyri Norræna hússins stendur yfir sýn- ing á silfurmunum, verkum sænsku silfur- smiöanna Rosu Taikon og Bernd Janusch. Sýningunni lýkur þ. 12. maí. Nýiistasafnið Vatnsstíg 3b Rastelteikningar og grafíkverk eftir Þóru Sig- urðardóttur eru nú til sýnis í Nýlistasafninu. Sýningin er opin daglega; virka daga kl. 16—20 og um helgar kl. 14—20. Henni lýkur á sunnudagskvöld. Norræna húsið Nú stendur yfir sýning f kjallara Norræna hússins tengd stangaveiði. Það er Lands- samband stangaveiðifélaga sem stendur að sýningunni fram til 7. maí nk. Stofnun Árna Magnússonar Sýning á handritum í Árnagarði er opin á þriöjudögum, fimmtudögum og laugardög- um kl. 14-16. Þjóðminjasafnið við Hringbraut I Bogasal eru til sýnis Ijósmyndir Réturs Brynjólfssonar frá Reykjavik og nágrenni og lýsa athafnalffinu á árunum 1902—1915. Sýningin stendur til loka mánaðarins. Safn- iö er opiö á þriöjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. BÍÓIN ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg o léleg Nýja bíó Skammdegi ★★ Spennan dettur niður, því miður, þegar líöa tekur á myndina. Höfundum myndarinnar tekst ekki að blása nýju lífi í afkvæmið. Austurbæjarbíó Lögregluskólinn (Police Academy) Aulahúmorinn í farteskinu! Þá tekst Þetta með lagni. Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Leikur viö dauðann Deliverance Bandarísk. Leikstjóri: John Boorman. Leikar- ar Burt Reynolds, John Voight. Sjáið kyntrölliö uppá sitt besta. Jakk! Sýnd í sal 2 kl. 5, 7, 9 og 11. Ég fer í fríið. Endursýnd í sal 3 kl. 5, 9 og 11. Regnboginn Vígvellir (Killing Fields) ★★★ Bresk-bandarísk. Árg. 1984. Handrit: Bruce Robinson. Tónlist: Mike Oldfield. Kvik- myndataka: Chris Menges. Aðalhlutverk: Sam Waterston, Haing S. Ngor, John Malko- vich, Julian Sands, Craig T. Nelson. Innleg í heimsvaldastefnu stórveldanna og hvernig þjóðir mega sín einskis í því valda- brölti. Trompleikur í höndum aðalleikar- anna, nóló í aukahlutverkum. Sýnd kl. 5, 7:30 og 10. Feröin tii Indlands (A Passage to India) ★★★ Flottur bakgrunnur, góðir leiksprettir en asskoti er lopinn teygður. Sýnd kl. 3:05, 6:05 og 9:15. Huldumaðurinn (The Inside man) Sænsk-ensk. Árg. 1984. Leikstjóri: Tom Clegg. Aðalhlutverk: Dennis Hopper, Hardy Kruger, Gösta Edman, Cory Molder. Myndin gengur útá kapphlaup stórveldanna aö komast yfir nýjustu uppfinningu vísinda- manns nokkurs — kafbátaleitartæki. Sýnd k. 3, 5, 7, 9 og 11:15. Hvítir mávar ★★ Sýnd kl. 3:15, 5:15, 7:15, 9:15 og 11:15. The Bostonians ★ Kvikmyndaumfjöllun er að finna í Listapósti. Sýnd kl. 3, 6.30, 9 og 11.15. 48 Stundir 48 Hrs. Endursýnd um helgina, kl. 3:10, 5:10, 7:10, 9:10 og 11:10. Tónabíó Með lögguna ó hælunum La Carapate Frönsk. Leikstjóri: Gerard Ouary. Leikarar: Pierre Richard, Victor Lanoux. Fjallar um lögfræöing sem fær það verkefni að verja af- brotamann sem aftur notar sér kærkomið tækifæri útíæsar. Nauðugur viljugur dregst júristinn með óþokkanum út og suður.. . Þetta er grínmynd. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Háskólabíó CAL Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Pat O'Connor. Leikarar: Helen Mirren, John Lynch, Donald McCann, John Kavanch, Ray McAnally. Framleiðandi: Warner Bros. Sagan sem á aö gerast á írlandi, segir frá íra sem tekur þátt í hyrðjuverki sem felst í moröi. Hann verður ástfanginn af eigin- konu þess myrta. Hvernig fer Irinn að? Sýnd í dag, fimmtudag, kl. 5 og 9:15 og um helgina kl. 5, 7:05 og 9:15. Stjörnubfó Saga hermannsins A Soldiers Story Bandarísk. Árg. 1984. Framleiðendur: Norman Jewison, Ronald L. Schwary og Patrick Palmer. Handrit: Charles Fuller, gert eftir verðlaunaleikriti hans „A Soldier's Play". Leikstjóri: Norman Jewison. Kvik- myndun: Russell Boyd. Leikarar: Howard E. Rollins jr., Adolph Caesar, Art Evans o.fl. Myndin gerist árið 1944 í herstöð í Fort Neal, Louisiana. Liöþjálfi finnst látinn af skotsár- um. Lögmaður á vegum hersins er fenginn til að upplýsa morðið. Sýnd í A-sal, kl. 5, 7, 9 og 11. Hið illa er menn gjöra ★ The Evil That Men Do Lesið umfjöllun um myndina í Listapósti. Sýnd í B-sal, kl. 5 og 11. í fylgsnum hjartans (Places in the Heart) ★★★ Bandarísk.Árg. 1984. Kvikmyndataka: Nest- or Almendros. Framleiðandi: Arlene Dono- van. Handrit og leikstjórn: Robert Brenton (Kramer vs. Kramer, 1979; Still of the Night, 1981). Aðalhlutverk: Sally Field, Lindsay Crouse, Ed Harris, Amy Madigan, John Mal- kowith o.fl. Sýnd B-sal, kl. 3, 5 og 9. Bíóhöllin Næturklúbburinn The Cotton Club ★★★ Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit: Mario Puzo, William Kennedy og Francis Ford Coppola. Tónlist: John Barry. Framleiðandi: Robert Evans. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Aðalhlutverk: Richard Gere, Gregory Hines, Diane Lane, Lonette McKee, Bob Hoskins, James Remard, Nicolas Cage o.fl. Cotton Club er hrá og mögnuð mynd, hlaðin stemmningu og músík og fjallar meistaralega um eitt sérkennilegasta skeið Bandaríkjanna á þessari öld, þar sem lífsþorstinn, bjartsýnin og krafturinn var í forgrunni en lífsháskinn og eymdin ávallt skammt undan. Sjáið þessa mynd! Sýnd í sal 1, kl. 5, 7:30 og 10. 2010 ★★ Sýhd í sal 2, kl. 5, 7:30 og 10. Dauöasyndin (Deadly Blessing) Leikstjóri: Wes Craven. Aðalhlutverk: Maren Jensen, Susan Buckner, Ernest Borgninge, Sharon Stone. Spennu-þriller í þungavikt. Sýnd í sal 3, kl 5, 7, 9 og 11. Sagan endalausa (The Never Ending Story) Endursýnd í sal 4, kl. 5. Þrælfyndiö fólk (Funny Péople III) Gerð af James Uys. Sýnd í sal 4, kl. 7. Hot Dog' Sýnd í sal 4, kl. 9 og 11. Laugarásbíó Hitchcockhátfð fyrir sælkera. Vertigo ★★★★ Aöalhlutverk: James Stewart og Kim Novak. Sýnd í C-sal, kl. 9. Rope ★★★ Aöalhlutverk: James Stewart. Sýnd í C-sal kl. 5 og 7. Sextán ára (Sixteen Candles) Bandarísk. Árg. 1984. Handrit og leikstjórn: John Hughes (Mr. Mom og National Lampoon). Aðalhlutverk: Molly Ringwald, Paul Dooley, Anthony Michael Hall. Mynd um unglinga og handa unglingum. Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Dune Bandarísk. Árg. 1983. Framleiöandi Dino De Laurentiies. Handrit er byggt á vísindaskáld- sögu Frank Herbert. Leikstjóri: David Lynch. Aðalhlutverk: Max von Sydow, Jose Ferrer, Francesca Annis. Sýnd í B-sal, kl. 5, 7:30 og 10. TÓNLIST Austu rbæja ra b íó Laugardaginn 4. maí kl. 14 mun Tón- menntaskóli Reykjavíkur halda tónleika í Austurbæjarbíói. Á þessum tónleikum koma einkum fram yngir nemendur skólans meö einleiks- og samspilsatriði á ýmis hljóö- færi. Auk þess verða hópatriði úr forskóla- deild. Tónlistarskólinn í Reykjavík Skipholti 33 Laugardaginn 4. maí kl. 15 verða haldnir burtfarartónleikar úr söngdeild í sal Tónlist- arskólans í Reykjavík. Hrafnhildur Guð- mundsdóttir syngur einsöng. Anna Guðný Guömundsdóttir annast planóleik. Langholtskirkja Langi þig á kleinutónleika, drifðu þig þá I Langholtskirkju á laugardaginn, einhvern tímaá bilinu frá kl. 10—18. Það er Langholts- kirkjukórinn sem stendur á bak við tiltækið. Kaffið verður allan tímann rjúkandi. Bústaðakirkja Kammermúsíkklúbburinn stendur fyrir tón- leikum sunnudaginn 5. maí kl. 17. Sinn- hofer-strengjakvartettinn ætlar að brillera í Bústaðakirkju daginn þann. Norræna húsið Tvennir tónleikar verða haldnir í Norræna húsinu á sunnudaginn, 5. maí. Fyrri tónleik- arnir veröa á vegum Musica Nova og hefjast kl. 17. Síðari tónleikarnir verða nemendatón- leikar Söngskólans í Reykjavík og hefjast kl. 20:30. LEIKUST Leikfélag Akureyrar Kötturinn sem fór sínar leiðir eftir Ölaf Hauk Símonarson verður á fjölum Leikfélags Ak- ureyrar um helgina sem hér segir: í dag, fimmtudag, kl. 18og sunnudag kl. 15. Edith Piaf verður flutt á föstudag, laugardag og sunnudag kl. 20:30. VIÐBURÐIR Kvennahúsið Hótel Vík Á laugardaginn kemur, þann 4. maí, verður Guðný Gerður Guðmundsdóttir leiðsögu- maður okkar kvenna um miðbæinn og segir frá gömlum húsum þar. Látum sópa að 1 okkurl Klukkan eitt á laugardaginn. 14 HELGARPÖSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.