Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 9
Njósnari á ritstjóminni Eitt dæmi, ekki stórt en táknrænt að sögn, mun vera ráðning Jónasar Guðmundssonar blaðamanns. Samkvæmt samningi við blað- stjórn, en án samráðs við ritstjóra, var hann fenginn inn á blaðið til þess að sinna einkum hlutafjársöfnun. Hins vegar missti einn stjórnarmanna það út úr sér að í raun ætti Jónas að vera „augu og eyru blaðstjórnar". Jónas átti með öðrum orðum að vera eins konar njósnari fyrir blaðstjórnina og laun hans nálguðust þriggja stafa tölu. Fyrir þetta hefði NT getað ráðið 3—4 vana blaðamenn! Hins vegar munu skilaboð blaðstjórnar til Jónasar hafa verið svo óljós, að hann mun ekki hafa gert sér grein fyrir því að blað- stjórnin væri að gera hann út sem njósnara og um leið til höfuðs ritstjóra blaðsins. Enda stóð Jónas með ritstjórninni og var reyndar annar tveggja blaðamanna NT sem fyrstir sögðu upp vegna seinagangs í launagreiðsl- um. Þetta var dæmi um ótrúlega bíræfinn hugsunarhátt hjá stjórninni og vanmat henn- ar á Jónasi Guðmundssyni. Þar að auki telja menn að stjórnin hafi ekki gert sér grein fyrir því að hún væri að grípa fram fyrir hendurnar á ritstjóranum sjálfum með frek- legum hætti. Annað atriði, sem ekki er ómerkilegt að velta fyrir sér nú, er að blaðstjórn Nútímans hf. var frá og með deginum í gær umboðs- laus. Samkvæmt samþykktum hlutafélagsins bar að halda aðalfund í apríl. Þessi fundur var ekki haldinn og samkvæmt hlutafélaga- lögunum hefur enginn umboð til þess að stjórna í nafni hluthafa fyrr en hluthafafundur hefur verið haldinn. Þannig er NT ekki aðeins ritstjóralaust og blaðamannalaust, heldur einnig blaðstjórnarlaust blað. Ritstjórinn fráfarandi er valdamesti maðurinn á blaðinu. Raunar ber örvæntingin í aðgerðum blað- stjórnarinnar á þriðjudaginn þess merki að stjórnin hafi viljað rubba þessum leiðinda- verkum af fyrir mánaðamót, á meðan hún hafði umboð til verka, auk þess sem upp- sagnarfrestur miðast ávallt við mánaðamót. En lítum aðeins á málið í heild. Um hvað var deilt og hver er rót þessa ágreinings? Upphaf NT-deilunnar má rekja allt aftur til s.l. hausts, þegar prentaraverkfallið stóð. Þá var nánast kominn á samningur á milli Blaðaprentsblaðanna NT, Þjóðviljans og Al- þýðublaðsins annars vegar og prentara hins vegar. En Steingrímur forsætisráðherra kom í veg fyrir þá samninga vegna fordæmis- hræðslu. Þá var búið að leggja mikið fjár- magn í NT, sem hefði að öllu forfallalausu átt að byrja að skila árangri í desember. En verk- fallið og samningurinn, sem Haukur Ingi- bergsson (f.h. forsætisráðherra) felldi, eyði- lögðu þessar áætlanir. Þetta varð jafnframt upphafið að trúnaðarbresti á milli fram- sóknarmanna í ríkisstjórn og blaðsins. Steingrímur hringdi og reyndi að hafa áhrif á ritstjórann Ágreiningnum má skipta í tvennt: rekstrar- legan og faglegan. Annars vegar greindi menn á um sitthvað sem sneri að rekstri og útgáfutíma, manna- haldi og slíku. Hinsvegar stóð ágreiningur um NT sem blað frétta og upplýsinga eða blað flokks og flokksfrétta. Þótt engum dyldist að NT væri blað framsóknarmanna, þá fór Magnús rit- stjóri sínar eigin leiðir án þess að láta flokks- hramminn skelfa sig. Þetta gerði hann þótt hann fengi oft að sjá þennan hramm, og Steingrímur formaður og forsætisráðherra hringdistundumí hann til þess að fá kúrsinn leiðréttan. Hið síðarnefnda skipti mestu, þegar allt kom til alls. Ágreiningurinn um reksturinn hafði vissu- lega mikið að segja. Þannig reyndi blað- stjórnin til dæmis að fá Magnús Ólafsson rit- stjóra til þess að gangast inn á hugmyndir um „hagræðingu í rekstri", sem hann gat ekki sætt sig við, meðal annars vegna skorts á upplýsingum. Þess vegna gekk hann sjálfur í það að viða að sér nauðsynlegustu upplýs- ingum um reksturinn og kostnað deilda inn- an blaðsins, og var svo komið að ritstjórinn kunni rekstrardæmið betur en sjálf blað- stjórnin. Þannig reyndi oft á það að blað- stjórnin leitaði til Magnúsar ritstjóra um upp- lýsingar varðandi reksturinn. Þetta er nefnt sem dæmi um þá vitleysu sem rekstur blaðs- ins var kominn í, nefnilega að ritstjórinn væri orðinn að rekstrarstjóra. Síðastliðna fimm mánuði hefur rekstur NT verið í höndum blaðstjórnar. Þá var „tékkheftið tekið af Sigurði Skagfjörð" (fyrr- verandi framkvæmdastjóra). Á þeim tíma var óánægja með störf Sigurðar og mun Einar Birnir hafa „með frekju" staðið fyrir því að tékkheftið var tekið af Sigurði. Hins vegar er að koma betur í Ijós núna að Sigurð- ur hafi staðið sig vel í stykkinu en verið notað- ur sem blóraböggull. En ástandið batnaði ekki í höndum blað- stjórnar og þá fór blaðstjórnin þess á leit við ' Magnús ritstjóra að hann gerði tillögur um niðurskurð í rekstrinum um gífurlegar fjár- hæðir, u.þ.b. sex milljónir á ári á ristjórninni einni. Til Magnúsar var leitað vegna þess að hann þekkti reksturinn manna bezt. Magnús svaraði með upplýsingum um kostnað vegna rekstrarþátta, svo sem hvað það kostaði NT að halda úti erlendum fréttum og þar fram eftir götunum. Þessar upplýsingar notaði stjórnin ekki en krafði Magnús um tillögur. Á þessum fundi lenti Magnúsi og Einari Birni saman, einu sinni sem oftar, og gekk Magnús á dyr. Þessi stjórnarfundur var á ársafmæli NT, á föstudaginn í síðustu viku. Síðan gerist það að Magnús fær bréf með kröfum um tillögur að niðurskurði á ritstjórn. Sjálfur hafði Magnúst lýst yfir því, að það væri ekki í hans verkahring að skera niður, það væri hlutverk stjórnarinnar, og hann væri búinn að gera skyldu sína með því að afla og leggja fram upplýsingar um reksturinn. Þessa skoð- un sína ítrekaði hann í bréfi sem hann ritaði stjórninni á mánudag. Það væri ekki í hans verkahring að skera blaðamenn niður við trog. Það væri ekki ritstjórnarleg ákvörðun, heldur rekstrarleg. Þess vegna ætti stjórnin að gera sínar tillögur sjálf. Hann ætlaði sér ekki að vera ábyrgðarmaður á brottrekstri samstarfsmanna sinna. Á meðan á þessum bréfaskiptum stóð hafði Magnús skrifað uppsagnarbréf sitt, sem hann Iagði svo fram á þriðjudaginn var. Raunar var þetta ekki fyrsta uppsagnar- bréf Magnúsar vegna ágreinings við blað- stjórnina. Hann ritaði annað slíkt bréf í haust. Þá bað Hákon Sigurgrímsson hann um að draga það til baka, sem hann og gerði. SÍS auglýsti meira í Tímanum Magnús Ólafsson (sem á örstutt í doktors- nafnbót í hagfræði) mun hafa gert stjórn NT grein fyrir nokkrum grundvallaratriðum, þegar bera fór á ágreiningi um rekstur blaðs- ins. Hann gerði stjórninni grein fyrir því að hún yrði að vita hver rekstrargrundvöllur NT væri; forsenda þess að selja vöru væri að vita hvað kostaði að búa vöruna til, hverjum væri hægt að selja hana o.s.frv. Þetta var aldrei gert, og þess vegna vissi aldrei neinn af að- standendum blaðsins hvort takast myndi að selja þessa vöru. Og vegna skorts á þessum frumupplýsingum var rekstrinum haldið áfram óbreyttum í stað þess að NT aðlagaði sig markaðnum, þar sem blaðið gekk ekki alltof vel. Af þessum sökum voru ekki gerðar neinar stefnubreytingar. Til dæmis lagði Magnús Ólafsson áherzlu á það að NT yrði gert að síðdegisblaði, meðal annars vegna þess að það væri mun ódýrara. Því var ekki anzað. Um afstöðu Sambandsins til NT er það að segja, að Þorsteinn Ólafsson, fulltrúi SÍS í stjórninni, mætti á fáa fundi, sem sýnir að minnsta kosti svolítið áhugaleysi. Þó skal þess getið að Þorsteinn mætti á stjórnarfundi þegar ákveðið var að leggja niður mánu- dagsútgáfu NT, og var raunar manna harð- astur með þeirri tillögu, enda þótt talið sé að Einar Birnir hafi tekið ákvörðunina. Hvernig sem litið er á NT-málið er ljóst, að einhverjar breytingar þurfti að gera á rekstri blaðsins, þótt ekki séu allir á eitt sáttir um að eina leiðin hafi verið sú að reka 15 starfs- menn. Það sem blaðstjórnin gerði verður einnig að líta á í ljósi mjög harðrar og óvæginnar gagnrýni sem hún fékk á sig á nýliðnum mið- stjórnarfundi framsóknarmanna. Þar var rit- stjórnarstefna blaðsins gagnrýnd og blað- stjórnin kölluð til ábyrgðar. Spjótum var einnig beint að biaðstjórninni vegna fjár- mála NT. Til viðbótar sakar ekki að geta þess að blaðstjórnarmennirnir sjálfir hafa lagt út í persónulegar fjárskuldbindingar vegna blaðsins, auk framámanna í flokknum eins og Steingríms Hermannssonar, Halldórs Ásgrímssonar og aðstoðarmanns hans og forystumanns ungra framsóknarmanna, Finns Ingólfssonar, og velta menn m.a. fyrir sér, að með uppgjöri og breytingum á NT yfir í flokksblað í anda formannsins, muni flokkurinn koma framangreindum mönnum til fjárhagslegrar bjargar. Þessir menn áttu líka persónulegra hags- muna að gæta. En það áttu fleiri. Svo var um Svein nokk- urn Gamalíelsson, annan af innheimtu- mönnum NT. Þegar hlutafélagið Nútíminn var stofnað lagði Sveinn allt sitt sparifé, sem hann hafði safnað á langri ævi, í þetta nýja hlutafélag. í NT-uppgjörinu á þriðjudag var Sveinn einn af þeim sem fengu uppsagnar- bréf í hendur. Eftirmenn Magnúsar NT-ritstjóra: Guðmundur G og Ingvar nefndir Nú þegar Magnús Ólafsson hefur sagt upp störfum á dagblaöinu NT velta margir vöngum yfir hugsanlegum eftirmanni. Hér í Helgarpóst- inum höfum vió áður nefnt sem hugsanlega meðritst)óra Magnúsar Guðmund G. Þórarinsson, fyrrverandi alþingismann, og Ingvar Gísla- son alþingismann. Hvorugur þessara manna hefur hins vegar reynslu af venjulegri blaóamennsku, heldur hafa þeir nær einvörðungu fengizt vió pólitísk skrif. En nú eru fleiri nefndir til sögunnar. Þeir eru Helgi H. Jónsson, son- ur Jóns Helgasonar, fyrrverandi ritstjóra Tímans. Helgi var áóur fréttamaður á Útvarpinu. Annar ríkisfréttamaður hefur verió nefndur. Það er Helgi Pétursson hjá Útvarpinu, og enn aörir nefna Magnús Bjamfreðsson. Þá hefur nafn Hermanns Sveinbjömssonar, ritstjóra Dags, oft verið nefnt, en hann mun ekki hafa hug á því aö flytja suóur. Af ofangreindum mönnum er Helgi H. Jónsson talinn líklegastur og má í því sambandi nefna aö Helga Jónsdóttir (Skaftasonar yfirborgar- fógeta og fyrrverandi þingmanns Framsóknar í Reykjaneskjördæmi) er gift Helga og starfar í forsætisráðuneyti Steingríms Hermannssonar sem aóstoóarmaóur hans. Haukur Ingibergsson, einn af stjórnarmönnum Nútímans, sagói vió HP að verið væri að leita eftirmanns Magnúsar Ólafssonar og staófesti hann m.a., aó nöfn þeirra Guðmundar G. og Ingvars heföu verið nefnd. Hins vegar væru þeir fyrst og fremst stjórnmálamenn en ekki fréttamenn. Um aóra vildi hann lítt ræða, en taldi að ólíklegt væri aó hinir fjórir gætu tekiö ritstjórastarf að sér. Um NT-málió sagói Haukur að hér væri um að ræða fjárhagslegt dæmi. Stjórnrn,ál og deilur þar um kæmu ekki við sögu! BIIALEICA REYKJAVIK: AKUREYRl: BORGARNES: VÍOIGERDI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAU ÐÁRKRÓKUR: SIGLUFJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTADIR: VÓPN AFJÖRDU R: SEYDISFJÖRDUR: F/\SKKÚDSFJÖRDUR: HÖFN HORNAFIRDI 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent Ertu haettulegur f UMFi_o.iNNi án þess að vita það? Mörg lyf hafa svipuö áhrif og áfengi. Kynntu þér vel lyfiö sem þú notar. HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.