Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 19
SKOÐANAKONNUN HELGARPOSTSINS 2. Þorsteinn Pálsson Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, er sá íslenzkur stjórnmála- maður, sem kjósendur treysta bezt til að stjórna landinu. Þetta kemur fram í skoðana- könnun Helgarpóstsins, þar sem spurt var: Hvaða þingmanni eða ráðherra treystir þú bezt til að stjórna landinu? Jón Baldvin fékk flest atkvæði í fyrsta sæti af þremur, sem fólki var gefinn kostur á að raða í, hann fékk næstflest atkvæði samanlagt, en í heild hlaut hann flest stig. Fyrir atkvæði í fyrsta sæti fékk þingmaður eða ráðherra tvö stig, en fyr- ir atkvæði í annað eða þriðja sæti fékk við- komandi eitt stig. Á hæla Jóni Baldvin kom Þorsteinn Púls- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnmálaflokksins. Hann hlaut næstflest at- 1. Jón Baldvin Hannibalsson 3. Steingrímur Hermannsson ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og hlut- fallslega meira fylgis en þeir tveir flokksleið- togar, sem hafa verið nefndir. Sama má segja um Halldór Ásgrímsson, sem kemur mjög sterkur út úr þessari könnun almennt, burt- séð frá fyrirætlunum fólks í kosningum. Albert Gudmundsson nýtur aðallega fylgis sjálfstæðismanna, en næsti maður á eftir honum, Stefán Benediktsson, nýtur meira fylgis meðal þeirra sem ekki ætja að kjósa Bandalag jafnaðarmanna. Flokksfélagi hans Gudmundur Einarsson nýtur hins vegar nær jafnmikils fylgis þeirra sem ætla að kjósa BJ og þeirra sem það ætla ekki að gera. Geir Hallgrímsson fær fylgi sjálfstæðis- manna að mestu, Jóhanna Sigurdardóttir fær talsvert meira af Alþýðuflokksfyigi en frá Hverjum treysta íslendingar best til að stjórna Íslandi? JÓN\ BALDVIIM betur treyst en ÞORSTEIIMI kvæði í fyrsta sæti, eða 72 atkvæði á móti 78 atkvæðum Jóns Baldvins. Hann fékk samtals 122 atkvæði á móti 119 atkvæðum Jóns, en að stigum fékk hann 194 á móti 197 stigum Jóns Baldvins. í þriðja sæti lenti svo Steingrímur Her- mannsson með 54 atkvæði í fyrsta sæti, 94 atkvæði alls og 148 stig samanlagt. Að öðru leyti vísast í töfluna hér á síðunni með nöfnum þeirra 15 þingmanna og ráð- herra, sem fengu flest atkvæði og stig. Ef litið er nánar á þessa töflu kemur margt eftirtektarvert í ljós. Jón Baldvin Hannibals- son er formaður stjórnmálaflokks, sem sam- kvæmt skoðanakönnun HP í síðustu viku um fylgi flokkanna, nýtur fylgis 22,3% þjóðar- innar, en Þorsteinn Pálsson lendir rétt fyrir neðan hann, þrátt fyrir að fylgi Sjálfstæðis- flokksins sé rösklega 40% samkvæmt sömu skoðanakönnun. Af útreikningum sést greinilega, að Jón Baldvin nýtur hlutfalls- lega allnokkru meira fylgis fólks sem ekki ætlar að kjósa Alþýðuflokkinn, heldur en Þorsteinn nýtur utan raða fylgismanna Sjálf- stæðisflokksins. Hins vegar nýtur Steingrímur Hermanns- son mikils fylgis út fyrir raðir þeirra sem Umsjón Halldór Halldórsson Myndlr Jlm Smart Þeir sem njóta mests trausts Fjöldi atkvæða Stig 1. Jón Baldvin Hannibalsson 119 197 2. Þorsteinn Pálsson 122 194 3. Steingrímur Hermannsson 94 148 4. Albert Guðmundsson 64 98 5. Halldór Ásgrímsson 63 93 6. Svavar Gestsson 53 83 7. Sverrir Hermannsson 30 40 8. Stefán Benediktsson 30 38 9. Geir Hallgrímsson 28 38 10. Jóhanna Sigurðardóttir 20 24 11. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 20 24 12. Friðrik Sophusson 20 23 13. Guðmundur Einarsson 17 20 14. Kjartan Jóhannsson 15 20 15. Helgi Seljan 13 20 SKÝRING Fjöldi: Fjöldi þeirra einstaklinga sem tilgreina tiltekinn stjórnmálamann, þe. fjöldi atkvæöa. Stig: Stigin eru reiknuð þannig út, aö fyrir 1. sæti eru gefin tvö stig en fyrir 2. og 3. sæti er gefiö eitt stig fyrir hvort sæti. fólki sem ætlar að kjósa aðra tlokka og Sig- rídur Dúna Kristmundsdóttir fær örlitlu meira af Kvennalistafylgi en frá öðrum, Frid- rik Sophusson fær mestmegnis sjálfstæðis- fylgi, Kjartan Jóhannsson nær eingöngu kratafylgi, en atkvæðin á 15. manninn skipt- ast jafnt á milli kjósenda Alþýðubandalags- ins og annarra flokka. Vitaskuld er ýmsum annmörkum háð að leiða getum að því hvers vegna nákvæmlega þessar 15 manneskjur komust á listann yfir þá 15 þingmenn sem þjóðin treystir bezt til að stjórna landinu. Hins vegar segja nöfnin talsvert. Þarna eru t.d. formenn allra gömlu flokk- anna fjögurra, þ.e. Jón Baldvin, Þorsteinn Pálsson, Steingrímur Hermannsson og Svav- ar Gestsson. Allir hafa þeir verið mjög áber- andi í fjölmiðlum. Þá hefur Sigríður Dúna Kristmundsdóttir komið mikið fram í sjón- varpi fyrir hönd Kvennalistans og Guðmund- ur Einarsson fyrir hönd Bandalags jafnaðar- manna sem formaður þingflokks. Þá hafa ráðherrarnir á listanum allir verið talsvert fjölmiðlatíðir, eins og Sverrir Hermannsson, Geir Hallgrímsson, Albert Guðmundsson og Halldór Asgrímsson. Þarna eru tveir varafor- HELGARPÖSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.