Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 8
Helgarpósturinn segir söguna á bakvið uppgjörið á NT UPPGJÖR! FER GAMLI wmhm íHÖND? í fréttum af NT-málinu hefur verið sagt frá fjöldauppsögnum á blaðinu, bæði uppsögnum blaðstjórnarinnar og svo uppsögnum af hálfu blaðamanna, sem vilja þannig lýsa í fyrsta lagi yfir samstöðu með ritstjóranum Magnúsi Olafssyni, sem er mjög vinsæll meðal starfsmanna og í öðru lagi vantrausti á blaðstjórnina, svo vægt sé til orða tekið. Daginn eftir að Magnús tilkynnti starfsfólki sínu ákvörðunina um að hann væri hættur, var komið í ljós að nánast ekkert væri eftir af ritstjórn NT. Strax sama daginn byrjaði uppsagnarbréfum blaðamanna að rigna inn og daginn eftir, 1. maí, á degi verkalýðsins, létu flestir þeir, sem eftir voru, vita af þeirri ætlan sinni að segja upp. Þannig varð ljóst, að sá fréttastjórinn sem ekki var búinn að segja upp uppgjörsdaginn mikia, Gudmundur Hermunnsson, ætlaði að gera það strax að frídeginum loknum. Áður var Sverrir Albertsson búinn að segja upp. Þá eru tveir lykilmenn á ritstjórn ótaldir, þeir Baldur Kristjánsson, sem áður hefur verið orðaður við ritstjórastarf við hlið Magnúsar, og Jón Guöni Kristjánsson, sem er trúnaðarmaður blaðamanna. HP hefur fyrir því öruggar heimildir, að báðir muni þeir segja upp. Eftir situr á ritstjórn aðeins einn blaðamaður í innlendum fréttum. Það er Heiöur Helgadóttir. Þá heíur Atli Magnússon sem vinnur í helgarblaði NT ekki sagt upp, auk tveggja íþróttafréttamanna og tveggja kvenna sem hafa haft umsjón með efnisþáttum eins og kynningu á útvarps- og sjónvarpsdagskrám og erlendu léttmeti. Þá er Oddur Ólafsson innblaðsstjóri ónefndur. Eínn blaðamaður eftir! Eftir stendur að NT situr uppi ritstjóralaust með einn blaðamann! Nú kunna sumir að segja að uppsagnirnar komi ekki illa við blaðið strax vegna upp- sagnarfrests. En samkvæmt samtölum HP við nokkra lykilmenn á ritstjórn má fastlega gera ráð fyrir því að blaðamenn mæti seint og illa, vinni makindalega, komi þeir á ann- að borð, og valdi þannig miklum usla við vinnslu blaðsins. Þannig er engin vissa fyrir því að NT komi út á morgun. Takist að koma blaðinu út má búast við að það verði þunnur þrettándi sem Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, og stjórn Nú- tímans hafi í höndunum á sameiginlegum fundi sem Steingrímur hefur boðað til í fyrra- málið, á föstudagsmorgun, vegna málefna blaðsins. Til þessa fundar boðaði forsætisráðherra . Einn blaðamaður eftir á ritstjórn blaðsins . Steingrímur ósáttur við stefnu blaðsins — vill flokksblaö . Fjöldauppsagnirnar spara Nútímanum 6 milljónir á ári . Blaóstjórn sendi hálaunaðan njósnara inn á ritstjórnina eftir Halidór Halldórsson NT — lifandi blað! Pannig er áletrunin á sendiferðabíl sem fer oft um Síðumúlann í Reykjavík. I fyrradag stóð hann kyrrstæður fyrir utan aósetur dagblaðsins NT. Innandyra sat ritstjórnin og bjó til blaó næsta dags meó annarri hendinni. Efst í huga allra var undrun og svekkelsi yfir blaðstjórn NT og öðrum aóstandendum blaósins. Þennan dag til- kynnti Magnús Ólafsson ritstjóri starfsfólki sínu aö hann væri búinn aö segja upp á blaðinu. Raunar skrifaði hann uppsagnarbréfið nokkrum dögum fyrr, eöa daginn fyrir sumardaginn fyrsta, þann 24. apríl. Upp- sögnin átti sér alllangan aðdraganda en þessi dagur hefur ekki verið valinn af tilviljun. Þá var einmitt liðið eitt ár frá því að Tímanum var breytt í NT, Nútímann, hlutafélag sem var ekki í meirihlutaeigu Fram- sóknarflokksins. Tilgangurinn var aö vekja gamla Tímann til lífsins, taka upp nútímaleg vinnubrögð í blaðamennsku og losna af klafa flokksblaðamennskunnar. Meó uppsögn Magnúsar Ólafssonar lauk þessari tilraun eftir eitt ár. Tilraunin mistókst. I upphafi var ætlunin aö halda út í 18 mánuði og sjá síðan til með framhaldið. Meðgangan varð styttri. Nú er aðeins eftir að sjá hvað gerist í framhaldinu. Framsóknarflokk- urinn á sem stendur 40% af hlutabréfunum í Nútímanum hf., en ein- staklingar innan Framsóknarflokksins megnió af afganginum. Veröur NT breytt í Tímann aftur, og verður þaö blað aftur hreint og klárt mál- gagn Framsóknarflokksins? Af öllu að dæma viróist það einmitt vera uppi á teningnum. Steingrímur Hermannsson flokksformaöur hefur látió í veöri vaka að hann vilji sjá gamla Tímann aftur, og hann hefur einnig látið í ljós þá skoðun aö hann vilji aó blaðið verói meira flokksblað. áður en til uppgjörsins mikla kom á blaðinu og hefur Steingrímur látið í veðri vaka, bæði opinberlega og í samtölum við starfsmenn blaðsins, að hann hafi ekki sett sig sérstak- lega inn í málefni NT. Hins vegar hafi hann boðað til fundarins á föstudag til að fá fréttir af gangi mála á NT. Þeir sem þekkja vel til halda því fram, að útlokað sé annað en að Steingrímur Her- mannsson hafi vitað fullvel hvað var á seyði og hverjar fyrirætlanir blaðstjórnar voru, meðal annars að skrifa 15 uppsagnarbréf. Hann hafi hins vegar vit á því að koma hvergi nærri fyrr en eftir á og beiti fyrir sig „framsóknarmönnunum" í blaðstjórninni, þeim Hákoni Sigurgrímssyni, formanni og fulltrúa bænda, Þorsteini Ólafssyni, fulltrúa SIS, og Hauki Ingibergssyni, útsendara sínum og framkvæmdastjóra flokksins. Aðrir í stjórn eru svo Þorsteinn Ingason (Tryggva- sonar), sem mun vera „sjálfstæðasti" stjórn- armaðurinn, og Einar Birnir stórkaupmaður, .töffarinn" í stjórninni, sem haft hefur pró- kúruumboð fyrir blaðið í nokkra mánuði og „hefur þar að auki Hauk Ingibergsson í vas- anurn". í honum sjá starfsmenn hinn ill- skeytta harðjaxl, sem beri ekki skynbragð á eðlileg samskipti og upplýsingastreymi eins og slíkt eigi að vera á dagblaði. Einar Birnir hefur t.d. neitað að ræða við starfsfólkið á fundum, en þess í stað kallað einn og einn starfsmann inn á teppið til sín og sýnt af sér hroka. 80 stjórnarfimdir á einu ári Þrátt fyrir að blaðstjórn Nútímans hafi haldið yfir 80 stjórnarfundi á einu ári, eða sem nemur fundi þriðja hvern dag (!) virðist ljóst að henni hefur mistekizt ætlunarvérk siit með útgáfunni og ekki gripið til björg- unaraðgerða fyrr en um seinan. Fyrst var mánudagsútgáfa blaðsins stöðvuð (sem var vænlegasta söluvara blaðsins) og í örvænt- ingu sinni nokkrum dögum síðar ákváðu þessir sömu menn samdrátt, sem á sér vart hliðstæðu í íslenzkri blaðasögu. í samtölum við starfsmenn NT kemur mjög gjarnan í ljós, að formaður blaðstjórn- ar, Hákon Sigurgrímsson, hafi ekki haft tök á verkefni sínu og að í raun hafi stjórnin aldrei haft í höndum nákvæmar og réttar upplýs- ingar um raunverulega stöðu NT. Á fundum kom hvað eftir annað í Ijós að stjórnin gerði sér ákaflega litla grein fyrir einstökum rekstrarþáttum og kostnaðarliðum og mun stjórnin nú hafa fengið skriflega til sín nokk- ur dæmi um mistök sem hún hafi sjálf gert. Til gamans má geta þess að blaðastjórnin vissi ekki á þriðjudag hvernig NT gekk árið 1984.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.