Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 21
SKOÐANAKONNUN HELGARPOSTSINS 10. Jóhanna Sigurðardóttir 11. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir 12. Friðrik Sophusson „Viðurkenning á því að ég vil gera gagn" — segir Jón Baldvin Hannibalsson, traustasti sgórnmálamaöur íslands „Já, ég er stoltur að heyra þetta,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins, þegar HP skýrði honum frá því að hann nyti mests trausts meðal íslenzkra kjós- enda samkvæmt skoðanakönnun HP. „Ef ég er beðinn um skýringar, þá held ég að þetta mótist fyrst og fremst af því að það fólk, sem hefur heyrt málflutning minn á þeim mörgu fundum sem ég hef haldið, er sannfært um að ég beri fram ærlegar tillögur og það mál, sem ég er að fiytja, sé meint í fullri alvöru. Ég hef gert heiðarlega tilraun til þess að leggja fyrir fólk heiðarlegar tillögur um það sem ég held að hægt sé að gera til að laga hér ástand, sem hefur valdið okkur öll- um alvarlegum vonbrigðum." „Ég held líka, að þetta sé viðurkenning á því að ég er ekki í pólitík í eiginhagsmuna- skyni eða af einhverjum upphefðarmetnað- arsökum, heldur af því að ég vil gera gagn.“ — Nýturþá nœsti madur, Þorsteinn, suona mikils trausts vegna vandaðs málatilbúnað- ar og málflutnings? „Því kann ég náttúrlega ekki að svara. En Þorsteinn er formaður í flokki sem enn sem komið er, að minnsta kosti, telst eiga sér miklu fleiri áhangendur, og án þess að vita það, þá geri ég ráð fyrir því að það séu miklu fleiri sem telja sig sjálfstæðismenn og þeir velja foringja sinn.“ — Nú hef ég lesið allan listann fyrir þig. Hvað sýnist þér ráða vali fólks? „Ég kann ekki skýringu á því, út af fyrir sig. En minn listi liti talsvert öðru vísi út.“ — Hvernig myndi þinn listi líta út? Við gœt- um kallað það „draumastjórnina" þína? „Ég er reiðubúinn að svara því að loknum næstu kosningum, þegar sýnt verður hvert mannval prýðir þingbekki þá. En fyrst þú gengur á mig með þetta, þá get ég sagt að af núverandi ráðherrum, sem þarna eru nefnd- ir, tel ég Halldór Ásgrímsson trausts verðan mann, og að öðru leyti sýnist mér að sveit- ungi minn Sverrir Hermannsson hafi ekki kinokað sér við að taka ákvarðanir á sinni ráðherratíð, sem er meira en má segja um marga aðra af kollegum hans.“ — Þér finnst með öðrum orðum, að þeir séu settir of hátt á listann ráðherrarnir Stein- grímur Hermannsson og Albert Guðmunds- son? „Það voru ekki mín orð,“ sagði Jón Baldvin og glötti á hinum enda línunnar. Þessi tafla sýnir stuðning einstaklinga við flokka. Hlutfall í % Kjósa Kjósa eigin flokk annan flokk Ekki viss Alþýðuflokkur 57,1 26,7 16,2 Framsóknarflokkur 29,1 48,2 22,7 Bandalag jafnaðarmanna 40,8 44,9 14,3 Sjálfstæðisflokkur 61,3 24,1 14,6 Alþýðubandalag 43,3 34,6 22,1 Samtök um kvennalista 51,6 32,3 16,1 Þessi tafla sýnir í % þá sem annars vegar völdu stjórnmálamann úr flokki sem þeir ætla að styðja og hins vegar fjölda þeirra í % sem völdu stjórnmálamann úr öðrum flokki en viðkomandi hyggst kjósa. Samanburðarkönnun: Stjórnmálamaöurinn og flokkurinn Helgina 20. og 21. apríl sl. var gerð skoð- anakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna og stöðu ríkisstjórnarinnar. Jafnhliða þessari könnun var gerð athugun á því, hvaða stjórnmálamenn úr hópi alþingismanna og ráðherra nytu mests trausts meðal þjóðar- innar. Spurt var: Hvaða alþingismanni eða ráðherra treystir þú best til að stjórna land- inu? Hinir spurðu máttu nefna eitt, tvö eða þrjú nöfn, og þá eftir forgangsröð. Hringt var í 800 einstaklinga (305 úr Reykjavík, 183 af Reykjanesi og 312 úr dreifbýliskjördæmun- um sex), sjá nánar um úrtakið í Helgarpóstin- um frá 24. apríl sl. Þeir sem lýstu stuðningi við tiltekinn stjórnmálamann eða stjórnmálamenn voru alls 385, eða 52,7% og er þá miðað við 731 einstakling, sem tók afstöðu í könnuninni í heild. Atkvæði, sem þannig féllu á stjórn- málamennina, voru alls 845. Þau skiptust þannig, að 102 nefndu eitt nafn (102 at- kvæði), 106 nefndu tvö nöfn (212 atkvæði) og 177 nefndu þrjú nöfn (531 atkvæði). Þessi skoðanakönnun er fyrst og fremst samanburðarkönnun. Gerð er tilraun til að bera saman ýmsa þætti í viðhorfum almenn- ings til stjórnmála. Hér má nefna: saman- burð á viðhorfum manna til stjórnmála- flokks og stjórnmálamanns; samanburð á viðhorfum manna til stjórnmálamanns og viðhorfum manna til ríkisstjórnar; saman- burð á viðhorfum karla og viðhorfum kvenna. Skoðanakannanir á fslandi — SKÁÍS, sáu um framkvæmd könnunarinnar. „Jón Baldvin er tízkufyrirbrigðf" — segir Steingrímur Hermannsson „Ég verð að segja það, að ég tek ákaflega lítið mark á svona könnunum um vinsældir* stjórnmálamanna, þar sem það hlýtur að vera svo, að menn bendi einkum á forystu- menn þeirra flokka sem það sjálft kýs,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um „hetjulista" HP. „En miðað við niðurstöðuna get ég per- sónulega verið ánægður og sjálfsagt gildir það sama um Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Nú, Jón Baldvin Hanni- balsson er tízkufyrirbrigði og það er svo sem ekkert meira um þetta að segja.“ Formaður Framsóknarflokksins var spurð- ur hvort þeir fimm sjálfstæðismenn, sem komust á blað yfir 15 „traustustu" pólitíkus- ana, mynduðu e.t.v. þann hóp ráðherra sem hann vildi helzt hafa með sér við stjórnvöl- inn. Steingrímur vildi ekki svara þessari spurn- ingu sérstaklega, og endurtók vantrú sína á könnunum um vinsældir stjórnmálamanna. „Hlýtur að hafa mistekizt sem fjármálaráðherra" — segir Albert Guömundsson um vinsældirnar „Þegar ég tók við embætti, þá lét ég þá skoðun í ljós, eða jafnvel ósk, að ég yrði óvin- sæll, því óvinsæll fjármálaráðherra hlýtur að gegna sínum störfum vel, en fyrst ég kem svona vel út úr skoðanakönnun, þá hlýtur mér að hafa mistekizt sem fjármálaráð- herra," sagði Albert Guðmundsson um val kjósenda á honum sem fjórða manni á skrá um þá, sem væru trausts verðir umfram aðra þingmenn eða ráðherra. — Og þá ert þú að sjálfsögðu ekkert ánœgður með þetta? „Ja, það er náttúrlega aldrei gaman að fá þann dóm, að maður standi sig ekki í þeim störfum, sem maður tekur að sér.“ — En hvernig líztþér, að Jón Baldvin skuli vera kominn upp fyrir formann Sjálfstœðis- flokksins? „Ég átta mig, satt að segja, ekki á því. Ég er ekki alveg trúaður á að það sé raunveru- lega rétt. En skoðanakannanir, sem ég hef raunar fylgzt með allt frá því þær byrjuðu, hafa oftast nær sýnt nokkuð rétta mynd að endanlegum niðurstöðum, þegar út í alvör- una er komið, þannig að ég get ekki annað en tekið mark á þessu. En ég er jafnundrandi fyrir því.“ Kánntu táknmál næturirfsins ? . estutn ai . Edda og SteUVráatgesUJm ytiát^- s\cettvtttta & ,vetðut«te^d ^óteV. paðJ Tttftða JÍJek l Kotttdu OS pod. d c*\ustu \ogtu_ Y opvð J „ s vtttsse' sPot 1 cottttu u , matatgesUn 18-02- Diskót lua*gur 18-0l. adeginu oo YPSILON Smiöjuvegi I4d, Kópavogi. Við hiiðina á Smiðjukaffi. Býðlir nokkur betUT? HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.