Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 17
LEIKLIST * Astríöulaust Þjóðleikhúsið sýnir íslandsklukkuna eftir Halldór Laxness. Leikstjóri: Sueinn Einarsson. Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhanns- son. Tónlist eftir: Jón Nordal. Lýsing: Árni J. Baldvinsson. Leikarar: Leikflokkur Þjóðleikhússins. Gestaleikarar: Þorsteinn Gunnarsson og Harald G. Haralds. Þá er íslandsklukkan komin á svið Þjóð- leikhússins í 3. sinn frá opnun þess árið 1950. Engum sem þekkir þá sögu vel dylst að hún hefur að geyma eitt helsta stórvirki íslenskra bókmennta á þessari öld. Halldór Laxness skrifaði í frægri ritgerð sinni „Höfundurinn og verk hans“ frá 1942 að hann vissi um höf- und sem væri nýbyrjaður á bók, sem hann hefði verið átján ár að biðja guðina að forða sér frá að skrifa, vegna þess að höfundinn hryllti við öllu því stríðandi lífi, sem.heimtaði að hann gæfi því mál og form. Við vitum nú að hér var átt við íslandsklukkuna. Þetta stríð höfundar við efnivið sinn skilur maður eflaust enn betur þegar gaumgæfð er svið- setning verksins, sem einnig heimtar sitt mál og form. í þríleik íslandsklukkunnar er fjall- að um baráttu smáþjóðar fyrir sjálfstæði, órjúfanleg tengsl hennar við forna menning- ararfleifð, átök alþýðu og yfirvalda. En sagan er auðvitað annað og meira. Hún er harm- ieikur ákveðinna persóna, harmleikur sem hefur sígilda skírskotun á meðan þjóð er enn undir eriendu valdi. Átakanlegastur birtist hann í ástar- og örlagasögu lærdómsmanns- ins Arnasar Arneusar, sem ofmetnast í við- leitni sinni við að frelsa fsland, og Snæfríðar íslandssólar, besta kvenkostar landsins, sem hagar sér líkt og formæður hennar úr Döi- um. Þ.essari örlagasögu tengist svo saga Jóns Hreggviðssonar, þrautseigs alþýðumanns sem alltaf býður yfirvaldinu byrginn, trúir á fornkappa og fer með rímur þegar hailar undan fæti. Þótt Halldór hafi sjálfur samið leikrit upp úr sögunni, er það nú samt svo að meirihluti hennar verður aldrei sagður og leikinn á sviði. Til þess er vefur hennar of flókinn, per- sónurnar margslungnar. Núna er leikritið sett upp í tilefni 35 ára afmælis Þjóðleikhúss- ins ; beirri trú að það höfði enn til landans, sem fyrr. Það verður ekki sagt að Sveinn Einarsson hafi með þessari uppfærslu sinni brotið blað í leiklistarsögu landsins. Á sama hátt og það er vandi höfundarins að gæða tunguna nýju lífi og spennu, er það vandi leikstjórans og leikaranna að klæða þróttmikið málið holdi og blóði á sviðinu. Sveinn styðst nær alveg við leikrit Halldórs, en bætir inn sögumönn- um, líklega til að tengja atriðin betur saman. Þessir sögumenn skipta þó ekki sköpum og breyta ekki neinum áherslum. Þeim var svo sem ekki ofaukið, en studdu heldur ekki neina sérstaka stefnu í uppsetningunni. Það er því spurning hvort ekki hafi verið tíma- bært að fara nýja og djarfari leið í þetta sinn t.d. með því að einblína á aðalharmleik sög- unnar, þ.e. tragedíu hugsjónamannsins. Þessi sýning náði sér aldrei á strik, þrátt fyrir alla dramatíkina, sem textinn hefur upp á að bjóða. Leikurinn varð aldrei áleitinn, áhersl- ur heldur óljósar og myndir af persónum og umhverfi náðu aldrei að skapa það andrúms- loft, sem gat hrifið áhorfandann með sér. Það skorti ástríður og einlæga innlifun. Strax í upphafssenu Arnasar og Snæfríðar á Rein næst ekkert samband, það kviknar ekki á milli þeirra. Óhugnaður og fátækt Reinar- fólks kemur manni ekki við, fleyg orð Snæ- fríðar „Vinur, hví dregurðu mig inn í þetta skelfilega hús“ falla ómerk niður. Tinna Gunnlaugsdóttir stendur nú á hátindi leik- listarferils síns og vandi hennar er stór í hlut- verki Snæfríðar, en ekki ofvaxinn. Tinnu tókst að flestu leyti að túlka þessa sérlund- uðu og óhamingjusömu konu, gáska hennar í æsku, stolt og þrjósku í hjónabandi við jún- kæra, háð í samskiptum við síra Sigurð Sveinsson. En erfiðara var að sætta sig við leik hennar á móti Þorsteini Gunnarssyni sem var Arnas. Einkennilega hægur og ástríðulaus leikur dró þar verulega úr áhrifa- mætti þess ástarsambands sem alla tíð ríkir á milli hennar og Arnasar. Þótt Þorsteinn Gunnarsson sé tæknilega vel þjálfaður leik- ari, tókst honum aldrei fullkomlega að ná til- finningalegu sambandi við Arnas. Hrifning Snæfríðar var sem sé óskiljanleg og hvers- vegna að láta hann stökkva á Snæfríði eins og villidýr á bráð, þegar endurfundir þeirra verða í Skálholti? Jón Hreggviðsson er eflaust sú persóna, sem vinsælust hefur verið í fyrri uppfærslum Klukkunnar. Þar kemur margt til, eins og orðheppni og seigla þessa óbreytta almúga- manns, en einnig lífskjör hans og áhrif á gang verksins. Þótt Helga Skúlasyni tækist oft að flytja texta Jóns af skörungsskap, gætti samt alltaf einhverrar fjarlægðar í túlkun- inni. Hann varð aldrei trúverðugur alþýðu- maður. Róbert Arnfinnsson var röggsamur Eydalín lögmaður, faðir Snæfríðar. En það var eins með átök þeirra feðgina, þau snertu mann varla. í hlutverki hins vesæla höfð- ingja Magnúsar júnkæra í Bræðratungu, eig- inmanns Snæfríðar, var Harald G. Haralds. Hann gerði drykkjulátum Magnúsar ágæt skil með líkamsfimi sinni, en ekki fann mað- ur fyrir kvikunni í þessum ástlausa alka. Arn- eftir Hlín Agnarsdóttur ar Jónsson átti gott með að lýsa lævísi og falsi síra Sigurðar, eins píslarvætti hans og sjálfspyntingu, Bessi Bjarnason og Guðrún Stephensen sköpuðu bæði eftirminnilegar persónur úr galdramanninum Jóni Þeófílus- syni og Mettu, konu Arnasar. Hjatli Rögn- valdsson og Sigurður Sigurjónsson léku grallarann Jón Marteinsson og Jón Grindvík- ing í Kaupinhafn, sem eru báðir. nokkuð tragí-kómískir karakterar. Báðir gerðu þeir kómíkinni góð skil, en ég lýsi eftir sársauk- anum. í leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar er reynt að sameina mismunandi sögusvið og finna lausnir á örum atriðaskiptum. Þrí- strendar, hreyfanlegar stoðir mynduðu jafnt klettaveggi Almannagjár sem bókahillur Arnasar. En ósköp urðu þessar myndir oft leiðigjarnar og ófrumlegar, þegar líða tók á sýninguna. Og ekki tókst að láta iýsinguna hjálpa til, eins og t.d. í vistarverum Snæfríðar í Bræðratungu, þar sem ekkert gaf til kynna þá niðurlægingu sem hún var lent í þar, sem m.a. fólst í niðurníddum og vanræktum hí- býlum. Eins var senan í Jagaralundi meira eins og veggfóðursauglýsing en rjóður í hall- argarði. Lýsing Árna J. Baldvinssonar var hefðbundin og studdi lítið við leikmyndina, þó var vel til fundið að láta bókasafn Árnasar sogast inn í iogana og verða að nöturlegum brunarústum. Tónlist Jóns Nordal er samin í þjóðlegum stíl, angurvær og viðkvæm, aldrei of útskýrandi eða krefjandi. Nú þegar Þjóðleikhúsið er 35 ára ætti það að íhuga betur, hvernig mæta á kröfum nýs tíma í upp- setningu sígildra verka. Hvernig væri að hreinsa svolítið til í hárkollu- og förðunar- deild, hleypa inn nýju lofti og birtu og leyfa þúsund blómum að blómstra. Væri það ekki verðug afmælisgjöf? ÓPERA Falleg Leöurblaka eftir Gunnlaug Ástgeirsson íslenska óperan: Leðurblakan, óperetta eftir Meilhac og Halé- vy með söngtextum eftir Richard Genée. Þýð- ing eftir Jakob Jóh. Smára með viðbótum eft- ir Flosa Ólafsson og Þorstein Gylfason. Tónlist eftir Jóhann Strauss. Hljómsveitarstjórn: Gerhard Deckert og Garðar Cortes. Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir. Leikmynd og búningar: Una Collins. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Kór og hljómsveit íslensku óperunnar. Helstu flytjendur: Ólöf Kolbrún Harðardótt- ir, Sigurður Björnsson, Sigríður Gröndal, Guðmundur Jónsson, John Speight, Júlíus Vífill Ingvarsson, Hrönn Hafliöadóttir, Guð- mundur Olafsson, Eggert Þorleifsson, Ásrún Davíðsdóttir. Leðurblakan er án efa með vinsælustu óp- erettum og hefur verið sungin og leikin stanslaust víða um heim frá því hún var frumflutt í Vínarborg fyrir einum 111 árum. Ástæðan fyrir vinsældum Leðurblökunnar er auðvitað tónlistin sem fyrir löngu er orðin almenningseign og heyrist jafnvel oft í óska- lagaþáttum sjúklinga. (Ég hef ekki kannað hvort þetta 19du aldar popp heyrist á rás tvö en það er vísast, í einhverskonar dulbún- ingi). Efnislega er Leðurblakan dæmigerður farsaleikur með misskilningi á misskilning ofan, blekkingum sem áhorfendur vita um en ekki persónurnar á sviðinu, en auðvitað leys- ist allt farsællega að lokum. Auðvitað gætu húmorslausir mannkynsfrelsarar mistúlkað verkið sem realíska ádeilu á siðspillingu úr- kynjaðrar yfirstéttar, en það yrði þó altént einnig farsi, þótt af allt öðru tagi væri. Þótt verkið sé í eðli sínu farsi, á leikstjórn engu að síður margra kosta völ við sviðsetn- ingu, en meginmarkmið hennar hlýtur að vera að finna hæfilega harmóníu á milli þess sem sést á sviðinu og tónlistarinnar sem eyr- un nema. Frá því er skemmst að segja að Þórhildur Þorleifsdóttir framreiðir enn einusinni marg- réttaða sjónveislu til augnayndis áhrofend- um. Meginsjónarmið hennar virðist vera að búa til góða og vandaða skemmtun, og líka fallega. Það er ekki aðeins að mörg hópatrið- in séu mjög falleg og frábærlega gerð, eins og t.d. næstsíðasta sena í öðrum þætti, held- ur úir og grúir út alla sýninguna af fjölda hár- fínna smáatriða sem skapa húmor og Iétt- leika sem er tónlistinni fyliilega samboðinn. í þessu samhengi má ekki gleyma hagan- legri leikmynd Unu Collins, sem leysir frá- bærlega sviðsþrengslin í Gamla Bíói og skap- ar sýningunni fallega umgjörð. Og enn frek- ar verða litskrúðugir búningar Unu til að undirstrika glamúrkenndan ævintýraheim verksins. Þrátt fyrir allt sjónarspil er það músíkin sem ber þetta verk uppi, og þar er ekki kom- ið að tómum kofunum. Sigurður Björnsson var á frumsýningu Leðurblökunnar að flytja hlutverk Eisen- steins í 190asta skipti, svo varla var von á öðru en hann skilaði því með fádæma glæsi- leika, bæði að því er tekur til söngs og leiks. Ólöf Kolbrún fór með hiutverk konu hans, Rósalindu, og vann í því hlutverki enn einn sigurinn á sviði íslensku óperunnar. Þjón- ustustúlkuna Adele söng Sigríður Gröndal af kankvísi og krafti sem féll vel að þessu hlut- verki. Eins . og landgrunnsfastur klettur í ólgusjó var hlutverk skúrksins Falke í munni og fasi Guðmundar Jónssonar, sem nú fer með þetta hlutverk í þriðja sinn á rúmum 30 árum. Ekki lætur þessi Guðmundur deigan síga. Júlíus Vífill Ingvarsson lék sér með hlut- verk Alfredo, hins ítalska óperusöngvara og vonbiðils Rósalindu. Er þetta hlutverk með því besta sem ég hef séð og heyrt Júlíus Vífil gera; söngur hans mjög góður og leikurinn ekki síðri. John Speight var í allri framgöngu sinni skemmtilega sjaplínskur í hlutverki Franks fangelsisstjóra og skilaði honum á eft- irminnilegan hátt. Eggert Þorleifsson átti frábæran stjörnu- leik í gervi fangavarðarins Frosch. Það er hefð að besti gamanleikari á hverjum stað fari með þetta hlutverk og er það vel komið í höndum Eggerts. Guðmundur Ólafsson gerði skemmtilega fígúru úr lögfræðingnum dr. Blind. Hrönn Hafliðadóttir söng hlutverk Orlofskís fursta mjög fallega og Ásrún Da- víðsdóttir fór vel með hlutverk ídu. Og svo er það kórinn. Það er kannski ekki fallegt að vera að bera hann saman við Þjóð- leikhúskórinn í sýningunni 1973, en skelfing er gaman að heyra kór fullskipaðan þjálfuðu úrvalsfólki flytja þessa tónlist. Og ekki er minna um vert að kórinn gerir meira en syngja; hann leikur alveg á fullu líka. Það var ekki að furða þótt óperugestir fögnuðu vel frumsýningu Leðurblökunnar á laugardagskvöldiö. Það er sama hvernig á þessa sýningu er litið, útkoman verður alltaf sú sama: Hér er á ferðinni falleg og vönduð skemmtun sem allir geta notið til fulls og þar með létt um stund af sér hversdagsins ar- mæðu þrátt fyrir kjaradóma og okurlán. FR^M TölvuskolT jömsuMÆBúm * * * » * -■ á ári æskunnar ATHUGIÐ: Innritun hefst mánudaginn 6. maí klukkan 10.00 á skrifstofu skólans að Síðumúla 27. Við innritun þarf að greiða 2.500 króna staðfestingargjald. SÍÐUMULA 27 - SÍMI 39566 Verið framsýn — tryggið framtíð barna ykkar á tölvuöld HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.