Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 02.05.1985, Blaðsíða 22
HELGARDAGSKRAIN Föstudagur 3. maí 19.15 Á döfinni. 19.25 Krakkarnir I hverfinu. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.40 Toots. Þýsk heimildar- og tónlistar- mynd um belgíska munnhörpuleikar- ann Jean Babtiste Thielemans en sér- grein hans er djass. 21.25 Baráttan við heróínið. Ný bresk heimildarmynd um aukna heróín- neyslu ungs fólks í Bretlandi. 22.20 Aðeins það besta. Bandarísk bíó- mynd frá 1951. Leikstjóri: Michael Gordon. Aðalhlutverk: Susan Hayward, Dan Daily, George Sanders og Sam Jaffe. Myndin er um unga sýningarstúlku sem stofnar eigið tískuhús og setur markið hátt. 23.50 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 4. maí 16.00 Enska knattspyrnan. 17.00 Iþróttir. 18.15 Fréttaágrip á táknmáli. 18,20 Fréttir og veður. 19.00 Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Ivrópu 1985. Bein útsending. 21. #Hótel Tindastóll. 22. Ö0 Heiftarleg ást. Ný sovésk bíómynd gerö eftir leikriti frá 19. öld eftir Alex- ander Ostrovski. Leikstjóri Eldar Rjasanof. Aðaíhlutverk: Larisa Gúseéva, Alisa Freindlih, Níkíta Mihalkof, Ljúdmíla Gúrtsénko og Andrei Mjahkof. Söguhetjan er ung og falleg stúlka af góðum ættum en févana. Hún á ekki margra kosta völ þar sem enginn er heimanmundurinn en ekki skortir hana þó aðdáendur. 00.30 Dagskrárlok. Sunnudagur 5. maí 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Húsið á sléttunni. 19.50 Fróttaágrip á táknmáli. 20.QQ Fróttir og veður. 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.55 Islenskur heimsborgari — fyrri hluti. Kristján Albertsson segir frá uppvaxtarárum í Reykjavík og kynn- um sínum af skáldum og listamönn- um heima og erlendis á fyrstu áratug- um aldarinnar. 21.55TÍI þjónustu reiðubúinn. 22.45 Áfangastaðir í Portúgal. Þýsk heimildarmynd um Algarveströndina, þjóðgaröa, náttúruverndarsvæði og aðra fagra staði í Fbrtúgal og á eyjun- um Madeira og Porto Santo. 23.50 Dagskrárlok. Fimmtudagur 2.maí 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 19.50 Daglegt mál. 20.00 Hvískur. 20.30 Ungir maídagar. Umsjón: Sverrir Páll Erlendsson. 21.30 Píanótónleikar í útvarpssal. 22.00 ,,Söngvarinn úr Svarthamri", smásaga eftir Vilhjálm S. Vil- hjálmsson, Þorbjörn Sigurðsson les. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Fimmtudagsumræðan. Umsjón: Ævar Kjartansson. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Föstudagur 3. maí 07.00 Fréttir. 08.00 Fréttir. 09.00 Fréttir. 09.05 Morgunstund barnanna. 09.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.45 ,,Mór eru fornu minnin kær" (RÚVAK). 11.15 Morguntónleikar. 12.20 Fróttir. 14.00 ,,Sælir eru syndugir" eftir W.D. Valgarösson. Guðrún Jörundsdóttir byrjar lestur þýðingar sinnar. 14.30 Á lóttu nótunum. 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar. 17.00 Fróttir á ensku. 17.10 Síödegisútvarp. 18.45 Veöurfregnir. 19.00 Kvöldfróttir. 19.55 Daglegt mál. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.30 Frá tónskáldum. Atli Heimir Sveins- son kynnir sex lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson við Ijóð Stefáns Harðar ::Grímssonar. 22.00 ,,Óðurinn um oss og börn vor". Ill Hjalti Rögnvaldsson les Ijóðaflokk eft- ir Jóhannes úr Kötlum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Úr blöndukútnum (RÚVAK). 23.15 Á sveitalfnunni (RÚVAK). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Laugardagur 4. maí 07.00 Fréttir. 08.0Q:Fréttir. 08.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). 00.00 Fréttir. 09.30 óskalög sjúklinga (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir). 11.20 Eitthvað fyrir alla. 12.20 Fróttir. 13.40 Iþróttaþáttur. 14.0Q Hór og nú. 15.15 Listapopp. 16#Ö Fréttir. 16.20 íslenskt mál. 16.30 Bókaþáttur. 1710 Fróttir á ensku. 17.15 Á óperusviðinu. 18.15 Tónleikar. 18.45 Veðurfregnir. 19,00 Kvöldfróttir. 19.35 Þetta er þátturinn. Umsjón: örn Árnason og Sigurður Sigurjónsson. 20.00 Útvarpssaga barnanna: Gunn- laugs saga ormstungu. 20.20 Harmonikuþáttur. 20.50 ,,En á nóttunni sofa rotturnar". Tvær þýskar smásögur eftir Elísabeth Langgásser og Wolfgang Borchert í þýðingu Guðrúnar H. Guðmunds- dóttur og Jóhönnu Einarsdóttur. les- arar: Guðbjörg Thoroddsen og Viöar Eggertsson. 21.35 Kvöldtónleikar. Þættir úr sígildum tónverkum. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. 22.35 Skyggnst inn í hugarheim og sögu Kenya. 1. þáttur: Skúli Svavars- son segir frá og leikur þarlenda tón- list. 23.15 Hljómskálamúsík. 24.00 Miðnæturtónleikar. 00.50 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 5. maí 08.00 Morgunandakt. 08.10 Fréttir. 08.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.) 08.35 Létt morgunlög. Hljómsveit Ríkis- óperunnar í Vín leikur; Leo Gruber stjórnar. 09.00 Fréttir. 09.05 Morguntónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. Val Elísarbetar Erlingsdóttur sópransöngkonu „Yfirleitt hef ég útvarpiö ekki í gangi nema þegar ég er að hlusta á ein- hvern sérstakan dagskrárlið.Og þá hlusta ég líka. Rás 2 hlusta ég ekki á, hef bara ekki þörf fyrir það. Rás 1 nægir mér. Eg geri fastlega ráð fyrir að horfa á föstudagsbíómyndina og varla fer ég að sleppa rússnesku myndinni á laugardagskvöldið. En ég hlakka mest til að horfa á viðtalsþáttinn „íslenskur heimsborgari". Hann verður áreiðanlega mjög fróðlegur og skemmtilegur. Á föstudagskvöldið kýs ég fremur að hlusta á kvöldvökuna en að horfa á sjónvarpið. Þá er á dag- skránni eftirtektarverður þáttur sem Atli Heimir Sveinsson stjórnar og ég vel einnig að hlusta á Ijóðaupplestur, enda hef ég ákaflega gaman af ljóðum og Ijóðalestri. Yfirleitt allir þættir um íslenskt mál finnst mér áhugaverðir. Eg ætla að hlusta á flutning tveggja smásagna á laugardag- inn og e.t.v. að horfa á sölngvakeppnina með öðru auganu. Á laugar- dagsmorgun er yndislegt að vakna við fallega, klassíska tónlist. Kotru Signýjar Pálsdóttur hyggst ég hlusta á. Útvarpsfréttir eru ómissandi. 10.25 Stefnumót við Sturlunga. 11.00 Messa í ölduselsskóla. Hádegistónleikar. 12.20 Fróttir. 13.30 ,,Að berja bumbur og óttast ei". Þáttur um gagnrýnandann og háð- fuglinn Heinrich Heine í umsjón Arth- úrs Björgvins Bollasonar og Þrastar Ásmundssonar. 14.30 Miðdegistónleikar. Klarinettukvint- ett í A-dúr K.581 eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Sabine Meyer leik- ur á klarinettu með Fflharmoníukvart- ettinum í Berlín. 15.10 Allt í góðu. 16.00 Fréttir. 16.20 Um vísindi og fræði. Geimgeislar. Dr. Einar Júlíusson flytur sunnudags- erindi. 17.00 Fróttir á ensku. 17.05 Með á nótunum. Spurningakeppni um tónlist. 18.05 Á vori. 18.36 Tónleikar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir. 19:35 Fjölmiðlaþátturinn. 20.00 Um okkur. 20.50 Islensk tónlist. 21.30 Útvarpssagan. 22.0Q|pónleikar. 22JfiWeðurfregnir. Fréttir. 22 35 Kotra (RÚVAK). 23,05 Djassþáttur. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 2. maí 20.00-21.00 Vinsældalisti hlustenda rás- ar 2. 21.00-22.00 Þriðji maðurinn. 22.00-23.00 Rökkurtónar. 23.00-24.00 Gullhálsinn. Annar þáttur af sex þar sem er rakinn ferill Michael Jackson. Föstudagur 3. maí 10.00-12.00 Morgunþáttur. 14.00-16.00 Pósthólfið. 16.00-18.00 Léttir sprettir. Þriggja mínútna fréttir klukkan: 11.00, 15.00, 16.00, og 17.00. 23.15-03.00 Næturvaktin. Laugardagur 4. maí 14.00-16.00 Lóttur laugardagur. 16.00-18.00 Milli mála. 24.00-00.45 Listapopp. 00.45-03.00 Næturvaktin. Sunnudagur 5. maí 13.30-15.00 Krydd í tilveruna. 15.00-16.00 Tónlistarkrossgátan. 16.00-18.00 Vinsældalisti hlustenda rás- ar 2. eftir Halldór Halldórsson ÚTVARP Markús hreinsar til eftir Ingólf Margeirsson SJONVARP Sumarandlát Eins og íslenzkir sjónvarpsáhorfendur hafa fengið að sjá er svona uppi og ofan með gæði bandarísks sjónvarpsefnis, sem boðið er upp á í íslenzka sjónvarpinu. Sumt er mjög gott, fleira slæmt. Hins vegar berst okkur aldrei, eða svo gott sem, fréttaefni eða fréttaþættir frá Bandaríkjunum. Þar er úrvalsefni á ferð, en að sjálfsögðu tíma- bundið og því á það síður erindi við ís- lenzka sjónvarpsáhorfendur. En við höfum okkar Kastljóssþætti, sem samkvæmt hlustendakönnun Ríkisút- varpsins njóta mjög mikilla vinsælda, og á það bæði við um innlendu Kastljósin og þau erlendu. Fréttaefni er vinsælt efni, enda yfirleitt vel úr garði gert hjá Sjónvarp- inu. Þess vegna sætir það alltaf jafnmikilli furðu, þegar framleiðsla innlendra Kast- ljóssþátta um erlend og innlend málefni dettur niður á sumrin. í fyrrakvöld var einmitt síðasti Kastljóss- þáttur vetrarins, og þar með sá síðasti þangað til sá næsti kemur á skjáinn ein- hvern tíma í haust. Sjónvarpið er þjónustu- stofnun í harðri samkeppni við kvik- myndahús, vídeómyndir, útvarp o.fl. Stofn- uninni ber nánast skylda til þess að sinna þeim mikla fjölda áhorfenda sem leggur sig í líma við að fylgjast með fréttaskýr- ingaþáttum, þar sem farið er ofan í saum- ana á málum og reynt að brjóta til mergjar daglegar erlendar eða innlendar fréttir sem þarfnast nánari skýringar og túlkunar en fréttatímarnir sjálfir rúma. Þessi furðu- lega trú, að þjóðin leggist í einhvers konar dvala yfir sumartímann, er ekki bara skrýt- in; hún er stórfurðuleg. Spurningin snýst fyrst og síðast um þetta: Ef Sjónvarpið telur ástæðu til þess að halda úti fréttaskýringaþáttum á veturna, hvers vegna eru þá fréttaskýringar og nánari um- fjöllun óþörf á sumrin? Maður veit svo sem hvernig þessu verður svarað. Svarið verður, að vegna skorts á tæknimönnum sé nauðsynlegt að draga saman seglin og því sé gert ráð fyrir um- ræðuþáttum á þriðjudögum. Hins vegar verður ekkert hægt að gera í þessum þátt- um annað en að draga fólk inn í stúdíó og láta það mala. Þessir þættir verða ekki „pródúseraðir" eða unnir á annan hátt með viðtölum og samklippingum. Þetta er mjög slæmt. En það verður fleira slæmt í sumar. Fyrir- hugað er að senda allar fréttir Sjónvarpsins út úr litlu lesstúdíói, sem er á sömu hæð og fréttastofan, og mun það hafa í för með sér, að fréttaútsendingarnar verða naumast sendar út í beinni útsendingu. Allt efni verður tilbúið klukkustund eða svo fyrir út- sendingu og þulur kynnir og les á milli. í sumar deyr þetta daglega lifandi sjón- varp, sem við fáum þó að njóta yfir vetr- armánuðina. Það verður auðvelt fyrir Rolf og félaga að sigra í samkeppni við RÚV við þessar aðstæður! Á sunnudagskvöld birtist útvarpsstjóri nokkuð óvænt á sjónvarpsskerminum eftir fréttatíma og ávarpaði þjóðina stutta stund. Meginboðskapur Markúsar Arnar var að mikið og gott efni fengist frá Ríkisútvarpinu fyrir lítinn pening. í framhaldi af afnota- Markús hefur lofaö að bretta upp ermarnar. gjöldunum kom síðan útvarpsstjóri inn á skoðanakönnunina sem gerð var meðal landsmanna á dögunum og tilkynnti alþjóð að dagskrárgerð í náinni framtíð myndi taka mið af niðurstöðum könnunarinnar. Þetta eru gleðifréttir. Nú fáum við væntan- lega að sjá meira af innlendu efni í Sjónvarp- inu, eins og áhorfendur hafa beðið um, og töluverðar vorhreingerningar hljóta að standa fyrir dyrum á báðum rásum Útvarpsins. En hvað verður Markús að gera til að koma til móts við hlustendur? Könnunin sýnir að landsmenn hlýða aðallega á fréttir og morg- unútvarp á rás 1. Hlustunin er hins vegar miklu jafnari á rás 2. Þegar einstakir dag- skrárliðir eru athugaðir, kemur í ljós að tón- leikahaldið á rás 1 ersokkið niður í 4—6% en á sama tíma hlusta 25% á rás 2. Sömu sögu er að segja af ýmsum öðrum þáttum á rás 1; þegar rás 2 sendir út, hrapar hlustunin niður úr öllu valdi. Það er því ljóst, að útvarpsstjóri þarf litlar áhyggjur að hafa af rás 2, stöðin er búin að sanna tilverurétt sinn og vinsældir, og nú þarf aðeins að fínpússa dagskrána. Fréttasendingar eru þegar hafnar og nú mætti setja aðeins uppbyggilegri grind kringum einstaka tónlistarþætti, og fá meiri fjölbreytni í dagskrána í heild. Markús þarf jjví fyrst og fremst að snúa sér að rás 1. Hann verður að gera einstaka dagskrárstjóra ábyrga fyrir efni deilda sinna og byrja á því að kalla dagskrárstjóra og tónlistarstjóra inn á teppið. Það verður að hætta öllu áhuga- mannastarfi í dagskrárgerð; fá hæft fólk til að gera góða þætti og borga því vel. Deildar- stjórarnir verða einnig að vera vakandi fyrir nöfnum og hugmyndum í stað þess að bíða þess á kaffistofunni að einhver droppi inn með góða hugmynd. Leitið og þér munuð finna! Þá þarf að stórauka alla kynningu á dagskrárliðum rásar 1, t.d. með því að skjóta inn í stuttum, samklipptum kynningum úr efni einstakra þátta sem á döfinni eru. Verk- efnin eru mörg fyrir Markús. Hann hefur Iof- að að bretta upp ermarnar. Við fylgjumst spennt með. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.