Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 15.08.1985, Blaðsíða 14
FREE STYLE FORMSKl M lOreal í'Íaj! J3». Jff /á — nýja lagningarskúmið frá L'ORÉAL og hárgreiðslan verður leikur einn. Ferðaáfangar mega ekki vera of langir - þá þreytast farþegar, sérstaklega börnin. Eftir 5 til 10minútnastanságóðum stað er lundin létt. Minnumst þess að reykingar i bílnum geta m.a. orsakað bílveiki. yUMFERÐAR RÁÐ Góð kaup Nýr lax 325,- Kjúklingar 230,- Nauta T.Bone 328,- Nautahakk 258,- Svínalæri 270,- Svínabógur 270,- Nautahamborgari 22,- Roast-beef 475,- Nauta-snitschel 499,- Nauta-gullasch 435,- Nautainnanlæri 575,- Nauta-fillet 647,- Sviðasulta 198,- JE kr. pr.kg kr. stk. kr. pr.kg KJÖTMIÐSTÖÐIN LAUGALÆK. S. 686511 SÝNINGAR Árbæjarsafn Sumarsýningin er farandsýning frá þjóð- minjasafni Grænlendinga og lýsir græn- lensku bátunum „qajaq" og „umíaq". Hún er hingað komin á vegum Útnorðursafnsins, en svo nefnist samstarf nokkurra menning- arsögulegra safna í Færeyjum, á Grænlandi og á Islandi. Sýningin er opin á opnunartíma safnsins frá kl. 13.30 til 18 alla daga nema mánudaga. Ásgrímssafn Sumarsýning: Úrval verka Ásgríms. Opið alla daga nema laugardaga kl. 13.30 — 16. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Á sumarsýningu gallerísins gefur að líta um 100 myndverk, aðallega grafík, pastelmynd- ir, vatnslitamyndir og teikningar eftir alla helstu listamenn þjóðarinnar, einnig list- muni úr keramiki og gleri. Þessi fjölbreytta sýning verður opin í júlí og ágúst virka daga frá kl. 12 til 18, og mun taka einhverjum breytingum frá degi til dags. Gallerí Borg verður lokið um helgar í júlíog ágúst, nema með sérstöku samkomulagi við einstaklinga eða hópa. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 Sýning á fellistólnum Sóley eftir Valdimar Harðarson arkitekt. Sýndar verða ýmsar út- gáfur af stólnum auk Ijósmynda af frum- gerðum hans. Þá verða á sýningunni úr- klippur úr fjölda erlendra blaða og tímarita. Jafnframt verða sýnd verðlaunaskjöl sem Valdimar Harðarson hefur hlotið vegna þessa stóls. Sýningin stendur í hálfan mán- uð og er öllum opin ókeypis. Virka daga er opið frá 10—18 og laugar- og sunnudaga frá kl. 14-18. Kjarvalsstaðir við Miklatún Norræn vefjarlistarsýning 3.-25. ágúst í öllu húsinu. Þetta er farandsýning, kemur hingað frá Noregi og lýkur í Svíþjóð á næsta ári eftir viðkomu á öllum hinum Norðurlönd- unum. Á sýningunni hér verður eitt útiverk, textílverk eftir Þórdísi Sigurðardóttur, sem ekki getur þó fylgt farandsýningunni milli landa vegna erfiðleika varðandi flutning og uppsetningu. Listasafn ASl Laugardaginn 17. ágúst kl. 14 opnar Sigur- laugur Elíasson sýningu á málverkum og grafíkmyndum í Listasafni alþýðu, Grensás- vegi 16. Sýningin verður opin virka daga frá kl. 16—20, og um helgar frá kl. 14—22. Hún stendur fram til 1. september. Listasafn Einars Jónssonar Hnitbjörgum við Njarðargötu Safnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13.30—16. Höggmyndagarður safnsins er opinn daglega frá kl. 11—17. Listasafn íslands Viö Suðurgötu I tilefni 100 ára afmælis Listasafns íslands var efnt til sýningar í safninu á verkum fjög- urra frumherja í íslenskri málaralist; þeirra Þórarins B. Þorlákssonar, Ásgríms Jónsson- ar, Jóns Stefánssonar og Jóhannesar S. Kjarvals. Sýningin er opin fyrst um sinn um helgar frá 1:30 til 22 en virka daga frá kl. 1:30 til 18 og stendur til ágústloka. Listmunahúsið Lækjargötu N.k. laugardag kl. 14 opnar Alfreð Flóki sýn- ingu á 40 teikningum, unnum með tússi, rauðkrít, svartkrít og litkrít. Myndirnar eru unnar á s.l. 2 árum. Opið virka daga kl. 10—18, laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. Lokað mánudaga. IMorræna húsið Sýning á grafíkverkum Piu Schutzmann frá Danmörku í anddyri. Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 20.30 heldur Árni Böðvarsson málfræðingur fyrirlestur í „Opnu húsi" og fjallar um sögustaði á ís- landi; erindið er á norsku. Eftir kaffihlé verð- ur sýnd kvikmyndin „Sveitin milli sanda" með norsku tali. Kaffistofa og bókasafn eru opin til kl. 22.30. Þótt sumardagskráin sé sett saman með tilliti til erlendra ferða- manna, eru íslendingar þó að sjálfsögðu vel- komnir. Aðgangur ókeypis. Nýlistasafnið Vatnsstíg 3b Laugardaginn 10. ágúst var opnuð sýning á málverkum eftir Tuma Magnússon af ýmsu tagi frá þessu ári, unnin á íslandi og Englandi. Tumi hefur haldið nokkrar einka- sýningar og tekið þátt í mörgum samsýning- um heima og erlendis. Sýningin er opin frá 16—20 virka daga og frá 14—20 helga daga. Þjóðminjasafn íslands I Bogasal stendur yfir sýningin Með silfur- bjarta nál, íslenskar hannyrðakonur og handverk þeirra. Á sýningunni eru hannyrði íslenskra kvennar undanfarinna alda. Opið kl. 13.30 — 16 daglega. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góö ★ þoianleg O léleg Háskólabíó Vitnið (The Witness) ★★★ Handirit: Earl W. Wallace/Villiam Kelley. Kvikmyndataka: John Seale. Tónlist: Maur- ice Jarre. Leikstjóri: Harrison Ford, Kelly Mc- Gills, Josef Sommer, Lukas Haas, Jan Rub- es, Alexander Godunov og fl. Að mínu mati er Reter Weir einhver mesti snillingur kvikmyndagerðarmanna í heimin- um í dag, og meistaraverkið Vitnið er fagur vitnisburður um leikstjóra sem heldur öllum sínum einkennum og hefðum heimalands- ins, þótt hann bregði sér til Ameríku og geri kvikmyndir. — IM. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Tarzan kl. 3 ulm helgina. Nýjabíó ★★ Að vera eða vera ekki (To be or not to be) Gamla handritið eftir Edwin Justus Mayer er það poppþétt, spennandi og fyndið og at- burðarásin svo snjöll að þessi endurgerð verður vel heppnuð. Og kannski er það ánægjulegast við þessa nýjustu Brooks-mynd, að Mel Brooks (og Anne Bancroft) þora að gera gegndarlaust grín að sjálfum sér. - IM. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Einnig kl. 3. um helgina. Regnboginn Hernaðarleyndarmál (Top secret) ★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11:15. Fálkinn og Snjómaðurinn (The Falcon and the Snowman) ★★★ Fálkinn og Snjómaðurinn er bæði spenn- andi og skemmtileg mynd, og það er ekki síst að þakka afbragðsleik þeirra Penn og Suchet, að ógleymdu vönduðu handverki, sérstaklega klippingu. -IM. Sýnd kl. 3.05, 5.30 og 9.05. Bönnuð innan 12 ára. Löggan í Beverly Hills (Beverly Hills Cop) ★★★ Bandarísk, árgerð 1984. Aðalhlutverk Eddie Murphy. Þrælgóður að vanda. Leikstjóri Martin Brest. Sýnd kl. 3.10, 5.10, 7.10, 9.10 og 11.10. Glæfraför (Uncommon Valor) Meðal leikenda er Gene Hackman. Sýnd kl. 3.15, 7.15, 9.15 Atómstöðin íslenska kvikmyndin eftir sögu Halldórs Lax- ness. Enskur skýringartexti. (English subtit- les.) Sýnd kl. 7.15. Indiana Jones Aðalhlutverk Harrison Ford. Bönnuð innan 10 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Bíóhöllin Salur 1 Hefnd Porkýs (Fbrky's Revenge) Tónlist í myndinni er leikin af Dave Edmunds og George Harrison. Aðalhlutverk: Dan Monahan, Wyatt Knight, Mark Herrier. Leik- stjóri: James Komack. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 2 Víg í sjónmáli A View to Kill ★★ Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Saiur 3 í banastuði („Grand View USA") Aðalhlutverk: Jamie Lee Curtis (Vistaskipti). Leikstjóri: Randell Kleiser (Grease, Blue Lagoon). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 4 Dauðaskipið Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 5 Hefnd busanna (The Revenge of the Nerds) Sýnd kl. 5 og 7:30. Næturklúbburinn (The Cotton Club) ★★★ Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Sýnd kl. 10. Sagan endalausa Sýnd kl. 2.30 um helgina. Einnig eru 2.30 eða 3 sýningar á hinum myndunum um helgina. Laugarásbíó Salur A Morgunverðarklúbburinn (The Breakfast Club) ★★★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur B Myrkraverk (Into the night) ★★ Handrit: Ron Koslow. Tónlist: Ira Newborn. Kvikmyndataka: Robert Paynter. Framleið- endur: George Folsey/Ron Koslow. Leikstjóri John Landis. Aðalhlutverk: Jeff Goldblum, Michelle Pfeiffer, Richard Farnsworth, Irene Papas, Kathryn Harrold og fl. Myrkraverk er klikkuð og skemmtileg, þótt ekki væri annað en að sjá stórstirni í auka- hlutverkum (David Bowie, Dan Ackroyd, Vera Miles, og leikstjórana Roger Vaddim og Paul Mazursky). Svo því ekki að kæla niður sumarhitann í svölum sal Laugarásbíós, spenna á sig öryggisbeltin og fljúga inn í klikkaða nótt Landis og félaga? Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Bönnuð innan 14 ára. Salur C Ævintýrasteinninn (Romancing the Stone) ★★★ Sýnd kl. 5, 7 og 9 og 11. Austurbæjarbíó Salur 1 Maðurinn sem gat ekki dáið Salur 2 Ljósaskipti (Twilight Zone) Framleiðendur og leikstjórar: John Landis, Steven Spielberg, Joe Dante, George Miller. Aðalhlutverk: Vic Morrow, Scatman Croth- ers, Bill Quinn, Selma Diamond, Kathleen Quinlan, Jeremy Licht, Kevin McCarthy, William Schallert, John Litgow, Abbe Lane. Tæknilega er Twillight Zone vel gerð og ekki vantar fullkomnun í förðun, brellur og leik- mynd. En óhugnaðurinn og óvænt uppá- koma Ijósaskiptanna fer forgörðum í hinu fjórfalda rökkri leikstjóranna. IM. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Salur 3 Blade runner Sýnd kl. 5, 9 og 11. Bönnuð innan 16. ára. When The Raven Flies (Hrafninn flýgur) Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 7. Tónabíó Barn ástarinnar (Love Child) ★★ Sjá umsögn í Listapósti. Aðalhlutverk: Beau Bridges og Amy Madi- gan. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 14 ára. ,,Sense of Freedom" Sýnd (líklega) um helgina. Stjörnubíó Salur A Micki og Mande Aðalleikarar: Dudley Moore, Richard Mulli- gan, Ann Reinking, Amy Irving. Leikstjóri: Blake Edwaras. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. Prúðuleikararnir Sýnd kl. 3 um helgina. Saiur B Bleiku náttfötin (She'll be wearing Pink Pyjamas) ★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 7, 9 og 11. Síðasti drekinn (The Last Dragon) Bandarísk karatemynd með dundurmúsík. Fram koma De Barge (Rhythm of the Night), Vanity og flutt er tónlist með Stevie Wonder, Smokey Robinson, og The Temptations, Syreetha Rockwell, Charlene, Wille Hutsch og Alfie. Aðalhlutverk: Vanty og Taimak karatemeist- ari. Sýnd kl. 5.. Einnig kl. 3 um helgar. Hafnarfjarðarbíó Staðgengiilinn (Body Double) Aðalhlutverk: Craig Wasson, Melanie Griffith. Sýnd kl. 9. TÓNLIST Norræna húsiö Mánudagskvöldið 19. ágúst kl. 20.30 hefjast hljómleikar fimm djasselskandi hljóðfæra- leikara. Leiðtogi þessa kvintetts og aðal- hvatamaður að tónleikunum er altósaxófón- leikarinn Sigurður Flosason, sem er staddur hérlendis í stuttu sumarfríi frá námi í Banda- ríkjunum. Til liðs við sig hefur hann fengið þá Eyþór Gunnarsson á píanó, Friðrik Karls- son á gítar, Gunnlaug Briem á trommur og Tómas R. Einarsson á kontrabassa. Sú tón- list sem kvintettinn flytur er fremur ný af djassnálinni og eru höfundar hennar m.a. Wayne Shorter, Mike Breckerog David Lieb- man. VIÐBURÐIR Naust íslandskynning á fimmtudags-, föstudags-, sunnudags- og mánudagskvöldum fram til 18. ágúst, einkum ætluð erlendum ferða- mönnum, en að sjálfsögðu eru allir aðrir vel- komnir. Boðið verður uppá sjávarréttaborð, skyr,tískusýninguog þjóðlög. Síðastnefnda atriðið annast þau Bergþóra Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og munu flytja gömul og ný íslensk lög, lítilsháttar krydduð álfa- og draugasögum. íslands- kynning þessi er á vegum Álafoss og Nausts. Heiömörk Nú um helgina stendur starfshópur um al- askalúpínu fyrir fræsöfnun í Heiðmörk. Til- gangurinn með fræsöfnuninni beinist eink- um að tvennu: i fyrsta lagi: að safna fræi til sáningar í fræakra Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti og auðvelda þannig frætöku með vélum. í öðru lagi: að safna fræi til til- raunastarfsemi og kynbóta á lúpínu. Strætisvagnar Reykjavíkur munu aka sjálfboðaliðum upp í Heiðmörk á laugardag og sunnudag kl. 10.00 frá Rauðarárstíg, um skiptistöðina í Kópavogi kl. 10.15 og til baka kl. 16.00. Fjölskyldufólk er hvatt til að koma á eigin bílum og leggja þessu málefni lið og njóta um leið útivistar. Er fólki bent á að taka með sér nesti og að vera vel búið til handa og fóta, því þó að óskað hafi verið eftir góðu veðri, er engu hægt að lofa. 22 HELGARPÓSTURÍNN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.