Helgarpósturinn - 12.09.1985, Page 10

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Page 10
BRÉF TIL RITSTJÓRNAR HP HELGARPÖSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Elln Edda Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Jakob Þór Haraldsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Guðrún Hásfer Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f í leit að fjandmanni Hjá Alþýðubandalaginu hafa óveðursský hlaðist á loft og ber- sýnilega erfiðir tímar framundan hjá bæði virkum flokksmönnum og svo forystuliðinu. Eftir að Helgar- pósturinn birti leyniskýrslu „mæðranefndar" framkvæmda- stjórnar bandalagsins var bæði for- manninum og helstu stuðnings- mönnum hans í flokknum brugðið. Svavari Gestssyni var að vísu löngu Ijóst, að hann ætti erfitt verk fyrir höndum sem mannasættir og sætt- ir ólíkra sjónarmiða verkalýðsarms- ins, unga fólksins, kvennaliðsinsog svo Þjóðviljamanna. Hins vegar má fullvíst telja, að Svavar hafi ekki gert sér grein fyrir því, að undir niðri kraumaði and- streymi gegn honum sem for- manni, a.m.k. ekki í þeim mæli sem fram kemur í skýrslunni og komið hefur upp á yfirborðið í umræðum manna um Alþýðubandalagið frá því skýrslan birtist. Nú er staðan sú, að vangaveltur manna snúast annars vegar um nýtt og ferskt Alþýðubandalag, nýj- an formann og betri tíð í framhaldi af því eða þá óhjákvæmilega strandsiglingu flokksins með af- leiðingum, sem enginn getur séð fyrir. Það grátbroslega við þessar póli- tísku erjur í Alþýðubandalaginu núna snýst um þá staðreynd, að enda þótt menn sjái ýmsa galla á Svavari Gestssyni sem formanni, þá eru þeir harla margir, sem viður- kenna um leið, að í raun sé enginn fær um að taka við sætinu af hon- um. Alþýðubandalagið hafi ekki á að skipa jafn kröftugum, mælskum og útsjónarsömum forystumanni og honum. Sumir gæla við hug- myndina um Ólaf Ragnar Grímsson í stað Svavars og það kann vel að vera, að Ólafur Ragnar sé prýddur nauðsynlegum hæfileikum til starfsins. Hins vegar er hann um- deildur ( Alþýðubandalaginu og á slíkum tímum sem nú hefur flokk- urinn ekki efni á umdeildum for- manni. Annars verður að segjast eins og er, að atlagan gegn Svavari minnir einna helst á skólabókardæmi um ráðvillt fólk, sem á erfitt og verður sér til sálusorgar að finna einhvern blóraböggul sjálfum sér til andlegs og et.v. pólitísks léttis. „Mæðranefndin" er fulltrúi hinna ráðvilltu, Svavar er blóraböggull- inn. Á landsfundi Alþýðubandalags- ins sjöunda næsta mánaðar kemur ( Ijós hvernig forystumál Alþýðu- bandalagsins verða leyst. Uppi eru kenningar um það, að Svavar sé „búinn", vandi flokksins sé slíkur og þessi vandi sé stður en svo ein- angraður við klikuna i kringum for- ystuna i Reykjavík. Aðrir segja, að Svavar gefist ekki svo léttilega upp og hann veröi áfram formaður. En það sem gerir Svavari erfiðast fyrir þessa dagana er aö hann sár- varrtar sjáanlegan óvin. „Mæöra- nefndin" telst þrátt fyrir allt til stuðnings- eöa samúðarliðs Svav- ars. Óvinurinn sem Svavar þarf á að halda er raunverulegt formannsefni gegn honum. Þá fyrst getur Svavar Gestsson farið aö munda sveröiö. Um Samstarfs- nefnd um ferda- mál í Reykjavík Hr; ritstjóri. í smáfrétt í Helgarpóstinum 22. ágúst sl. er rætt um starfsemi Sam- starfsnefndar um ferðamál í Reykja- vík. Þar sem nöfn undirritaðra voru nefnd i umræddri frétt viljum við koma á framfæri við yður, hr. rit- stjóri, upplýsingum um þær útgáfur sem unnið hefur verið að á sl. mán- uðum fyrir ferðamenn sem til Reykjavíkur koma, en það er m.a. eitt af hlutverkum nefndarinnar. A. Söfn. ?cga og sýningar, upplýs- ingarit á íslensku um söfn og fleiri áhugaverða staði í Reykja- vík. B. Museums, Art Galleries, Histori- cal Buildings. Samskonar rit og getið er í A lið, en á ensku. C. Lítil upplýsingarit á íslensku, ensku, dönsku og þýsku um Reykjavík. (Tölulegar upplýsing- ar o.fl.) D. Reykjavík — General Informa- tion. Upplýsingarit á ensku um söfn, veitingastaði, hótel, bíla- leigur, verslanir, ferðaskrifstofur, flugfélög og fleira. E. Kynningarbœklingur á ensku, um Reykjavík, prýddur fjölda lit- mynda. Aðallega œtlaður til dreifingar erlendis. E Kynningarplakat með stórri lit- mynd af Reykjavík ætlað til dreifingar innanlands og erlend- is. G. Götukort af Reykjavík ætlað ferðamönnum. Kortið er skrýtt teikningum af sögufrægum byggingum og öðrum áhuga- verðum stöðum og kennileitum í Reykjavík. Upplýsingar eru á ensku og íslensku. H. Gestakort fyrir ferðamenn sem gildir fyrir einn, tvo eða þrjá daga og veitir aðgang að strætis- vögnum, sundstöðum, Árbæjar- safni og Ásmundarsafni. Auk þessa hefur verið unnið að ýmsum öðrum málum og má þar m.a. nefnabætta þjónustu við ferða- menn vegna gjaldeyriskaupa, upp- lýsingamiðstöð, kynningarkvik- mynd um Reykjavík ætlaða til sýn- ingar erlendis. Um Samstarfsnefnd um ferðamál í Reykjavík má segja að aðalstarf nefndarinnar fari fram yfir vetrar- mánuðina, þ.e.a.s. fyrir utan hinn BÍlALilGA REYKJAVÍK: 91-31815/686915 AKUREYRI: 96-21715/23515 BORGARNES: 93-7618 VÍÐIGERÐI V-HÚN.: 95-1591 BLÖNDUÓS: 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: 95-5884/5969 SIGLUFJÖRDUR: %-7l498 HÚSAVÍK: 96-41940/41594 EGI1.STAÐIR: 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: 97-3145/3121 SEYÐISFJÖRDUR: 97-2312/2204 FÁSKRÚÐSFJÖRDUR: 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRDl: 97-8303 interRent hefðbundna ferðamannatima, og hefur þá fyrst og fremst verið unnið að undirbúningi útgáfustarfsemi og kynningu á höfuðborginni í blöðum og tímaritum. Samstarfsnefnd um ferðamál í Reykjavík er ávallt reiðubúin að veita Helgarpóstinum upplýsingar um starfsemi nefndarinnar á hverj- um tíma. Ef Helgarpósturinn gefur út kynningarblað um Reykjavík eins og gert hefur verið á myndar- legan hátt um landsfjórðungana er nefndin reiðubúin að aðstoða yður á allan hátt við efnisöflun og veita upplýsingar eins og frekast er kost- ur um ferðamál í Reykjavík. Júlíus Hafstein, formaður É^ólabókarfrétt: Á næstunni er loks væntanleg á markaðinn fjórða bók Péturs Gunnarssonar í ritröð- inni um þroskasögu Andra. Fjórða og síðasta bókin í þessum flokki Péturs kemur í framhaldi af Punktur, punktur, komma, strik, Ég um mig frá mér til mín og Persónum og leik- endum. Útgefandi er Punktar, út- gáfufyrirtæki Péturs sjálfs. . . Omar Einarsson, framkvœmdastjóri HELGARPUSTURINN Ölsúpa Þegar ráðherralíkið Jón fékk súpudiskinn sagð'ann: „Sopinn er víst góður, en ég má ekki bragða hann. Mikinn öldunk höfum vér að velli lagðan." Niðri. Dansinn er holl hreyfing fyrir alla aldurshópa, börn, ungiinga og fulforðna. Aldur er aukaatriði. Viö kennum alla almenna samkvæmisdansa, fyrsta flokks tilsögn. Innritun er hafin. Hringið og leitiö nánari upplýsin ga. DANSSKOU SIGURÐAR HÁKONARSONAR AUÐBREKKU17. KDPJWOGI SlMl 40020 FÍD Félag islenskra danskennara FALCONCREST Frábærir framhaldsmynttaþxttir 2 nýir þættir koma á hverjum fimmtudegi Fást á öllum helstu myndbandaleigum landsins Dreífing: MYNDBOND HF. Skeifunni 8. Símar 686545 — 687310. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.