Helgarpósturinn - 12.09.1985, Side 11

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Side 11
sömu ráðstefnu BJ, síðari daginn, er svo ætlunin að ræða hug- myndir manna um framboð í sveit- arstjórnakosningum næsta vor. Fáir telja það fýsilegt eða viturlegt. Þó mun Þorsteinn nokkur Hákonar- son í Njarðvíkum hafa marglýst yfir því, að hann hyggist bjóða fram næsta vor í nafni BJ og samkvæmt lögum bandalagsins mun fátt geta stöðvað hann „hvað sem hver seg- ir“, eins og hann segir sjálfur. . . U ndanfarið hefur verið fundað stíft í verkalýðshreyfingunni vegna áforma um stofnun sameigin- legrar útvarpsstöðvar. Á sunnudag féll reyndar niður fundur með þeim SÍS-mönnum, en á mánudag var „útvarpsfundur" með fulltrúum frá BSRB, ASÍ, BHM, Farmanna- og fiskimannasambandinu m.a., þar sem menn skeggræddu útvarpshug- myndina. Raunar mun þetta enn hanga svolítið í lausu lofti, en þó hafa menn sett fram kostnaðartöiur um stofnun og rekstrarkostnað út- varpsstöðvar launþegahreyfingar- innar fyrsta árið. Gert er ráð fyrir, að menn þurfi að punga út með 40 milljónir króna þetta fyrsta ár, 20 milljónir fari í stofnkostnað, og ann- að eins í rekstrarkostnað. Stofn- kostnaðurinn verður að teljast ári hár fyrir byrjendur í útvarpsrekstri og augsýnilegt, að menn hugsa sér stöðina búna fullkomnustu tækj- um. Rekstrarkostnaðurinn er líka gífurlega hár en það mun helgast af því, að ekki er gert ráð fyrir auglýs- ingum í stöðinni. Hvaðan rekstrar- féð á að koma vitum við ekki, en vafasamt verður að teljast að þessi launþegafélög treysti sér til að bæta áskriftargjaldi að útvarpi ofan á fé- lagsgjöldin, sem mörgum mannin- um þykja nógu há nú þegar... Fjölmiðlun - Framtíðarstarf Ríkisútvarpið gegnir forystuhlutverki í fjölmiðlun á ís- landi. Það fræðir, skemmtir og flytur fréttir í fjölbreyttri og vandaðri dagskrá útvarps og sjónvarps. Ríkisútvarpið beitir nýjustu tækni við gerð og flutning dagskrár til notenda. Framundan eru þáttaskil. í nýju útvarpshúsi verður starfað við fullkomnustu tæknileg skilyrði, sem munu auka á gæði dagskrárefnis og bæta aðstöðu starfs- manna. Ríkisútvarpið vill ráða rafeindavirkja, eða aðra með sambærilega menntun, í lausar stöður taeknimanna hjá sjónvarpi og útvarpi, Rás 1 og Rás 2. Einnig þarf að ráða lærðan Ijósmyndara til sjónvarpsins. Umsækj- endur þurfa að sækja námskeið hjá erlendum útvarps- og sjónvarpsstöðvum að lokinni þjálfun á fyrstu mánuðum í starfi. Til greina kemur að ráða í hlutastörf, t.d. í kvöld- og helgarvinnu. Umsóknarfrestur er til 20. september n.k. og ber að skila umsóknum til starfsmannastjóra Ríkisútvarpsins, Skúla- götu 4 eða Laugavegi 176, á eyðublöðum sem fást á báðum stöðum. IMánari upplýsingar um störfin eru veittar á skrifstofutíma hjá útvarpi í síma 22260 og hjá sjónvarpi í síma 38800. RÍKISÚTVARPIÐ ÚTVARP ALLRA LANDSMANNA ^EÍikki hefur heyrst frá BJ-urum um hríö en fyrr í sumar birtust við og við fréttir af ágreiningi innan bandalagsins. Nú hefur verið ákveðið að efna til sérstakrar ráðstefnu dagana 5.-6. október, þar sem ræða á þessi mál í botn. Áætlað er, að fyrri dagurinn fari í ágreinings- málin og sá laugardagur gæti orðið sögulegur uppgjörsdagur hjá þess- um ungu stjórnmálasamtökum. Nú er svo komið, að þeir sem helst töl- uðu og mæltu gegn miðstýringu innan BJ eru að komast á þá skoð- un, að nú vanti einmitt einhvern sterkan mann til þess að taka af skarið í þessum deilumálum og í hnakkadrambið á deiluaðiljum. Þannig hefur t.d. komið fram gagn- rýni á þá Stefán Benediktsson og Guðmund Einarsson þingflokks- formann fyrir að stinga hausnum í sandinn og vonast eftir sáttum af sjálfu sér. Annars heyrum við, að enda þótt um málefnalegan ágrein- ing sé í raun að ræða, þá spili alvar- lega inn í persónulegur ágreiningur forsprakka landsnefndarinnar, þeirra Valgerðar Bjarnadóttur og Kristófers Más Kristinssonar og svo „fornaldarkratanna", eins og Kristófer kallaði gagnrýnendur sína. . . í barnaflokkum Þjóð- dansafélagsins lærið þið létta og skemmti- lega leiki og dansa. Innritun í símum: 43586 og 687464 frá kl. 14-19 virka daga. Námskeiðin byrja miðvikudaginn 25. sept. í Gerðubergi. Minnum á gömlu dansana fyrir fullorðna. ÞJÓÐDANSAFÉLAC REYKJAVÍKUR X s u § « W) O tí X i tjs-a . 'CU I - S HELGARPÓSTURINN 11 Vandaöar úti og innihurðir frá Snickar-Ffer og eldhúsinnréttingar frá Ballingslov. Sendum bceklinga út á land samdcegurs._____________________

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.