Helgarpósturinn - 12.09.1985, Qupperneq 14
SÆKIST EFTIR
t>að var í eina tíö, aö þeir Ólafur Thors og Gunnar Thoroddsen gengu saman
upp eftir Garðastrætinu í Reykjavík, áleiðis aö húsinu númer 41. Þangað komnir
héldu þeir inn á skrifstofu þess fyrrnefnda, með útsýni austur yfir gróðursælan
borgarhlutann. Ólafi þótti við hæfi að bjóða Gunnari hressingu að aflokinni
göngu; gekk að stóru málverki af Ingibjörgu konu sinni sem hékk á vegg, færði
það frá og fitlaði við glerílát á bak við. Spurði síðan flokksbróður sinn hvað hann
vildi drekka. Gunnar þáði viskí. Ólafur hellti í glas, en sjálfur fékk hann sér gin-
blöndu. Þetta kom Gunnari nokkuð á óvart, því Ólafur var þekkur fyrir að hafa
dálæti á viskí, og spurói hverju sætti. Sá síðarnefndi var fljótur til svars; þetta
gerði hann einfaldlega til þess að Ingibjörg kona sín sæi ekki hversu sterk bland-
an væri. . .!
VILHJÁLMUR EGILSSON
HAGFRÆÐINGUR OG FORMAÐUR
SUS í HP-VIÐTALI UM SJÁLFAN SIG
OG PÓLITÍKINA
Og nú sit ég inni á þessari sömu skrifstofu og
helli kaffi úr brúsa í bolla, á meðan Vilhjálmur
Egilsson hagfræðingur Vinnuveitendasam-
bandsins og nýkjörinn formaður Sambands
ungra sjálfstæðismanna segir mér þessa sögu.
Hefur þó allan vara á; segir söguna margfrægá
og oft sagða af Gunnari sjálfum.
Málverkið af Ingibjörgu er löngu horfið, og
hillurnar á veggnum sjáanlegar hverjum sem
vill; fullar af bókum og plöggum hagfræðings-
ins. Undir er arinn og minnir á gamla tíð. Þó svo
að Vinnuveitendasambandið hafi keypt húsið af
að minnsta kosti einum millilið frá því Olafur átti
húsið og byggt við það, er skrifstofan söm við sig
og full af andagift, eins og Vilhjálmur orðar það
sjálfur. Þó hefur hann aðeins helming hennar til
umráða, því steyptur veggur hefur skipt henni í
tvo hluta frá því sem upprunalega var.
Aðstaða hagfræðingsins er laus við allan
íburð; mest ber á tölvuskermi á borði, og þrem-
ur mannamyndum fyrir ofan; andlitsmynd af
Þorsteini Pálssyni, skopteikning af Friðrik Sop-
hussyni og víðfræg mynd af Hannesi Hólmsteini
Gissurarsyni, þar sem hann gægist fyrir hornið
á Alþingishúsinu á meðan á fjöldafundi BSRB
stóð á Austurvelli í fyrrahaust.
Vilhjálmur sjálfur í gráum buxum og hvítri
stutterma skyrtu með bindi. Dökkblár blaser-
jakki á stólbaki.
HEIMINUM BREYTT MEÐ
RÖKUM OG TILFINNINGUM
Sennilega værum við enn að tala saman, ef
hann hefði ekki staðið upp og kallað fram, að
hann vildi fá stutt frí frá símanum. Hann hringdi
látlaust. Vilhjálmur segir að stór hluti af starfi
hans fari fram í gegnum síma. Ég segist halda,
eins og fleiri, að það hljóti að vera hræðilega
leiðinlegt að vera hagfræðingur; að fást við tölur
daginn út og inn.
„Það getur verið það,“ segir hann. ,,En það
getur líka verið ákaflega lifandi starf. Það sem
gerir þetta skemmtilegt, er að spá í framtíðina,
hvernig hlutirnir koma til með að þróast og
verða á hverjum tíma fyrir sig, og fá um leið að
vera beinn þátttakandi í því. Mér þykir líka mjög
áhugavert að taka þátt í samningum og þessu
starfi í Sjálfstæðisflokknum.
Nú, svo gæti maður náttúrlega líka verið lok-
aður inni í einhverri kompu, alltaf með reikni-
vélina að reikna út — sumir hafa mestan áhuga
á því...“
— Maöur gœti haldiö að hagfrœöingar vœru
rnjög yfirvegaðir menn, sem geröu aldrei neitt
vanhugsað?
„Nei, nei.“
— Eru þeir mannlegir þegar öllu er á botninn
hvolft?
,,Já, ég held að þeir séu mjög mannlegir. Ég
held að það sé með hagfræði, eins og aðrar vís-
indagreinar, að þar sé mikið svigrúm fyrir deilur
og alls konar ólík sjónarmið og kenningar. Þar
er engin ein stefna. Enda ná menn líklega mest-
um árangri við að breyta heiminum, þegar þeir
geta blandað saman rökum og tilfinningum"
— Ert þú tilfinningamaöur?
„Ég mundi segja það, en það eru nú kannski
ekki allir sammála mér í því.“
EINN AF FIMM SEM HLUSTA Á
AMERÍSKAN FÓTBOLTA
Vilhjálmur verður 33ja ára í desember. Konan
hans heitir Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir og er
heimavinnandi. Þau eiga þrjú börn; tíu ára
telpu, strák sem verður sjö ára í nóvember og
annan lítinn sem kom í heiminn fyrir aðeins
þremur vikum. Dagurinn er tekinn snemma, og
Vilhjálmur er mættur til vinnu ekki síðar en
hálfníu á morgnana. Hversu mikið teygist úr
deginum fer eftir ýmsu.
,,i samningum getur hann staðið sólarhring-
um saman," segir Vilhjálmur, ,,en venjulega er
ég kominn heim um klukkan hálf sjö.“
Og í framhaldi af því spyr ég um áhugamál.
,,Eg er náttúrlega hagfræðingur og hef mikinn
áhuga á því. Svo hef ég áhuga á pólitík, — ég lít
fyrst og fremst á pólitík sem áhugamál. Auk þess
hef ég mjög gaman af íþróttum."
— Ertu íþróttamaöur?
„Ekki mundi ég segja það, en ég var í fótbolta
í gamla daga á Króknum."
— Feröu á völlinn?
,,Já, sérstaklega þegar Valur og KR keppa.
Það eru hæg heimatökin að sjá KR-leiki, því ég
bý rétt hjá vellinum."
— Er KR þá þitt liö?
„Nei, ég hef nú aðallega haldið með Tinda-
stóli á Sauðárkróki!"
— Tekuröu virkan þátt í leiknum; ég á við
meö hrópum og köllum á áhorfendapöllum?
„Nei, ég horfi svona á þetta með stóískri ró. . .
Annars hefur mér þótt skemmtilegast að horfa
á amerískan fótbolta. Það er miklu meiri hraði
í honum, og leikir fara ekki núll - núll. Það var
sérstaklega gaman að fara og horfa á háskóla-
leiki, ég gjörspilltist af þessu þegar ég var úti í
Ameríku. Ætli ég sé ekki einn af fimm á íslandi
sem hlusta á amerískan fótbolta í kananum!"
VILLI BÓNDI Á GLERÁ
Fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, af Skag-
firðingum kominn. Foreldrar Vilhjálms eru Egill
Bjarnason landbúnaðarráðunautur og Alda Vil-
hjálmsdóttir. Það var þess vegna ekki alveg út í
loftið að menn höfðu Vilhjálm grunaðan um að
hafa dæmt dreifbýlinu í hag í fótboltaleik hér á
dögunum.
A lokadegi SUS-þingsins á Akureyri í upphafi
mánaðarins, brugðu menn undir sig betri fæt-
inum og spiluðu fótbolta. Vilhjálmur dæmdi
leikinn á þann veg sem fyrr segir.
„Það er náttúrlega hreinn áróður,“ segir Vil-
hjálmur með þessari „stóísku ró“, þegar ég spyr
um ætlun manna, að hann hafi reynst dreifbýl-
inu vilhollur.
En það breytir því ekki, að þarna fyrir norðan
bjuggu menn á heimavist, og herbergið sem Vil-
hjálmur gisti í heitir Glerá. Flokksbræðrum
hans, þeim Geir Haarde og Einari Guðfinnssyni,
þótti nú ærin ástæða til að koma saman vísu um
nýja formanninn, og höfðu fótboltaleikinn að yf-
irskini. Og þannig hljóðar vísan:
Dreifbýlinu lagði lið
lét þó engu ber’á
hefur komið víða við
Villi bóndi á Glerá.
Vilhjálmur getur ekki varist hlátri, þegar ég
ber vísuna undir hann, en svarar fljótt:
„Ég held því fram að þeir liafi ort vísuna aftan
frá, og haft síðustu hendinguna klára áður en
þeir svo mikið sem byrjuðu á vísunni. Þeim þótti
skemmtilegt að herbergið heitir Glerá, og síð-
asta hendingin varð því að hljóða: Villi bóndi á
Glerá..
—■ Það er þá slegið á létta strengi á svona
þingum?
„Já, já.“ Og Vilhjálmur kímir: „Annars fengist
enginn til að mæta. — Þetta skiptist nokkurn
veginn jafnt; gaman og alvara."
ÁRIN SEM ÉG LÆRÐI AÐ TAPA
Að loknu viðskiptafræðiprófi í Háskóla Is-
lands, hélt Vilhjálmur út til Los Angeles í fram-
haldsnám við University of Southern California.
Að fimm árum liðnum kom hann aftur heim
með doktorsgráðu upp á vasann, ráðinn hag-
fræðingur hjá Vinnuveitendasambandinu af
Þorsteini Pálssyni.
En aftur í tímann; elstur fjögurra systkina
hleypti Vilhjálmur heimdraganum 15 ára og
settist á skólabekk í Menntaskólanum á Akur-
eyri.
— Hvernig voru þau ár?
„Mjög skemmtileg. Þetta var á árunum 1968
til 1972, og þá voru vinstri menn í mikilli sókn.
Það má segja sem svo að skólaár mín á Akureyri
hafi verið árin sem ég lærði að tapa!“
— Aöhylltistu aldrei vinstri stefnu? Efaöistu
aldrei?
„Nei, ég hef alltaf haft mitt á hreinu.“
— Hvenœr fórstu aö skipta þér af pólitík?
„Ég gekk fjórtán ára í Víking, félag ungra sjálf-
stæðismanna á Sauðárkróki. Nokkrir vinir mín-
ir á Króknum voru í þessum sjálfstæðishópi, þar
á meðal Jón Ormur Halldórsson. Svo átti ég vini
í kringum fótboltann, sem ekki var á pólitískum
basis. Hins vegar verða margir fyrr eða síðar fyr-
ir einhverri reynslu, sem leiðir til þess að þeir
halda áfram, eða snúa baki við því sem þeir
höfðu áhuga á. Það er sama í hvaða flokki það
er. Menn taka afstöðu án þess að vita hvað þeir
eru að gera, og lenda í því þegar þeir eru komnir
til vits og ára, að þessi heimsmynd gengur ekki
upp. Ýmsir félaga minna, sem voru með mér á
þessum árum í Víkingi, urðu síðar fyrir margs
konar áhrifum. Jón Ormur er einn þeirra, og
fleiri; einn er nú yst á vinstri vængnum, annar
fór í Bandalag jafnaðarmanna, en svo eru aðrir
enn innan Sjálfstæðisflokksins."
loftir Eddu Andrésdóttur mynd Jim Smart