Helgarpósturinn - 12.09.1985, Síða 20
HVAÐ SEGIR FOLK SEM HEFUR VOLD AF EINU EÐA OÐRU TAGI
leftir Eddu Andrésdóltur myndir Jim Smart
Helgarpóstinum og viðmælendum
hans kom vissulega saman um að
hugtakið „völd" væri ákaflega
teygjanlegt. Það fer hins vegar
ekkert milli mála að áhrifamáttur
manna er jafn mismunandi. Mér
þykir til að mynda trúlegt að
þessar línur þættu hafa meiri
þunga og vera forvitnilegri ef
höfundurinn væri Albert Guð-
mundsson en ekki ég! Hvað um
það, og í hverju sem það liggur að
einn hefur meiri áhrif en annar, þá
er það einstaklingsbundið hversu
eftirsóknarvert það þykir að öðlast
völd. Nokkrir ganga fram hjá stig-
anum og kæra sig ekkert um að
klífa þrepin. Aðrir taka þátt í kapp-
hlaupinu, hversu langt sem þeir nú
ná. Og hverjir tróna svo efst?
Sumir segja að þar séu fjármála-
ráðherra, forsætisráðherra eða
Jóhannes Nordal. Flestum ber að
minnsta kosti saman um að mestu
völdin séu hjá ráðamönnum þjóð-
arinnar.
Það er ekkert nýtt að bent sé á Jó-
hannes Nordal sedlabankastjóra
með meiru sem valdamesta mann á
Islandi. Sjálfur segir hann í samtali
við Helgarpóstinn að hann telji það
á verulegum misskilningi byggt.
En telur hann sig ekki hafa völd?
„Ég get náttúrlega tekið ákvarð-
anir um vissa hluti," svarar hann,
,,og ég hef áhrif, en það hafa menn
að einhverju leyti yfir sínu starfs-
sviði."
— Nú má segja sem svo að þú haf-
ir völd yfir því sem menn telja þýð-
ingarmeira en margt annað í þjóð-
félaginu.
„Það er háð því hvað menn telja
þýðingarmikið. Það er matsatriði og
skiptar skoðanir á því hvort efna-
hagsmál eru þýðingarmeiri en
menntamál eða uppeldismál. Og
læknir hefur stundum vald á lífi
manna. Það er því erfitt að segja
hvað skiptir mestu máli. En ef við
höldum okkur við veraldleg völd,
þá eru efnahagsmálin vafalaust tal-
in ofarlega af mörgum. Sumir segja
að þau séu of ofarlega á baugi í
heiminum í dag.“
— Hefurðu sóst eftir völdum?
„Nei, það hef ég ekki gert."
— En vildirðu vera valdameiri en
þú ert í dag?
„Alls ekki á þeim vettvangi sem
ég er núna. Ég tel að maður í minni
stöðu eigi ekki að hafa meiri völd en
ég hef í dag; það verður að taka
ákvarðanir í samráði við aðra menn
og innan ákveðinna leikreglna."
VALDIÐ HJÁ ÞEIM SEM
RÁÐA ÞVÍ VERALDLEGA
„Sumir segja að efnahagsmálin
séu of ofarlega á baugi í heiminum
í dag,“ sagði Jóhannes Nordal. Þór-
dís Mósesdóttir kennari skrifar að
líkindum undir það, því spurning-
unni um hvar hún teldi völdin liggja
í þjóðfélaginu svaraði hún:
„Örugglega ekki hjá þeim sem
hugsa um andans mál. Valdið liggur
hjá þeim sem ráða veraldlegum
hlutum. í því sambandi iangar mig
að benda á þá miklu hættu sem staf-
ar af því hversu lítil virðing er borin
fyrir menntun og menningu al-
mennt í landinu."
Menntamál og uppeldismál að
hluta eru í höndum kennara. Það
leikur því tæpast vafi á að í þeirri
stöðu er áhrifamáttur manna mikill.
20 HELGARPÓSTURINN
Jóhannes Nordal: Maður í minni stöðu
á ekki að hafa meiri völd en ég hef f dag.
Hefur Þórdís leitt hugann að því?
„Já, og jafnframt gert mér grein
fyrir því að um leið verð ég að gæta
þess að vera hlutlaus, koma skoðun-
um sem flestra að og vara mig á því
að fjalla sérstaklega um stjórnmál
eða til dæmis samninga við nem-
endur mína, sem ég ætla ekki að
reyna að þræta fyrir að getur verið
erfitt."
— Um leið ertu að segja að kenn-
ari hafi völd?
„Já. Hins vegar held ég að það sé
mjög misjafnt hversu kennarar eru
vel meðvitaðir um þetta."
— Og þessi völd getur kennari
misnotað?
„Já, ég gæti til að mynda innrætt
nemendum mínum ákveðnar póli-
tískar stefnur ef ég væri mjög póli-
tísk sjálf."
— Völd kennarans og virðing fyrir
honum heyra þá ekki fortíðinni til?
„Nei, en þegar þú minnist á virð-
ingu þá fara nemendur engan milli-
veg í þeim efnum. Annað hvort bera
þeir virðingu fyrir kennara sínum
eða ekki. Nemendur vilja að kenn-
ari fari eftir ákveðnum reglum og sé
samkvæmur sjálfum sér. Þeir hafa
mjög ákveðnar skoðanir á því
hvernig kennari á að vera, og ef
Þórdís Mósesdóttir kennari: Gæti
innrætt pólitískar stefnur ef ég væri póli-
tísk sjálf.
hann uppfyllir þær ekki, þá er úti
um virðinguna."
VIÐ HÖFUM VÖLD
Æ, þessi kitlandi tilfinning að hafa
völd. Að minnsta kosti hlýtur það að
vera miklu þægilegra að vera þeim
megin en hinum megin. Að vera
valdamikill tryggir mann óneitan-
lega fyrir ágangi eða óþægilegri
áreitni. Menn vilja fremur vingast
við þann valdamikla en gera honum
eitthvað til miska. Og það er einföld
speki. En í sumum tilvikum, eins og
til dæmis á knattspyrnuvellinum,
dugir það skammt. Að minnsta kosti
ef heiðarlega er að farið.
Magnús V. Pétursson knattspyrnu-
dómari: „Við höfum völd, en þau
takmarkast af „personality", ef svo
má segja. Hins vegar erum við í
þessu gagngert út af íþróttinni sjálfri
og stjórnum leiknum..
— Þið eruð þá ekki íþessu til að fá
útrás fyrir valdagrœðgi?
„Ekki hvað mig snertir, en það er
til í því að menn misskilji þetta, en
þeir endast þá ekkert í þessu. Það
kemur fljótt í ljós ef menn eru ekki
sanngjarnir. Þetta er jú íþrótt og við
erum úrskurðarvald á leikvelli. Það
þýðir að við verðum að fara eftir
bestu sannfæringu og vera hlutlaus-
ir.“
— Annað; þegar þú blœst í flaut-
una eða lyftirgula eða rauða spjald-
Magnús V. Pétursson knattspyrnu-
dómari: Kemur fljótt í Ijós ef menn eru
ekki sanngjarnir.
Ingibjörg Ásgeirsdóttir lögreglu-
maður: Hugsa aldrei um völdin.
inu, finnurðu þá fyrir því hversu
valdamikill þú ert á vellinum?
„Ja, það sagði mér gamall knatt-
spyrnudómari sem dæmdi á Ólymp-
íuleikunum 1928: „Keep two kilos
in your hand before you make your
decision". Hann vill meina við eig-
um að þyngja á hendinni áður en
við látum flautuna í munninn og
Sigurður Helgason forstjóri Flug-
leiða: Get haft töluverð áhrif.
Gylfi Pálsson flugstjóri: Valdið er
ótakmarkað.
tökum spjald úr vasa; við höfum
tækifæri til að spá í hlutina á leiðinni
til þess sökótta áður en við tökum
skyndiákvarðanir sem eru kannski
strangar.
En hvað viðkemur valdi? Jú, þetta
er „publicity". Ef menn eru feimnir,
þá er þetta ágætur vettvangur til að
rífa hana úr sér...“
— Hefur þú sóst eftir völdum?
„Nei, en ég var hins vegar spurð-
ur einu sinni hvað ég mundi gera ef
ég stjórnaði í einn dag. Ég sagði þá