Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 12.09.1985, Qupperneq 21

Helgarpósturinn - 12.09.1985, Qupperneq 21
og segi enn að ég mundi byrja á að hreinsa 65% út úr Alþingi." — Valdamesti maður á íslandi? „Við skulum segja Albert Guð- mundsson, hann passar kassann og er að mínu mati frábær maður.“ VIRÐINGIN HJÁ BÖRNUNUM OG ELDRA FÓLKINU í íslenskri orðabók er. til fullt af orðum sem flokkast undir þetta um- rædda hugtak. Tökum orðið ,,valda“, við getum bætt við það til að mynda -aðstaða, -barátta, -fíkn, -jafnvægi, -laus, -maður, -rán, -ræn- ingi, -stétt, -stofnun, -streita og -taka. Og þó svo við hlaupum ekki beinlín- is fyrir húshorn þegar við sjáum lög- reglumann, þá er ekki laust við að okkur þyki lögreglan vera í því sem kallað er valdaaðstaða. En þykir Ingibjörgu Ásgeirsdóttur hún hafa völd sem slík? „Nei, ég finn ekkert sérstaklega fyrir því. Eg leiði hugann ekki einu sinni að því.“ — Þú hefur ekki sótt um starfid þess uegna? „Nei, alls ekki." — En afstaöa fólks til þín í starfi? „Hún er mjög misjöfn. Sumum finnst eðlilegt að fara eftir því sem lögreglan segir, en aðrir vilja ekki hlusta á okkur. Ég held að það sé ekki borin sérstök virðing fyrir lög- reglunni. Ef einhvers staðar ber á því, þá er það meðal barnanna og eldra fólksins." — Nú hefur stundum verid sagt að menn sœki um starfí lögreglunni til að fá útrás fyrir valdaþorsta. Hvað heldur þú um það? „Ég veit það ekki. Ég hef ekki kynnst því, en ég vil ekki útiloka að það sé til í dæminu. En mín afstaða til þessa er sú, að ég er hér til að vinna mitt starf, en hugsa ekki um að því fylgi nein sér- stök völd.“ EKKI EINRÆÐISHERRA Sigurður Helgason forstjóri Flug- leiða er einn þeirra manna sem kemur upp í hugann þegar minnst er á völd. En er hann valdamikill í raun? „Ég tel að ég hafi töluvert mikla ábyrgð á rekstri fyrirtækisins," svar- ar hann Helgarpóstinum. „En að ég geti gert það sem mér dettur í hug er háð ýmsum annmörkum. Þannig að ég er ekki algjör einræðisherra. Ég get haft töluverð áhrif en ég hef ekki heildarvöld yfir því sem ég vildi gera.“ — Mundirðu vilja vera valdameiri innan fyrirtœkisins en þú ert? „í ýmsum málum gæti komið sér vel að hafa jafnvel meiri völd en maður hefur. Þá er ég að tala um verkalýðsfélög til dæmis. Okkur hefur stundum þótt hjá Flugleiðum að það væru ekki stjórnendurnir sem réðu ferðinni algjörlega, heldur að einhverju leyti verkalýðsfélögin. Og ég vildi kannski vilja ráða meiru í þeim efnum." — En ertu valdagráðugur maður? „Nei, það er ég ekki.“ — Getur þú bent mér á valda- mesta mann á íslandi? „Ef ég á að benda á þann sem hef- ur mestu áhrifin á afkomu fólks al- mennt, þá held ég að forsætisráð- herra hafi mestu völdin." ÓTAKMARKAÐ VALD FLUGSTJÓRA En tínist nú allir þessir viðmæl- endur Helgarpóstsins upp í Flug- leiðaþotu frá sínu daglega amstri, þá leikur ekki nokkur vafi á því hver fer með völdin um borð. Það er auð- vitað flugstjórinn. Og hversu mikið vald hefur hann? „Það held ég að sé ótakmarkað,” svarar Gylfi Jónsson flugstjóri. — Þannig að þú mátt í rauninni fara fram á hvaö sem er? „Já, eiginlega, það er að segja, ef manni er sýndur mótþrói eða ein- hver óhlýðnast, þá getur maður nánast gert hvað sem er.“ — Eru þetta ekki hœttulega mikil völd sem flugstjóri hefur? „Nei, þetta er alveg nauðsynlegt. Ef liðið á að dansa rétt, þá verður það að dansa eftir einhverju, er það ekki?" — Hvernig tilfinning er þetta nú? „Ja, ég veit það ekki, ég verð aldrei var við þetta!“ — Þið fáiö ekki mikilmennsku- brjálœði af þessu? „Nei, það get ég ekki ímyndað 'mér að nokkur maður fái. Enda kemur aldrei til þess að beita þurfi valdi. Þetta gengur allt eins og smurð vél, menn vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Ef menn eru ekki sammála, þá eru málin bara rædd.“ Vald flugstjórans nær yfir alla sem eru um borð; áhöfn og farþega. Og þá skiptir ekki nokkru máli hversu valdamikill sá farþegi kann að vera sem stígur um borð í flugvélina. En sækja menn í flugstjórastólinn út af þessu? „Nei, nei,“ svarar Gylfi strax. „Ég gerði mér ekki einu sinni grein fyrir þessu. Maður veit ekki af þessu fyrr en maður fer að læra og lesa lög og reglur, þá kemur í ljós að lögin gefa okkur mikið vald.“ HELGARPÖSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.