Helgarpósturinn - 24.10.1985, Síða 3

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Síða 3
að utan sem ég hef rannsakað vís- indalega og aðlagað íslenskum að- stæðum. Eg nota þessi kerfi til skipt- is, þau henta misjafnlega vel eftir því hvernig leikirnir raðast niður á seðlana. Ef ég tel til'dæmis fá úrslit vera örugg þá vei ég jafnan kerfi sem er með mörgum merkjum en minni líkum...“ — Þaö er greinilega sérstakt tungumál notad af tippurum? „Já. Það er alveg sérstakt." — Heldurdu med liði í þeirri ensku? „Ég hef verið skráður félagi í að- dáendaklúbbi Manchester United EIRÍKUR JÓNSSON SAFNSTJÓRI Á DV frá árinu 1971. Ég hef skírteini upp á það.“ — Ertu ekki þar med hlutdrcegur þegar þú ert aö tippa? „Það hefur nú ekki verið mikil áhætta fyrir mig að halda með mínu liði það sem af er keppnistímbilinu, en alla jafna; nei, ég reyni að forðast að láta aðdáun mína á United koma mér úr jafnvægi á seðlinum. Því miður hef ég samt staðið sjálfan mig að því að láta fastmótaðar hug- myndir um ákveðin lið leiða mig á villigötur. Maður vill gleyma því að það getur allt gerst í fótbolta — og þar með á seðlinum." „Þetta hefur staðið undir sér þau sex- tán ár sem ég hef staðið í þessu..." „Ég set vinnuna mína, fjölskyldu og tippið í fyrsta sæti yfir mín dýr- mætustu hugðarefni, allt saman í fyrsta sæti...“ — / þessari röö sem þú nefndir? „Ja, ég segi nú kannski ekki að tippið detti ekki niður í annað sæti ef maður myndi lenda í einhverjum fjárhagsörðugleikum. Maður fer náttúrlega ekki að tippa öllu sem maður á upp á von og óvon, þegar og ef að kreppir. Hinsvegar er ég alveg til í að fella niður heimsóknir til vinafólks ef ég á eftir að setja inn á eitt 2900 raða Set vinnuna, fjölskylduna og tippið I fyrsta sæti yfir dýrmætustu hugðarefn- in..." ÓSKAR GUÐMUNDSSON FISKSALI í SÆBJÖRGU kerfi. Ég viðurkenni alveg að get- raunirnar sitja fyrir öllu svoleiðis nokkru.“ — Er tímafrekt aö tippa fyrir sjö- þúsund kall á viku? „Já, það tekurjjó nokkurn tíma skal ég segja þér. 1 mínu tilviki — ég veit ekki um aðra sem tippa fyrir svipaða upphæð — tekur þetta um fjóra tíma í beina vinnu á viku. Fyrir svo utan alla kaffitímana, en þeir fara náttúrlega í endalausar disku- sjónir um leikkerfi, möguleika liða og hvað þetta nú allt saman snýst um." um loknum. Mér finnst til dæmis geypilega gaman að ræða stöðu leikjanna í hálfleik við einhverja vini mína, fylgjast með tölunum hvað ferskustum. Maður er oft með tóif rétta í hálfleik, sem verða svo eitthvað allt annað þegar yfir líkur. En fimm réttir í hálfleik geta nú líka orðið tólf réttir á endanum!“ — Mestu tippararnir nota kerfi, oft samin af þeim sjálfum. Fara menn ekki meö þetta eins og „ríkis" leyndarmál? „Það held ég hljóti að vera, enda eru menn yfirleitt búnir að leggja óhemjumikla vinnu í þessi kerfi og því leiðinlegt að missa þau í hendur „Maður er oft með tólf rétta I hálfleik, sem verða svo eitthvað allt annað á end- anum..." EIQUR GUCJOHNSEN MÚRARAMEISTARI annarra." — Veistu til þess aö kerfum hafi veriö stoliö? „Nei. Við verðum að hafa í huga að það er ekki nóg að eiga kerfi. Maður verður líka að kunna að nota það, vita um veikleika þess og styrk. Oft getur það verið svo að óvið- komandi áttar sig ekkert á kerfi sem annar hefur samið. Reyndar er þetta fræðigrein. Mér finnst það.“ — Notar þú mörg kerfi? „Ég er með eitt gott kerfi sem hef- ur skilað mér dágóðum skilding. — Ertu til í aö selja mér þaö? „Nei.“ Hvað hafa launin þín hækkað á kvennaáratugi? Þórunn Gestsdóttir blaðamaður „I upphafi kvennaáratugar var ég heimavinnandi." — En svo fórstu út að vinna? „Segjum bara um 100%!" — Er það ekki góður árangur? „Það er mjög góður árangur í mínu tilfelli". — Kvennaáratugur hefur sum sé verið mjög þarfur og árangursríkur fyrir konur? „Hann hefur verið það, alveg hiklaust, í flestum tilvikum, en það á þó ekki almennt við um launamál. Það hafa ekki allar náð jafn góðum árangri og ég." — Og hverju er um að kenna? „Konum sjálfum". — Er baráttunni lokið? „Nei, barátta íslenskra kvenna hófst um landnám." — Og hvað lekur við nú? „Konur, hvað nú? Konur verða að bretta upp ermarnar og taka sjálfar til hendinni. Atvinnuþáttaka kvenna hefur aukist gífurlega, þær hafa menntað sig í miklu rheira mæli en áður. Það hefur orðið hugarfarsbreyting, það hafa verið sett jafnrétt- islög, en það er enn ekki staðreynd að sömu laun séu greidd fyrir sömu vinnu. Það er lokaátakið; sömu laun fyrir sömu vinnu, að það verði ekki innantómur frasi." — Sérðu það fyrir í náinni framtíð? „Auðvitað sé ég það. Ég treysti konum til að taka til hend- inni." — Annað; nú gerast þær fleiri og háværari raddirnar sem segja að þetta kvennakjaftæði sé orðið svo þreyt- andi. . . „Þetta er bráðum búið...!" — Þið hafið heyrt þetta? „Já, mikil ósköp." — En er þetta ekki hættulegt? „Nei, þetta er umræða. Folk er orðið þreytt á þessum kvennaáratug af þvf umræðan hefur verið mikil, en allir hinir áratugirnir hafa verið karla." — En þú segir að þetta sé að verða búið? „Kvennaáratugnum er að Ijúka, en baráttan fyrír launajafn- rétti heldur áfram." — Þú skrifar ekki undir að þetta sé aðskilnaöar- stefna, t.d. kvikmyndahátfð kvenna, listahátíð kvenna o.s.frv.? „Nei, — hvað gerum við án karlanna? Við getum ekkert verið án þeirra, við viljum hafa þá við hliðina á okkur — hlið við hlið." — En af .hverju þá ekki sameiginlegar sýningar og uppákomur? „Þær hafa verið." — Hver er tilgangurinn með þessu — mundir þú segja? „Hver er tilgangurinn með að hafa næsta ár „Ár útflutnings- ins?" — Ef þú mættir ráða hverjum næsti áratugur verður tileinkaður, hver yrði þá fyrir valinu? „Ég mundi tileinka hann okkur öllum." — Hvað gerist svo á fimmtudaginn 24. október? „Um morguninn opnar kvennasmiðjan í Seðlabankanum, loksins hafa konur lyklavöldin í Seðlabankanum. Þar verður aðal áhersla lögð á launakjör kvenna, slagorðið er: konan, vinn- an, kjörin." — Aðrar aðgerðir? „Útifundur þar sem verða fjórir ræðumenn og allar ræðurnar verða um launamál kvenna." — Hvað ætlar þú að gera? „Ég ætla að mæta í Kvennasmiðjuna þar sem ég verð senni- lega við útgáfustörf." — Ertu nokkuð orðin þreytt sjálf? „Nei, nei, en ég vildi ekki vinna alla tíð bara með konum. Eins og ég sagði áðan, við viljum hafa karlana við hliðina á okkur. Þetta eru ákveðin vinnubrögð sem hægt er að viðhafa í vissan tíma, en auðvitað eru allir orðnir leiðir, við erum sjálfar farnar að auglýsa; kvenna hvað...???" — Nokkuð að lokum Þórunn? „Bara áfram stelpur!" Þórunn Gestsdóttir blaðamaður er einn fulltrúa I 85-nefndinni sem hefur það hlutverk með höndum að stjórna aðgerðum (tengslum við 24. október, en þá eru tfu ár liðin frá kvennafrídeginum sem vakti heimsathygli. 31. desember lýkur hinum svonefnda kvennaáratug, og ítilefniþessslógum viðáþráðinn til Þórunnar. Ekki hvaðsfsthafalauna- mál kvenna verið til umræðu nú í seinni tfð... HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.