Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Blaðsíða 7
Voru forstjóraskiptin einasta breytingin hjá Framkvæmdastofnun? ami grautur sömu skál Helgarpósturinn skoðar hræringar í Framkvæmdastofnun og ræðir við brottrekna kommissara Erfiðlega gengur að koma einum frjóanganum á legg; einkageirinn áhugalítiU um Þróunarfélagið. ■eftir Guðmund Árna Stefánsson,-— .............. „Ég var í bænum í dag og það virðist ekki nokkur maður hafa tekið eftir því að þessi stofnun var lögð niður. Menn . sögðu við mig: Þú ert í síma 25133." Þetta voru orð Gunnlaugs M. Sigurðssonar fyrrum forstjóra hinnar sálugu Framkvæmda- stofnunar ríkisins, sem sam- kvæmt nýjum lögum var aflögð um síðustu mánaðarmót, án þess að nokkur tæki í raun eftir, eins og orð Gunnlaugs hér að framan bera með sér. Það hefur hins vegar ekki farið framhjá mörgum að harður slagur var á milli stjórn- arflokkanna um forstjórastóla ( stórhýsinu við Rauðarárstíginn, þar sem Framkvæmdastofnun hefur verið til húsa. Það var bitist um menn í forstjórastöður og einnig hversu margir for- stjórastólarnir skyldu verða. En er nema von að fólk spyrji: í hvað var verið að ráða? Og svo hitt. Hvað varð um komissarana svokölluðu í Fram- kvæmdastofnun ríkisins, þegar stofnuninni var fyrirkomið? Hvað fyrri spurninguna áhrærir, þá stóð deila stjórnarflokkanna um forstjóra að nýstofnaðri Byggða- stofnun. Og nú spyrja menn: Var ekki eitthvað sem hét Byggðadeild í Framkvæmdastofnuninni sálugu? Jú, rétt er það. Þar var einnig Byggðasjóður. Og það er líka stað- reynd, að hin þingkjörna stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins, sjö manna stjórn, þar sem í sátu sex al- þingismenn, heldur áfram störfum út af fyrir sig, en verður núna stjórn hinnar nýstofnuðu Byggðastofn- unar. Sami grautur í sömu — annarri — skál? Til að flækja málin enn betur, þá urðu einnig þær breytingar í húsinu við Rauðarárstíginn um síðustu mánaðarmót, að Framkvæmda- sjóður íslands, sem áður var starf- ræktur undir Lánadeild Fram- kvæmdastofnunar var greftraður um leið og Framkvæmdastofnun, sem fóstraði hann. En Fram- kvæmdasjóður fær endurreisn í sama húsi og gott betur; nú með sjálfstæðan tilverurétt og eigin stjórn. Og það er meira í farvatninu. Nefnilega einn Búnaðarsjóður, ann- ar Sjávarútvegssjóður og svo vitan- lega Iðnaðarsjóður. En þessir at- vinnuvegasjóðir eiga að taka yfir aðra opinbera sjóði, sem hafa verið í gangi á þessum vettvangi. Þannig á Búnaðarsjóður að taka yfir Stofn- lánadeild landbúnaðarins. Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins og Fisk- ræktarsjóð, en Sjávarútvegssjóður- inn á að eignast Fiskveiðisjóð, Fiski- málasjóð og Styrktar- og lánasjóð fiskiskipa. Til að fullnægja jöfnuði, er rétta að geta þess að Iðnaðarsjóð- urinn á að taka yfir Iðnlánasjóð. Það á eftir að ráða forstjóra fyrir atvinnuvegasjóðina!! Það er hins vegar ekki ofsagt að íslenskt sjóðakerfi er flókið og snúið og varla fyrir nokkurn þann sem ekki lifir og hrærist í því, að átta sig á því, hvað snýr upp og hvað niður í því kerfi öllu. Spurning er líka hvort uppstokkanir og breytingar á því kerfi munu gera málið ljósara. Hér verður ekki farið ofan í saum- ana á tilgangi þessara sjóða, mark- miðum og hlutverki eins og fyrir liggur í lögum um þau mál. Hins vegar verður örlítið litið á stöðu mála hjá hinni nýju Byggðastofnun og endalok hinnar umdeildu Fram- kvæmdastofnunar. Hver eru við- horf forstjóranna brottreknu til þessara mála? Inn og út Á Kommissarastóli Framkvæmda- stofnunar sátu gjarnan stjórnmálá- menn. Þannig vermdu þeir löngum stólana, Sverrir Hermannsson nú- verandi menntamálaráðherra og

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.