Helgarpósturinn - 24.10.1985, Page 12
JAFN-
RÉTTIS-
KONUR
ERU GÓÐAR
ÁSTKONUR
segir skólastjóri á
sextugsaldri í bókinni
„íslenskir elskhugar"
(slenskir elskhugar nefnist viðtalsbók sem Jóhanna Sveins-
dóttir hefur tekið saman og kemur út hjá Forlaginu á næstunni. I
bókinni ræðir hún við átján ónafngreinda íslenska karlmenn á aldr
inum 20 til 75 ára um ástir þeirra og tilfinningamál. Karlmennirnir
átján eru úr ýmsum áttum. Hér tala skólapiltur, sjómaður, fram-
kvæmdastjóri, bílstjóri, skáld og lögfræðingur svo nokkrir séu
nefndir. Með sanni má segja að allar stéttir eigi hér fulltrúa sinn.
Hér tala Einsi kaldi úr Eyjunum og Fúll á móti, hreinir sveinar og
flekkaðir segja frá lífi sínu, fráskildir karlmenn og skemmtistaða-
folar í kvenmannsleit, hommar og ráðsettir margra barna feður.
Karlmennirnir segja frá ástum sínum og kynlífi á opinskáan hátt.
Þeir lýsa ástkonum sínum og hjónabandsreynslu, sumir rekja sína
leyndustu drauma um konur, aðrir lýsa ástarlífi sínu með öðrum
karlmönnum. Enn aðrir játa mömmu ást sína. Allir ræða mennirnir
um vanda tilfinningalífsins og lýsa óttanum við að rísa ekki undir
kröfunum um karlmennsku og hörku þegar best væri að hjúfra sig
að næsta barmi og gráta. Oftar en ekki lýsa þeir erfiðleikum við að
mæta kröfum nútímakvenna um ný kynhlutverk.
Jóhanna Sveinsdóttir ritar inrigang að bókinni og gerir grein
fyrir megintilgangi hennar: að vekja hispurslausar og einlægar
umræður um ástir og tilfinningar karla, efni sem íslenskir karlmenn
ræða sjaldnast ódrukknir nema í tvíræðni og hálfkæringi.
Hér á eftir fara sýnishorn úr bókinni birt með leyfi höfundar og
útgefanda.
Fjörutíu og þriggja ára, tækni-
menntaður; tvífráskilinn,
tveggja barna faðir. Lenti í
sjálfseyðingarvíti brennivínsins
strax á unglingsárunum og
uppgötvaði um þrítugt að hann
hefði staðið í stað tilfinninga-
lega. Þá hætti hann að drekka
og tók í hnakkadrambið á sjálf-
um sér.
„Ég held að þetta hjónasamband
hafi orðið til þess að gamla þrá-
hyggjan um hóruna og gyðjuna
hvarf úr vitund minni — því hafði ég
áður alltaf verið að hitta konur sem
ég umgekkst gjörsamlega eins og
kjötskrokka og síðan konur sem ég
gat ómögulega haft nokkurt líkam-
legt samneyti við þótt ég væri of-
boðslega hrifinn af þeim. En eftir að
skilnaðurinn átti sér stað fyrir
nokkrum árum hef ég verið einn
míns liðs, á markaðnum sem kallað
er. Ég hef hugsað með mér: Allt í
lagi, þessir hlutir koma hægt og ró-
lega. Og vegna þess að þetta sam-
band var tiltölulega hamingjusamt
er ekkert ofboð í mér. Ég veit að ef
það á fyrir mér að liggja að búa með
konu þá gengur það.
Auðvitað eru mörg ljón á vegin-
um, það er svo erfitt fyrir fólk að
hlúa að ástinni. Það eru nánast
pólitískir flokkar í landinu sem
byggja þeirri grundvallarkenn-
ingu að ástin sé hlekkir. Þar við bæt-
ist allt þetta tal um samfaratækni og
leikfimi. Lögleiðing ástarinnar í
hjónabandinu gerir manni einnig
erfitt fyrir svo og kynvillufaraldur-
inn. Sumar konur gerast lesbískar af
pólitískum ástæðum með viðeig-
andi andsvari hjá viðkvæmum karl-
mönnum. Maður verður dálítið
svartsýnn við þessar aðstæður."
— Pú fellur samt ekki fyrir freist-
ingunni og byrjar aftur aö drekka?
„Þegar maður hefur einu sinni
lent í því að verða alkóhólisti verður
maður að forðast það að lenda aftur
í skelfingum brennivínsins. Besta
ráðið til þess er að rifja upp líf sitt í
smáatriðum og íhuga hvað gæti
hugsanlega komið manni á fyllirí.
Það sem helst gæti komið mér á fyll-
irí er þegar eitthvað fer úrskeiðis í
ástarmálunum sem er enn ein sönn-
unin fyrir því hversu mikilvæg þau
eru. Ég held að ég hafi ekki komið
auga á þetta fyrr en ég hafði verið
edrú í mörg ár. Og þegar ég gekk í
gegnum skilnaðinn varð ég einmitt
hræddur um að hann myndi skapa
slíka ringuireið að ég myndi detta í
það.
Ljóst er að eftir að ég hætti að
drekka hef ég meðvitað þurft að
setja alls kyns hluti .á vogarskálar
sem venjulegt fólk þarf ekki að
hugsa um. Allt hjálpast við að styðja
venjulegan mann sem lifir ham-
ingjuríku hjónalífi með konu sinni.
Samfélagið samþykkir lífshætti
hans: hann á börn, lifir í frjóu sam-
félagi við konu sína, þau sjá árangur
samverunnar í börnum sínum, ein-
hvers konar sköpun hefur átt sér
stað. Ástin gengur ekki nema hún sé
samsæri tveggja gegn heiminum.
Hún er aldrei það sama og vinskap-
ur. Vinir eru kynferðislega útilokað-
ir. Eins er það með mig að hafi ég átt
í ástarsambandi við konu er útilok-
að að hún verði vinkona mín síðar.
Það er ósköp eðlilegt því ást og vin-
átta eru tilfinningalega séð tvennt
ólíkt. Þú getur verið vinur einhvers
sem þú hittir ekki í tíu ár en ástar-
samband krefst ákveðinnar nær-
veru vegna þess að ástin þrífst ekki
nema virkt samband sé milli elsk-
endanna. Ef þú finnur ekki neitt
sem vísar fram á við í ástarsam-
bandinu er það dautt. Vinskapur
þarf hins vegar ekki að vera frjór,
hann má vera ósköp hversdagsleg-
ur. Hann getur stundum verið
skemmtilegur og frjór en hann get-
ur líka verið hreinlega leiðinlegur.
Menn geta verð saman í leiðindum
sínum jafnt sem gleði."
— Huers vegna finnst þér ekki
ganga aö eiga vináltusamband viö
fyrrverandi ástkonur?
„Ég hef reynt það en komst að
raun um að það var tó'mt rugl. Það
yrði í besta falli til að valda hvort
öðru leiðindatruflunum í ástarsam-
böndum síðar meir en í versta falli
endar slíkt með skelfingu. Þegar
fólk sem verið hefur elskendur ár-
um saman slítur samvistum þá
fylgja því þvílík átök — hafi það á
annað borð lagt eitthvað í samband-
ið — að það tekur langan tíma að
gróa um heilt og þá er fólk komið
langt í burtu hvort frá öðru. Hitt er
svo líka til að fólk hafi sofið saman
að nafninu til í þrjú ár en verið ó-
kunnugt með öllu, þá getur það
kannski orðið vinir. Þetta var vin-
sælt á tímabili, þá áttu allir að vera
í þeim leik að vera voða góðir vinir.
En ég held að það hafi verið partur
af hræsni tímans."
Skólastjóri á sextugsaldri, frá-
skilinn, nokkurra barna faðir.
Sérkennilega sjarmerandi og
segir að útlitsins vegna hafi
hann á tímabili orðið eins konar
tískuvara hjá kvenfólkinu,
honum sjálfum til mikillar
undrunar.
„Á vissum tímabilum var ég bein-
línis í leit að ástarsamböndum. Þá er
maður kominn að þessu svokallaða
fjöllyndi karla sem oft er talað um,
eða þörf fyrir framhjáhald. Þar
finnst mér oft að hlutirnir séu mis-
skildir. Fjöllyndi giftra karla er oft
túlkað á þann veg að þeir séu orðnir
leiðir á kerlingunni sinni og langi í
eitthvað yngra, að minnsta kosti
eitthvað nýtt. Þessu er áreiðanlega
oft þveröfugt farið, nefnilega þannig
að hún er orðin kynferðislega leið á
honum eða það finnst honum að
minnsta kosti. Þetta getur bæði
komið fram í stóru og smáu. Til
dæmis hættir hún að svara kossum
umhugsunarlaust utan fjögurra
veggja. Þá fer hún að líta í kringum
sig og athuga hvort einhver sjái til
og því um líkt. I stað þess að vera til
í kynmök nánast hvar sem er og
hvenær sem er finnast alls konar
meinbugir varðandi tíma og að-
stæður: það er of kalt, það er of
þröngt, það þyrfti að fara í bað áður
og svo framvegis."
— Lentiröu illþyrmilega í þessu í
hjónabandinu?
„Nei, ekki svo. Þessi tilfinninga-
kuldi á síður við um fyrrverandi eig-
inkonu mína en sumar aðrar. En það
skiptir ekki máli hvaða kona á í hlut,
maður veit alltént af fyrri reynslu að
þetta er ekki annað en fyrirsláttur.
Þetta getur verið einna lakast þegar
hvorki er hægt að finna neitt að
tíma né aðstæðum. Það er orðið
hálfdapurlegt þegar þarf langan
tíma til að velgja þá konu upp sem
áður bráðnaði á augabragði í fang-
inu á manni. Svo er það blátt áfram
átakanlegt þegar blessuð konan er
öll af vilja gerð en langar ekki sjálfa.
Það dregur úr manni allan mátt.
Það getur verið allt í lagi að eiga
þannig kynmök í nokkur skipti ef
maður er bara að svala fýsn sinni og
er tiltölulega sama um konuna. En
það er illþolanlegt til lengdar, sér-
staklega ef maður elskar konuna og
er meðal annars sólginn í þá ástúð
sem er fólgin í gagnkvæmri kyn-
nautn með henni. Það veldur bara
sálarkreppu.
En það er ekki hægt að álasa kon-
unni fyrir þetta. Hún er einfaldlega
hætt að hafa gaman af þessu líkam-
lega á sama hátt og áður þótt henni
geti þótt vænt um mann að öðru
leyti og vilji halda í mann. Það er
áreiðanlega illmögulegt fyrir konu
að gera sér upp ástleitni, að minnsta
kosti gagnvart þeim sem þekkir
hana og man hvernig hún var þegar
hún var ástfangin. Hitt er svo annað
mál að ekki eru allar konur ástleitn-
ar eða virkar þótt þær séu ástfangn-
ar. Mér finnst óframfærni og skortur
á frumkvæði algengustu gallar
kvenna hvað kynlíf varðar. Ég verð
þó að segja að jafnréttissinnaðar
konur eru samt öðrum skemmti-
legri að þessu leyti."
— Og þú hefur þá væntanlega
fremur dregist aö þeim en öörum
konum?
„Já, ég hef alltaf dregist meira að
sjálfstæðum konum og hef alltaf
verið fremur hlynntur jafnréttisbar-
áttunni ef hún er ekta eins og ég kýs
að orða það. Enda lá við að hún
bjargaði hjónabandi mínu fyrir
horn. Konan mín þáverandi varð
nefnilega svo miklu betri í skapinu
og ánægðari með sjálfa sig eftir að
hún fór að finna mátt sinn í þessari
baráttu. Og reynsla mín er sú að
raunverulegar jafnréttiskonur séu
yfirleitt ljómandi góðar ástkonur.
En þegar maður er í sambandi við
konu og hefur lengi farið á mis við
ástleitni hennar þá byrjar maður
smám saman að venjast undan ef
svo má segja, eins og lamb undan á.
Þessi svokallaða sálarkreppa getur
jafnvel valdið þvð að maður verði
getulítill, geti illa stjórnað sér við
kynmök, þá sjaldan þau eiga sér
stað. Þá verður konan eðlilega fúl
þegar hún ætlar að fá eitthvað út úr
þessu. Svo lenda hjónin í vítahring
og byrja að fælast hvort annað.
Svo hættir maður að standa í
þessu. Og þegar ég hitti síðan konu
sem girnist mig og vefur sig næstum
um mig eins og slanga, þá er það
eins og endurnýjun lífdaganna.
Maður var jafnvel búinn að gleyma
hvernig það var að vera elskaður. Ef
þessi kona er þar að auki skemmti-
leg og hefur svipað skopskyn og
maður sjálfur getur það leitt til þess
að maður verður ástfanginn. Þá fer
ýmislegt að gerast: snerting lófanna
verður eins og ráfstraumur og
munnvatnið verður sætt.
Ég tel víst að karlmenn séu afar
tregir til að játa það fyrir sjálfum sér,
hvað þá öðrum, að þetta ástúðar-
leysi eiginkonunnar sé ástæðan fyr-
ir framhjáhaldi þeirra. Það verkar
voðalega særandi fyrir stoltið. I stað
þess taka þeir beint eða óbeint und-
ir gömlu tugguna um fjöllyndið. Það
er ugglaust stundum rétt en ég hef
grun um að hitt sé algengara. Það er
ekki svo að skilja að ég hafi lent illa
í þessu sjálfur en þó hef ég kynnst
þessu nógu vel til þess að ég þykist
skilja þetta. Eftir að þetta kom fyrir
mig fór ég að skilja ýmsar hálf-
kveðnar vísur sem ég hafði heyrt frá
mörgum karlmönnum og ég hafði
bókstaflega ekki skilið hvað þeir
áttu við.“
12 HELGARPÓSTURINN