Helgarpósturinn - 24.10.1985, Qupperneq 20
LEIKLIST
Lesfluttar valkyrjur
Þjódleikhúsið, Litla sviðið:
Leiklestur á Listahátíð kvenna.
Valkyrjurnar
eftir Huldu Ólafsdóttur
í leikstjórn höfundar.
Flytjendur: Edda Þórarinsdóttir, Randver
Þorláksson, Tinna Gunnlaugsdóttir,
Margrét Guðmundsdóttir, Þórunn Magnea
Magnúsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Anna
Kristín Arngrímsdóttir, Herdís Þorvalds-
dóttir, Baldvin Halldórsson.
Það var skemmtileg nýbreytni sem Þjóð-
leikhúsið bryddaði uppá í síðustu viku, að
láta lesa leikrit í Leikhúskjallaranum.
Reyndar hefur þetta verið gert einusinni
áður fyrir nokkrum árum, en ekki var fram-
hald á þvi þá.
Leiklestur veitir tækifæri til þess að flytja
ný eða forvitnileg leikrit, án þess að leik-
húsið kosti öllu því til sem þarf við uppsetn-
ingu heils leikrits. Leikrit geta vissulega vg'-
ið forvitnileg, þó svo að þau þyki ekki sér-
lega girnileg til uppsetningar. Leiklestur gæti
því vel verið fastur liður í fjölbreyttri leikhús-
starfsemi. Hæpið er reyndar að þessi flutn-
ingsmáti eigi sér mjög stóran áheyrendahóp,
en nægjanlegur ætti hann þó að vera, ef efn-
ið er vel valið, til þess að lesa megi nokkrum
sinnum.
Leikritið sem upp var lesið er eftir höfund
sem ekki hefur áður kvatt sér hljóðs á þess-
um vettvangi. Eins og nafnið bendir til fjallar
verkið mest um konur. Það eru liðin tíu ár
síðan vinkonurnar stofnuðu kvennabaráttu-
klúbbinn Valkyrjurnar. En það gerist margt á
skemmri tíma og margar vinkvennanna
hafa horfið sjónum en klúbburinn þróast í að
verða venjulegur saumaklúbbur (kjafta-
klúbbur). Ein af þeim gömlu sem horfin var
úr klúbbnum, en er orðin þingmaður, kemur
óvænt til að minna á afmælið, sem hinar
voru búnar að gleyma og spinnst út frá því
mikil orðræða um upphaflegan tilgang
klúbbsins, um kvennabaráttuna og þau mis-
munandi viðhorf sem vinkonurnar hafa nú.
Reyndar sýnast þær allar vera í nokkurri
andstöðu við þingmanninn og finnst óþægi-
legt að láta minna sig á baráttumálin.
1 þessu efni er vissulega margt sem skoð-
unar er vert og gefur tilefni til að skoða fortíð
og nútíð. Myndin sem sýnd er sýnist eitthvað
á þá leið að flestar hafi vinkonurnar gleymt
baráttumálunum en séu nú á fullu í lífsgæða-
kapphlaupinu. Þetta má vissulega allt til
sanns vegar færa, en ég held að þessi saga,
eða saga af þessu tagi, verði varla sögð á
sviði nema að hún kristallist með skýrum
hætti í örlögum þeirra persóna sem við sögu
koma. Við fáum ósköp lítið að vita um þessar
konur, nema eina, þá sem heldur boðið, en
það er of lítið til þess að sagan verði virk á
sviði. Það er einnig fremur klén leið að segja
þessa sögu í orðræðu eina kvöldstund, án
neinnar framvindu sem snertir þessar per-
sónur á sviðinu. Areksturinn sem verður á
sviðinu er uppgjör á milli mæðgna, þeirrar
sem heldur boðið og mömmu hennar, en
mamman hefur allt í einu fundið nýjan mann
og yfirgefið pabba fyrir austan, en það þolir
dóttirin alls ekki, þrátt fyrir allt frjálslyndis-
tal. En þessi árekstur nær ekki að bera uppi
umræðuna sem á undan er farin, þó þar sé
vissulega efni á ferðinni sem gera má sér mat
úr.
Það eru mörg ágæt móment í verkinu sem
mætti gera sér góðan mat úr á sviði og nutu
þau atriði sín ágætlega í lesflutningiium, sem
var í heildina lifandi og skemmtilega fram
borinn.
POPP
Óskabörn blaðamanna
FABLES OF THE RECONSTRUCTION -
R.E.M.
Útgefandi: IRS/Steinar.
R.E.M. er hljómsveit, sem er allrar athygli
verð. Nokkrir kunningjar mínir hafa haldið
nafni hennar alllengi á lofti og ekki sparað
bestu lýsingarorðin, þegar nafnið R.E.M. bar
á góma. Sannast að segja skildi ég ekki þessa
taumlausu aðdáun fyrr en nú fyrir stuttu,
þegar ég gaf mér loks almennilegan tíma til
að hlusta á plötuna, sem er hér til umfjöll-
unar. Það er sumsé ekki nóg að setja plötu
með R.E.M. á fóninn og láta hana svo ganga.
Það verður að leggja almennilega við hlust-
irnar líka.
Það eru ekki aðeins nokkrir kunningjar
mínir úr plötusnúðastétt, sem hafa komið
auga á kosti tónlistar R;E.M. (ef svo aulalega
má að orði komast). Úrvalslið bandarískra
tónlistarblaðamanna hefur marglýst yfir
hrifningu sinni, og meira að segja hefur einn
og einn Breti haft í frammi ástarjátningar. Og
þá er nú oft eitthvað vafasamt á ferðinni,
þegar þeir hrósa amerískri tónlist.
Þrátt fyrir allan hrósyrðaflauminn í virtum
blöðum jafnt sem ómerkilegum, hefur al-
menningur enn ekki tekið almennilega við
sér. Plötur R.E.M. seljast þokkalega, en ekk-
ert meira. Enn er Iangt í, að fyrsta platínu-
platan verði negld upp á vegg hjá liðsmönn-
um hljómsveitarinnar. Því miður er ég
smeykur um, að Fables Of The Reconstruc-
tion eigi ekki eftir að laga stöðuna að neinu
ráði.
Strákarnir í R.E.M. láta sér vinsældir eða
óvinsældir í léttu rúmi liggja. Þeir Michael
Stipe, Peter Buck, Mike Mills og Bill Berry frá
Aþenu í Georgíu eru bara að skemmta sjálf-
um sér. Það er svo sem ekkert verra, að
skemmtunin gefi eitthvað af sér í aðra hönd,
en ekkert aðalatriði heldur.
R.E.M. er aðeins fimm ára gömul, — stofn-
uð að vori 1980. Peter Buck hafði skömmu
áður keypt sér fyrsta gítarinn, svo að leikur
hans var ekki burðugur framan af. Á þessum
fáu árum, sem liðin eru, hefur pilti þó farið
heldur betur fram. Eitt helsta einkenni tón-
listar R.E.M. er einmitt „þykkt lag“ gítar-
leiks, bæði rafmagnaðs og órafmagnaðs.
Michael Stipe söngvari setur einnig svip á
tónlist R.E.M. Söngurinn er reyndar daufur á
köflum og hljóðblandaður svo aftarlega, að
orðaskil greinast varla. Raddbeitingin er
einnig sérstök og tilviljunum háð. Einna
helst dettur manni í hug, að hún fari eftir því,
í hvaða skapi Stipe sé, þegar hann syngur
þetta eða hitt lagið. — Þessi lýsing á tækni
söngvara R.E.M. gæti hljómað sem argasta
last, en er síður en svo ætlað að vera það.
Stipe kann Iagið á að beita einhverjum
sjarma, sem fellur prýðilega að tónlist félaga
hans.
Michael Stipe semur einnig texta við lög
hinna. Ég reyndi að hlusta eftir þeim, en
skildi ekki ýkja mikið. Aðdáendur R.E.M. og
ýmsir gagnrýnendur hafa hrósað textum
Stripes í hástert, liðsmönnum hljómsveitar-
innar til óblandinnar kátínu. Oft á tíðum
segja þeir ekki neitt og eru aðeins uppfylling
til þess að tónlistin sé ekki instrumental. Sem
eitt hljóðfærið í viðbót hljómar rödd Stripes
því ágætlega í heildarmyndinni.
Ekkert laganna ellefu á Fables Of The
Reconstruction á eftir að komast hátt á vin-
sældalista. Þau eru svo sem ekkert verri fyrir
það. Laglínur eru eiginlega hvorki ómþýðar
né -stríðar, heldur einhvers staðar mitt á
milli. — Tónlist R.E.M. til þessa hefur verið
mun poppaðri en á nýju plötunni. Útsetn-
ingar eru hins vegar með ágætum. Fiðlur,
selló og blásturshljóðfæri eru sparlega notuð,
en setja fágaðari svip á tónlistina en ella
hefði orðið.
Sé Fables Of The Reconstruction borin sam-
an við það, sem ég hef heyrt af eldra efni
með R.E.M., þá heyrist mér skrattakollunum
fjórum vera meiri alvara nú en nokkru sinni
áður. Við skulum bara vona, að þeir fari ekki
að taka sig of alvarlega. Þá er fjandinn laus.
JAZZ
Kunstmaler Ólafsson og Montmartre
Kaupmannahöfn í september og Jazzhus
Montmartre opið á hverju kvöldi. Rétt áður-
en ég kom til Hafnar léku George Adams og
James Blood Ulmer þar og rétt eftir að ég yf-
irgaf borgina komu góðvinir íslenskra djass-
geggjara í bæinn: John Scofield og Steve
Swallow. Samt var af nógu að taka og fyrsta
kvöldið hélt djassfjölskylda Linnets og Ólafs-
sonar í Montmartre að hlýða á Jazzvél
trommarans Elvin Jones, eftir að hafa gætt
sér á þjóðfrægum rétti kunstmalerens í
Stampesgade. Sá birtist í Helgarpóstinum á
sinni tíð: djasskrydduð svínarif með íslensk-
um rauðum.
Elvin Jones er einn af höfuðsnillingum
djasstrommunnar og verk hans með kvart-
etti John Coltranes aldrei fulllofuð. Trommu-
leikur meistarans sveik þó engan en það
gerði hljómsveitarstjórn hans. Pat La-
Barbera og Sonny Fortune blésu í saxana,
Fumio Itabashi sló píanóið einsog Don
Pullen á vitlausum hraða, enda flest undar-
legt á þeim japanska bæ. Bassaleikari var
Chip Jackson og meir er ekki um það að
segja. LaBarbera hefur aldrei höfðað til mín
en hart boppið hans er kunnáttusamlega
blásið. Þetta kvöld breytti engu þar um. Aft-
urá móti bætti Sonny Fortune nýjum drætti
í þá mynd sem ég hafði gert mér af honum.
Ljóðrænt næmi hans og frjór spuni var and-
hverfa hinna einleikaranna. Elvin nálgast
brátt sextugt og þyrfti að komast í hljómsveit
hjá einhverjum stórsnillingnum áðuren yfir
lýkur.
Ágætir vinir okkar voru ekki að spila þá
viku er ég dvaldi í Höfn. Niels-Henning hafði
sent frúna til London og gætti bús og barna
og leitaði lækninga við bágu hnéi — þó bú-
inn að ná sér eftir afmæli Jazzvakningar. Ole
Kock og Etta Cameron æfðu stíft fyrir kirkju-
tónleika og Óli búinn að fá nýja hugmynd um
íslensku þjóðlögin. Þau skal hljóðrita með
djasstríóinu auk tvöfalds strengjakvartetts.
Vonandi fást bæði danskir og íslenskir styrk-
ir til þess verks! Afturá móti var Jens Winther
að leika á Montmartre með kvintett sínum:
Jens Winther/Tomas Frank Kvintet. Tomas
er tenóristi og lítur út einsog sá ágæti mynd-
listarmaður Örn Karlsson. Voldugur á sviði
sem í blæstri. Píanistinn var Ben Besiakov,
kraftmikill gosstílisti. Afturá móti var rýþmi
Niels Guffi Pallesens og Soren Christiensens
heldur máttvana í það minnsta ef maður
minntist Péturs Östlunds er djammaði með
Winther hér á klakanum þegar djassfestí-
valið geysti.
Allt er þegar þrennt er og þriðjudaginn 1.
október var fríður flokkur Islendinga mætt-
ur í Montmartre til að hlusta á altistann
Richie Cole. Þetta var fyrsta heimsókn hans
til Kaupmannahafnar og hefði húsfyllir varla
komið á óvart. Svo var þó ekki enda Danir
kannski ekki eins handgengnir altistanum
og íslenskir er tvívegis hafa barið djassþátt
með honum augu í elsku sjónvarpinu. Richie
Cole er hressilegur bíboppari. Leikgleðin er
aðal hans, krafturinn og lífsfjörið. Með hon-
um voru píanistinn Richard Hindman af
Petersonættinni, bassistinn Paul Warburton
og trommarinn Colin Bailey. Það var mikill
munur á sveitum Elvin Jones og Richie Coles
Þeir Colebúar voru ekki betri hljóðfæraleik-
arar nema síður væri, en þeir elskuðu að
spila, þreytuna var hvergi að finna, hvert
verk var ný upplifun og leikgleðin smitaði
hlustendur og brátt var einsog hálftómur sal-
urinn væri pakkaður. Þeir Richie og Pat La-
Barbera léku saman í Buddy Rich bandinu
þegar Bob Magnusson var þar á bassa. Þá
var líka þúsundsinnum meiri kraftur í Richie
en Pat. Að konsert loknum stóðu piltarnir
veglausir uppi. Þeir voru svangir og vissu
ekkert hvert halda ætti. En enginn er settur
á guð og gaddinn þegar kunstmaler Ólafsson
er nærstaddur og innan tíðar sátum við ís-
lenskir og bandarískir í góðum fagnaði,
borðandi pizzu og drekkandi bjór.
Og heimurinn er lítill. Allir þekktu þeir
Bob Magnusson og trommarinn gráhærði
hafði leikið með Árna Egilssyni. Vonandi á
Richie Cole eftir að heimsækja ísland. Hann
fílar örugglega íslenska djassgeggjara og
þeir hann.
Stundum eru fréttir lengi að berast —
meirað segja á fjölmiðlaöld. Ég frétti ekki
fyrren októberheftið af down beat að altó-
saxafónistinn Chris Woods væri látinn. Hann
dó þann 4. júlí sl. úr krabbameini aðeins 59
ára gamall. Chris er okkur íslenskum djass-
geggjurum að góðu kunnur því hann kom
tvívegis hingað: í fyrra skiptið með stórsveit
Clark Terrys og í seinna skiptið ásamt konu
sinni Lynnet Woods, sem sló trommur. Þau
eftir Vernharð Linnet
léku ásamt Guðmundi Ingólfssyni og Arna
Scheving svoog Kristjáni Magnússyni á Hótel
Sögu.
Chris Woods var minnisstæður í Clark
Terry bandinu. Þar var hann fremstur ein-
leikara ásamt hljómsveitarstjóranum og þeir
fóru oft á kostum. Það var einsog tónlistin
lyftist á æðra stig þegr Chris blés sólóa sína
eða blés dúetta með Clark Terry.
Chris var mikill stórsveitargaur og fyrir ut-
an að leika í sveit Clark Terrys lék hann með
Dizzy Gillespie og Count Basie. Hann dvald-
ist löngum í Evrópu og þar fékk hin ljóðræna
náttúra hans að blómstra og þá greip hann
gjarnan til flautunnar.
En það hafa fleiri djassmenn kvatt okkur
undanfarið og meðal þeirra þrjú stórstirni:
trompetleikarinn Cootie Williams er lést 15
september og trommararnir Jo Jones er lést
3. september og Philly Joe Jones er lést 30.
ágúst sl. Cootie var löngum höfuðeinleikari
DukesEllingtons og eitt frægasta verk meist-
arans var skrifað fyrir hann: Concerto for
Cootie, sem frumflutt var 1940. Jo Jones var
trommari Count Basie frá 1935 til 1938 og
var ekki síst ábyrgur fyrir sveiflunni í Sveiflu-
vélinni miklu einsog Basie bandið var kallað
— Elífðarvél sveiflunnar, sagði Jón Múli. Ætli
önnur eins hrynsveit hafi nokkru sinni leikið
saman einsog Count, Jo, Freddie Green og
Walter Page. Philly Joe Jones var það fyrir
nútímadjassinn sem Jo Jones var fyrir sveifl-
una og best munum við hann í hljómsveitum
Miles Davis. Eitt af nýjustu verkum hans var
stórkostleg breiðskífa með ópusum Tad
Damerons.
20 HELGARPÓSTURINN