Helgarpósturinn - 24.10.1985, Page 28

Helgarpósturinn - 24.10.1985, Page 28
Talið er nær frágengið að Frid- jón Guðrödarson sýslumaður á Höfn Hornafirði, taki við sýslu- mannsembættinu á Hvolsvelli, sem dómsmálaráðherra, mun senn veita. Hér er um að ræða embætti það, sem Böðvar Bragason, hinn nýi lögreglustjóri Reykvíkinga, gegndi. Reiknað er með því að fleiri verði um Hvolsvallarembættið, en kunnugir telja að Friðjón hljóti nær örugglega hnossið, er framsóknar- maður og í ofanálag vel látinn embættismaður eftir langa og góða þjónustu á suðausturhorni lands- ins... D ■■^eilurnar 1 Bandalagi jafnað- armanna hafa verið allharðar upp á síðkastið og deilumenn talað út í fjölmiðlum. Núna bregður hins veg- ar svo við, að deilurnar í BJ virðast hafa vikið fyrir nýjum deilum, nefni- lega deilum í Félagi jafnaðarmanna, félagi „fornaldarkratanná', eins og Kristófer Már Kristinsson kallaði andófshópinn. Þannig virðist t.d. Kolbrún Jónsdóttir þingmaður vilja halda friðinn í þingflokki BJ en félagar hennar í Félagi jafnaðar- manna ekki. Hins vegar bíða menn nú spenntir eftir því hvort þær stöll- ur Kolbrún og Kristín Kvaran muni ganga til liðs við hina eigin- legu krata á þingi. Sagan segir, að Jón Baldvin myndi svosem „þiggja" þær sem liðsmenn í þing- flokkinn, en ekki meir. Þannig sé það fyrirfram ljóst, að þær fengju aldrei að fara í framboð fyrir AI- þýðuflokkinn... S__™............... fólks — Byggung — hefur boðið fólki 30% ódýrari íbúðir en gengur og gerist á markaðnum. Nú mun fyrirtækið hins vegar vera komið í mikla greiðsluerfiðleika og heyrum við að skuldir Byggungs nemi tug- um milljóna króna. Ennfremur er því fleygt að fyrirtækið muni fara fram á greiðslustöðvun í náinni framtíð. .. D ■ mannsókn FMC, Federai Maritime Commission, í Washing- ton D.C. í Bandaríkjunum á í hugs- anlegum ólöglegum viðskiptahátt- um íslensku skipafélaganna miðar hægt og langt í að niðurstöður liggi fyrir. Hins vegar hefur HP öruggar heimildir fyrir því, að þegar hafi rannsóknarmenn FMC komist á snoðir um lögbrot a.m.k. eins skipa- félaganna og er um að ræða óleyfi- legan afslátt af skráðu farmgjaldi. Ólíklegt er talið, að farið verði í mál vegna þessa atriðis. Skipafélagið, sem mun hafa brugðið út af settum reglum er Hafskip. .. A IUJ lAlbcrt Guðmundsson er ekki á því að láta neitt það af hendi, sem hann hefur einu sinni náð að festa. Þannig lét hann aldrei fjár- málaráðherrastólinn ganga til eftir- manns síns t embættinu, Þorsteins Pálssonar, heldur flutti stólinn með sér yfir í iðnaðarráðuneytið. Og meira um stólamál Alberts. Nú hafa þingmenn tekið eftir því að Albert situr sem fastast í sínum gamla fjár- málaráðherrastóli í þinginu, en ráð- herrastólum þar er raðað eftir virð- ingarsessi þeirra. Þorsteinn verður hins vegar að blta í það súra epli að vera settur á ysta bekk. Nei, Albert gefur sig ekki fyrr en í fulla hnef- ana... Við rýmum fyrir nýjum birgðum. Og þess vegna er lambakjöt ennþá fáanlegt á gamla verðinu. Á meðan birgðir endast gefst þér tœkifœri til þess að fylla frystihólfin af úrvalskjöti á einstœðu verði. Það er góð búmennska! Líttu við í nœstu verslun. Látt’ekki gott úr greipum renna! **$£$**& 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.