Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 6
eftir Eddu Andrésdóttur Steingrímur veðjar á konur og ungt fólk sem ætlar inn á framboðs- lista í öllum kjördæmum Hreinsanir í Framsókn í röðum framsóknarmanna verður óttinn við að bíða afhroð í næstu kosningum æ magnaðri, sérstaklega meðal yngra flokks- fólks. Það er mat manna að Framsóknar- flokkurinn fái það slæma útreið í kosning- um, að hann muni eiga erfitt uppdráttar eftir það. Því sé aðeins um tvær leiðir að ræða í dag; að taka áfallinu og hefja uppbyggingar- vinnu að kosningum loknum, eða byrja strax að breyta útliti flokksins og samræma ólík öfl innan hans. Fái yngri armurinn að ráða verð- ur síðari kosturinn ofan á, sem þýðir byltingu í Framsóknarflokknum. Eina von yngri manna og kvenna í þessu sambandi er for- ysta flokksins; Steingrímur Hermannsson forsœtisrádherra, Halldór Ásgrímsson sjáu- arútvegsráöherra og Gudmundur Bjarnason ritari flokksins. Og þó svo þeir þrír muni tæp- lega ganga til verksins með bros á vör, er kjarni málsins sagður sá að þeir viti einfald- lega að þetta þurfi að gera. I næstu kosningum má ráðgera að um tutt- ugu þúsund nýir kjósendur gangi að at- kvæðaborðinu í fyrsta sinn, og ljóst þykir að í þeim hópi sé hverfandi stuðnings við Fram- sóknarflökkinn að vænta. Á þessu hefur Samband ungra framsóknarmanna vakið at- hygli hvað eftir annað. Undirtektir flokks- manna hafa þó verið slælegar, að undan- skildum Steingrími Hermannssyni, Halldóri Ásgrímssyni og Guðmundi Bjarnasyni. Og með þeim þremur vilja umbótamenn vinna og teija samvinnu mjög tímabæra. Þá má spyrja hvort róttækar breytingar á við þær að fá eldri menn í þingflokkinum til að víkja fyrir yngri mönnum og konum falli í göðan jarðveg hjá fyrrnefndum þremur í flokksforystu. Eftir því sem Helgarpósturinn kemst næst hafa hugmyndir af þessu tagi verið ræddar, þó þeir þrír hafi ekki fallist á þær — ennþá. „Það er ekki auðvelt fyrir Steingrím, Hall- dór og Guðmund að standa fyrir byltingu í flokknum, það gerist fyrst og fremst vegna þrýstings frá ungum mönnum og konum. Þeir sjá nauðsyn þess að gera þetta," segir framsóknarmaður við HP. Aðrir benda á að Steingrímur sér byrjaður að gefa til kynna að hann hyggist ekki vera formaður til æviloka. Það þykir ekki ólíklegt að hann vilji láta af formennsku á næsta kjörtímabili, og þar sem hann kæri sig ekkert um að flokksfylgið hrynji í þeim síðustu kosningum, sé viðbúið að hann taki betur á móti hugmyndum um endurnýjun en ella. Það verður erfitt að hrófia við þingmönn- um vilji þeir ekki víkja, en að hverjum bein- ast spjótin? Heimildir Helgarpóstsins benda á Davtð Aðalsteinsson á Vesturlandi. Við Alexander Stefánssyni verði hins vegar ekki hróflað. Gífurlegur rígur mun á milli Stein- gríms Hermannssonar og Ólafs Pórðarsonar á Vestfjörðum, og er jafnvel búist við að Ólaf- ur verði sá eini sem ekki gefi kost á sér í næstu kosningum. Bent er á Dagbjörtu Höskuldsdóttur á Vestfjörðum í staðinn. Á Norðurlandi vestra eru Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson óhagganlegir. BB- framboð er væntanlegt frá Ingólfi Guöna- syni, en tæplega búist við verulegu fylgi. Á Norðurlandi eystra eru Ingvar Gíslason og Stefán Valgeirsson sem vonir eru bundnar við að vilji taka sér hvíld. í stað þeirra viija menn fá konu, og Valgerður Sverrisdóttur er nefnd. Á Austfjörðum mun Jón Kristjánsson ekki öruggur um sitt sæti, þar viija menn fá tvær konur inn, önnur þeirra er VigdísSvein- björnsdóttir á Egilsstöðum. Þá eru uppi hug- myndir um að fá Þórarin Sigurjónsson á Suðurlandi til að draga sig í hlé. Guðni Agústsson er nefndur sem sterkur maður í kjördæminu í hans stað. Unnur Stefánsdóttir hefur einnig verið sterklega orðuð við Suð- urlandið. í Reykjanesi er allt sagt galopið; Jó- hann Einvarðsson nýtur lítils fylgis, en þar hefur nafn Unnar Stefánsdóttur einnig borið á góma, Helgu Jónsdóttur og Ingu Þyrí Kjartansdóttur. Þórður Ingvi Guðmundsson kemur sterklega til greina. Þá er komið að Reykjavík. Haraldur Ólafsson er sagður hafa lítið fylgi innan flokksins þó hann sé virtur, og ekki mun áhugi á að hann haldi áfram. Spurningin er hins vegar hvort Guðmundur G. Þórarinsson gefur kost á sér aftur. Ekkert svar hefur komið frá honum um það. Óg inn- an SUF leggja menn hart að Finni Ingólfssyni formanni að gefa kost á sér. Þá hefur kvisast að Helgi Pétursson ritstjóri NT og Bolli Héð- insson hagfræðingur hjá Farmanna- og fiski- mannasambandinu hugsi sér til hreyfings og hafi þreifað eftir hugsanlegum stuðningi, sá fyrri í Reykjanesi en Bolli á Suðurlandi: Af fleiri nýjum nöfnum sem nefnd hafa verið má telja Bjarna Hafþór Helgason og Jón Sigurðarson á Akureyri, Jón Sveinsson Akranesi, Jens Valdimarsson Vestfjörðum, Guömund Kr. Jónsson, Hrólf Ölvirsson og Arnar Bjarnason á Suðurlandi, Elínu Jó- hannesdóttur og Drífu Sigfúsdóttur Reykja- nesi. Jón Helgason ráðherra er sagður traustur í sínu kjördæmi; hann vilji halda áfram og úr röðum flokksmanna má heyra að hann hafi tekið sig á eftir gagnrýnisraddirnar, og frem- ur lítið er gert úr vantrauststillögunni á dög- unum. Kosningaskjálftinn er farinn að gera vart við sig, og harður kjarni innan SUF stefnir greinilega að uppstokkun á þingflokknum og ætlar sér stuðning Steingríms, Halldórs og Guðmundar. Samkvæmt heimildum HP má því vænta þess að á næstunni verið hafist handa á bak við tjöldin að reyna að fá ákveðna menn til að taka sér hvíld. „Málið er að sumir þingmanna vita til hvers er ætlast af þeim, en þeir njóta mikils stuðnings í sínum héruðum. Þeir myndu flestir ná inn ef farið yrði í slag úti á landi, nema Steingrímur, Guðmundur og Halldór berðust fyrir einhverjum öðrum. En það verður erfitt að sjá þá gera það,“ sagði innan- búðarmaður við HP. Ljóst er samt að víki eldri mennirnir ekki fyrir yngri kröftum og þar með töldum kon- um sem hafa látið verulega til sín taka að undanförnu, verður reynt að berjast fyrir endurnýjun af einhverju tagi, en eins og einn viðmælenda HP orðaði það: „Það verður vondur slagur, og flokkurinn verður aldrei heill eftir þann slag.“ Undir væntanlega byltingu í Framsóknar- flokknum kynda háværar gagnrýnisraddir sem beinast að þingflokknum; ekkert hafi verið gert til að samræma mismunandi sjón- armið innan flokksins og hugmyndafræðileg vinna sé í lágmarki. Þingmenn Framsóknar hafi alltaf verið stjórnarmegin og þar af leið- andi aðeins þurft að verja stefnu ríkisstjórn- ar. Þeir hafi aldrei iært að berjast. „Þing- flokkurinn er vonlaust apparat," sagði ungur framsóknarmaður við HP. Paul Quiles og fleiri reyna að vekja Reagan af stjörnustríðsdraumnum Risaveldin koma steingerö til fundar á tindinum í Genf ERLEND YFIRSÝN Að fróðra manna sögn býr í kjarnorku- vopnum sem nú eru tiltæk í vopnabúrum spréngimáttur og eiturgeislun sem nægði til að útrýma öllu mannkyni tólf sinnum. Yfir níutíu og níu af hundraði þessa eyðingarafls er í höndum valdhafa tveggja ríkja, Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna. I næstu viku koma æðstu menn þeirra, Mikhail Gorba- tsjoff og Ronald Reagan, saman til fundar í Genf, sem lengi hefur verið öðrum borgum fremur setur friðarviðleitni á heimsmæli- kvarða. Rúmur hálfur áratugur hefur liðið án þess að Bandaríkjaforseti og sovéski aðalritarinn hittust. Þegar fundur þeirra var ákveðinn að frumkvæði Reagans, eftir heitingar og við- ræðuslit síðustu ára, komu víða fram vonir um að þar kynni að verða stigið verulegt skref, í viðbót við þau sem felast í fyrri samn- ingum, til að hemja vígbúnaðarkapphlaupið, sér í lagi á sviði kjarnorkuvígbúnaðar' Því nær sem fundi dregur virðast þeir sem best ættu að fylgjast með sleppa frá sér þeim möguleika. Reagan og Gorbatsjoff segjast báðir hafa meðferðis til Genfar tillögur um helmings niðurskurð á birgðum risaveldanna af lang- drægum kjarnorkuvopnum, og hafa birt ávæning af efni þeirra. Sú vitneskja leiðir í ljós, að tillögurnar eiga fátt annað sameigin- legt en hlutfallstöluna 50%. Viðmælendur skilgreina langdræg kjarnorkuvopn hvor á sinn hátt. Samsetning kjarnorkuvopnabúra þeirra er svo misjöfn, að það sem annar kall- ar jafnvægi í tiltekinni vopnagrein kállar hinn óviðunandi slagsíðu. Viðræðufundir forseta og aðalritara eiga að standa í níu kiukkutíma alls á tveim dög- um. Þar verður alls ekki gert út um flókin og afdrifarík ágreiningsefni vopnatæknilegs og herfræðilegs eðlis. En jafnvel þótt undirbún- ingsvinna að takmörkun kjarnorkuvígbún- aðar eða fækkun kjarnavopna væri mun lengra á veg komin en raun ber vitni, sýnir reynslan að grundvallarviðhorf viðmælenda eru svo ólík, að lán má teljast ef samfundur þeirra líður hjá án þess að gera illt verra. Þetta kom skýrt á daginn, þegar frétta- menn frá Sovétríkjunum komu í Hvíta húsið og áttu einkaviðtal við Reagan fyrir sovéska fjölmiðla, hið fyrsta við Bandaríkjaforseta í 24 ár. Isvestía, málgagn sovétstjórnarinnar, gat auðvitað ekki birt viðtalið án þess skæri ritskoðunarinnar kæmu við sögu. Stungið var undir stól ummælum forsetans um fram- ferði Sovétríkjanna í Afghanistan, um með- ferð sovéskra stjórnvalda á andófsmönnum. Sleppt vár úr þeim orðum hans, sem báru vott vilja til að taka höndum saman við Sovétmenn til að draga úr ófriðarhættu. Og auðvitað þurfti Ronald Reagan að haga þannig orðum um stjörnustriðsáformin sem honum eru svo hjartfólgin, einmitt í viðtal- inu við Sovétmenn, að enn magnaðist ringul- reiðin og óvissan um hvað fyrir honum vakir í raun og veru í því efni. I viðtalinu tvítók hann útlistun sem ekki verður skilin á annan veg en þann, að Sovétríkin fengju í fyllingu tímans neitunarvald um, hvort vígbúnaði til. varnar við eldflaugaárás yrði komið fyrir úti í geimnum eða ekki. Að sögn Washington Post vakti framsetning forsetans skelfingu í röðum stjórnar hans, því ekki varð annað séð en hann hefði í einu vetfangi gerbreytt afstöðu Bandaríkjanna í samningaumleitun- um við Sovétmenn um eldflaugavarnir. Dög- um saman kom hver útskýringin annarri álappalegri frá Hvíta húsinu, þangað til Larry Speakes, talsmaður forsetaembættis- ins, fann rétta orðið og gerði landslýð grein fyrir að þarna hefði Ronald Reagan einungis viðhaft „forsetalega ónákvæmni". Ekki fer milli mála að báðum ríkisleið- togum væri í hag að komast að samkomulagi sem drægi úr byrðinni sem hernaðarútgjöld eru ríkisfjármálum. Bandaríkjastjórn á við að stríða viðvarandi methalla á ríkissjóði, sem ógnar þeim áfanga í atvinnumálum og eyðingu verðbólgu sem Reagan á endurkjör sitt einkum að þakka. Árangur í viðleitni til að ná tökum á hallarekstrinum veltur á því, 1 að niðurskurður nái til hernaðarútgjalda. Gorbatsjoff hyggst leggja grundvöll að löngum valdaferli með því að beita sér fyrir ráðstöfunum sem megni að rífa Sovétríkin upp úr stöðnun. Vígbúnaðarbyrðin hvílir enn þyngra á sovésku þjóðfélagi en því bandaríska. En gamla valdhafakynslóðin, sem Gorbatsjoff og menn hans eru að ýta til hliðar, gæti náð bakhjarli hjá herforustunni til mótspyrnu eða jafnvel gagnsóknar, væri fjármagni beint frá hergagnaiðnaðinum án þess að fyrir lægi samkomulag sem túlka mætti sem viðurkenningu Bandaríkjastjórn- ar á að hún leitist ekki við að ná úrslitayfir- burðum yfir Sovétríkin í hernaðarmætti. í Bandaríkjastjórn er að finna áhrifamenn, sem vilja fyrir hvern mun hindra nokkuð það eftir Magnús Torfa Ólafsson samkomulag, sem líta megi á sem jafnræð- isviðurkenningu af Bandaríkjanna hálfu. Þar er fremstur í flokki Caspar Weinberger land- varnaráðherra og með honum Richard Perle aðstoðarráðherra hans. Þegar Gorbatsjoff gerði í Frakklandsheimsókn grein fyrir til- lögu sinni um helmingsfækkun kjarnorku- vopna, kvað Perle uppúr með að hún væri að engu hafandi og aðeins til þess sniðin að sundra Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum. Kom þá Carrington lávarður, framkvæmda- stjóri NATÓ, til skjalanna, lýsti yfir að sov- éska tillagan væri allrar athygli verð og NATÓ krefðist bandarískrar gagntillögu. Perle var ekki af baki dottinn, og kom fram með túlkun á samningi risaveldanna um tak- mörkun á varnarviðbúnaði við eldflaugum, sem hefði þýtt að stjörnustríðsáformum væri smeygt undir ákvæði samningsins. Varð Shultz utanríkisráðherra að hóta að segja af sér, að sögn bandarískra fréttamanna, áður en Reagan fékkst til þess að úrskurða að fyrri túlkun Bandaríkjastjórnar á samningnum skyldi gilda. Gerðist þetta rétt fyrir Moskvu- för Shultz til lokaundirbúnings fyrir Genfar- fundinn. Gerla sést að bandamenn Bandaríkjatnna í Vestur-Evrópu leggja sig nú fram að afstýra því að stjörnustríðsáætlun verði til að hinda að í Genf náist árangur í að hægja á vígbún- aðarkapphlaupi risaveldanna. Paul Quiles, landvarnaráðherra Frakklands, sagði í ræðu í fyrradag á fundi um vopnarannsóknir, að eftir því sem menn skoði stjörnustríðsáform- in betur, eflist efasemdir um að þau gætu nokkru sinni orðið að veruleika. Michael Hesseltine, landvarnaráðherra Bretlands, hafði í síðustu viku sömu skoðun eftir sínum mönnum, en bætti við frá eigin brjósti, að þótt eldflaugavarnakerfi í geimnum sem að gagni kæmi teldist vonarpeningur, gætu rannsóknir á þeim möguleika borgað sig á öðrum sviðum. Síðustu fregnir frá Washington eru á þá leið, að þar séu áhrifamenn farnir að láta ber- ast út að Genfarfundinn megi þó altént nota til að gera samning um menningarsamskipti, loftferðasamning eða samkomulag um ræð- ismenn í Kíeff og San Francisco. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.