Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 21
eftir Eddu Andrésdóttur mynd Jim Smart að slaka á í það eina ár sem við eigum eftir í þessu húsi.“ I húsakynnum Alþingis hefur eftirlit aftur á móti verið hert. Erlendur Sveinsson yfirþing- vördur: „Hér hefur verið tekin upp sú regla að menn fara ekki með farangur af nokkru tagi á þingpalla. Við tökum töskur, poka og annað í geymslu. Þetta á við um bakdyr, en um þær fara þeir sem eiga erindi á palla. Þingmenn og starfs- menn Alþingis eiga einir að nota aðaldyr húss- ins. Varsla hefur verið aukin þar sem nú er vörð- ur við báðar dyr og öðrum öryggisatriðum hef- ur verið breytt, sem ég hef ekki Ieyfi til að segja frá. Það er hins vegar allt í lagi að upplýsa að beint samband er á milli Alþingis og lögreglu- stöðvar sem ekki hefur verið áður, svipað og í bönkunum; komi eitthvað upp á Alþingi þarf að- eins að ýta á hnapp til að gera lögreglu viðvart." — Er nœgileg varsla á Alþingi? „Nei, en það sama gildir um allar ríkisstofnan- ir. Sem betur fer búum við enn í friðsömu landi, en það þarf ekki mikið út af að bregða til að sú afstaða breytist." Það er reyndar sjónarmið flestra að íslending- ar séu friðsamir; sá ójöfnuður sé ekki fyrir hendi sem nægi til að vekja langvarandi, almenna óánægju sem síðan gæti leitt til uppþota og óeirða. En ef þau skilyrði væru fyrir hendi? „íslendingar telja sér trú um að þeir séu ákaf- lega friðsamir, sem er auðvitað misskilningur. Þeir eru rétt eins og aðrir menn. Þegar kemur til múgæsinga eru þeir ekkert betri en aðrir,“ segir Þór Whitehead prófessor í saonfrœdi í samtali við HP. Að undanskildum Gúttóslagnum og slagnum við Alþingishúsið 1949 bendir hann á að mörg- um sinnum hafi komið til óspekta á kreppuárun- um án þess það hafi verið fært í annála. „Það var slegist bæði á götum og í fundahúsum, stundum með bareflum og öðrum vopnum. Það var ráðist á menn á götum úti og þeir lamdir sundur og saman. Það var ofbeldi í loftinu á kreppuárun- um eins og annars staðar í Evrópu. Það er ekki sami ofsinn í stjórnmálum nú,“ segir Þór en bætir við: „Maður gat samt séð í síð- asta verkfalli BSRB, að það mátti ekki miklu muna að til slagsmála kæmi hér á háskólalóð- inni, þannig að þetta er fyrir hendi þegar slík átök eru.“ Spurningu um hugsanlega byltingu á íslandi svarar Þór hinsvegar: „Enginn flokkur sem vit- að er til hefur byltingu á stefnuskrá sinni. En allt fram til 1938 hafði kommúnistaflokkurinn bylt- ingu á stefnuskrá, og hér var starfræktur flokkur þjóðernissinna sem afneitaði alls ekki ofbeldi í stjórnmálum. Þarna voru því tveir flokkar starf- andi sem út af fyrir sig voru reiðubúnir til þess að beita valdi.“ En Þór lýkur máli sínu með þessum orðum: „Það eru breyttir tímar og það er ekki beinlínis svo að bylting sé yfirvofandi nokkurs staðar í hinum vestræna heimi." Þó lögreglan gefi engar upplýsingar um vopnabúnað sinn er vitað að hún er vel búin, og það er opinbert að lögreglan er þjálfuð í með- ferð skotvopna, þó hún beri ekki vopn að jafn- aði. Lögreglan hefur tvisvar gripið til þess að nota táragas; í slagnum á Austurvelli 1949 og á friðardaginn. Á það er bent að í smáuppþotum hafi lögregluliðið farið með sigur af hólmi, en spurning er hvort það gæti ráðið við fjölmennar óeirðir. Yrði ameríski herinn kallaður til að ! skakka leikinn? Við spyrjum Ólaf Egilsson skrif- stofustjóra utanríkisráðuneytisins: „Sem betur fer eru óeirðir af þessu tagi af- skaplega fjarlægar í okkar þjóðfélagi, því Islendingar gera sér grein fyrir að þeir verða að fylgja leikreglum lýðræðisins við lausn ágrein- ingsmála sinna ef vel á að fara. Sjálfur get ég ekki gert mér í hugarlund að til þess kæmi að herinn yrði kvaddur til. Honum er ætlað að verja okkur fyrir utanaðkomandi árás. Það sem gerast mundi með okkur landsmönnum innan- lands kemur hvergi nærri hans hlutverki. Eg sé ekki fyrir mér neinar þær aðstæður að hann mundi blanda sér í okkar mál.“ En hafa ráðamenn leitt hugann að því að til verulegra óeirða gæti komið, þó ekki sé nú endi- lega verið að gera ráð fyrir byltingu og valda- töku? Yfirmenn lögreglunnar kváðust enga heimild hafa til að svara því og vísuðu til dómsmálaráðu- neytis. Hjalti Zóphóníasson skrifstofustjóri sagði að þetta flokkaðist undir innri öryggismál, sem ekki væri talað um nema í mjög þröngum hópi. Hann sagði að menn hefðu leitt hugann að þessu; það væri aldrei hægt að útiloka þennan möguleika, hversu fjarlægur sem hann virtist vera. Að öðru leyti vísaði hann til Þorsteins Geirssonar ráduneytisstjóra, sem frábað sér að svara öllum spurningum um þetta, og sagði að ráðuneytið yrði að vega og meta hverju það vildi svara. Spurningar af þessu tagi kæmu sér á óvart. Annars staðar í kerfinu heyrðum við hins vegar að hugmyndir um uppreisn gegn stjórn- völdum hafi aldrei komið upp, því íslendingar séu svo friðsamir, enda ekki það allra skynsam- legasta að láta vita af því hvernig „menn bregð- ast við einhverri vá,“ eins og Þorsteinn Geirsson í dómsmálaráðuneytinu orðaði það. Eitt er víst; lögreglan á að vera svo vel þjálfuð að hún sé reiðubúin til að taka við fyrirskipunum frá stjórnendum hvenær sem er og beita sér þannig á vettvangi. Ljúkum þessu með orðum Ragnars Stefáns- sonarjarðskjálftafrœdings: „Það er misskilning- ur að bylting felist í þvi að fólk efni til óeirða. Bylting er fólgin í því að fjöldinn tekur völdin. Það er erfitt að segja hvernig slíkt færi fram eða hvað myndi gerast á íslandi. Lítum til E1 Salva- dor; þar var gífurleg fjöldabarátta á árunum 79—80; kröfugöngur og hundruð þúsunda úti á götum. Viðbrögðin við þessu voru hrikalegar morðárásir á fjöldahreyfinguna, fólk var murk- að niður tugþúsundum saman og fjöldahreyfing- in hvarf af yfirborðinu. Þetta þróaðist upp í blóð- uga baráttu með vopnum. í sjálfu sér er sama við hvaða alvarlega bylt- ingarsinna þú talar; menn stefna ekki að valda- töku með vopnum, fremur að geta virkjað þann fjöldakraft sem kemur til dæmis í verkföllum eða kosningum. Við sáum það síðast i BSRB- verkfallinu. Þá kom í ljós mikill fjöldakraftur sem forystan skrúfaði vissulega fyrir undir lok- in. í sjálfu sér vitum við ekki hver kynnu að hafa orðið viðbrögð við þessum fjöldakrafti, ef hann , hefði þróast áfram." HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.