Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 18
Unnur Guttormsdóttir í hlutverki
Gvends smala og Eggert
Guðmundsson sem Jón sterki áður en
þeir halda á grasafjall í Skugga-Björgu
Matthíasar Jochumssonar.
Skugga-Björg
kynbreyttur Skugga-Sveinn
í uppfærslu áhugaleikfélags
Reykjavíkur og nágrennis
Á laugardaginn 16. nóv. kl. 21.00
verður frumsýnt í Hladuarpaleik-
húsinu við Vesturgötu 3 leikritið
Skugga-Björg eftir Matthías
Jochumsson. Flytjendur eru með-
limir í Hugleiki, áhugaleikfélagi
Reykjavíkur og nágrennis. HP spjall-
aði við Ingibjörgu Hjartardóttur
bókasafnsfræðing en hún fer með
hlutverk Kötlu skræku í sýningunni.
Fyrst var Ingibjörg spurð að tildrög-
um þess að Hugleikur var stofnaður.
„Aðalástæðan fyrir því að við
stofnuðum áhugamannaleikfélag er
sú að við teljum að Reykvíkingar
hafi farið á mis við þau forréttindi
sem landsbyggðin hefur: þar getur
hver og einn gengið í leikfélag og
leikið leikrit eins og ekkert sé. Þessa
vettvangs saknar maður í Reykjavík
þar sem úir og grúir af atvinnuleik-
húsum. Okkur finnst líka að Reyk-
víkingar hafi farið á mis við að
kynnast þessum létta og saklausa
blæ sem oft setur svip sinn á sýning-
ar áhugaleikhópa. Því var það að
við stofnuðum áhugamannaleikfé-
lag Reykjavíkur og nágrennis fyrir
tveimur árum. Fyrsta leikárið sett-
um við upp Bónorösförina eftir
Magnús Grímsson sem er skrifað
1857. Á því höfðum við aðeins eina
lokaða sýningu í Félagsstofnun
stúdenta. Eftir þá sýningu varð fé-
lagið að alvörufélagi og við gengum
í Bandalag íslenskra leikfélaga og
tókum Skugga-Björgu fyrir á öðru
leikári."
— Eru virkir félagsmenn kannski
mestmegnis fólk utan af landi sem
hefur kynnst starfi áhugaleikfélaga
þar?
„Nei, það eru nokkrir slíkir félag-
ar en meginuppistaðan eru Reyk-
vikingar og það er einkennandi
hversu mikið er um eldra fólk í starf-
seminni. Á stofnfund félagsins í
febrúar 1983 komu tuttugu manns,
átján konur og tveir karlmenn, sem
er víst mjög sígild kynskipting í slík-
um félögum. En það sem var
óvenjulegt við aldursskiptinguna
var að yfir helmingur var kominn
yfir sextugt. í fyrstu uppfærslunni
var því algengt að fólk þyrfti að
leika niður fyrir sig, sextugir karlar
léku ungu elskhugana í sveitinni.
Yfirleitt er þessu öfugt farið. Þetta
var því dálítið sérkennil.egur hópur
en síðan hafa bæst í hann vinir og
kunningjar stofnfélaganna."
— Hvad geturdu sagt mér af
handriti Skugga-Bjargar?
„í fyrra fengum við þá hugmynd
að taka Skugga-Svein, þetta klass-
íska verk, sem hefur verið drauma-
stykki áhugaleikfélaganna og
skipta um kyn á því, hafa útilegu-
karlana fyrir útilegukonur. Við í
leikfélaginu höfum þá kenningu að
Skugga-Sveinn hafi verið kona. Það
rökstyðjum við meðal annars með
persónu Ketils skræks, sem hefur
mjög sérkennilega rödd af karli að
vera. Síðan hefur fólk haldið að
þarna væru karlar á ferð vegna þess
að konurnar voru klæddar í gæru
og alvopnaðar, með atgeir, sverð og
spjót. En við göngum út frá að þetta
hafi verið konur.“
— Þurftuö þiö aö breyta texta
leikritsins til samrœmis viö þessa
nýju túlkun?
„Nei. En við höfum stytt leikritið
um helming, skipt um kyn á þremur
útilegumannanna: Skugga-Sveini,
Ogmundi og Katli, en leyfum Har-
aldi og Ástu að halda sínu kyni. Við
höfum einnig fækkað persónum að-
eins og sniðið verkinu nýjan stakk
en höldum aftur á móti alveg texta
Matthíasar. Við höfum ástæðu til að
ætla að hefði Matthías verið að
skrifa þetta leikrit í dag, á síðasta ári
kvennaáratugarins, þá hefði hann
haft þessi illfygli af fjöllunum kven-
kyns.“
— Hver leikstýrir Skugga-Björgu?
„Það gerir Bjarni Ingvarsson og
við erum afskaplega ánægð með
hann. Bjarni hefur leikstýrt áhuga-
leikhópum víða um land og féll
strax vel að þessum sérkennilega
hópi þar sem er fólk á öllum aldri.
Helst skortir okkur yngra fólk milli
tvítugs og þrítugs."
— Hverjir eru í helstu hlutverk-
um?
„Ég held að mörg hlutverkanna
séu orðin nokkuð svipuð að stærð
eftir þær breytingar sem við gerð-
um á leikritinu. En ég get nefnt sem
dæmi að titilhlutverkið, Skugga-
Björgu, leikur Sigrún Óskarsdóttir,
Sigurð i Dal leikur Sindri Sigurjóns-
son og Sigríöur Helgadóttir leikur
Grasa-Guddu. í sýningunni eru svo
nokkrir púkar og einn þeirra er leik-
inn af Guörúnu Jónsdóttur borgar-
fulltrúa.
Síðan leikur Gísli Víkingsson á
harmonikku því í leikritinu eru
nokkrir söngvar. Við höldum okkur
við gömlu lögin sem ég held að séu
dönsk. Jón Ásgeirsson samdi nýja
tónlist við uppfærslu Þjóðleikhúss-
ins á Skugga-Sveini í fyrra en margir
söknuðu gömlu laganna. Fólk er svo
íhaldssamt að það vill sjá þetta
stykki með gömlu lögunum sem all-
ir þekkja."
— Hafa kynskiptingarnar í þess-
ari uppfœrslu einhverja kvennapóli-
tíska skírskotun?
„Það er nú það... Fyrst þegar
stykkið var leikið í latínuskólanum
tóku einungis karlmenn þátt í sýn-
ingunni. Fyrir nokkrum árum var
Skugga-Sveinn svo sýndur í MR og
þá léku eingöngu konur án þess þó
að hlutverkunum væri breytt. En
það hefur aldrei áður verið gert að
breyta um kyn á persónunum og
láta þær heita kvenmannsnöfnum.
Við reyndum ekki meðvitað að setja
kvennapólitískan brodd í sýninguna
en eigi að síður geta áhorfendur velt
fyrir sér hvað það var sem fékk
þessar konur til að flýja á fjöll.“
— Hvaö tekur viö hjá Hugleiki aö
afloknum sýningum á Skugga-
Björgu?
„Þá tökum við strax til við næsta
verkefni sem er leyndarmál enn
sem komið er. En stefna okkar er sú
að taka einhver gömul hugverk,
leikrit, þjóðsögu eða annað, smíða
þau upp á nýtt og setja á svið. Mark-
mið okkar er að setja upp eitthvað
gamalt og frumlegt og halda áhuga-
mannastílnum á lofti. Við ætlum að
stinga kirfilega í stúf við atvinnu-
leikhúsin. í vor verður svo haldin
norræn leiklistarhátíð í Reykjavík í
tengslum við Listahátíð. Á hana
koma tvö áhugaleikféjög frá hverju
landi og sýna verk. Áður fer fram
keppni um sýningarstykkin. Við
stefnum að því að taka þátt í þessari
keppni og þótt við verðum ekki fyr-
ir valinu verður alltént gaman að
taka á móti öllum þessum norrænu
gestum og sjá hvað þeir eru að fást
við. Þessi leiklistarhátíð verður
áreiðanlega mikil driffjöður fyrir ís-
lensk áhugamannaleikfélög," sagði
Ingibjörg Hjartardóttir.
Frumsýning á Skugga-Björgu
verður sem fyrr segir á laugardags-
kvöld kl. 21.00 og önnur sýning á
mánudagskvöld á sama tíma.
JS
KVIKMYNDIR
Lyft á kreik
Austurbœjarbíó: The Lift (Lyftan) -kir
Hollensk. Árgerö 1984.
Framleiöandi: Matthijs van Heijningen.
Handrit/leikstjórn: Dick Maas.
Klipping: Hans van Dongen.
Aöalhlutverk: Huub Stapel, Willek van
Ammelroog, Josine van Dalsum.
Vissir þú að 250.000 manns lokast árlega
inni í lyftum í Hollandi? Ekki það, nei.. . En
býrðu þá í háhýsi með lyftu framleiddri í
Hollandi undir firmanafninu Rising Sun
Electronics, eða Delta Liften...? Nú, var það
já.. . Þá áttu brýnt erindi í Austurbæjarbíó í
kvöld, en notaðu fyrir alla muni stigagang-
inn á leiðinni út.
Leikurinn hefst á veitingastaðnum Ikaros,
sem staðsettur er á efstu hæð háhýsis nokk-
urs í ónefndri borg í Hollandi. Þegar síðustu
gestir kvöldsins eru á leið niður í lyftu húss-
ins, lýstur niður í það eldingu, þannig að raf-
Vodaskot
kerfi þess fer úr skorðum. Lyftan stöðvast og
loftræstikerfi hennar verður óvirkt, þannig
að býsna ill örlög bíða ofangreindra nætur-
gesta. Felix Adelaar, sem vinnur hjá þjón-
ustufyrirtækinu Delta Liften er kvaddur á
staðinn næsta dag, en finnur ekkert athuga-
vert við lyftuna. Hann hverfur því aftur á
braut, en uppúr því fara ýmsir undarlegir at-
burðir að gerast í lyftuhúsinu. Dauðsföll
verða þar einkar tíð og við áhorfendur
myndarinnar gerum okkur brátt ljósa grein
fyrir því, að ekki er allt með felldu, hvað
varðar hegðun og sálarástand títtnefndrar
lyftu.
Jú, ég sagði reyndar sálarástand. Málið er
nefnilega þannig um sjálft sig vaxið, að ofan-
greindur Felix fer á stúfana ásamt rannsókn-
arblaðakonu nokkurri að leita lausnar á máli
þessu. Þau komast brátt að því, að fyrirtækið
Rising Sun Electronics hefur ekki beinlínis
hreint mjöl í pokahorni sínu. En fyrirtæki
þetta framleiðir einmitt mikró chips þau, eða
flögur, sem notaðar eru í tölvuvæddan stýri-
búnað lyftunnar.
Ég veit ekki hvort það er með ráðum gert,
eða hending ein, að höfundur myndarinnar
hefur valið nafnið Ikaros á veitingastað
þann, er trónir á efstu hæð háhýsis þess, hvar
velflest atriði myndarinnar eiga sér stað.
Hvað sem því líður, þá þekkjum við öll goð-
sögnina um Ikaros, hvers faðir, Daidalos,
byggði völundarhús það á Krít, er hélt
föngnu óargadýrinu Mínótaurusi. Þegar þeir
feðgar höfðu sjálfir hafnað í völundarhúsi
Mínótaurusar, hannaði Daidalos af mikilli list
vængi úr fjöðrum og vaxi, sem þeir feðgar
notuðu til að flýja frá Krít. Sökum ofurhugs
og bráðlætis flýgur Ikaros of nærri sólinni,
vaxið bráðnar og hann steypist í hafið.
Þessi forngríska goðsögn segir okkur
meira en orð um eðli þróunar hins tölvu-
vædda tæknisamfélags nútímans, og skulum
við því sleppa öllum málalengingum þar að
lútandi.
Hitt er svo annað mál, að hér er um að
ræða einkar haglega gerða hrollvekju. Hug-
myndin er snjöll í einfaldleik sínum og ágæt-
lega úr henni unnið. Einkum þótti mér hljóð-
vinnsla myndarinnar vel úr garði gerð, þrátt
fyrir það að myndin er dubbuð af frummál-
inu yfir á enska tungu. Persónusköpun leik-
ara er með ýmsu móti, en hógvær ofleikur
en hinsvegar núorðið viðurkenndur hluti af
hefð gömlu hrollvekjunnar, þannig að
skrímsli dr. Frankensteins sómir sér m.ö.o.
vel í þessari nýju leikgerð, því hér eru öll
gömlu minnin úr hinni klassísku gotnesku
hrollvekju millistríðsáranna í hávegum höfð,
þó svo að þau séu færð í nútíma búning.
Veiöiklúbburinn (The Shooting Party) ★★
Bresk. Árgerö 1984.
Framleiöandi: Jeffrey Reeve.
Leikstjóri: Alan Bridges.
Handrit: Julian Bond eftir sögu Isabel
Colgate.
Kvikmyndataka: Fred Tammes.
Aöalhlutverk: James Mason, Edward Fox,
Dorothy Tutin, John Gielgud, Gordon
Jackson og fl.
Veiðiklúbburinn segir sögu nokkurra yfir-
stéttarmanna sem koma saman á bresku
óðalssetri eina helgi á því Herrans ári 1913 í
þeim tilgangi að skjóta fasana, akurhænur
og annað fljúgandi fiðurfé. Burðarás mynd-
arinnar er lýsing á venjum og innbyrðis sam-
skiptum þessa heldra fólks, hvort semjjað er
skjótandi á ökrunum með her aðstoðar-
manna eða röltandi um í arnhlýju óðalsins
uppáklætt að kvöldlagi. Inn í þetta siðmennt-
aða fjöldadráp ryðst síðan dýravinur og frið-
arsinni (Gielgud) afskaplega afkáralegur og
reyndar ýtt aftur út úr myndinni af óðalseig-
andanum (Mason) sem talar hann til á örfá-
um mínútum. í lokin verður alþýðumaður og
fuglafælir fyrir voðaskoti og þá skilur maður
ádeiluna á heimsstyrjöldina fyrri sem fram-
undan er og á öll stríð og dráp yfirleitt.
Jamm, segir maður, það er nú það.
Myndin er í máðum litum og umgjörðin af-
skaplega trúverðug, eins konar blanda af
Brideshead og Fanny og Alexander, en allt er
þetta fremur dauflegt, lítið áhugavert og eig-
inlega voðaskot. Veiðiklúbburinn fer senni-
lega á spjöld kvikmyndasögunnar fyrir það
eitt að vera hinsta kvikmynd hins ágæta leik-
ara James Mason.
-IM
18 HELGARPÓSTURINN