Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.11.1985, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Qupperneq 3
FRÉTTAPÓSTUR Fjárlagafrumvarpiö: menningin undir hnífinn Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hélt fjár- málaræðu sína á Alþingi á þriðjudag. Breyting- arnar sem Þorsteinn boðaði frá upphaflegu frumvarpi Alberts Guðmundssonar voru í raun litlar miðað við yfirlýsingar hans á Stykkis- hólmsfundinum. Tekjuhlið frumvarpsins lækkar um 0,9% og útgjöldin um 1,7% sem ekki skiptir sköpum í ríkisfjármálum. Hins vegar mun niðurskurðurinn skipta sköpum fyrir þær menningar- og þjónustustofnanir sem fyrir nið- urskurðinum verða, en framlög til þeirra eru lækkuð um samtals 179 milljónir króna. ' Átök á landsfundi Alþýðubandalagsins Landsfundur Alþýðubandalagsins var haldinn um síðustu helgi. Þar var Svavar Gestsson end- urkjörinn formaður með 90% atkvæða, Kristín Ólafsdóttir kjörin varaformaður með 70% at- kvæða, Pálmar Halldórsson ritari og Margrét Frímannsdóttir gjaldkeri. Þessi stjórn Alþýðu- bandalagsins var kjörin án mótframboða. Mikil spenna rikti á fundinum um kjör forystu- manna en úrslitin eru afleiðing samkomulags milli helstu fylkinga á fundinum og voru tillög- ur kjörnefndar um stjórn og framkvæmda- stjórn allar samþykktar án mótframboðs. Fjöl- margir voru hins vegar i framboði til 40 sæta í miðstjórn. Efstur í miðstjórnarkosningunni varð Lúðvík Jósefsson. Margir þingfulltrúar eru sammála um að landsfundurinn hefði styrkt flokkinn, þrátt fyrir að hann einkennd- ist af talsverðum átökum, eða jafnvel einmitt þess vegna. Landsfundur Kvennalistans laus við ágreining Þriðji landsfundur Kvennalistans var haldinn í Reykjavík um helgina. Fundinn sátu um 80 konur úr öllum landshlutum, en formleg félög Kvennalistans eru nú starfandi í sex kjördæm- um af átta. Framsóknarmenn: vantraust á ríkisstjórnina Á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins á Suð- urlandi um síðustu helgi kom fram mjög mikið vantraust á ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar. í skoðanakönnun sem fram fór meðal þingfulltrúa um afstöðu manna til ríkisstjórn- arinnar lýstu aðeins 10% yfir stuðningi við stjórnina. Á þinginu lagði Magnús Ólafsson varaformaður SUF fram þá hugmynd að fram- sóknarmenn bjóði fram tvo lista, B og BB, í Reykjavík og á Reykjanesi í næstu kosningum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og formaður flokksins er þessu andvígur. Okurlánarannsóknirnar halda áfram Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur nú af full- um krafti i okurlánamálinu sem er orðið eitt umfangsmesta rannsóknarmál í sögu stofnun- arinnar. í kjölfarið á gæsluvarðhaldi Hermanns Björgvinssonar hafa margir verið kallaðir til yf- irheyrslu. Sextándi hver Reykvíkingur hefur sagt sig „til sveitar“ Nær 4. hvert barn sem býr með einstæðu for- eldri í Reykjavík, rúmlega 5. hvert einstætt for- eldri í borginni og um 8. hver ellilifeyrisþegi eru meðal skjólstæðinga fjölskyldu- og ellimála- deildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborg- ar. Alls eru þessir skjólstæðingar 5.345 sem eru rúmlega 6% eða um 16. hver af öllum íbúum höfuðborgarinnar. Tölur þessar eru úr árs- skýrslu Félagsmálastofnunar. Mannlausir þingsalir Vinnubrögð voru mjög í sviðsljósinu á Alþingi á mánudag. Fundur í efri deild stóð einungis í nokkrar mínútur vegna verkefnaskorts og í þeirri neðri lauk fundi um hálfri klukkustundu fyrr en áætlað var vegna fjarvista þingmanna. Að vísu eru allnokkrir þingmenn erlendis en þó er þetta verklag eftirtektarvert nú í miðjum nóv- embermánuði vegna þeirra anna sem þingheim- ur hefur venjulega þurft að kljást'við fyrir jóla- og sumarleyfi þingmanna. Könnun á húsnæðiskjörum Félagsvísindadeild Háskóla íslands hefur gert könnun á húsnæðiskjörum í samvinnu við nefnd sem félagsmálaráðherra skipaði í fyrra. Þar kemur fram að hátt i 60% kaupenda notaðs húsnæðis eru undir 35 ára aldri og vinnuþrælk- un húsnæðiskaupenda er gifurleg; þeir vinna að jafnaði 12% lengri vinnutima en verkamenn almennt, en 22% lengri vinnutíma en skrif- stofumenn, eða 55 klukkustundir á viku. Þeir sem kaupa i fyrsta sinn verja 68% af f jölskyldu- tekjum til húsnæðisins. Flugfreyjur sömdu við Flugleiðir Á fimmtudag sömdu flugfreyjur við Flugleiðir án þess að afskipti kjaradóms rikisstjórnarinn- ar kæmu til. Kjarasamningur flugfreyja og Flugleiða gildir til 1. janúar eins og gert var ráð fyrir í kjaradómi. Flugfreyjur fá nokkra hækk- un launa með samningum, u.þ.b. 20% auk hækkunar á bílastyrk og dagpeningum. Dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir morð Sigurður Adolf Frederiksen, tvitugur Kópavogs- búi, var á fimmtudag dæmdur í 17 ára fangelsi í sakadómi Kópavogs fyrir að hafa orðið Jósef Liljendal að bana aðfaranótt 14. mars sl. Dóm- urinn yfir Sigurði er sá þyngsti sem upp hefur verið kveðinn hér á landi síðan 1981 þegar Hæstiréttur dæmdi mann i 17 ára fangelsi fyrir að hafa orðið tveimur mönnum að bana í svo- nefndum Geirfinns- og Guðmundarmálum. Fréttapunktar • Fjórum færeyskum sjómönnum af flutninga- skipinu Rona frá Klakksvik var bjargað um borð í togarann Sveinborgu frá Siglufirði 35 míl- ur suðaustur af Hvalbak síðdegis á laugardag. Þá var mikill leki kominn að skipinu. • Skólasafnanefnd hefur ákveðið að mæla ekki með að ný kynfræðslubók, ,,Þú og ég“, verði keypt á skólabókasöfn landsins þrátt fyrir hrós fjölmargra aðila, þ.á m. starfsfólks kynfræðslu- deildar Heilsuverndarstöðvarinnar. • Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir að framlag ríkisins til Þróunarfélagsins verði skorið niður úr 150 milljónum í 100 millj- ónir. • Borgarsjóður greiddi eina milljón fjögur hundruð og sautján þúsund krónur fyrir hellu- steina sem fluttir voru til landsins frá Portúgal vegna endurbóta á Laugaveginum. Borgaryfir- völd misreiknuðu sig á grjótinnflutningnum því um þriðjungur þess varð afgangs, að and- virði hálfrar milljónar króna. Andlát Sigurður Jónsson frá Haukagili lést í Landa- kotsspítalanum í Reykjavik þann 7. nóvember sl., 73 ára að aldri. SMARTSKOT UÖSMYND JIM SMART Saumaðir þú Alþýðubandalagið saman? Kjartan Ólafsson „Ég tel ekki að það hafi verið mitt verk eingöngu þó að ég hafi átt hlut að því ásamt öðru fólki, einkum í kjörnefnd lands- fundarins, að gera tillögur um þá forystusveit sem þarna var valin. Mér sýnist á sumum fjölmiðlanna að það sé litið svo á að þarna hafi gerst eitthvert kraftaverk en ég er ekki þeirrar skoð- unar. Ýmsir fjölmiðlar höfðu dregið upp þá mynd af ástandinu innan Alþýðubandalagsins að þar væri allt í kaldakoli og þar biði ekkert framundan nema algjör sundrung, að flokkurinn lið- aðist í sundur. Þeir sem hafa talið að þetta væri rétt mynd af veruleikanum fyrir fundinn hafa orðið undrandi á því að aðilar náðu tiltölulega auðveldlega saman bæði um málefnalegar ályktanir og skipan forystusveitar flokksins." — Telurðu að þú hafir af einhverjum ástæðum verið heppilegri sáttasemjari en ýmsir aðrir? „Fyrst fjölmiðlar hafa nefnt mitt nafn sérstaklega í þessu sambandi get ég svo sem sagt frá því til gamans að á fundinum varð mér hugsað til langafa míns sem var sáttanefndarmaður í litlu byggðarlagi í marga áratugi á síðustu öld. Ég sé það líka hjá Sighvati Borgfirðingi, ágætum fræðimanni, að þessum langafa mínum hafi tekist að sætta öll deilumál í sínu byggðar- lagi og alla hans áratugi hafi aldrei farið mál fyrir dómstóla og frá hans hendi. Það má svo sem vel vera að ég hafi erft eitthvert brot af eiginleikum hans í þessa veru svo að ég sé nú ekki með eintómt litillæti." — Telurðu að allir hagsmunahópar innan bandalags- ins geti vel við unað eftir fundinn? „Það ber að hafa í huga að stjórnmál eru ekki síst jafnvægis- list og allir þeir sem koma nálægt stjórnmálastarfi og ætla sér að verða farsælir komast ekki hjá að átta sig á þeim veruleika. Ekki síst á þetta við í stjórnmálastarfi sem lýtur að því að halda saman stjórnmálahreyfingum. Það er að sjálfsögðu jafnan svo í stjórnmálaflokkum, ekki síst í nútímanum, að oft á tíðum eru uppi nokkuð breytileg viðhorf til manna og málefna, en ef dreg- ur til sviptinga í þeim efnum hlýtur að vera heppilegast að eng- inn hafi fullan sigur heldur aðeins hálfan því þá bíður heldur enginn algjöran ósigur. Að svo miklu leyti sem hægt var að tala um deilur í þessum efnum innan Alþýðubandalagsins — og ég tek fram að ég geri ekki mikið úr þeim deilum — þá tel ég að niðurstöður landsfundar hafi verið mjög heppilegar fyrir flokk- inn sem heild og þau málefni sem hann stendur fyrir. Ef einhver var sigurvegari á þessum fundi var það flokkurinn sjálfur og hafi einhverjir orðið fyrir sárum vonbrigðum voru það ein- dregnustu andstæðingar flokksins sem höfðu fyrir landsfund gert sér alvarlegar vonir um að Alþýðubandalagið væri að leys- ast upp." — Ertu sammála guðföður flokksins, Lúðvík Jósefs- syni, um að menn eigi að láta sér nægja að rífast á bak við tjöldin, að óviðurkvæmilegt sé að gera það á lands- fundi — eða tekurðu fremur undir orð össurar Þjóð- viljaritstjóra um að þessar opinskáu umræður á lands- fundinum séu til marks um frísklegt lýðræði? „Það fer allt eftir því hvað við er átt. Ég hef ekkert á móti því að menn deili í stofnunum flokksins og eins á opinberum vett- vangi um einstök málefni þar sem menn eru ekki alveg sam- mála, svo fremi sem deilurnar eru málefnalegar og ætlaðar til þess að leiða menn til sameiginlegrar niðurstöðu og umfram allt að þær séu heiðarlegar gagnvart þeim sem deilt er við. En ef deilur komast hins vegar á það stig að menn sitji um náunga sinn og leiti færis á að koma á hann höggi leynt eða Ijóst án þess að hann eigi það skilið, þá er það náttúrulega aldrei hollt eða heppilegt í mannlegum samskiptum." — Er það rétt sem blöðin herma að þú hafir vart sofið fyrstu þrjá sólarhringa landsfundarins? „Það lít ég á sem mitt einkamál hvort ég vaki eða sef og ég gef engar skýrslur um það hvað mig kann að dreyma á nóttinni eða hvort ég sofi rótt. Ég læt mér í léttu rúmi liggja hvað fólk kann að tala um í þeim efnum. En allavega taldi ég mig vera að vinna þarft verk þessa daga og kannski að einhverju leyti á nótt- inni líka og ég er enn sannfærðari um það eftir fundinn. Og ég tel að að svo miklu leyti sem þau mál voru í höndum kjörnefnd- ar fundarins hafi tekist að ná mjög vel saman. Ef einhver aðili á þakkir skilið þá er það nefndin í heild. Ég er sannfærður um að Alþýðubandalagið hefur betri möguleika á að ná sér á strik eftir fundinn en fyrir hann. Síðan verður að koma í Ijós hvernig forystusveitinni og almennum liðsmönnum tekst að nýta þá möguleika." Kjartan Ólafsson fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans kom mjög við sögu á landsfundi Alþýðubandalagsins um síðustu helgi. Var það mál manna að hann hefði gengið hvað ötullegast fram í því að bera klæði á vopnin og sætta menn og málefni, en Kjartan átti sæti í fimmtán manna kjörnefnd fundarins. HELGARPÓSTURINN 3 r

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.