Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 22
HELGARDAGSKRAVEIFAN Föstudagurinn 15. nóvember 19.15 Á döfinni. 19.25 Jobbi kemst í klípu. Sænskur barna- myndaflokkur. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.45 Þingsjá . . . 20.55 Kastljós ... 21.30 Ljósið. Finnskur látbragðsleikur. 22.05 Derrick: Hallvaröur Einvarðsson flytur inngangsorð. 23.10 Rocky. ★★★ Bandarísk bíómynd frá '76. Leikstjóri John G. Avildsen. Aðal- leikarar: Sylvester Stallone, Talia Shire, Burt Young, Burgess Meredith. Upphafið að dæmalausum fram- haldsflokki sem enn sér ekki fyrir end- ann á. Fyrsta flokks afþreying sem fékk óskarinn á sínum tíma fyrir leik- stjórn, klippingu og sem besta mynd- in, en því voru ekki allir sammála ... 01.05 Fréttir í dagskrárlok og síðan litljós- mynd af fornfálegri kirkju einhverstað- ar á Austfjörðum, sem fólk á að geta upp á hvað heiti, hvar hún sé og helst hversvegna. Sniðugt. Rosalega. Laugardagurinn 16. nóvember 14.45 Watford—Aston Villa. Bein útsend- ing með skáhallri lýsingu Bjarna Fel neðan af Laugavegi 176. 17.00 Móðurmáls-framburður. Árni Böðv- arsson sýnir fram á gallana í máli Bjarna Fel hér á undan og eftir... 17.10 fðróddir. 18.30 Hlé vegna bilunar á textavél (t.d.). 19.20 Steinn Marcó Póló. Börnin góna og éta Prins Póló. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttaágrip á talmáli. 20.35 Staupasteinn. Bandarískur gaman- gaman-jibbý-þáttur. Jón dómsmála varpar upp skýringarmyndum að loknum hverjum meiriháttar brand- ara . . . 21.10 Fastir liðir „eins og venjulega". Þáttur af því að nokkrum konum datt í hug að gaman væri að sjá nokkra karl- menn sem konur í lok kvennaáratugar, en að því hlytu konur að hlæja og karl- menn kannski líka . . . Og þar með sniðugt..?(!) 21.40 Nikulásog Alexandra. ★★ Bresk bíó- mynd frá '71. Leikstjóri Franklin J. Schaffner. Aðalleikarar Michael Jay- ston, Janet Suzman, Sir Laurence Olivier, Jack Hawkins. Afskaplega vel leikin mynd um síðustu keisarahjónin f Rússlandi, ævi þeirra og atburði allt til 1918 þegar þau voru drepin í kjölfar byltingarinnar. Samt fjarri því besta sem Schaffner hefur gert (t.d. Patton og Papillion), handritið losaralegt og leikstjórnin ráðvillt á köflum. 00.50 Dagskrárlok. Allir að skipta um stell- ingu í sóffanum áöur en stillt verður á víddeóið... Sunnudagurinn 17. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja. Hópefli presta í sjónvarpssal. Séra Emil Björnsson svífur yfir vötnum og segir véfréttir. 16.10 Áfangasigrar. Þriðji þáttur um sjúk- dóma sem eru aö deyja út án þess að læknar hafi nokkuð fengið við ráðiö!! 17.10 Feim, æ vonna livv forewer 8. þáttur af endalausum. 18.00 Stundin okkar. Barnatími með inn- lendu hasarefni. 18.30 Stiklur. Ómi rekur sig f þverbita inni í myrkum göngum gamla Laufásbæjar- ins. Bolli Gústavs líka. Endursýnt út af kvikindishætti sjónvarps ... 19.35 Hlé vegna bilunar í tökuvél (t.d.). 19.50 Það helsta úr fréttum á handahlaup- um ... 20.00 Það helsta úr fréttum á höfrunga- hlaupum ... 21.00 Gestir hjá Bryndísi, eða öfugt; Bryn- dís hjá gestunum. 22.00 Verdi. 23.25 Þjóðsöngurinn, allir að standa upp (beint bak og lófann þóttingsfast um brjóstið). . . Fimmtudagskvöldið 14. nóvember 19.00 Kvöldfréttir (ef útvarpsráð leyfir)... 19.50 Daglegt mál. Sigurður G. Tómasson beygir nafnið sitt fram og til baka, hár- rétt. 20.00 Gagnslaust gaman. Ása H. Ragnars og Þorsteinn Marels með allt það sem þau máttu ekki segja í Stundinni (þeirra). . . 20.30 Sinfónían í Háskóla. Jón Múli lýsir göngulagi Jean-Pierre Jacquillat í sal- inn og fleiri tiktúrum hans! 21.30 Á vegum Ijóðsins. Þáttur um skáldið Sigga Páls. 22.25 Fimmtudagsumræðan. Um íslensku utanríkisstefnuna. Geir stekkur upp á nef sér, Ólafur Ragnar á eftir. . . 23.25 Píanótríó af teipi. 24.00 Síðustu fréttir fyrir svefn. Dong. Flöskudagurinn 15. nóvember 7.00 „Þetta er á Veðurstofu íslands." 7.15 Morgunvaktin. Alvara lífsins beint í æð . .. 9.05 Morgunstund barnanna. Baldvin Halldórsson les sögu fyrir börnin (sem því miður, voru að fara inn í skólastof- urnar rétt í þessu). 9.45 Þingfréttir. Sagt frá ómerkilegu laga- frumvörpunum sem komust ekki af þeim sökum í aðalfréttatímana! 10.40 „Sögusteinn" Haraldur Ingi Haralds- son sagar steina á Akureyri: Nútíma- tónlist. . . Atli Heimir hlustar. .. 11.10 Málefni aldraðra. Aldurstakmark 67 ár. 11.25 Morguntónleikar. Gary Glitter leikur á fagott. 12.20 Hádegisfréttir: Talað við Denna, ekki við Steina ... 14.00 Miðdegissagan. 14.30 Sveiflur. 16.20 Síðdegistónleikar. Gary Glitter leikur enn á fagott. . 17.00 Helgarútvarp barnanna. Vernharður Linnet hagar sér barnalega. 19.00 Kvöldfréttir: Talað við Steina, ekki við Denna . . . 19.35 Þingmál. Atli Rúnar málar skrattann á vegginn. 19.55 Daglegt mál. Næstum því. . .! 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thor- oddsen lögfræðingur kynnir sér engil- saxnesk lög 20.40 Kvöldvaka. Frískamín eða hitt þó heldur (!). 21.30 Frá tónskáldum. Já, já — langt í frá. 22.25 Meðalþung lög af kassettum. 22.55 Svipmynd. Jónas Jónasson brosir hamingjusamlega þvert yfir andlitið. >* Eg mœli með Sjónvarp, laugardagskvöldið 16. nóv- ember, klukkan 20.35: Staupasteinn, bandarískur gaman-gaman-jibbý- þáttur. Jón dómsmála varpar upp skýr- ingarmyndum loknum hverjum meiri- háttar brandara . . . (En það sést bara ekki I útvarpi, hvern- ig sem tækið er stillt. Sorrý.) Rúvak. 24.00 Djassþáttur. Jón Múli sést í útvarpinu. Duló ..(..........) 01.00 Jón Múii hverfur, enda búinn að skipta yfir á næturvaktina fyrir löngu .. . Laugardagurinn 16. nóvember (ekki nema það þó) 7.00 Vont veður, vondar fréttir. Bjútí bæn. 7.20 Jónína nær af sér grammi (á innan- verðum vinstri kálfa). 9.30 Sjúkleg ósk lögmanna (eða Óskalög sjúklinga eins og Helga Þ. Stephen- sen kynnir það víst.) 11.00 Bókaþing. 12.20 Hádegisfrétt ef útvarpsráð lofar. 13.50 Þá og þegar. Fréttaþáttur í vikulokin með tilheyrandi bömmerum tækni- manna. Kári Jónasar bítur á jaxl- inn ... 15.00 Miðdegistónleikar. Fallega hugsað. Vel meint. 15.40 Fjölmiðlun vikunnar (ef einhver var). 15.50 íslenskt mál. Guðrún Kvaran les upp úr óbirtri Orðabók Háskólans. 635. þáttur. Endurtekinn vegna fjölda áskorana. Spennandi. 16.20 Listagrip. 17.00 „Ævintýraeyjan" fyrir börn eftir Blyton. 17.30 Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur. Falskt inn á milli og því miður án effekta eins og þjóðhátíðarrokhljóða en þess utan fínt. Strákurinn með óbóið efnilegur! 19.00 Kvöldfréttin. (Eitthvað að gerast á Dormbanka?) 19.35 Stungiö í stúf. He-he-he-þáttur, ís- lenskur. 20.00 Harmónikkuþáttur. Dú-bi-dú-þáttur, austfirskur. 20.30 Kvöld í öngulstaðahreppi. Nú ...? Kvöldar þar líka? 21.20 Vísnakvöld. Gísli Helgason vísar veg- inn. 22.25 Á ferð með Sveini Einarssyni. 23.00 Danslög meö Sveini Einarssyni. 00.05 Miðnæturtónleikar með Sveini Einarssyni 01.00 Dagskrárlok með Sveini Einars- syni... Sunnudagurinn 17. nóvember 8.00 Morgunandakt. Sveinn Einarsson birtist lærisveinunum. 8.35 Létt morgunlög. Mjög svo. 9.05 Morguntónleikar. Mjög svo. 10.25 Sagnaseiður. Einar Karl gluggar í gamla Þjóövilja. 11.00 Messa í Siglufjarðarkirkju. Sveinn Einarsson þjónar tilgangi. 12.20 Hádagsfréttir. Fyrst góðu fréttirnar og svo . . . 13.30 Matti Joch 150 ára. Fjallað um gamla sálmasmiðinn. 14.30 Miðdegistónleikar. Mjög svo. 15.10 Leikrit Þorsteins Marels „Húsnæði í boði" endurflutt. 16.20 Vísindi og fræði. Æði. 17.00 Með á nótunum. Páll Heiðar svarar fyrir sína parta. 19.00 Kvöldfréttir (munið að slökkva á elda- vélinni) . . . Stórfrétt að öðrum kosti. 19.35 Milli rétta. Gunni Gunn spjallar við sjálfan sig og hlustendur milli afrétt- ara. 20.00 Stefnumót. Unglingaþáttur um sjensa. 21.00 Ljóð og lag. Miðaldramannaþáttur um sjensa. 21.00,Utvarpssagan „Saga Borgaraættar- innar'' 22.25 íþróttir. Samúel örn spjallar við læknaráð íslands um vinstra hnéð á honum Ásgeiri Sigurvins sem er bara alltaf að klikka ... 22.40 Svipir - Tíðarandinn 1914-1945. Vandað, gott. eftir Sigfinn Schiöth 23.20 Kvöldtónleikar. Falskir, flopp. 00.05 Milli svefns og vöku. Hildur Eiríks- dóttir að drepast úr leiðindum . .. 00.55 . .. og hættir þessu bara þessvegna! Fimmtudagskvöldið 14. nóvember (e.K.) 20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar 2. Páll Þorsteinsson velur sér lögin og kynnir af kúnst. 21.00 Gestagangur. Ragga-Dabba-dú tekur á móti Lögreglukórnum og kemst ekki að eftir það . . . 22.00 Rökkurtónar. Svavar Gests lost í myrkrinu. Ellý að leita. Lions-félagar kallaðir út. 23.00 Poppgátan finnur Svavar Gests „I pre- sume..." 24.00 Tjaldið fellur. Föstudagarnir 15. og 15. nóvember 10.00 Morgunógleði. Ásgeir Tómasson og Páll Þorsteinsson finna til þungunar. 12.00 Hléið. 14.00 Fósthólfiö. Valdís Óskarsdóttir safnar frímerkjum í safnið sitt. 16.00 Léttir sprettir. Jón Ólafsson opnar munninn. 18.00 Hléið. 20.00 Hljóðdósin. 21.00 Djassspjall. 22.00 Rokkrásin. 23.00 Næturvaktin. 03.00 Suð. Laugardagurinn 16. nóvember 10.00 Morgunþáttur. Sigurður Blöndal með suð fyrir eyrunum. 12.00 Suð. 14.00 ... til lukku. Svavar Gests stuðar næsta mann og svo koll af kolli. Þang- að til allir vankast. Bojojoj. 16.00 Lystarpopp. Gunni Sal poppreiðir. 17.00 Hringborðið. Um það hvernig fólki finnst hin og þessi lög vera. 18.00 Suð. 20.00 Pétur Steinn kynnir svarta músíkanta. Er sjálfur hvítur. 21.00 Milli stríða. Jón Gröndal í pásu. 23.00 Svifflugur, randaflugur, dægurflugur. Og allt það. 24.00 Næturvaktin. On Maggie's Farm. 03.00 Nágranninn andar léttar. Getur loks sofnað. Sunnudagurinn 17. nóvember 13.30 Krydd í tilveruna. Óskalagaþáttur hlustenda sem eiga eflaust afmæli og er þessvegna bannað að velja sér lög! 15.00 Dæmalaus veröld. Eiki og Þórir tísta. 16.00 Tveggja tíma nonnstopp dægursæla. Úgga-sagga-úgga. 18.00 Amen, vúmen, kúmen, hálsmen. Eða barasta: Bless! ÚTVARP eftir Sigmund Erni Rúnarsson Starfsmannaútvarpið Um síðustu helgi ræddi Bjarni Sigtryggs- son fréttamaður útvarps við Katrínu Páls- dóttur fréttamann útvarps í þættinum Hér og nú af því að hún hafði hitt nýkosinn borgarstjóra New York. Á sama vettvangi talaði annar fréttamaður útvarps við enn annan fréttamann útvarps af því að sá síð- arnefndi hafði nýlega gist Austur-Berlín. í morgunútvarpi í vikunni ræddu þau Gunn- ar Kvaran og Sigríður Árnadóttir frétta- menn útvarps við Jón Baldvin Halldórsson fréttamann útvarps á Akureyri af því að hann dvaldi um tveggja ára skeið á Irlandi og þar er jú alltaf eitthvað að gerast. Mínútu síðar eða svo ræddu svo sömu fréttamenn af sama tilefni við Pál Heiðar Jónsson, enn annan útvarpsmenn, af því að hann hafði fyrir margt löngu dvalist í Englandi sem er ekki alls fjarri írlandi. Og svo við vindum okkur yfir í hitt útvarpið, rásina í Hvassaleiti, þá heyrðist þaðan um daginn þegar Jónatan Garðarsson og Gunnlaugur Sigfússon dagskrárgerðar- menn á rás 2 hófu útsendingu nýs popp- gátuþáttar að viðmælendurnir voru tveir dagskrárgerðarmenn rásar 2; þau Andrea Jónsdóttir og Ásgeir Tómasson. Maður spyr sisona: Hvað er að gerast? Ekki segja mér að fámennið hérna sé svo ofboðslegt að fjölmiðlar neyðist orðið til þess að tala við sjálfa sig. Og nú er ég ekk- ert, alls ekkert, að agnúast út í það í sjálfu sér, að útvarpsfólki eins og öðru launaliði þessa lands, sé gefinn kostur á að tala svar- megin borðs í þessum góða miðli. Barasta ekkert. í þættinum Hringborðið á rás 2 á laugardögum hefur mér heyrst vera notuð ákveðin regla í þessu tilliti. Þar er alla jafna rabbað við þrjá aðkomumenn. Að minnsta kosti einn þeirra er alltaf útvarpsmaður. Petta er sennilega góð regla, því þegar allt er saman talið er sjálfsagt ekki fjarri lagi að þriðji hver landsmaður hafi stjórnað þætti hjá útvarpinu í gegnum tíðina. Ég veit samt ekki alveg. Hitt er náttúrlega öllu alvar- legra þegar hlutfall útvarpsmanna fer langt fram úr þessum kvóta í þáttum sem Hring- borði og öðrum eins. Ég veit ekki hvort það er beinlínis hættulegt, en altént hef ég það á tilfinningunni að eitthvað sé rangt við það. í eðli sínu, eins og sagt er. Það gerðist til dæmis um daginn, við þetta títtnefnda Hringborð, að allir viðmælendur spyrils- ins, þrír að tölu, voru útvarpsmenn. Ég nefni fyrstan Vernharð Linnet, dagskrár- gerðarmann á rásinni, og reyndar í gufunni líka; Sigríði Árnadóttur fréttamann útvarps, og að síðustu Georg Magnússon tæknimann rásar 2. Þetta voru viðmælend- urnir. Og þetta var ekki innanhússþáttur starfsmannafélagsins. Og það, að svo hafi ekki verið, er í ólagi. SJÓNVARP Af fréttum, börnum eftir Ingólf Margeirsson og AIDS Sjónvarpsfréttirnar hafa tekið nokkrum útlitsbreytingum. Það er kominn lítill kassi fyrir ofan og til hliðar við fréttaþulina sem sýnir mynd af fréttinni. Svo eru upplesar- arnir farnir að fá myndavélina á hlið á sig þannig að þeir þurfa að snúa sér í sætinu til að geta lesið í vélina. Þetta er allt gott og blessað og skemmtileg tilbreyting frá lesnu útvarpsfréttunum með myndunum. Þetta ögmundur með vandaða umfjöllun um AIDS I Kastljósi. form á fréttum er víða notað erlendis og gefur umgerðinni fjölbreytileika. En frétta- flutningurinn sem slíkur er jafn óvirkur sem áður, það skortir enn þor, hugrekki og eflaust tíma og peninga til að fréttamiðill sjónvarpsins sé afgerandi og finni fréttir í stað þess að vera afgreiðslufréttastofnun. Hinn venjulegi fréttaneytandi upplifir það kvöld eftir kvöld að heyra í fréttatíma sjón- varps útþynningu á sömu fréttum sem hann heyrði í útvarpi klukkutíma áður. En kannski er hin nýja „pródúksjón" á fréttum sjónvarps boðberi nýrri og betri frétta þeg- ar byltingin á fréttastofunni verður gerð opinber um áramótin. Barnaþættir sjónvarpsins hafa tekið miklum og góðum stakkaskiptum. Bæði Stundin okkar og stuttir barnaþættir virku daganna hafa farið vel í yngstu áhorfend- urna. Bravó! Þetta eru mikilvægir dag- skrárliðir. Ein aðfinnsla þó — það mætti kannski aðeins minnka tékknesku teikni- myndirnar og brúðumyndirnar, þótt ágæt- ar séu í sjálfu sér. Fjölbreytni sakar ekki. Kastljósþættirnir lofa góðu. Aids-þáttur- inn svonefndi hefur vakið mikla athygli og blendnar tilfinningar. Það má alltaf deila um hvort miðill sem sjónvarpið eigi að fjalla um viðkvæm málefni sem AIDS; hvort um- ræðan sé málefnaleg eða vekji „hysteríu" og fjöldaótta að óþörfu. Þátturinn sem var í stjórn Ögmundar Jónassonar frétta- manns sýndi hins vegar á yfirvegaðan hátt stöðuna í þessum sjúkdómsmálum á ís- landi í dag og hvað er hægt að gera til að sporna við útbreiðslu ónæmistæringar. Slíkir þættir breiða ekki út fjöldaangist heldur hafa róandi áhrif og upplýsandi á al- menning. Og eru þarafleiðandi af hinu góða. 22 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.