Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 4
eftir Guðmund Arnlaugsson SKÁK Tignin hékk á örfáum leikjum Aldrei hefur keppni um heims- meistaratitilinn í skák lokið á jafn spennandi og tvísýnan hátt og þeirri sem lauk austur í Moskvu á laugardagskvöldið var. Þar valt það á örfáum leikjum í tímaþröng hvort Karpov héldi tign- inni eða hinn ungi áskorandi hans tæki við. „Hinn ungi“, skrifaði ég — Kasparov er yngsti maður sem bor- ið hefur heimsmeistaratitil í skák, aðeins 22 ára að aldri, fæddur 13.04. 1963. En Karpov er enginn öldungur heldur, hann er 34 ára, fæddur 23.05. 1951. Æskan hefur tekið völdin, einnig í skákinni sem löngum var talin íþrótt þroskaðra manna. Algengast er að menn hafi verið milli þrítugs og fertugs þegar þeir innbyrtu þennan stóra vinning. Capablanca, sem ýmsir telja að hafi haft meiri eðlisgáfur til skákar en nokkur annar maður, var orðinn 33 ára þegar hann varð heimsmeist- ari. Fischer var 29 ára að aldri þegar hann sigraði Spasskí hér í Reykjavík í „einvígi aldarinnar" fyrir 13 árum. Yngsti heimsmeistari á undan Kasp- arov var Tal sem var á 24. ári þegar hann vann Botvinnik árið 1960. Svo vill til að á þessu ári eru 99 ár síðan fyrst var teflt um þennan eftir- sótta titil. Að vísu höfðu snjöllustu skákmenn heims oft þreytt einvígi áður, og á stundum að minnsta kosti ekki verið neinn vafi á því hver væri öflugasti skáksnillingur heims. En það var Wilhelm Steinitz sem fann titilinn upp og það var árið 1886 sem hann og Zukertort settust við skákborðið í New York til að tefla fyrsta einvígið þar sem heimsmeist- aratitillinn var lagður undir. Sá skyldi vera sigurvegari sem fyrri yrði til að vinna 10 skákir. Zukertort fór vel af stað, staðan var 4:1 honum í vil, þegar einvígið var flutt frá New York til St. Louis. Þar tókst Steinitz að minnka muninn. Síðasti hluti ein- vígisins fór fram í New Orleans og þar seig á ógæfuhliðina fyrir Zuker- tort. Hann var ekki nógu heilsu- hraustur og loftslagið í New Orleans átti ekki við hann. Eftir 17 skákir var hann orðinn tveimur vinning-. um undir. I 17. skákinni gerði hann úrslitatilraun til þess að fá fram straumhvörf. Hann náði vinnings- stöðu en missti vinninginn aftur úr höndum sér. Eftir það var hann brot- inn maður, hann fékk hita og þurfti þriggja daga frí en hélt svo áfram að tapa. Einvíginu lauk með sigri Stein- itz með 10 unnum skákum gegn 5, en 5 lauk í jafntefli. Þetta var sorg- legur endir á einvígi sem menn höfðu gert sér miklar vonir um, Zukertort náði sér ekki eftir þetta áfall og lést tveimur árum seinna, 46 ára að aldri. Kasparov er 13. heimsmeistarinn í röðinni frá því að titillinn var fund- inn upp. Við skulum líta á röðina: 1886—1894 Wilhelm Steinitz. Fæddur í Prag 1836 — lést í New York 1900. 1894—1921 Emanúel Lasker. Fæddur í Berlinchen 1868 — lést í New York 1941. 1921—1927 José Raoul Capa- blanca. Fæddur í Havana 1886 — lést í New York 1942. 1927—1935 Alexander Aljekín. F. í Moskvu 1892 — lést í Lissabon 1946. 1935-1937 Max Euwe. F. í Amsterdam 1901 — lést í Hol- landi 1982. 1937—1946 Aiexander Aljekín. 1946—1948 Enginn heimsmeist- ari. 1948-1957 Mikael M. Botvinnik. Fæddur í St. Pétursborg 1911. 1957— 1958 Vassilí Smyslov. Fæddur í Moskvu 1921. 1958— 1960 Mikael Botvinnik. 1960- 1961 Mikael Tal. Fæddur í Riga 1936. 1961— 1963 Mikael Botvinnik. 1963—1969 Tigran Petrosjan. Fæddur í Tvílýsi 1929 — lést 1984. . 1969—1972 Boris Spasskí Fæddur í Leningrad 1937. 1972—1974 Robert J. Fischer. Fæddur í Chicago 1943. 1974—1985 Anatoli Karpov. Fæddur 1951 í Zlatoust (Úral). 1985— Garrí Kasparov. Fæddur 13.04. 1963 í Baku. Steinitz hefur hlotið viðurkenn- ingu sem einhver fremsti hugsuður skákarinnar fyrr og síðar. En honum gekk ekki allt of vel á skákmótum þegar hann var heimsmeistari og vann enga yfirburðasigra á keppi- nautum sínum um titilinn. Lasker var hins vegar einhver sigursælasti meistari allra tíma. Hann vann sigur á nærri öllum meiri háttar skákmót- um sem hann tók þátt í og í 9 einvíg- um sem hann háði um heimsmeist- aratitilinn vann hann 59 skákir, tap- aði 18 og gerði 45 jafntefli. Samtímamenn Capablanca litu á hann sem undramann í skákinni, óskeikulan snilling sem fyndi ávallt besta Ieikinn af eðlishvöt enda tapaði hann svo sjaldan kappskák að birt var bók er hafði að geyma tapskákir hans, mig minnir þær vera 35. Aljekín hafði aldrei unnið af honum skák er hann hóf einvígið við hann 1927, úrslitin komu því óskaplega á óvart. Næstu árin stóð mikill ljómi um Aljekín er tefldi manna glæsilegast og vann hvern stórsigurinn á fætur öðrum. Það kom því á óvart að hann skyldi falla fyrir Euwe og enn kom það á óvart að honum skyldi takast að endurheimta titilinn tveimur ár- um síðar. Slíkt hafði enginn reynt nema Steinitz og honum mistókst hrapallega. En nú rekur engan í rogastans þótt heimsmeistari í skák endurheimti titil sinn, Botvinnik er búinn að sýna að slíkt er hægt að gera jafnvel oftar en einu sinni. Eftir heimsstyrjöldina síðari tekur við nýr kafli þessarar sögu þar sem alþjóðasamband skákmanna, FIDE, stjórnar þessari keppni. Það væri freistandi að gera allri þessari sögu betri skil, því að margt forvitnilegt gerðist, bæði á árunum fyrir 1886 og ekki síður á þessari tæpu öld sem liðin er síðan. En það verður að bíða betri tíma, kannski kem ég aftur að þessari sögu í síðari þáttum. GÁTAN SKÁKÞRAUT LAUSN Á KROSSGÁTU Fjórtán fjórtán ára drengir úr unglingadeild Hjálparsveitar skáta í Kópavogi eru við æfing- ar uppi á öræfum undir stjórn Hafliða Beck. Líka hreindýr. It's a long way to Tipparery, isn't it? sigiaintuos 'np :jbas 21. Sigurbjörn Sveinsson 122. Sigurbjörn Sveinsson Mát í 2. leik Mát í 2. leik Lausnir á bls. 10 . K <3 E t B 4 ■ * H í) 5 3 'O N 7> fí H G L L U R • H 5 o r r P> R 'o L fí r fí N ■ 'fí rí K 'o P i R R fí R D R fí fí 6 K fí p - F & /r> fí D u R. . u R R fí K 1 ■ K fí u P fí • F r L P t) • u f L 5 J fí L • N r 'fí 5 T F 5 N F u r 1 • 5 E 1 L '0 R £ <S L fí • ! r • R G P r A • fí L r P) D £ fí U P fí • / N fí V / K u 5 L 'fí ■ L fí r fí 6 U L N fí Ð / • B m * • 0 R K fí • R > 2> u • 'fí rz fí G R. fí 5 F r fí L 'fl 5 . fí U m fí R . N fí • R Ú • 5 /n 1 r • 5 r p> R f fí V • fí N <S fí R ■ N Ö L fí • fí 5 r i R 1> * K fí S r fí fí R 1 N • /A ’O R ) N N ( LÓ'T/’ / 5 ‘ÓTRfí KjfíH- /NN — BoRÐfí v£7 í>/ RflFTuR ^cr FLUTH /N6 mjöG flG/ET- LEGfl . \ SKANR MÐ S£/fl B/tTT ER V/fli ÓVRLfíR LOKK fíS VOHDflN i/ MJU/fí SK-ST. FORSK- SK.Sf? V TR.É S'/SU - nn/ TfíLfl ‘ £l < Kfí UH6 VTDl Vó 0' ° ( * r* lPLsuh FÆÐ 'fí cXff s 1 RÓLTIIZ DREP/t) fl dyr GfíHGFL. SL’/Tfí EUD FJflLU Kom V/Ð víSflH jt- f fall- £6fí £/NS oe, HV'iL' /ST Forsr. Tt'omuR AlíE> - KErvrVfl mu/vN HRYCiG /R FRfl 5ÖGN/N 0- IfYTfíR yaK- RÆKT/ LEND RE/Ð/ Hljób GfíRm fíRN/R GBoFflR £NT>. fíK/ERfl TRjfí GRaFUR brbgd f HLros ENV/R DRflrr UR SBLDRfl /3fí rtz>fí BOFfl SUP/) TÆPflR stefhu m/Ð 5Y/16UR BlKKjfí 7J/W5 -Tr/E 5lt>fl - \ ^ r BVfíDlJR /E/DBR. KtYR/ SKRTt STÓR PORR £>N£) fís- YNJfl l X>u6 LSfíUR. OyÐjfl GfímHLL þREyTr F/SKUR 'fí SX/RNi HRYll /R FL//< BR05T/ r'o" 1 HB/Dufí FUGMx RÆLH/ '/té/n L£ST MyngL SKjÓl STYNJfí 'OHRE/N /<fí ÖLVflDfl fargd Srrtfí flSKHR FjALL SVfíLL 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.