Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson og Halldór Halldórsson Blaðamenn: Edda Andrésdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Jón Óskar Hafsteinsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthlasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Auglýsingar: Steinþór Ólafsson Innheimta: Garðar Jensson Afgreiðsla: Guðrún Hásler Ritstjórn og auglýsingar eru að Armúla 36, Reykjavík, slmi 8-15-11. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 36. Slmi 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Eins dauði er annars brauð Helgarpósturinn birtir í dag yfirlitsgrein um okurmálin á ís- landi. Okurlánastarfsemin er orðin stór hluti af neðanjarðar- hagkerfinu sem er aftur á móti svarta gatið í íslensku efna- hagslífi; umfangsmikið og sem stýrir efnahagsástandi landsins án þess að þessir fjármunir komi neins staðar fram. Þjóð sem býr við litlar þjóðar- tekjur í fábreyttu atvinnulífi þarf að snfða sér stakk eftir vexti. Peningafyllerí stríðsáranna er rétt að renna af okkur og verstu timburmennirnirað byrja. Þjóð- inni er haldið á floti með erlend- um lánum og skyndiráðstöfun- um sem gera það eitt að vont ástand versnar. Verðbólgubál, lánskjaravísitala, raunvextir — allt eru þetta orð sem síast inn í íslenska hugtakavitund frá blautu barnsbeini. [ slíkri ringulreið lenda hinir pólitískt spilltu ríkisbankar í lausafjárerfiðleikum sem gerir það að verkum að viðskiptavin- irnir eru teknir í ákveðna for- gangsröð — þeir sem eiga pen- inga fyrir — og þeir sem hafa rétt pólitísk sambönd. Allur þorri almennings og smærri at- vinnurekenda þarf að leita á aðrar slóðir — til hinna svörtu lánastofnana sem lána pen- inga á margföldum bankavöxt- um. Þar með lenda flestir í víta- hring sem einn viðmælandi blaðsins líkir við heróínneyslu — og sem endar með gjald- þroti eða sjálfsmorði í mörgum tilvikum. Ríkisstjórnin og ráðamenn landsins eiga stóran þátt í því að slík starfsemi viðgengst í landinu. Þeir hafa skapað hinar efnahagslegu forsendur fyrir hinum svarta peningamarkaði. Það er einnig til umhugsunar að á sama tíma og Rannsóknar- lögreglan hirðir upp okurlánar- ana úr skúmaskotum sínum, birta „virt" ávöxtunar- og fjár- festingarfélög auglýsingar sín- ar í helstu dagblöðum þjóðar- innar. Þar er almenningi boðin ávöxtun á fjármunum sínum. Þessi fyrirtæki leika sama af- fallaleik og bankarnir þegar skulda- og verðbréf eru annars vegar. Á slíkri starfsemi og okri hákarlanna er enginn eðlis- munur. Vonandi verður rannsóknin á okurlánurunum til þess að um- ræða vakni hérlendis um hlut- verk lánastofnana, vaxtapólitík og efnahagsstefnuna í heild — því allt eru þetta greinar af ' sama meiði. BRÉF TIL RITSTJÓRNAR Ólafur Haukur og Ólafur Thors Til ritstjóra Helgarpóstsins í síðasta tölublaði Helgarpóstsins er stutt viðtal við Ólaf Hauk Sím- onarson rithöfund, sem ég kemst ekki hjá að gera athugasemd við. Viðtalið, sem ber yfirskriftina Ertu dóni? snýst um útsendingu Ríkisút- varpsins á Galeiðunni eftir Ólaf Hauk, en þar voru látin falla orð um Ólaf Thors sem útvarpsráð og út- varpsstjóri töldu sig verða að biðjast afsökunar á. í viðtali þessu ber rithöfundurinn af sér aliar sakir og heldur því fram að hér hafi einungis verið á ferð sak- laus gamansaga. Honum er það að sjálfsögðu fullheimilt, þó að hann hafi af einhverjum sökum sleppt henni í skáldsögunni Galeiðunni, sem kom út fyrir nokkrum árum og mun vera samin upp úr leikritinu Blómarósir. Aftur á móti sýndi hann Ríkisútvarpinu þann sóma að halda henni til haga í útvarpsgerðinni. Sannleikurinn er hins vegar sá að í útvarpsleiknum er sagan þannig fram sett, og birt í því samhengi, að hún verður bæði smekklaus og ræt- in. Hirði ég ekki um að færa rök fyr- ir þessu áliti á meðan höfundur sér „Ljótt ef satt er“ Hr. ritstjóri. í síðasta tölublaði Helgarpóstsins birtist frétt þar sem blaðinu hafa borist rangar upplýsingar. Fréttin er lævísleg og gefur til kynna að undir- ritaður hafi brotið trúnað í starfi sínu. Það er ábyrgðarhluti fyrir blað að birta óstaðfestar sögur sem ritstjóra berast, án þess að sannreyna þær. Hitt er þó öllu alvarlegra fyrir þá er lenda í slúðri af þessu tagi að oft er erfiðara að hnekkja en af stað að koma. ekki ástæðu til að láta þennan texta sinn koma fyrir almenningssjónir. í umræddu viðtali talar Ólafur Haukur um að ég hafi orðið eins og „barinn rakki" við það að fá skammir frá útvarpsráði. Vegna þessarar aðdróttunar vil ég það komi skýrt fram, að yfirlýsingar út- varpsráðs hafa nákvæmlega engin áhrif haft á afstöðu mína til þessa máls. Það er skoðun mín sjálfs að ekki hefði átt að útvarpa verkinu með margumtöluðum ummælum og það af einföldum og augljósum velsæmisástæðum. Ég hef þegar lýst opinberlega þeim mistökum, sem urðu til þess að upptökunni var útvarpað (í Morgunblaðinu sl. laug- ardag) og læt nægja að vísa tii þeirr- ar greinargerðar. Hitt er svo annar handleggur að það er alitaf álitamál hversu alvar- lega á að taka smekkleysur af þessu tagi, en mér er kunnugt um marga sem heyrðu útsendingu Galeiðunn- ar án þess að hneykslast; hafa vænt- anlega talið lýsinguna á tiltektum Ólafs Thors í salthúsinu svo augljós- an tilbúning að hún gæti með engu Þar sem þessi frétt og ályktanir sem af henni eru dregnar eru upp- spuni frá rótum, fer ég þess vinsam- legast á leit að bréf þetta verði birt þegar í næsta tölublaði Helgarpósts- ins með eftirfarandi leiðréttingum. 1) Ráðgarður hefur aldrei unnið að verkefnum fyrir Fjárhagsdeild Sambandsins. Hið rétta er að Ráð- garður vinnur að sameiginlegu ráð- gjafarverkefni fyrir kaupfélögin og Sambandið vegna vöruflutninga. 2) Hagvangur hefur aldrei unnið að úttekt á Fjárhagsdeild Sambands- ins. Hið rétta er að starfsmaður frá Hagvangi vinnur nú að skipulagn- ingu á innheimtumálum vegna til- móti sett blett á minningu stjórn- málaforingjans. Og það var að mín- um dómi afskaplega vanhugsað af yfirstjórn Ríkisútvarpsins að blása komu tölvuvæðingar á viðskipta- mannabókhaldi Sambandsins. 3) Undirritaður var starfsmaður Hagvangs i nokkur ár og eignaðist þá hlut í fyrirtækinu eins og ýmsir aðrir starfsmenn. Það hefur engin áhrif á það hvort Hagvangur tekur að sér verkefni fyrir Sambandið eða ekki. Sambandið leitar eftir sér- fræðiaðstoð víða þegar leysa þarf verkefni af hendi og leitar þá tii Hagvangs sem annarra innlendra og erlendra ráðgjafarfyrirtækja, allt eftir eðli verkefnanna. Með fyrirfram þökk fyrir birting- una. Eggert Á. Sverrisson. þetta leiðindaatvik út og gera það að stórmáli. Jón Viöar Jónsson leiklistarstjóri LAUSN Á SKÁKÞRAUT 21. Við sjáum strax að svarti kóngurinn má hvorugan riddarann drepa vegna máts. Hann getur því einungis leikið riddaranum. Þá er galdurinn ekki annar en sá að geta svarað riddaraleik með máti: 1. Hh8 R eitthvað 2. Rc5 mát (1. - Kxa8 2. Bc6, 1. - Kxa6 2. Bc8). 22. í upphafsstöðunni mynda mennirnir stafinn X. Svartur á að- eins um tvo leiki að velja: Kxe4 og Kxc6. Þetta einfaldar lausnina: 1. Db3 Kxe4 2. Df3 eða 1. Db3 Kxc6 2. Db7. Mátin eru laglega samhverf. Það er kominn vetur Kuldafatnaður í úrvali Loðfóðraðir samfest- Kapp-klæðnaður. Still-long-ullarnærföt, ingar. Kuldaúlpur. þessi bláu norsku til útiveru -hlýirsokkar. 0 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.