Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 9
fræðings eftir að málið varð opin-
bert og bað um góð ráð. Viðkom-
andi lögfræðingur hafði samband
við RLR og skýrði frá því, að hjá sér
væri maður, sem ætti peninga í
myllunni. Ekkert nafn var gefið upp.
Lögreglumaðurinn spurði ekki um
nafn viðkomandi, heidur spurði ein-
ungis um það hversu há ávísunin
væri og hvenær hún væri dagsett.
Síðan fór hann úr símanum en kom
að vörmu spori aftur og spurði hvort
maðurinn væri ekki þessi og nefndi
nafn hans. Jú, mikið rétt. Og í fram-
haldi af því bað lögreglan lögfræð-
inginn að segja manninum að koma
suður í Kópavog til þess að ganga frá
sínum málum.
Ein afleiðingin, sem Hermanns-
málið hefur haft í för með sér, er að
stór hópur skuldara Hermanns and-
ar nú léttar. Ástæðan er sú, að enda
þótt búið sé að leggja hald á öll gögn
í bankakerfinu, víxla og annað, og
m.a. búið að hreinsa út innheimtu-
víxla í bankakerfinu, þá er ljóst að
gjalddagar hjá skuldurum sem
höfðu tekið okurlán hjá Hermanni
munu ekki standa. Einhvern tímann
kemur þó að því.
Til viðbótar hefur það svo einnig
gerzt, að allt neðanjarðarhagkerfið
hefur svo til stöðvast. Nú þorir eng-
inn að hreyfa sig og því geta skuld-
arar andað léttar í einhverjar vikur.
En það sem þetta mál á ef til vill
eftir að skilja helzt eftir sig er að nú
hefur Rannsóknarlögreglan, banka-
eftirlitið og svo skattrannsókna-
stjóri fengið upp á borðið nokkuð
nákvæmt kort af neðanjarðarvið-
skiptaheiminum og helztu persón-
um og leikendum þar. Þessi heimur
er óvenju stór og hefur farið stækk-
andi á undanförnum 2—3 árum. Þar
kemur til slök fjárhagsstaða miðl-
ungsstórra fyrirtækja og þaðan af
minni, og svo einstaklinga sem berj-
ast í bökkum. Þessu til viðbótar má
nefna, að starfsemi af þessu tæi ku
vera í tízku um þessar mundir, eða
eins og einn viðmælandi okkar
sagði: „Það er ,,in“ að græða á
okri.“
Um lyktir þessa máls er erfitt að
segja nokkuð. Málarekstur gæti tek-
ið mörg ár og þá snýst spurningin
um það hvað verði mikið eftir af
þessum skuldakröfum, sem nú eru
sönnunargögn í málinu.
Eins og málið horfir við Rann-
sóknarlögreglunni, þá vinnur hún
Hermannsmálið þannig, að þeir,
lán. Því skyldu þeir taka áhættuna
að blanda nafni sínu í lögreglurann-
sókn þegar ágóðinn er þegar orðinn
margfaldur? Einn útgerðarmaður
sem ávaxtað hefur fé sitt í höndum
okurlánara sagði einfaldlega við
umboðsmann sinn þegar honum
var tilkynnt um lokun ávísanareikn-
inga minna: „Ókei, ég er búinn að
tapa nótinni á þessum miðum, en
hún hefur borgað sig nú þegar marg-
falt upp. Nú er að róa á ný mið.“ Þess-
ir menn vinna og hugsa eins og þeir
sem selja eiturlyf."
Hvað gera þeir
við hræið?
En þrátt fyrir hörð ummæli
Bjarna í garð okurlánaranna lítur
hann ekki á þá sem óvini sína. „Ég
fyrirlít þá alls ekki, þessir menn eru
allflestir vinir mínir. Slæm lausafjár-
staða bankanna gerir það að verk-
um að svona starfsemi þrífst. Ein-
hvers staðar verða menn að fá fyr-
irgreiðslu þegar bankarnir loka á
þá. Við sem stöndum með stór eða
lítil fyrirtæki í fullum rekstri og
tímabundnum peningavandræðum
verðum að leita á náðir slíkra
manna. Það skapast oft gagnkvæmt
traust, ég treysti þeim og þeir mér.
Enda stóð ég alltaf í skilum. Þangað
til að allt hrundi saman."
Bjarni segir að lánaviðskipti þessi
fari þannig fram, að hann fái
ákveðna upphæð að láni, oftast
HVAÐ ER
OKUR?
sem hafa lagt peninga í myllu Her-
manns hafi gerzt sekir um okur á
hendur honum. Hann hafi síðan
gerzt sekur um okur á hendur sín-
um viðskiptamönnum.
Eins og fram kemur í grein hér í
opnunni þarf að hafa þriðja aðila
með í verðbréfaviðskiptum eigi þau
að teljast lögleg. Þetta gera stóru
verðbréfamarkaðirnir. En í hama-
gangnum hjá Hermanni hefur þetta
farizt fyrir. Hann hafði ekki fyrir því
að hafa millileppi til að tryggja lög-
mæti þessara viðskipta. Hann
keypti víxla beint og ávísanavið-
skiptin voru aðeins á milli tveggja
aðila.
Það er ljóst, að Hermann Björg-
vinsson verður dæmdur. Hins vegar
er það stór spurning hvort hægt
verði að hafa hendur í hári þeirra,
sem lánuðu honum peninga eða
lögðu í púkkið. Sjálfur hefur hann
að vísu viðurkennt, að hér hafi ver-
ið um okurlánaviðskipti að ræða.
En þá er spurningin sú hvernig
bregðast eigi við því, ef þeir sem
lána honum peninga segja einfald-
lega, að þeir hafi látið Hermann fá
peninga til ávöxtunar. Þeim hafi
hins vegar ekki verið kunnugt um á
hvern hátt Hermann ávaxtaði fjár-
munina. í þessu verður vörn fjár-
magnseigendanna vafalaust fólgin.
Mál þetta minnir um margt á ávís-
anakeðjumálið, sem kom upp hér
um árið. í það flæktust ýmsir nafn-
togaðir menn og enn fleiri í þeim
urmul sögusagna, sem gengu í
Reykjavík og úti um land. í Her-
mannsmálinu eru sögusagnirnar á
fullri ferð og ótrúlegustu menn
nefndir. Og með fylgja svo skondnar
sögur.
Þannig gekk sú saga, að réttar-
gæzlumaður Hermanns Björgvins-
sonar væri með í okurmyllu hans
og það væri bara tímaspursmál
hvenær nafn hans kæmi upp við
yfirheyrslur. Réttargæzlumaðurinn
er ekki þátttakandi í leik Hermanns.
Hins vegar mun það hafa ýtt undir
sögusagnirnar, að bifreið réttar-
gæzlumannsins bilaði þar sem hún
stóð fyrir utan höfuðstöðvar RLR í
Kópavogi. Þá var það sem Hermann
bauðst til að lána honum nýja BMW-
inn sinn, sem lögmaðurinn mun
hafa þegið. Þar með var það orðið
morgunljóst í hugum margra, að
réttargæzlumaðurinn hefði hirt bíl-
inn af Hermanni í gegnum einhver
okurlánaviðskipti.
greidda í reiðufé en stundum í formi
tékka, gegn framvísun geymslu-
tékka sem hljóðar upp á hærri upp-
hæð en sem nemur höfuðstól og
vöxtum. Mánaðarvextir okurlánara
eru allt frá 6% og upp í 15%. Meðal-
vextir eru um 10% á mánuði. Þann-
ig að ef Bjarni tekur 500 þúsund
króna lán hjá lánara, fær hann pen-:
ingana greidda í reiðufé en lætur af
hendi tékka upp á 550 þúsund (mið-
að við 10% mánaðarvexti) dagsett-
an mánuð fram í tímann. Eftir mán-
uð verður síðan þessi upphæð að
vera komin inn á ávísanareikning
Bjarna. Ef ekki, verður hann að hafa
samband við okurlánarann og
semja um framlengingu á 550 þús-
und krqna tékkinum um t.d. einn
mánuð. En þá verður Bjarni að
greiða strax 10% af 550 þúsundum
eða 55 þúsund. Og eftir stendur höf-
uðstólinn 550 þúsund krónur. Með-
an Bjarna tekst ekki að losa sig við
höfuðstólinn greiðir hann 55 þús-
und mánaðarlega. Og til að ná í
þessi 55 þúsund þarf hann að taka
önnur okurlán sem hann þarf einn-
ig að greiða vexti af. Og svo koll af
kolli.
„Ég valdi að lifa áfram en fremja
ekki sjálfsmorð," segir Bjarni.
„Okurlánararnir hafa undið mig
margfalt. Nú er spurningin hvað
þeir ætla að gera við hræið. En ég
bíð dóms míns og svo gæti farið að
ég missti fyrirtækið og eignir mínar.
Spurningin er einnig hvort ég kom-
ist hjá gjaldþroti.“
„Oh, þið eruð allir eins þessir
blaðamenn; þið einblínið alltaf á
lögin!" — Þetta stundi forstjóri eins
af stærstu verðbréfafyrirtækjum
landsins í viðtali við HP þegar talið
barst að því hvað mætti kalla okur á
Islandi. Hann var á þeirri skoðun að
þetta væri varla lagalegt atriði.
Sagði einfaldlega: „I þessu sam-
bandi er spurningin ekki hvað sé ok-
ur, heldur hvað manni finnst vera
okur og hver lendir í okrinu. Þetta
eru aðalatriðin." Þessi maður hélt
áfram: „Mér finnst það velta á skuld-
aranum og högum hans hvað vext-
irnir mega vera háir. Ef þetta er
stöndugur maður í bissness og þarf
til dæmis snarlega að leysa út vöru,
þá vorkenni ég honum ekkert að
borga ofboðslega vexti, enda er það
svo að þessi maður géngur aldrei að
dílnum nema hann sjái fram á að
græða ennþá meira á lántökunni en
sá sem lánaði horium."
„Okur er huglægt!"
Annar maður úr sama geira við-
skiptalífsins mælti: „Upphæð vaxta
er að mínu viti tilfinningaatriði.
Hún fer eftir siðferði manns og mati
manns á hverjum tíma hvað maður
haldi að viðkomandi geti tekið á sig
mikið af vöxtum.“ Enn annar verð-
bréfasali og jafnframt sprenglærður
lögfræðingur bætti við þetta allt
saman: „Eg vorkenni ekki stórfyrir-
tæki á borð við SÍS að borga 200%
vexti, svo ég taki dæmi. Forstöðu-
menn þess vissu nákvæmlega að
hverju þeir voru að ganga, hver
vaxtabyrðin yrði. Og voru eflaust að
þessu til þess að græða. Ég vorkenni
hinsvegar einstæðri móður sem
greiðir 20% vexti. Hún vissi kannski
ekkert að hverju hún var að ganga
í neyð sinni. Og hún tók lánið örugg-
lega ekki til þess að hagnast á því.
Okur er huglægt. í þessum daemum
er okrað á konunni, ekki á SÍS!“
Þetta er siðferði verðbréfamark-
aðarins, ef svo má segja. Þeim fjöl-
mörgu verðbréfasölum sem blaðið
hafði samband við finnst það svo
innilega að vextir eigi að vera al-
frjálsir, að þeir ekki einasta tala eins
og svo sé, heldur virðast þeir breyta
í samræmi við það. Þeim finnst alt-
ént að þeir megi taka eins háa vexti
og þá langar hverju sinni og þannig
framkvæma hið fullkomna vaxta-
frelsi. Málið er bara, að fyrir vikið fá
sumir þeirra það orð á sig að vera
okrarar. Og samkvæmt lögunum er
það í mörgum tilvikum réttnefni.
Okurlögin frá 1960
Okurlögin eru frá 1960. Þau
kveða á um að bannað sé í beinum
skuldbindingum milli lánardrottins
og skuldara að taka — ellegar að
gefa í skyn að maður taki — hærri
vexti en sem nemur almennum
bankavöxtum sem Seðlabankinn
samþykkir á hverjum tíma. Skil-
greiningin á okri er þannig næsta
einföld: Ef teknir eru hærri vextir en
almennir bankavextir þarf að
minnsta kosti þriðja mann í spilið.
Við öðru liggur sekt, svo sem sagt er
frá í sjöttu grein okurlaganna. Hún
er almennt túlkuð þannig að við
okri liggi ekki refsivist, heldur
aðeins fjársekt, svo framarlega sem
okrarinn hafi ekki líka brotið sjö-
undu grein laganna en þá hefur
hann jafnframt notað sér bágindi,
einfeldni, fákunnáttu eða léttúð lán-
takans. Ljóst er að Hermann Björg-
vinsson, sá er situr í gæsluvarðhaldi
vegna okurmálsins, hefur að
minnsta kosti notað sér bágindi við-
skiptavina sinna, en við því liggur
refsivist eins og fyrr greinir.
Sjötta grein okurlaganna er ann-
ars orðrétt svona: „Ef samið er um
vexti eða annað endurgjald fyrir
lánveitingu eða umlíðun skuldar
eða dráttarvexti fram yfir það, sem
leyfilegt er samkvæmt lögum þess-
um (hæstu banka- og sparisjóðs-
vextir á hverjum tíma, innsk. HP),
eru þeir samningar ógildir, og hafi
slíkt verið greitt, ber skuldareig-
anda að endurgreiða skuldara þá
fjárhæð, sem hann hefur þannig
ranglega af honum haft.“ Síðan
kveður sjötta grein á um að „Sá,
sem áskilur sér vexti eða annað
endurgjald fyrir lánveitingu eða um-
líðun skuldar, eða dráttarvexti fram
yfir það, sem leyfilegt er samkv. lög-
um þessum, svo og sá, sem er milli-
göngumaður við slíka samninga,
skal sæta sektum, er eigi séu lægri
en fjórfaldur og eigi hærri en tutt-
ugu og fimmfaldur ágóði sá, er ólög-
lega var áskilinn eða tekinn. Nú
verður eigi sannað, hve mikill sá
ágóði var, og skal þá ákveða sektina
eftir málavöxtum." Sem sagt; fórn-
arlamb manns sem verður uppvís
að okurlánastarfsemi á heimtingu á
að fá þær prósentur vaxtanna end-
urgreiddar, sem eru yfir vaxtamarki
Seðlabankans á hverjum tíma.
Leppur eða sjálfstæður
milliliður
Eins og fram kemur hér á undan
ná okurlögin ekki yfir þann við-
skiptamáta þegar skuldakröfur
ganga milli fleiri en tveggja aðila. f
ljósi þess má spyrja; hvernig fara
stóru verðbréfasalarnir að þegar
fólk kemur þangað fjárvana og bið-
ur um ráðgjöf? Oftast er því bent á
að gefa út skuldabréf á sjálft sig sem
sé tryggt í eigin eignum, en jafn-
framt að firmað geti ekki tekið slíkt
bréf í sölu án þess að einhver milli-
liður komi til. Á þessu stigi — og
þetta er staðfest af verðbréfasala —
felst ráðgjöf firmans oft í því að
benda fólkinu á það að fá bróður
sinn eða vin til þess að viðurkenna
að það skuldi honum svo og svo
mikla upphæð með einhverjum skil-
málum. Svo er það vinurinn sam-
kvæmt forminu, sem framselur
bréfið í affallasölu hjá verðbréfasöl-
unum. Og þar með gilda engin ok-
urlög um það hvernig farið er með
bréfið.
Svo er að forminu til, en ekki í
praksís. Mjög margir lögfræðingar
sjá ekki betur en að hér sé um ekk-
ert annað en tveggja manna við-
skipti að ræða. Þriðji aðilinn, í dæm-
um sem þessum, er ekki sjálfstæður
milliliður, heldur leppur. „Þriðji aðil-
inn er hérna aðeins nafn á pappír.
Hann gegnir alls ekki hlutverki
sínu, til dæmis sem nokkurskonar
öryggisventill á það að annar mað-
urinn í þessum viðskiptum noti sér
ekki bágindi hins," segir virtur lög-
fræðingur og bætir við, „Öll þessi
mál eru ótrúlega óljós og oft er það
ekkert annað en túlkunaratriði
hvað er rangt og hvað rétt í þessum
efnum, því miður." Þannig eru til
dæmis sumir lögfræðingar á þeirri
skoðun að loforð um ákveðna
ávöxtunarprósentu af skuldabréf-
um, til dæmis 12% (umfram verð-
bólgu), sé ólöglegt, altsó; ekki megi
auglýsa að akkúrat 12% vextir fáist.
Hinsvegar sé óljóst loforð verð-
bréfastofnana um 12% ávöxtun,
14% eða jafnvel 20% í fyllsta máta
löglegt. Menn mega ýja að, gefa í
skyn, en ekki fullyrða í þessu tilviki!
Þetta er enn eitt dæmið um það
hvursu allar reglur eru loðnar og
óljósar í þessum viðskiptum.
Er fólk að nota sér
neyð SÍS. . .
Glögga lögfræðinga greinir meira
að segja á um það hvort hlutafélög
hafi siðferðilegan rétt gagnvart al-
menningi til þess að bjóða út skulda-
bréf í sjálfum sér. Fyrirtæki á borð
við SÍS, Heklu og Iðnaðarbankann
hafa að undanförnu boðið fólki
svona bréf með afföllum í umboði
verðbréfasala (sem í sjálfu sér gæti
varðað okurlögin í praksís saman-
ber það sem sagt var hér á undan
um útgáfu einstaklingsskuldabréfa
og meðferð þeirra hjá verðbréfasöl-
um, en skuldabréfaútboð fyrirtækja
lúta alveg sömu lögmálum og þau).
Menn segja þetta siðlaust að því
leyti að í raun réttu séu þessi fyrir-
tæki að gera kaupendur skuldabréf-
anna að okrurum! „Lögfræðilega er
möguleiki á því að almenningur sé
með þessu að nota sér bágindi SÍS
og þessara fyrirtækja. Fólk nær sér
þarna ólöglega í fjárhagslegan
ávinning, ef menn vilja fallast á að
skuldabréfaútboðið sé í sjálfu sér
aðeins milli tveggja aðila, en ekki
þriggja eins og til þarf samkvæmt
lögunum," segir lögfræðingur.
„Þetta er að sönnu langsótt, en samt
möguleiki," endurtók hann.
Fjármagnsskorður =
Vaxtaokur!
Verðbréfasala. Vaxtataka. Okur
og ekki okur. Miðað við núverandi
ástand geta menn endalaust deilt
um hið rétta í þessu efni, segja
menn. í dýpsta falli snúast deilurnar.
um það hvort verðbréfasala sé í
sjálfu sér ekki ólögleg. Verðbréfa-
fyrirtækin í landinu eru sprottin upp
vegna neyðar. Menn og fyrirtæki fá
ekki bankafyrirgreiðslu nema með
herkjum. Þessvegna neyðist fólk til
þess að leita til annarra aðila, til
dæmis til verðbréfasala með skulda-
bréf með veð í eignum. Og þar með
er spurt: Er verðbréfasalan ekki
með þessu að nota sér neyð fólks?
Menn svara þessu misjafnlega,
kannski einfaldlega vegna þess að
þetta er flókinn þáttur efnahagslífs-
ins sem menn ruglast auðveldlega í,
þó ekki sé nema vegna þess að hann
er síbreytilegur. Fyrrverandi verð-
bréfasali segir: „Það sem er rotið í
dag er löglegt á morgun. Ég veit um
mann sem var dæmdur fyrir okur
fyrir fáum árum og hann ákvað að
sitja dóminn af sér. Nú, nú, þegar
hann losnaði voru bankavextir
orðnir hærri en okurvextirnir sem
hann hafði orðið uppvís að og fund-
inn sekur fyrir!“ Annar maður segir
svo þetta: „Vaxtaokur í beinum og
óbeinum skuldbindingum milli
manna er mjög eðlilegt. Miðað við
þann skort á fjármagni sem verið
hefur í landinu væri mjög óeðlilegt
ef það væri ekki fyrir hendi. Einföld
hagfræðikenning segir okkur að
einfaldast og auðveldast sé að
græða mestan pening þegar mestur
skorturinn er á honum. Vextirnir
hækka óhjákvæmilega við það, og
gildir einu hvort það er löglega eða
ólöglega. Þeir hækka og þeim mun
meira sem skorturinn eykst. Hann
er mikill núna. Það er málið. Og því
ekki að nota sér það?"
HELGARPÓSTURINN 9