Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 2
ÚR JÖNSBÓK Frá landsfundi Samtaka um verndun Fjalakattarins eftir Jón Örn Marínósson Landsfundur Samtaka um verndun Fjalakattarins hófst með því að landsfundarfull- trúar hvísluðust á í anddyrinu á Alþýðubíó, tókust í hendur og brostu hver til annars líkt og kraftakarlarnir í Laugardalshöll áður en þeir byrjuðu að brjóta hver annan til mergjar. Þetta var indæl samverustund og mikið hvíslast á. Til að veita fjölmiðlum nokkra innsýn í fjöldafylgi samtakanna höfðu landsfundarfulltrúar dregið með sér á setninguna maka sína, nauðuga viljuga, ástkonur, sambýlinga, börn, tengdabörn, barnabörn, tengdaforeldra, afa og ömmur, og var svo þéttskipað í anddyrinu að mér gafst aldrei færi á formanni samtakanna. Ég taldi skynsamlegast að bíða, vöðlaði stál- vírnum saman, faldi hann inni í skýrslunni frá starfsháttanefnd og bauð gott kvöld í þann mund sem Ijósmyndari samtakablaðsins smellti skoti af mér og formanninum. Ljósmyndin birtist á forsíðu daginn eftir. Svo virðist af myndinni sem við séum að hvfslast á, en sú var ekki raunin; ég var einungis að kanna — með því að hlusta eftir andardrætti formanns — hvort hann væri „nervös" og grunaði eitthvað. Ég er brosandi á myndinni fyrir þá sök eina að mig kitlaði í hlustina eftir að formaður hafði hvíslað að mér síðustu hugdettu sinni um mótleik gegn andófshópnum. Að afstöðnum brosum, handaböndum og hvíslingum í anddyrinu var gengið í salinn og til dagskrár. í setningarræðu sinni lagði formaður áherslu á virka lýð- ræðislega valddreifingu innan Samtak- anna um verndun Fjalakattarins, en gat þess jafnframt að hann hefði ákveðið, ef upp kæmi ágreiningur, að takmarka at- kvæðisrétt við þá sem væru sömu skoð- unar og hann sjálfur. Formaður snerti ekki vatnsglasið, sem var í púltinu hjá honum, en þjóðkunnur leikari að lesa Ijóð eftir Jóhannes úr Kötlum í næsta at- riði drakk tvisvar af glasinu og liggur enn á milli heims og helju. Þeir sem vilja hug- myndafræðilega nýsköpun geta ekki æv- inlega við öllu séð. Þegar menn höfðu rogast með leikarann út af sviðinu, var sýndur gamanþáttur þar sem skopast var ótæpilega að sundrungu og átökum í öðr- um samtökum. Vakti hann mikla kátínu í röðum okkar landsfundarfulltrúa. Að því búnu var orðið gefið frjálst og allir fóru að hvíslast á, uns eyru manns voru orðin heit, rök og rauðþrútin af baktjaldaumræðum, og var þá störfum landsfundar frestað til næsta morguns. Efnt var til leynifunda þá um nóttina. Formaður hélt austur í bæ að leggja á ráðin með verkalýðsarminum gegn gömlu forystunni og brá sér þaðan í Þingholtin að leggja á ráðin með gömlu forystunni gegn andófshópnum, en áður hafði gamla for- ystan setið bak við byrgða glugga með andófshópnum og lagt á ráðin gegn formann- inum, sem fór sjálfur undir morgun að leggja á ráðin með andófshópnum gegn verka- lýðsarminum. Við í baráttukjarnanum veltum málum fyrir okkur alla nóttina og urð- um að semja nýja áætlun þar sem ég hafði gloprað niður stálvírnum úr skýrslu starfs- háttanefndar. Var það sameiginleg niðurstaða okkar að ásýnd samtakanna yrði ekki breytt nema með rakhníf. Að vísu hefðu Marx og Lenín (og Trotskí hvíslaði einhver) borið skegg, en sögulegar aðstæður hefðu breyst og ásýnd samtakanna yrði að gefa sterklega til kynna að samtökin væru einnig samtök skeggleysingja. Var jafnframt bent á að Gorbatsjoff væri skegglaus samkvæmt hinni nýju línu, en hin sögulega hefð væri varðveitt á vöngum Alþýðusambandsforseta. Störfum á landsfundi Samtaka um verndun Fjalakattarins var svo haldið áfram næsta dag. Skýrsla starfsháttanefndar var tekin til umræðu og hver einasti maður sammála niðurstöðu nefndarinnar að samtökin væru liðónýt og til einskis megnug undir stjórn núverandi formanns. For- maður þakkaði nefndinni vel unnin störf og taldi brýnt að leita úrbóta. Samþykkt var að stefna að lýðræðislegri vald- dreifingu og koma á fót undir eftirliti for- manns fjörutíu og þremur samvirkum stofnunum innan samtakanna þar sem ávallt væri heitt á könnunni ef hinn óbreytti liðsmaður skyldi reka inn nefið til þess að athuga hvað væri á seyði. Þá var gengið til kosninga á yfirstjórn. Líkt og annars staðar, þar sem stefnt hef- ur verið að lýðræðislegri valddreifingu síðan 1917, var formaðurinn einn í kjöri og menn minntir á að gæta félagslegra vinnubragða og sýna æðstu markmið- um samtakanna fulla hollustu. Kosning var leynileg og þess beðið með eftir- væntingu hverjir þyrðu að vera á móti. Formaður þakkaði síðan traust og stuðn- ing landsfundarfulltrúa. Nú hefðu sam- tökin kjörið sér „hamar" en vantaði „sigðina". Þótti mörgum okkar sjálfsagt að klekkja á formanni með því að taka hann á orðinu og þarf ekki að orðlengja frekar um kjör varaformanns sem fór mjög friðsamlega fram í skugganum af yfirvofandi landsfundarfagnaði. Að því búnu hættu landsfundarfulltrúar að hvíslast á og fóru að kyssast og skála fyrir tíma- mótaáfanga í innri starfsemi samtakanna. Stefnuskrá samtakanna var samþykkt samhljóða á örstuttum framhaldsfundi dag- inn eftir. Voru menn harla ánægðir með ásýnd samtakanna þrátt fyrir nokkrar menjar um vináttuskálarnar kvöldið áður. Þótti stefnuskráin harla góð, einkanlega þar sem lögð er áhersla á það meginmarkmið Samtakanna um verndun Fjalakattarins að stuðla að verndun Fjalakattarins. Frá þessu sögulega hlutverki sínu mættu samtökin aldrei hvika og aldrei missa sjónar á gildi gamalla minja þrátt fyrir stundarátök um innri málefni, sagði formaður og bauð síðan landsfundarfulltrúum niður í Aðalstræti að skoða Fjalaköttinn. Nú vill bankaráð Útvegsbankans fá skýr svör: BLEKKTI HAFSKIP ÚTVEGSBANKANN? „Tvær útgáfur um stöðuna í gangi/7 segir bókarinn Bankaráðið vill fá upplýsingar um þátt Alberts Helgarpósturinn hefur það eftir áreiðanlegum heimildum, að Haf- skip hafi vísvitandi blekkt Útvegs- bankann um stöðu fyrirtækisins um langa hríð. Þetta mun hafa verið gert með þeim hætti, að fyrirtækið hafði í gangi tvær útgáfur af fjár- hagsstöðu Hafskips, aðra rétta til nota innan fyrirtækis, hina falsaða, sem sýnd var lánardrottninum Út- vegsbankanum. „Við erum með tvö „sett“ í gangi," er haft eftir Sigurþór Guðmundssyni aðalbókara fyrir- tækisins. Á fundi í bankaráði Útvegsbank- ans á þriðjudag var lögð fram skrif- leg skýrsla um Hafskipsmálið og viðskipti bankans við fyrirtækið. Þrátt fyrir að þetta mál hafi verið til umfjöllunar í ráðinu frá því HP opn- aði það í byrjun júní í sumar, mun bankaráðsmönnum hafa brugðið illilega og orðið náhvítir yfir sann- leika málsins, þegar hann lá fyrir út- málaður með skiljanlegu orðalagi. í umræðum bankaráðsmanna komu fram efasemdir um, að Haf- skip hefði veitt bankanum réttar upplýsingar og raddir voru uppi um það, að forráðamenn Hafskips hefðu blekkt Útvegsbankann. Þá var ræddur þáttur Alberts Guð- mundssonar fyrrverandi fjármála- ráðherra, semvar samtímis formað- ur bankaráðs Útvegsbankans og for- maður stjórnar Hafskips. Allar líkur eru á því, að í bankaráðinu verði óskað sérstaklega eftir upplýsingum um lánaviðskipti bankans og Haf- skips og öðru fjárstreymi á því tíma- bili, sem Albert var bankaráðsfor- maður. Útvegsbankinn beitti sér fyrir við- ræðum Hafskipsmanna og Eim- skips, en nú hefur slitnað upp úr þeim. Útvegsbankastjórn heldur þó málinu vakandi enda gæti þetta mál riðið bankanum að fullu. Litlar líkur eru taldar á því, að samningar takist um yfirtöku Eimskips. Ef það verður niðurstaðan tapar Útvegsbankinn hátt í 700 milljónir króna. En ef von- ir bjartsýnustu manna rætast um samninga, þá gæti tap bankans hugsanlega dottið niður í 200—300 milljónir króna. Og hvernig sem fer, er víst, að ríkissjóður verður að pumpa hundruðum milljóna inn í Útvegsbankann. Hins vegar spilar hér inn í hugsanleg sameining Út- vegsbankans og Búnaðarbankans. Eins ogstaðan er í dag, er samnings- staða Útvegsbankans í þessu sam- hengi harla slök. Valdimar Indriðason, formaður bankaráðsins og þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, mun vera harla þungur á brún þessa dagana og á erfitt með að leyna reiði sinni yfir stjórnun bankans. Enda má svo sem segja, að það sé ekkert skrýtið, að bankaráðsformaðurinn sé óhress með að Útvegsbankinn hafi tekið gild veð upp á sjö milljónir dollara, sem í raun reyndust ekki nema tveggja^ og hálfrar milljón dollara- virði. Útvegsbankinn lét plata sig um 180 milljónir íslenskra króna í þessu dæmi. Bankaráö Útvegsbankans hefur tekið af sér silkihanskana ( Hafskipsmálinu. Nú vill bankinn skýr svör við því hvers vegna stór hluti af ráðstöfunarfé bankans var settur í sökkvandi fyrirtæki. Og hver þáttur Alberts Guðmundssonar, fyrrverandi stjórnar- formanns Hafskips og formanns bankaráðs Útvegsbankans á sama tíma, var í því máli. HELGARPÚSTURINN Slitra úr landsfundi Öldruð pólí-tíkó tík tölti þar til grafar. Var í einu ekkja, lík og útfararstjóri Svavar. Niðri. 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.