Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 14.11.1985, Blaðsíða 11
BILALEIGA REYKJAVIK: AKUREYRl: BORGARNES: VÍDIGERÐI V-HÚN.: BLÖNDUÓS: SAUDÁRKRÓKUR: SIGLU EJÖRÐUR: HÚSAVÍK: EGILSTAÐIR: VOPNAFJÖRÐUR: SEYDISFJÖRDUR: FÁSKRÚDSFJÖRDUR: HÖFN HORNAFIRDI 91-31815/686915 96-21715/23515 93-7618 95-1591 95-4350/4568 95-5884/5969 96-71498 96-41940/41594 97-1550 97-3145/3121 97-2312/2204 97-5366/5166 97-8303 interRent ið frá ráðningu beggja þessara manna sem fjármálaráðherra og mun Gústaf taka til starfa sem skrif- stofustjóri um áramótin en Höskuld- ur sem forstjóri næsta vor. Þorsteinn hefur hins vegar breytt verksviði Gústafs mjög og dregið undan Jóni Kjartanssyni mörg mál og sett beint undir Gústaf eins og t.d. öll inn- kaupamál sem eru lykilatriði í ÁTVR. í starf ráðuneytisstjóra í stað Höskuldar mun veljast Sigurður Þórðarson sem nú er deildarstjóri í gjaldadeild fjármálaráðuneytisins E litt af síðustu embættisverkum Alberts Guðmundssonar sem fjármálaráðherra var að ganga frá því að skjólstæðingur hans og liðs- foringi úr hulduhernum, Gústaf Níelsson fulltrúi skrifstofustjóra ÁTVR yrði gerður að skrifstofu- stjóra Áfengisverslunarinnar. Þá mun Albert hafa þröngvað Jóni Kjartanssyni forstjóra ÁTVR að hætta nokkru fyrr en starfstími hans segir til um og mun Jón láta af störf- um sem forstjóri á vori komanda. í stól Jóns vildi Albert setja Höskuld Jónsson ráðuneytisstjóra fjármála- ráðuneytisins og gekk á eftir honum þangað til að hann lét undan. Marg- ir sjálfstæðismenn vildu koma í veg fyrir þessar ákvarðanir og vildu m.a. meina að ekkji væri ráðlegt að setja „býrókrat" í forstjórastól ATVR heldur mann úr viðskiptalífinu, þó svo að Höskuldur væri flokksbund- inn sjálfstæðismaður. En Albert neitaði að standa upp sem fjármála- ráðherra fyrr en þessi máí væru í höfn og gáfu þá menn eftir. Þorsteinn Pálsson hefur nú geng- því mjög erfitt fyrir menn að gera sér grein fyrir efnahagsveldi sam- vinnufélaganna i heild. Við á HP höfum hins vegar fengið áreiðan- legar heimildir um stærðartöluna og mun ársvelta samvinnufélag- anna hvorki meiri né minni en 40 milljarðar á ári. Til samanburðar má nefna að heildarveltan í landinu er rúmlega 400 milljarðar og þjóð- artekjur alls á bilinu 120—130 millj- arðar.. . Þ Irfitt er fyrir menn að gera sér grein fyrir heildarveltu samvinnu- félaganna. I því reikningsdæmi er öll velta SÍS, öll velta kaupfélaganna og aðildarfyrirtækja Sambandsins. Stór hluti þessara talna er falinn í lokuðum skýrslum og plöggum og að vakti athygli gesta á veislufundi sem boðið var til í Stofn- un Jóns Þorlákssonar í fyrradag, að svo virtist sem láðst hefði að til- kynna meðlimum rannsóknarráðs stofnunarinnar af hvaða tilefni til fundarins var boðað. Á fundinum var nefnilega kynnt rit upp á 7 síður, sem geymir fyrirlestur Milton Friedmans á Islandi og umræður í kjölfarið. Nema hvað Jónas Haralz bankastjóri og einn rannsóknar- ráðsmanna opnaði samkunduna í Húsi verslunarinnar, og sagði að verið væri að gefa út ritgerðir Jóns Þorlákssonar. Af því tilefni hélt hann tölu um Jón og ritgerðir hans og lofaði í bak og fyrir. Guðmundur Magnússon, prófessor sem var annar á mælendaskrá, varð þess vegna hálf undrandi á svipinn yfir þessum aðfaraorðum, enda honum falið að kynna útgáfu á erindi Fried- mans. Gestir létu þó sem ekkert væri, en brostu í kampinn og gæddu sér á mat og drykk. Næsta útgáfu- verkefni stofnunarinnar mun hins vegar vera ritgerðir Jóns Þorláks- sonar. . . I síðustu viku var kveðinn upp dómur í borgardómi Reykjavíkur vegna ágreinings tveggja fyrir- tækja, sem taka að sér að ávaxta fjármuni. Um er að ræða tvö af hin- um stærri verðbréfafyrirtækjum í Reykjavík, sem sumir kalla þessa dagana „löglegu okurbúllurnar". Þetta voru annars vegar Ávöxtun sf. og hins vegar Ávöxtunarfé- lagið hf. sem er eins konar deild í Kaupþingi. Baldur Guðlaugsson hjá Kaupþingi var lögmaður Ávöxt- unarfélagsins, en lögfræðiskrifstofa Ragnars Aðalsteinssonar annað- ist stefnu Ávöxtunar sf. Niðurstaðan var sú, að Ávöxtunarfélaginu hf. (Kaupþingi) er hér eftir óheimilt að nota það nafn, þar sem það líkist um of nafninu Ávöxtun, en það fyrir- tæki er eldra. Þetta munu hafa orðið talsverð vonbrigði fyrir Baldur Guð- laugsson, því hann mun hafa hlegið að stefnu Ávöxtunar og verið sigur- viss. En nú er það Ármann Reynis- son, sem hlær... cWEeFiici SÚPUR: 201 Trjónukrabbasúpa 120,- BRAUÐRÉTTIR: 203 Heltt laukbrauð m/ostl 120,- 205 Heltt rúnstykkl m/ostl 100,- 207 Klúbbsamloka m/sklnku, túnflsk og grænmetl 140,- 208 Brauðvasl m/salatl (pfta) 125,- LÉTT SALÖT: 209 Salat m/salami, aspas og osti 200,- 210 Salat m/klúkllng. mafs og ananas 210,- 211 Salat m/rækjum, krækllng og túnflsk 210,- 214 Kryddpylsur m/súrkáll og sveppamaukl 240,- 215 Jógúrt, 4 tegundlr 30,- 216 Avextlr eftlr vall. epll, appelsfna, bananl, melóna, vínber 35,- Eftír kl. 22.00 - eftirsótt stemmning, lifandi tónlist, stadurorða og athafna. Sunnudaga til fimmtudaga er opið til kl. 01.00. Föstudaga og laugardaga til kl. 03.00. CÖÐA £ Æöl héí HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.