Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Blaðsíða 3
FYRST OG FREMST ÞAÐ mun vera mikil tíska að halda keppnir til að velja hin og þessi andlit og meta vaxtarlag kvenna og hæfni til að standa fyr- ir framan myndavélar, en lengst af hefur vinstri mönnum þótt allt slíkt hinn aumasti hégómi, og kvenfyrirlitleg iðja. Meira að segja var svo fast kveðið að í andstöð- unni gegn svona keppnum hér í den að sagt var að stúlkurnar sem tækju þátt í slíku væru aum verk- færi gróðaaflanna og kapítalist- anna. En nú ber svo við að dætur nokkurra vinstri manna eru meðal stúlkubarnanna sem taka þátt í Ford- og Elítukeppnum. Má þar m.a. nefna Valgerdi Backmart, annan sigurvegara í Fordkeppn- inni en hún er dóttir Arnmundar Backmans lögfræðings og Val- geröar Bergs myndlistarkonu. Eitt- hvað hefur maður því á tilfinn- ingunni að pólitískt uppeldi á þeim bæ hafi skolast til.. . AF fleiri börnum vinstri manna í svona fegurðarkeppnum. Snœíríður heitir dóttir Jóns krata- kóngs Balduins og Bryndísar og hún tekur þátt í svokallaðri „Elítu-keppni, þó ekki menn- ingar-„elítu-keppni heldur feg- urðar-„elítu-keppni. En þar bregður þeim sem óvinveittir eru fegurðarsamkeppnum ekki eins mikið því eins og öll þjóðin veit var Bryndís á sínum tíma fegurð- ardrottning íslands en fékk að vísu skömm í hattinn frá vinstrisinn- uðum vinum sínum, m.a. Ragnari Arnalds sem sagði henni að skammast sín... ÍÞRÓTTAFRÉTTA mönnum Dagblaðsins hefur orðið býsna tíðrætt um tengsl íþrótta, og þá einkum fótbolta, við hinn háskasamlega heim stjórnmál- anna. Þessi vandi hefur greinilega vafist svolítið fyrir hinum ágætu íþróttaskríbentum Dagblaðsins, en nú hafa þeir greinilega komist að niðurstöðu (kannski með hjálp Ellerts B. Schram ritstjóra, for- manns Knattspyrnusambands íslands, alþingismanns og fyrr- verandi fótboltahetju). Fyrir fá- einum dögum mátti til dæmis lesa í Dagblaðinu þessa athyglisverðu niðurstöðu: ,,.. . öllum landsliðs- mönnum Brasilíu hefur verið bannað að tala um stjórnmál en eins og allir ættu að vita þá fara stjórnmál og íþróttir ekki saman." Undir þetta skrifar íþróttafrétta- maður sem skammstafar sig SK„ og kollegi hans; hsím, er greinilega á sama máli, því í Dagblaðinu á miðvikudag hampar hann þessari sömu skoðun — að stjórnmál og knattspyrna eigi ekki samleið. Það er kannski ein af þessum skrítnu tilviljunum að tveir síðustu for- menn Knattspyrnusambandsins hafa verið þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, og reyndar hafa tveir síðustu formenn íþróttasambands íslands verið borgarfulltrúar þess sama flokks ... ÞETTA ER Ragnar Árnason, formaður stjórnar Útgáfufélags Þjóðviljans. Honum var ekki vel við að teknar væru myndir af stjórn Útgáfufélagsins fyrir fyrsta fund nýrrar stjórnar mánudaginn 16. júní. Össur Skarphéðinsson hafði leyft töku myndar af öllum hópnum saman. Og af orðum Svavars Gestssonar, formanns Al- þýðubandalagsins, var ekki annað að skilja en í lagi væri að taka mynd af útgáfustjórninni. SÁ ÁGÆTI klúbbur Lista- hátíðar var mjög í sviðsljósinu í síöasta Helgarpósti, enda gekk þá á ýmsu á þeim bæ, þar völsuðu um löggæslumenn sem hikuðu ekki við að reka menningarvita og listaspírur á dyr, sumar hverjar algjörlega þurrbrjósta. Listahátíð vildi sumsé reka næturklúbb með tilheyrandi áfengisþambi, en yfirvöld vildu ekki leyfa Listahátíð að hafa næturklúbb. Því stakk Helgarpósturinn upp á þvi í síðasta blaði að réttir aðilar kipptu í rétta spotta svo allt gæti farið sem réttast fram. Við báðum Hrafn Gunnlaugsson að hringja í Davíð sem síðan hringdi í Þorstein Pálsson sem aftur hringdi í Steingrím sem hringdi í Jón Helgason dómsmálaráðherra sem tæki upp símtólið og hringdi í flokksbróður sinn lögreglustjóra. Þessi hugmynd virðist hafa verið gripin á lofti því á fimmtudags- kvöldið, sama dag og Helgar- pósturinn kom út, var óvenju blómleg starfsemi í klúbbi Listahátíðar, opið til þrjú og barinn líka. Segiði svo að maður hafi ekki áhrif. . . HELGARPUSTURINN Kafskip Rannsóknarlögreglan hefur í hótunum, Hafskipsbókhaldio kannar fró rótunum, stjórnin er orðin óstyrk ó fótunum, því iðnaðarróðherra er með ó nótunum. Niðri UMMÆLI VIKUNNAR tilefni dagsins œtla ég aö fjalla um stjörnukort lýð- veldsins Islands. Til er sú tegund stjörnuspeki sem fjallar um þjóðfélög... Þegar á heildina er litið er kort lýðueldisins fslands kraftmikið og stórhuga. Undirrit- aður vill óska Islendingum til hamingju með daginn." - „STJÖRNUSPEKINGUR" MORGUNBLAÐSINS, GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON, I DÁLKI SÍNUM SEM BIRTIST Á SAUTJÁNDA JÚNi. SMARTSKOT Ertu ekki orðinn spenntur? Bjarni Felixson, íþróttafréttamaöur og íslandsmeistari í beinum útsendingum „Jú, jú, ég er orðinn þrælspenntur." — Er þetta ekki ansi lýjandi svona dag eftir dag (fyrir- spyrjandi hafði vakið Bjarna)? „Jú, þetta er lýjandi. Maður reynir að leggja sig svona klukkutíma af og til. Maður verður að vera stöðugt í gangi og tímamismunurinn er ansi slæmur. Ég nýt aðstoðar Dana í þessu og þar á milli er tveggja tíma munur í aðra áttina, en sex tíma munur í hina áttina, til Mexíkó. Þetta er stundum erfitt." — Þú hefðir sjálfsagt kosið að lýsa beint frá Mexíkó? „Nei. Ætli ég hefði ekki bara fengið magakveisu þar eins og svo margir. Mér líst betur á að vera hér í þuluherbergi en að vera á klósetti í Mexíkó. Svo eru fjarlægðirnar svo miklar að ég hefði sennilega ekki komist yfir þetta." — Nú á að fara að kanna hversu margir horfa á beinu útsendingarnar frá Mexíkó. Óttast þú nokkuð niður- stöðurnar? „Nei. Ég fylgist reyndar ekki með hversu margir horfa á þetta, en maður heyrir að þeir muni vera fjölmargir og ég held reyndar að það fari ekki á milli mála." — Er fjöldi auglýsinga kannski einhver vísbending? „Auglýsendur hafa verið seinir að taka við sér, kannski of seinir. Nú eru þeir eitthvað að knýja á um að komast að, en þetta þarf auðvitað sinn fyrirvara. Ég get nefnt að síminn hefur hringt villt og galið í morgun, menn sem vilja auglýsa þegar Danir leika." — Er fyrir hendi nokkur tregða hjá forráðamönnum Ríkisútvarpsins að fara út í svona prógramm? ,Já. Ég skal ekkert fullyrða um ástæðuna, sennilega telja þeir þetta of tímafrekt. Ég segi eins og er að það sem hefur þreytt mig hvað mest er að reyna að koma þessu til skila. Þeir virðast ekki hafa trú á vinsældum þessa efnis. Ég vona þá að þessi könnun leiði í Ijós sannleikann um að þetta er mesta sjón- varpsefnið á þessu ári. Úr því að það er tæknilega mögulegt að sinna þessu þá ber hiklaust að gera það." — Hvernig hefur þér þótt knattspyrnan á mótinu? „Hún hefur verið misjöfn. Þó er maður þarna að sjá knatt- spyrnu sem er hin besta í heiminum og hún hefur að mér finnst batnað talsvert eftir að riðlakeppninni lauk og sextán liða úrslit- in hófust. í riðlakeppninni voru liðin of varkár, hugsuðu rnest um að tapa ekki, en nú vita þau að ekki dugir annað en að vinna. Þetta hefur sem sagt verið misjafnt, en ég vil svo nefna að mér hefur fundist of mikil harka vera í þessu á köflum." — Hverjir heldur þú að sigri? „Nú veit ég ekki, ég hef lengi haft trú á Brasiku og ég hygg að þeir komist í úrslit, þeir hafa enn ekki sýnt hvað raunverulega býr í þeim. Frakkar eru reyndar til alls líklegir, en þessi lið leika saman næst þegar þau keppa og verða því ekki í úrslitaleikn- um. Nú, ég held að það fari ekki á milli mála að Danir eru með mjög skemmtilegt lið, hið lang skemmtilegasta að mínu mati., Við getum sagt að óskaúrslitaleikurinn hjá mér sé Brasilía á móti Danmörku." — Hvaða mörk hafa verið fallegust hingað til? Hvaða leikmenn hafa staðið upp úr? „Ég víl fyrst nefna mark Josimars hins brasilíska gegn Norður-irum í riðlakeppninni; mér hlýnar alltaf um hjartarætur þegar ég sé bakverði skora falleg mörk. Það er af nógu að taka, ég nefni fyrstá mark Sovétmannsins Belanov gegn Belgíu, mark Negreta hjá Mexikó gegn Búlgörum og loks mark Step- han de Mol hjá Belgíu gegn Sovétríkjunum. Þeir leikmenn sem hafa staðið upp úr eru helst Maradona, að sjálfsögðu, Platini, Cesar hjá Brasilíu og hægri bakvörður Vestur-Þjóðverja, Thomas Berthold." — Að lokum Bjarni, þú þykir ekki fþróttamanna líf- legastur í útsendingunum, þér hefur ekki dottið í hug að sækja sérstök námskeið? „Nei, þaðhefur mér ekkidottið íhug. Ég tek þessum útsend- ingum ekki sem gríni, heldur alvöru. Ég er ekki skemmtikraftur, heldur bara aðstoðarmaður í aukahlutverki og mér dettur ekki í hug að draga athyglina frá leikjunum sjálfum, þá væri ég að fara út á hálan ís." Bjarni Felixson er sennilega mest áberandi af sjónvarpsmönnum um þessar mundir. Dag eftir dag færir hann okkur heim í stofu hitann og svitann frá Mexíkó, þar sem rúmlega 500 knattspyrnumenn hófu úrslitamót heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu. Þetta kunna senni- lega flestir vel að meta, en þó eru forráðamenn Ríkisútvarpsins eitthvað efins, því nú ætla þeir að efna til sérstakrar könnunar á því hversu margir horfa á beinu útsendingarnar. Við tókum, Bjarna tali. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.