Helgarpósturinn - 19.06.1986, Síða 8

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Síða 8
sem Albert hefur sagt opinberlega að eigi upphaf sitt hjá Björgólfi Guð- mundssyni. Sjálfur kveðst Guð- mundur ekki hafa haft minnstu hug- mynd um annað en að peningarnir kæmu frá Albert Guðmundssyni sjálfum. I skjölum sem fundust við húsleit hjá Björgólfi Guðmundssyni að Hofsvallagötu 1 í Reykjavík kemur fram að Hafskip hafi greitt „sjúkra- styrk handa Guðmundi J. Guð- mundssyni" að upphæð 120 þúsund krónur. Helmingurinn af þessari fjárhæð kom frá Eimskipafélaginu. Samkvæmt heimildum Helgar- póstsins er meirihluti fyrir því í Al- þýðubandalaginu að Guðmundur J. Guðmundsson segi af sér þing- mennsku eingöngu af þeirri ástæðu að hann hafi þegið fjármuni frá fjár- málaráðherra. Enda þótt ekkert sé ólöglegt við þennan fjárstyrk telja þingmenn Alþýðubandalagsins að Guðmundur hafi gerzt sekur um sið- laust athæfi. Ekki bætir úr skák að tvö stærstu skipafélögin skuli hafa „krunkað sig saman og reynt að „kaupa" for- mann Dagsbrúnar, manninn sem á að sitja hinummegin við samninga- borðið fyrir hönd hafnarverka- rnanna," eins og einn þingmaður Alþýðubandalagsins sagði við HP í gær. Annar sagði að með þessu væri búið að kaupa Guðmund, enda þótt hann vissi sjálfur ekki hvaðan peningarnir hefðu komið. Skipafé- lögin hefðu verið komin með vopn í hendurnar gegn Guðmundi upp á seinni tíma. Pá töldu flestir viðmælendur HP úr Alþýðubandalaginu fráleitt að Guðmundur hefði ekki vitað hvað- an peningarnir komu og hann hefði a.m.k. fengið einhverja skýringu á tilkomu peninganna hjá Albert Guð- mundssyni, hvort sem hún væri rétt eða röng. Helgarpósturinn hefur öruggar heimildir fyrir því að Svavar Gests- son formaður Alþýðubandalagsins hafi sagt við Guðmund Joð, að bezt væri fyrir hann að segja af sér, en í yfirlýsingum hefur Guðmundur sagt aðSvavarhafiekkiorðaðslíkt. I Sjálfstæðisflokknum hafa ráð- herrar flokksins ásamt formanni þingflokksins og varaformanni flokksins haldið fundi um stöðu Al- berts og velt þeirri spurningu fyrir sér hvað gera skuli í stöðunni. Nið- urstaðan hefur hingað til verið sú, að ekkert sé hægt að gera í stöðunni vegna skorts á upplýsingum um ein- stök atriði málsins. Hins vegar eru í þessum hópi talsmenn þess að Albert segi af sér í ljósi þeirra upp- lýsinga, sem þegar hafa komið fram. Hins vegar mun yfirlýsing Hall- varðs Einvarðssonar rannsóknar- lögreglustjóra í útvarpsfréttum á þriðjudagskvöld hafa vakið tals- verða undrun stjórnmálamann- anna, því út úr henni var vart hægt að lesa annað en sýknudóm yfir Albert Guðmundssyni og Guð- mundi J. Guðmundssyni. Þótti sum- um yfirlýsingin óviðeigandi og Hall- varður fara út fyrir starfssvið sitt, þar sem hér væri ekki einungis um lagaleg spursmál að ræða, heldur einnig og ekki síður spurningu um siðleysi eða ekki. Alls kyns sögusagnir ganga um Reykjavík þessa dagana og sam- kvæmt einni þeirra á Guðmundur J. Guðmundsson að hafa dvalið í nokkra daga í New York á kostnað Hafskips. Starfsmaður Hafskips hafi sótt hann út á flugvöll, ekið honum um borgina og hafi einhver þurft að ná í hann í síma frá íslandi hafi menn bara hringt í skrifstofur Haf- skips í New York. Staðreynd málsins mun vera sú, að Guðmundur bjó hluta dvalartímans í New York hjá Finnboga Gíslasyni, þáverandi starfsmanni Hafskips (USA), en þeir munu vera góðir vinir frá fornu fari. HAFSKIP OG EIMSKIP GREIDDU 60 Þ. HVORT „RÉTTLÆTANLEG RÁÐSTÖFUN" - SEGIR HÖRÐUR SIGURGESTSSON, FORSTJÓRIEIMSKIPS Fyrir viku skýrði Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskips, Rartn- sóknarlögreglu ríkisins frá því að fyrirtœki hans hefði greitt 60 þús- und krónur til styrktar Guðmundi J. Guðmundssyni, alþingismanni og formanni Dagshrúnar, og liefði þessi greiðsla verið hugsuð sem helmingur af fjárstyrk til Guðmund- ar vegna dvalar erlendis. Ávísunin var stíluð á Hafskip, en samkomu- lag hafði orðið með Ragnari Kjart- anssyni, Björgólfi Guðmundssyni og Herði um að þeir kœmu Guðmundi J. Guðmundssyni til hjálpar með þessum hœtti. Þá var sammælt með þessum þremur forsvarsmönnum Hafskips og Eimskips, að þeir Hafskipsmenn sæju um málið að öðru leyti. Hörður Sigurgestsson sagði í sam- tali við Helgarpóstinn að sumarið 1983 hefðu Hafskip og Eimskip átt samstarf um Edduna og hefðu þeir þrír setið á fundi um málefni Far- skips, hins sameiginlega fyrirtækis, sem sá um rekstur Eddunnar. Að loknum eiginlegum fundi hefðu þeir farið að ræða um daginn og veginn og í samræðum hefði þessi hug- mynd um sjúkrastyrk handa Guð- mundi J. komið fram. Ekki kvaðst Hörður muna hver hefði komið með hugmyndina. Allt að einu hefði þetta orðið nið- urstaðan af spjalli þeirra og við skýrslugjöf hjá RLR hefði hann lagt fram bókhaldsgögn, sem sýndu svart á hvítu hversu háa fjárhæð Eimskip hefði lagt fram í þessu skyni og til livers. HP spurði Hörð Sigurgestsson hvort honum þætti það ekki óeðli- legt að skipafélögin, sem oft þyrftu að semja við verkalýðsieiðtogann Guðmund J. Guðmundsson, styrktu þann hinn sama? „Við vorum ekki að styrkja verka- lýðsleiðtogann Guðmund J. Guð- mundsson heldur persónuna Guð- mund, borgara hér í bæ. Ég sé ekk- ert óeðlilegt við þetta. Ég tel þessa ráðstöfun réttlætanlega," sagði Hörður Sigurgestsson. Eftir því sem Hörður kvaðst muna bezt ætluðu skipafélögin að skipta greiðslunni jafnt á milli sín. Hörður sagði að hann hefði ekki rætt þetta mál við Albert Guð- mundsson. Hins vegar hefði nafn hans komið upp í þessu sambandi. 1 Þjóðviljanum 17. júní er haft eftir Albert Guðmundssyni að fjárstyrk- urinn til Guðmundar J. Guðmunds- sonar hafi orðið til fyrir milligöngu Björgólfs Guðmundssonar. I kvöldfréttum útvarpsins var hins vegar frá því skýrt, að áður en frétt blaðsins hefði verið prentuð hefði Albert gefið tvær aðrar skýringar á tilkomu fjárins. í fyrstu að fé til utan- farar Guðmundar hefði komið frá Hafskipi og Eimskipi. Síðan hefði Albert breytt þessu og sagði að pen- ingarnir hefðu eingöngu komið frá Hafskipi. Nú virðist liggja ljóst fyrir að skipafélögin tvö stóðu að baki þess- um utanfararstyrk. Hins vegar virðast öll kurl ekki komin til grafar, því samkvæmt við- tölum við Guðmund J. Guðmunds- son kveðst hann hafa fengið 100 þúsund krónur frá Albert Guð- mundssyni í reiðufé. Styrkurinn nam á hinn bóginn 120 þúsund krónum og er þannig skráður í skjöl- um, sem fundust við húsleit hjá Björgólfi Guðmundssyni. Þannig virðast 20 þúsund krónur hafa „horfið" á leiðinni frá gefend- um fjárins þar til Guðmundur fékk styrkinn í hendur! 8 HELGARPÓSTURINN FLOKKSFORYSTAN I GÍSLDíGV VERKALÝÐ Oskar Guðmundsson, fyrrverandi ritstjórnarfulltrúi Þjóðviljans, hefur ákveðið að setjast ekki aftur í sitt fyrra sœti á ritstjórn blaðsins, eins og búist hafði veriö við og þrátt fyrir að Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, verði ekki rit- stjóri, eins og spáð hafði verið. Ósk- arernú íþriggja mánaða samnings- bundnu orlofi frá Þjóðviljanum. En með því má telja að Óskar, og aðrir á ritstjórn Þjóðviljans með Össur Skarphéðinsson ritstjóra í farar- broddi, hafi haft nokkurn sigur í sjálfstæðisviðleitni Þjóðviljans, sjálfstæðisviðleitni gagnvart flokks- forystu Alþýðubandalagsins og verkalýðsforystunni. Oskar Guð- mundsson ræðir þessi mál í HP-við- tali. „Það er erfitt að skilja á milli sjálfstæðisbaráttu fjölmiðils og póli- tískra hræringa sem eiga sér stað innan þeirrar hreyfingar sem stend- ur að fjölmiðlinum. Þetta á við um alla fjölmiðla, ekki bara Þjóðviljann. í nágrannalöndunum hafa fjölmiðl- ar rifið sig úr flokksviðjunum. Það er vegna þess að þröngir hagsmunir flokka geta ekki farið saman við all- ar þær skyldur sem fjölmiðill hefur gagnvart Iesendum sínum og not- endum. Það gengur ekki nema með stöðugum árekstrum. MESTA NIÐURLÆG- INGARSKEIÐ ÍSLENSKR- AR VERKALÝÐSBARÁTTU Sjálfstæðisbarátta Þjóðviljans er miklu eldri en þriggja ára, en það er á síðustu þremur árum sem menn hafa farið fetið í stað þumlungsins áður. Síðustu ár, allt frá árinu 1983, hafa orðið stöðugir árekstrar á milli ritstjórnar Þjóðviljans og ýmissa hagsmunaaðila í Alþýðubandalag- inu svo sem borgarstjórnarfólks, þingflokks og umfram allt milli verkalýðsforystunnar og ritstjórn- arinnar. Þjóðviljinn hefur verið sjálf- um sér samkvæmur í ýmsum mjög mikilvægum málum, t.d. í afstöðu til kjaraskerðingar síðustu ára. Og í því kristallast grundvallarmunur á af- stöðunni til málefna. Þjóðviljinn hefur aldrei fallist á neina kjara- samninga síðan 1983 þegar kjara- skerðingin mikla reið yfir. Hinsveg- ar hefur verkalýðsforystan ekki gert aðra kjarasamninga en þá sem stað- festa kjaraskerðinguna. Sá gjörning- ur verkalýðsforystunnar hefur síð- an haft í för með sér rr.esta niður- lægingarskeið íslenskra; verkalýðs- baráttu. Þjóðviljinn hefur á undanförnum árum haft einstaka hagsmunahópa á móti sér. Það hefur ekki verið verulegt vandamál fyrr en hóparnir tóku upp á því á árunum 1984-T86 að krækja saman klónum. Þegar gamla borgarstjórnarfólkið, verka- lýðsarmurinn og flokkseigendafé- lagið kræktu saman klónum gegn Þjóðviljanum tók fyrst í hnúkana. Þær aðstæður sem þessi samtrygg- ing skapaði neyddu Þjóðviljann til að styrkja stöðu sína pólitískt — inn- an Alþýðubandalagsins — á þann hátt að Þjóðviljafólk styddi aðila til áhrifa innan Alþýðubandalagsins — fólk sem virti sjálfstæði blaðsins. I BSRB-VERKFALLINU VARÐ EÐLISBREYTING Þróunin á Þjóðviljanum hefur um- fram annað verið sem andsvar við pólitík verkalýðsforystunnar. A liðnum árum hefur samband verka- lýðsforystunnar og forystu Alþýðu- bandalagsins breyst til hins verra, þ.e. í átt til samruna. Flokksforystan hafði leyft sér að vera gagnrýnin á verkalýðsforystuna. En sumarið og haustið 1984 varð á eðlisbreyting. Það var vegna BSRB-verkfallsins sem þá var fyrsta tilraunin til að brjóta á bak aftur kjaraskerðingar- lög ríkisstjórnarinnar. Þá gerist það að félagsmenn í BSRB fá engan stuðning frá ASÍ-kontóristunum og ekki heldur frá t.d. Dagsbrún sem þó hafði reynt að mótmæla kjara- skerðingunni í febrúarmánuðinum áður. En í þessu sambandi verður að líta á sérstaklega góð samskipti Dagsbrúnar við skipafélögin. Astæða þess að BSRB fékk ekki stuðning ASÍ í verkfallinu er ríkis- stjórnarleikur verkalýðsforystunn- ar og skoðanabræðra hennar í flokknum. í tuttugu ár hefur við- gengist samkomulag innan verka- lýðshreyfingarinnar um að kjósa aldrei heldur skipta völdunum á milli A-flokkanna og Sjálfstæðis- flokksins. Þetta hefur verið þrá- hyggja hjá verkalýðsforystunni og þeir hafa þar á bæ einnig viljað koma sama fyrirkomulagi á í ríkis- stjórninni, þ.e. samskonar valda- strúktúr á Alþingi. FOYRSTA ABL í PÓLITÍSKRI GÍSLINGU Síðan 1984 hefur svo forysta Al- þýðubandalagsins verið í pólitískri gíslingu hjá verkalýðsforystunni og gagnrýnisraddirnar þagna. Alþýðu- bandalagið hefur síðan þá enga sjálfstæða afstöðu tekið í andstöðu við þá tvo-þrjá menn sem ráða í verkalýðshreyfingunni; þá Ásmund Stefánsson, Guðmund J. Guð- mundsson og Þröst Ólafsson. Þetta hefur breytt stöðunni algerlega — áður gat forysta Alþýðubandalags- ins virkað sem sættandi afl, gengið á milli Þjóðviljans og verkalýðsfor- ystunnar. En nú þegar þessir aðilar hafa skipað sér í eina sveit verður umsátursástand á vinstri vængnum. Það skilur himinn og haf á milli manna og fylkinga í lífsviðhorfum innan Alþýðubandalagsins. Þjóð- viljinn hefur reynt að endurspegla þessa hluti, jafnframt því sem blaðið hefur stutt ítrustu kröfur í launabar- áttunni. Enda hlýtur það að vera út- gangspunktur hvers fjölmiðils að vera í stjórnarandstöðu, að vera gagnrýninn á valdið, hvar sem það er. Hið algenga er aftur á móti að blaðamenn og fjölmiðlar velji auð- veldu leiðina og forðist að lenda í árekstrum við ríkjandi öfl í þjóðfé- laginu. Þegar sjálfsritskoðunin vegna þessa er komin á fullt er voð- inn vís. Það endar einungis á einn veg. Þann veg að menn segja bara frá afmælum og hátíðum og verða þannig gagnrýnislaus rödd eins ákveðins valds. ENGIN SiÁLFSTÆÐ STEFNA í KJARAMÁLUM Frá árinu 1984 hefur Alþýðu- bandalagið ekki haft neina sjálf- stæða stefnu í kjaramálum. Þjóðvilj- inn hefur haft stefnu en ekki Al- þýðubandalagið. Lengi hafa leiðir leiðara Þjóðviljans og þingflokks Abl. ekki farið saman í stórum mál- um. Nægir að nefna að Þjóðviljinn vildi að ekki yrði endurskipað í bankaráð Útvegsbankans. Einnig vildi Þjóðviljinn að skipuð yrði opin rannsóknarnefnd vegna Hafskips- málsins. En það voru alltaf vomur á þingflokknum. Niðurlæging Alþýðubandalagsins í gíslingu verkalýðsforystunnar hef- ur ekki orðið til þess að draga úr niðurlægingu launafólks. Launa- fólks sem á síðustu árum hefur ekki haft mörg týruljós til að lýsa veginn til betri kjara og mannsæmandi lífs. En án þess að margir hafi tekið eftir því hefur þetta fólk bundist samtök- um utan flokkanna til að reyna að rétta sinn hlut. Þetta eru samtök á borð við Samtök kvenna á vinnu- markaði, Búseti og Húsnæðishópur inn. Þetta eru hópar sem forðast valdaklíkuna. En þessir hópar hafa verið algerlega hunsaðir, sérstak-

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.