Helgarpósturinn - 19.06.1986, Page 11

Helgarpósturinn - 19.06.1986, Page 11
menntamálaráðuneytið og hrepps- yfirvöld vestra ekki vitað um brúar- byggingu sem stóð ekki einu sinni til þegar skólinn var byggður, og hana nú. . . A enn einum stað á Vestfjörð- um eru menn ríkir af skólum. Það er í Kaldrananeshreppi á Ströndum (næstur sunnan við Árneshrepp). Þar eru tveir skólar, annar í byggða- kjarnanum að Drangsnesi og hinn í Bjarnarfirði. En kunnugir segja okkur að þetta sé næsta eðlilegt — í almennilegum vetri sé allt kol- ófært innan sveitarinnar og alveg vonlaust mál að komast út úr henni... l blaðinu í dag er fjallað um skólabyggingar og fáránleika við byggingu margra þeirra. Sá pottur er samt engan veginn þurrausinn. Þannig hefur HP verið bent á barna- skólabyggingu að Núpi í Dýrafirði sem sumum heimamönnum, og öðrum sem til þekkja, hefur þótt einkennandi fyrir bruðl og vitleysu í arkitektúr. I hreppnum eru börn á barnaskólaaldri innan við tíu og því sýnt að ekki þyrfti stóran skóla. Áft- ur á móti þurfti veglegan skóla- stjórabústað og var hann byggður ofan á skólann, gólfflötur miklu stærri en á neðri hæðinni og að hluta til haldið uppi með miklum súlum. Já, veglegt slot það. Nú, eftir að Héraðsskólanum að Núpi hefur verið lokað dettur mönnum í hug að þá þróun hefði mátt sjá fyrir þegar barnaskólinn var byggður fyrir par árum og þá kannski reyna að hýsa þessi örfáu börn í vannýttu héraðs- skólahúsi. En það var bara ekki gert. . . A i^^T^nnar staður, þar sem sum- um finnst skólabyggingum ofaukið, er við Önundarfjörð. Þar var til skamms tíma um langan veg að fara milli barnaskólans að Holti og Flat- eyrar þar sem annar skóli er. Því var byggður nýr skóli fyrir ekki mjög löngu. Svo kom brú innst á Önundarfjörðinn þannig að vega- lengdin milli þessara skóla er hreint ekki neitt. En sveitakrakkarnir eru í Holti og tómthúsmannabörn á Flat- eyri. Þetta þykir þó ekki sæta neitt mikilli furðu því eðlilega gat o ^^^g af kosningum. I útvarpi var sagt frá því að hvergi væru færri á kjörskrá en í Múlahreppi og er vafalaust rétt. Þar voru 10 á kjör- skrá, 16 íbúar (semsagt 6 börn) og enginn sem hefur haft vetursetu undanfarin 10 eða 12 ár. Aftur á móti er einn hreppur fámennari, sé farið eftir því hvað manntalsbækur segja. Það er Selvogurinn. Þar eru aðeins skráðir 12 íbúar en þeir voru líka allir á kjörskrá og þar er búið allan ársins hring. Líklega er ekki dýrt skólahaldið á þeim bæ. . . ið vitum svo að næstu sveit- arstjórnarkosningar verða alls ekki eins skemmtilegar og þessar núna því þá verður búið að útrýma öllum litlu hreppunum. Þingmennirnir fyrir sunnan hafa semsagt samþykkt að allir hreppar þar sem búa færri en 50 verði sameinaðir öðrum hreppum. Þannig verður Múla- hreppurinn sameinaður Gufu- dalshreppi ef þeir verða þá ekki búnir að sameina Gufudalshrepp Reykhólahreppi áður, en aðeins 43 bjuggu í Gufudalshreppi um síð- ustu áramót. Og um daginn flutti gamli oddvitinn, Reynir í Gufudal suður, svo að Gufudalssveit og Múla- sveit þurfa á öllu sínu að halda til þess að standa sem einn hreppur. Það verður þá líklega Múladals- sveit eða bara Múlagufa. Nú, ef Reykhólasveit verður líka með þá verður það kannski Reykhólamúla- gufan. . . BILALEIGAN Langholtsvegi 109 (í Fóstbræðraheimilinu) Sækjum og sendum Greiðslukorta þjónusta Sími 688177 ÞtTTAER PEX fargjald, kr. 13.940 Flogið alladaga vikunnar FLUOLEIDIR @ Skemmtanalífið er kyndill menningar London: leikhús, tónleikar, kvik- myndahús, pöbbar, diskótek og.. . þú. London frelsar þig frá áhyggjum og stressi. KYNNINGARAFSLÁTTUR AF VEIÐIVÖRUM ■Á*M 5PORTUF EIOISTORGI13-SÍMI 611313 HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.