Helgarpósturinn - 19.06.1986, Page 21
eða hvað? Þegar að stundinni hátíð-
legu kom voru allir, utan þrír yfir-
verkstjórar og forstjóri Hagvirkis,
beðnir að yfirgefa svæðið fyrir til-
tekinn tíma. Verkamennirnir, sem
höfðu lagt svona hart að sér við
framkvæmdirnar, þóttu semsagt
ekki nógu fínir í veisluna — þar
enda mættir fínir toppar sem ekki
mega vamm sitt vita ...
s_ _ «
Mogginn frásögn af þremur íslensk-
um systrum, Wathne-systrum, sem
eru orðnar umsvifamiklar athafna-
konur í Bandaríkjunum. Jafnframt
voru birtar myndir af tveimur opn-
um úr tímaritinu Town and Country
sem hinn frægi ljósmyndari, Norm-
an Parkinson, tók af þeim systrum
hér á landi. Frásögn þessi þótti at-
hyglisverð því fáir höfðu haft af
þeim systrum spurnir. Nú höfum við
heyrt að landsmenn fái enn frekar af
þeim að frétta, því tímaritið Mannlíf
var víst fyrir alllöngu búið að verða
sér úti um einkarétt á birtingu þess-
ara mynda Parkinsons og munu þær
birtast í næsta hefti tímaritsins, auk
frásagnar af þeim systrum. Þá má
geta þess að í sama tímariti mun
verða fjallað um Sallý Magnússon,
dóttur hins landskunna fréttamanns
BBC, Magnúsar Magnússonar. Hún
fetar í fótspor föður síns og er orðin
skær stjarna hjá morgunsjónvarpi
Breta.
að hefur vakið athygli að
deilurnar á Þjóðviljanum komu upp
á yfirborðið daginn eftir að fulltrúi
blaðamanna í útgáfustjórn, Mörður
Árnason, fór í sumarfrí til Rimini.
Mörður er annálað hörkutól í samn-
ingum, hefur meðal annars gegnt
ótal trúnaðarstörfum fyrir Blaða-
mannafélagið. Er það mál manna að
Flokkseigendaklíkan hafi ekki
lagt í orrustuna fyrr en tryggt væri
að Mörður væri kominn í flugvélina
og floginn burt. . .
H
I örð samkeppni í tímaritaút-
gáfu er alls ekki ný tíðindi. Þannig
fréttum við að í veiðigeiranum sé nú
harðar barist en oft áður. Sport-
veiðiblaðið, sem Gunnar Bender
og félagar standa að, hefur nú kom-
ið út í 5 ár og hefur sjaldan verið eins
veglegt. Þegar útgáfa blaðsins hófst
voru fáir sem spáðu því löngum líf-
dögum í samkeppni við Veiði-
manninn, sem komið hafði út í nær
40 ár og unnið sér hylli íslenskra
veiðidellumanna. Nú er svo komið
að Sportveiðiblaðið er gefið út í um
4500 eintökum en Veiðimaðurinn
ekki nema 3500. Þriðja blaðið í
þessum geira er gefið út af Frjálsu
framtaki og heitir Á veiðum. Fyrir-
hugað var að blað Framtaksins
kæmi út í byrjun apríl og annað fyrst
í júní en ennþá hefur ekkert tölu-
blað sést í hillum blaðsöluturna. Því
er þó spáð að blaðið sé á leiðinni og
þess má geta að talið er að Á
veiðum sé gefið út í svipuðu upp-
lagi og Sportveiðiblaðið. Það er
þannig vel pláss fyrir þrjú veiðiblöð
í samfélagi veiðidellukarla sem að-
eins telja nokkur hundruð...
V
ið vorum ekki þar til að sjá
það með eigin augum, en okkur er
sagt að pilsvargur nokkur, sem kall-
ar sig Henríettu Hæneken, hafi
lokað þeim nafntogaða skemmti-
stað, Klúbbi Listahátíðar, með
mikilli sæmd. Nú, hvað gerði Henrí-
etta? Jú, lokakvöldið, þegar
stemmningin var sem mest, lét hún
kalla fram alla stjórnarmeðlimi
Listahátíðar, svo klúbbgestir gætu
sjálfir sýnt þeim þakklæti sitt, sem
þeir og gerðu með beljandi lófataki.
Hængurinn var bara sá að enginn
stjórnarmaður var á staðnum
(frekar en endranær), ekki Hrafn,
ekki Birgir, ekki Kristín, ekki
Kristinn. Lófatakið varð samt ekki
minna fyrir vikið, enda þótt Henrí-
etta barmaði sér yfir því að enginn
stjórnarmaður hefði komið til að
færa henni kampavín, krans eða
konfekt, og líka yfir því að sér hefði
ekki verið boðið í lokapartí Lista-
hátíðar, sem náttúrlega var hatdið á
allt öðrum stað í bænum en téðum
klúbbi. Stjórnin var víst löng búinn
að missa áhugann á honum...
jyg
■ W Hikiil skjálfti mun nú vera
í Pan, Hauks megin. Enda ekki
aldeilis gaman þegar ljótir og vond-
ir blaðamenn gera allt hvað þeir
geta til að koma höggi á annars
blómlega starfsemi og hindra menn
í að verða sér úti um skjótfenginn
gróða. Þannig munu krakkarnir í
sýningarhópnum hafa verið send út
af örkinni til að fá viðtöl í hinum og
þessum blöðum í þeim tilgangi að
mótmæla því sem birst hefur nei-
kvætt í blöðum um vændi og eitur-
lyfjaneyslu, en það mun vera heldur
seint í rassinn gripið þegar lögregl-
an sjálf er komin á sporið. . .
u
m daginn, reyndar alveg ný-
skeð, mátti sjá í sjónvarpinu svip-
myndir frá formlegri opnun fiskeld-
isstöðvar fyrirtækisins íslandslax,
en það er í eigu Sambandsins og
norskra aðila. Tugir verkamanna
höfðu unnið alla daga vikunnar og
jafnvel hátíðisdaga til þess að hátíð-
in gæti farið fram á tilsettum tíma.
Verkamenn þessir eru nú aldeilis
æfir og ástæðan er ósköp skiljanleg,
REYKJAVIK:
AKUREYRI:
BORC'.ARNES:
VÍDIGERÐI V-HÚN.:
BLÖNDUÓS:
SAUDÁRKRÓKUR:
SIGIUFJÖRDUR:
HÚSAVÍK:
EGII.STADIR:
VOPNAFJÖRDUR:
SEYDISFJÖRDUR.
FÁSKRÚÐSF.IÖRDUR:
HÖFN HORNAFIRDI
91-31815/686915
96-21715/23515
93-7618
95-1591
95-4350/4568
95-5884/5969
96-71498
96-41940/41594
97-1550
97-3145/3121
97-2312/2204
97-5366/5166
97-8303
interRent
-ANÞESS
AÐKORTSESYNT
Til þæginda fyiir viðskiptaviiii og afgreiðslufólk ábyrgist Iðnaðarbankiim
alla tékka að upphæð allt að 3.000 krónum sem útgefnir eru
á tékkareikninga í Iðnaðarbankanum af reikningseigendum.
Ábyrgðin er gagnvart þeim sem taka við tékkum frá reikningseigendum
í góðri trú og framselja bönkum eða sparisjóðum.
Iðnaðarbankinn kappkostar að þeir einir hafi tékkareikninga hjá
bankanum sem eru trausts verðir í viðskiptum og treystir því jafnframt
að afgreiðslufólk sýni eðlilega varkámi við mótttöku tékka.
iðnaðarbaninn
-niHPim fanki
HELGARPÓSTURINN 21
CíB AUGtySINGAÞJONUSTAN SIA